Morgunblaðið - 22.11.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.11.1966, Blaðsíða 30
so MORCU N BLADIÐ Þriðjudagur 22. nóv. 1966 Lá við slagsmálum í leik Fram og V-þýzka liðsins Frarn vann 25-17. Domarinn missti alveg stjarn á leiknum REYKJAVÍKURIVXEISTARAR kaíla og skoruðu 6 næstu mörk, Fram sýndu liðsmönnum Turn- verein Oppum frá Krefeld í tvo heimana í gærkvöldi er fyrsti leikurinn í heimsókn Þjóðverj- anna til Þróttar var leikinn. — Fram vann með 25—17 eftir æsi- harða baráttu. Baráttan var á köflum góð, falleg og skemmti- leg og frá upphafi til loka æsi- lega hröð. En er á leið missti dómarinn Valur Benediktsson gersamlega stjórn á leiknum, svo að þess vegna fékk leikurinn lágkúrulegan svip og leiðinleg- an. Hann var eins og svífandi friðarengill á hallargólfinu, sem ekki gat hyrst sig og tekið al- mennilega á hlutunum. Og undir lokin var allt komið á suðumark — hnefar á lofti og allt gat skeð. Þessi leikur er þvi eitt dæmi um það, hversu mikilvægt verk dóm ara er, og hve léleg dómvarzla getur eyðilagt annars góða leiki. Þorsteinn Björnsson var í ess- inu sínu og varði í upphafi 3-4 skot mjög vel. Þetta kom Fram- mönnum í gott leikskap og þeg- ar Gunnlaugur skoraði tvö fyrstu mörkin á 3. mín. leiksins, var stemningin sköpuð hjá leikmönn um og áhorfendum. Sigurður Einarsson bætti því þriðja við — og það fór um Þjóðverjana — ekki sízt er tvö hörkuskot þeirra höfnuðu í stöng. En siðan fundu Þjóðverjar leið ina að marki og er 14 mín. voru af leik' var staðan jöfn 4-4. Þá náðu Framarar góðum Móti FH f KVÖLD er annar leikur ! handknattleiksliðsins í ■ fþróttahöllinni og mæta þá ; íslandsmeistarar FH Þjóðverj ■ unum. Má líklegt telja að það ; verði skemmtilegur leikur ■ eins og sá í gærkvöldi. ; Þetta þýzka lið er V-Þýzka J landsmeistari í 11 manna úti ; handknattleik og að sögn i stendur það sig vel í inni- J handknattleik, en keppnisfyr ! irkomulag í V-Þýzkalandi er J nokkuð öðru vísi en á Norður ; löndum — þ.e. svæðakeppni J og síðan úrslitakeppni topp- ; liða. : ■ Greinilegt var í- gær að : Þjóðverjarnir rugluðust á J hinum skæru hvítu línum á ; salargólfi fþróttahallarinnar J sem nýkomnar eru til merk- ; ingar á 12 badmingtonvöll- J um. Er það ekki nema fyrir ; heimavana að átta sig fljótt : á merkingunum — þó finna ■ megi hin daufu gulu strik J innan um öll hin mörgu hvítu og skæru. Ekki þætti mér J ólíklegt að v-þýzka landslið- ". ið myndi mótmæla útliti sal- J argólfsins áður en til lands- : leiks kemur. Og svo sannar- J lega er þetta vandamál sem ; finna þyrfti skjóta lausn á. J — A.st. ■ flest sköpuð vegna mikils leik- hraða og öruggrar skota. Kom einmitt á þessum kafla í ljós meginmunur á liðunum. Hjá Fram voru allir hættulegir við markið — og alls skoruðu 8 menií í leiknum. Hjá Þjóðverj- um voru skytturnar eiginlega tvær. Tveir menn skoruðu 12 af 17 mörkum, þó alls kæmust 6 á skorendaiistann. En sem sagt á 7 mín. kafla skoruðu I'ramarar 5 mörk gegn engu og komust í 6 marka for- skot. Jafnvel þó Engels markv. verði víti Gunnlaugs, kom ekkert hik á Framara og í æðisgengn- um spretti á síðustu mínútu leiksins voru skoruð 4 mörk á sömu mínútunni. Ingólfur 2, Pétur Böðvarsson eitt og Schroers eitt fyrir Þjóðverja. Staðan í hálfleik var 15—8 og hafði Fam