Morgunblaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 1
Tvo bloð 56 síður
- í garð Israels - Hótað efnahags og
hernaðarlegum refisaðgerðum
Myndin lier að ofan er frá Regent-Street í London, en þar var kveikt á jólaljósum í fyrradag. —
Þessi hluti Lundúna er þekktur fyrir jólaskreytingar. — AP.
Holt og Holyoake munu
báðir hafa sigrað -
Kosningar i Astraliu og Nýja-Sjálandi stóðu fyrst og
fremst um afstöðuna til Vietnam
Sydney, Wellington,
26. nóv. — AP - NTB:
ALLT BENTI til þess árdegis í
dag, að samsteypustjórn Harolds
Holts, forsætisráðherra, myndi
halda velli í þingkosningunum,
Bem þar fara fram í dag.
Að stjórninni standa Frjáls-
lyndi flokkurinn og Landsflokk-
urinn.
Þá er ljóst, að Ríkisflokkur-
Inn, flokkur Keiths Holyoakes,
forsætisráðherra Nýja-Sjálands,
Síðustu tölur frá kosn-
ingunum herma, áð sam-
steypustjórn Holts hafi
hlotið 65 sæti á þingi, en
st j órnarandstaðan aðeins.
43. Hafa stjórnarflokkarn-
ir því unnið á í kosningun-
um. —
□----------a
hafi borið sigur úr býtum i þing
kosningunum þar. Þær fara einn
ig fram í dag, laugardag.
Það voru um sex milljónir
manna, sem tóku þátt í kosn-
ingunum í Ástralíu, en það, sem
fyrst og fremst er nú kosið um,
er afstaða Ástralíumanna til Viet
»am, og styrjaldarinnar þar.
Stjórn Holts hefur sent 4.500
éstralska hermenn til að taka
þátt í bardögum í Vietnam. Fyr
ir kosningarnar bentu skoðana-
kannanir til þess, að samsteypu
stjórn Holts myndi sitja áfram
við völd, en Frjálslyndi flokkur
inn og Landsflokurinn hafa far-
ið þar með völd í 17 ár. Nú var
kosið um 124 sæti í fulltrúa-
deildinni, og 6 í öldungadeild-
inni.
Endanlegar tölur liggja ekki
fyrir, en eins og fyrr segir, þyk
ir ljóst, hver úrslitin hafa orðið.
Talningu var lokið í austurhluta
landsins, en ekki vesturhluta. í
Ástralíu er það skylda að kjósa.
Þeir, sem ekki mæta við kjör-
borðið, eiga á hættu að vera sekt
aðir, geti þeir ekki fært fram
gild rök fyrir fjarveru sinni.
Kosningaþátttaka er því alla-
jafna mjög mikil.
Sömu sögu er að segja af kosn
ingunum í Nýja-Sjálandi. Þar
var afstaðan til Vietnam einnig
aðal deilumálið. Þar eru úrslit
að mestu kunn, og mun flokkur
Holyoakes hafa fengið 44 sæti
(tapað einu), Verkamannaflokk-
urinn 35 og Sósíakreditflokurinn
1. Mun stjórn sú, sem þar hefur
verið við völd, því fara með þau
næstu 3 árin. Stjórnin hefur set-
ið síðan 1960, en alls hefur Ríkis
flokkurinn verið við völd 14 af
síðustu 17 árum.
Holyoake hefur verið mikill
stuðningsmaður Bandaríkjanna í
Vietnam, og sent þangað her-
menn, eins og stjórn Holts
Ástralíu.
New York, 25. nóv. — NTB.
HIN harðyrta ályktun og hótan-
ir um refsingu, sem Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna hefur sam-
þykkt varðandi ísrael gefur aug-
ljósa vísbendingu um áhyggjur
ráðsins um hvaða afleiðingar
árekstrar á landamærunum
myndu hafa á ástandið í Jórdan-
íu. Erlendir sendimenn hér
benda á, að Öryggisráðið hafi
brugðizt við árásum ísraels-
manna á þrjú jórdönsk þorp 13.
nóv. sl., með harðyrtustu álykt-
un, sem það hafi nokkru sinni
samþykkt gagnvart ísrael í 15
ár.