fengið mikla og góða uppskeru fyrir yfiburði í hraða og skotum. Skipt um markvörð Halldór Sigurðsson tók stöðu Þorsteins í marki Fram eftir hlé. Þá fundu Þjóðverjarnir veikan hlekk og 4 mök skoruðu þeir í röð. Þorsteinn kom svo aftur í markið. En margt gerðist fleira. Er um 5—6 mín voru af hálf- leiknum reyndi Gunnlaugur að forða marki á síðustu stundu. Honum var vísað af velli í 2 mín og víti tekið á Fram. En áður en tókst að framkvæma vítið sló Guðjón knöttinn úr hendi þess er framkvæmdi i— og einnig hann var látinn víkja af velli í 2 mín. Framarar léku því 5 gegn Þjóðverjum í 2 mín. Þeim tókst að halda knettinum all- an tímann en ógna þó og má það gott kallast. Og að 2 mín. liðnum er lið- ið var fullskipað á ný, tók for- skot Fram aftur að stækka og enn var aðalvopn Fram hrað- inn. Er 10 mín voru til leiksloka var staðan 21—13 fyrir Fram. Þjóðverjarnir sem reynt höfðu að grípa til harðari varnarleiks á meginlandsvísu varð ekki á- gegnt. Tók sumum þeirra að þyngja í skapi og gerðu og sum- ir leikmanna Fram sitt til að svo yrði — án lítillar íhlutunar dómarans. ir Slagsmál Var um tíma útlit fyrir að allt myndi leysast upp í hrein slagsmál, en á örlagastund gekk Gunnlaugur harðast fram í milli göngu. Og darraðardansinn hélt áfram til loka með líkum svip. Þjóð- verjum tókst heldur að minnka bilið, en Sigurður Einarsson og Tómas Tómasson lögðu hlut Fram með þremur síðustu mörk unum. LIÐIN. Framarar voru betra liðið í þessum leik og hraðinn þeirra aðalvopn. En enn skortir all- nokkuð á að liðið valdi hraðan- um, en þeir eru sannarlega á réttri braut að skemmtilegri og beittari leik. En ennþá koma slysalegar gloppur í leik liðsins, en þeim fer fækkandi. Ingólfur Óskarsson var nú bezti maður- inn en hann og Gunnlaugur er möndlarnir sem allt snýst um og allt byggist á. Þorsteinn mark vörður átti mjög góðan leik nú — og þeir eru hinir þrír stóru. Sigurður Einarsson sýndi frá- bæran línuleik og góð skot í erfiðri stöðu. Guðjón byggir vel upp en skot hans sum eru ekki upp á marga fiska, en línusend- ingarnar meistaralegar. Úthald hafði Fram betra en Þjóðverjarn ir — og þegar tillit er tekið til hins gífurlega leikhraða má það kallast mjög gott. Þýzka liðið bjóst sýnilega ekki við slíkri getu hjá ísl. liðinu. Tveir leikmenn þess bera af í sókn og skotum, þeir Schwanz (nr. 5) og Reback (nr. 9). En einna snjallastur var þrátt fyrir allt markvörður liðsins Engels. Góðan leik áttu og Schroers (nr. 7), Zwirkowsky (nr. 10). En heldur eru sumir þunglamalegir og seinir — og þar í fólst mikill munur á liðunum. — A. St. Ilér höfum við Kolbein Pálsson sem var stigahæstur ailra í leik KR viS Evrópumeistarana, Simmenthal, í körfuknatt*. leik. Hann bar af íslendingum og stóð velflestum ef ekki öll- um hinum á sporði. Annað kvöld leika KR-ingar síðari leik sinn við Simmenthal — í Mílanó. Handknattleiksmótið: Valur, KR oi Valsanenn vakna til lífsins VALUR, KR og IR unnu öll all- stóra sigra af öryggi er viður- eign meistaraflokka karla var fram haldið í Rvíkurmótinu á sunnudagskvöld. Valur vann Ár- mann 22—9, KR vann Víking 17—11 og ÍR vann Þrótt með 21—12. Að þessum leikjum loku- um er staðan þannig 'í m.fl.: Fram 4 4 0 0 75—43 8 Valur 5 4 0 1 80—61 8 KR 4 3 0 1 61—52 6 JR 4 2 0 2 66—67 4 Árm. 4 1 1 2 46—59 3 Vík. 4 0 1 3 46—59 1 Þróttur 5 0 0 5 49—80 0 Is'eœzk þátl- tokíi í Gzenoble Á FUNDI Olympíunefndar fs- lands sem haldin var s.l. mið- vikudag minntist formaður Olympíunefndar Birgir Kjaran, tveggja meðlima nefndarinnar sem nýlátnir eru þ. e. Benedikts G. Waage, heiðursforseta ÍSÍ og fulltrúa alþjóðaolympíunefndar- innar (Cio) á íslandi, og Er- lings Pálssonar formanns Sund- sambands íslands. Þá var á sama fundi samþykkt að tilkynna þátttöku íslendinga í vetrar-olympíuleikunum í CRENOBLE í Frakklandi 1968. Helinsmet KATHY Wainwright setti heims met í 880 yarda skriðsundi í Sidney á laugardagskvöld. Tím- inn var 9:50.3 mín. Eldra metið átti Patty Carattos Bandaríkjun- um 9:56.2. Valur — Armann 22—9 Öllum á óvart náðu Ármenn- ingar tókum á byrjun leiksins og komust í 4—il forystu. En það forskot jöfnuðu Valsmenn 4—4. Var nú barátta um hríð, alljöfn. Ármenningar skoruðu fyrst en Valsmenn jöfnuðu 5—5 og 6—6. í lok háifleiksins náðu Vals- menn svo forystunni og stóð 3—6 Val í vil í hálfleik. Og þessi forysta Vals var eins og ábending um það er koma skyldi. Eftir hlé tóku Valsmenn leikinn algerlega í sínar hendur og réðu lögum og lofum. Náði liðið oft fallegum leik og er nú fyrst að sýna það sem við var búizt af því eftir veturinn í fyrra. Hermann Gunnarsson og reyndar fleiri virðast nú vera að losna við knattspyrnuna og „fjnna sig“ í handknattleiknum. Ármenningar skoruðu aðeins 3 mörk í síðari hálfleik og leik- urinn varð því stórsigur Vals 22—9. KR — Víkingur 17—11 KR-ingar. mættu til leiks án síns bezta manns, Karls Jóhanns sonar og flestir bjuggust við því að Víkingar fengju nú loksins uppskorið sigur. En það fór á annan veg. Vörn Víkingsliðsins var svo sundurlaus, að næstum hvert einasta upphlaup endaði með marki. KR-ingar géngu því hina öruggu sigurbraut. Leikur þeirra var langt frá að vera neitt sérstakur, en þeir sýndu þó góða viðleitni og uppskáru eftir því. í hálfleik var staðan 9—4 og hélzt svipað bil út leikinn sem lyktaði með 17—11. Er Víkings- liðið gersamlega óútreiknanlegt. í þetta sinn náði það engu úr leik sínum. sigruðu ÍR — Þróttur 22—9 iR-ingar áttu frá upphafi frumkvæði í þessum leik og juku jafnt og þétt forskot sitt. í hálfleik var staðan 12—7 en j leikslok 21—12. Markvörður ÍR-inga, Guð- mundur Gunnarsson átti ekki minnstan þátt í þessum sigri. Þar er athyglisverður leikmaður á ferð. Þó ÍR-ingar héldu Þrótturum niðri, skorti mjög á hraða í leik þeirra. Það er eins og sumir þeirra — og reyndar ýmsir leik menn annarra félaga — leiki með einhverri ólund, drattasí milli marka og sumar sendingar framkvæmdar eins og allur kraftur sé úr líkama þrotinn. Það vantar léttleik, leiikgleði ojt meiri hraða. — A.St. . Ljósntofla í íþzóttnhöllinni í SÍÐUSTU viku var sett upþ í íþróttahöllinni ný og fullkom- in ljósatafla. Er hún áhorfend- um — og reyndar leikmönnum einkar þægileg, því hún telur tímann þannig, að hún sýnir ávallt hvað eftir er af hálfleik og breytist á hverri sekúndu. Þá færir hún og mörkin, svo að staðan sézt vel alls staðar úr húsinu. Taflan var notuð í körfuknatt- leiknum á föstudag og í fyrsta sinn í handknattleikskeppni um helgina. Er að töflu þessari mikill fengur og þægindi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.