Á föstudag samþykkti Örygg-
ráðið með 14 atkvæðum gegn
engu ályktun, þar sem hótað er
efnahagslegum og hernaðarleg-
um aðgerðum gegn ísrael, og er
þetta í fyrsta sinn, sem slík álykt
un er samþykkt síðan að Ör-
yggisráðið fór að hafa afskipti af
landamæramálum í Mið-Austur-
löndum. Eina landið, sem sat
hjá við atkvæðagreiðsluna, Nýja
Sjáland, taldi engu að síður að
aðförum ísraelsmanna væri
ekki bót mælandi. Hinsvegar
greiddi landið ályktuninni ekki
atkvæði þar sem það taldi að í
henni væru engar jákvæðar til-
lögur um að koma á friði á þess-
um slóðum.
fsraelsmenn eru sagðir vera að
athuga gaumgæfilega samþykkt
ráðsins, en sendiherra þeirra
sagði í New York í gær að grund
vallarástæðan fyrir spennunni
milli ísrael o g Arabalandanna
væri „hernaðarógnanir og
stríðsæsingar Araba gegn ísra-
el“.
Sendiherra Bandaríkjanna hjá
SÞ, Arthur Goldberg, sagði, að
Bandaríkin hefðu greitt atkvæði
með ályktun Öryggisráðsins sök
um þess að stefna Bandaríkjanna
væri sú, að landamæri allra rikja
Mið-Austurlanda yrðu virt. '
Erlendir diplómatar telja, að
í þessum orðum Goldbergs fel-
ist lítt dulbúin aðvörun til Ara-
baríkja á borð við Egyptaland
að færa sér ekki í nyt ókyrrð
þá, sem nú er í Jórdaníu.
Palestínuhersveitir Jórdaníu
hafa gert uppsteit gegn stjórn
Husseins Jórdaníukonungs fyrir
að stjórn hans hefur ekki látið
þeim í té vopn til þess að berja
á ísraelsmönnum fyrir árásir
þeirra 13. nóv.
Krag og
Larsen
ræðast
við
enn
Khöfn, 26. nóv. — NTB.
Jens Otto Krag forsætisráð-
herra og leiðtogi danska Só-
Síaldemokrataflokksins, ræddi
fram eftir nóttu við Aksel
Larsen, leiðtoga Sósíaliska
þjóðaflokksins.
Er viðræðum þeirra lauk
um eitt-leytið í nótt, hafði
enn ekki náðst samkomulag
með þeim um stjórnarmyndun
Leiðtogarnir tilkynntu þá
báðir, að þeir myndu hefja
viðræður á nýjan leik síð-
degis í dag, laugardag.
Haft er eftir áreiðanleg-
um heimildum í Kaupmanna
höfn að bæði Krag og Larsen
hafi hætt það miklu í við-
ræðum sínum, að framtíð
þeirra kunni að vera í hættu
stefnt, takist þeim ekki að
ná samkomulagi.
*
3
Mengun andrúmslofts
New York nær hámarki
Fólk beðið að kynda ekki hús; helztu
eiturefnin brennisteinsdíoxið
og kolsýringur
Saigon, 26. nóv. — AP.
DAKOTAFLUGVÉL, DC-3,
frá bandaríska flughernum,
hrapaði til jarðar í morgun,
skömmu eftir flugtak í Sai-
gon. 27 manns, sem með vél-
inni yoru, týndu lífi. Óstað-
festar fróttir herma, að allir,
sem með vélinni voru, hafi
verið bermenn.
New York, 26. nóv. — AP.
ÓHREINKUN andrúms-
lofts í New York hefur
sennilega náð hámarki til
þessa. Á fimmtudag mæld-
ist óhreinkunun fimm sinn
um meiri en eðlilegt telst,
og mun hún ekki áður hafa
orðið meiri í milljónaborg-
inni.
í gær gætti mengunar-
innar enn mjög, og þá á-
kvað sérstök nefnd, sem
fylgist með þessum mál-
um, að fara þess á leit við
íbúana, að þeir gripu til
sérstakra ráðstafana.
Er urn það að ræða, að
menn kyndi hús sín ekki
meira en nauðsynlegt er, noti
bifreiðar ekki nema ítrustu
nauðsyn beri til og noti ekki
sorpbrennslutæki, sem algeng
eru.
Sú mengun andrúmslofts-
ins, sem hér um ræðir, hefur
náð að magnast jafn mikið og
raun ber vitni, vegna þess, að
síðustu daga hefur kyrrstætt
loft legið yfir New York. Þau
eiturefni, sem finnast í loft-
inu, eru aðallega brennisteins
díoxið og kolsýringur.
Nelson A. Rockefeller, rík-
isstjóri í New York, tilkynnti
í gær, að hann hefði ákveðið,
vegna tilmæla heilbrigðisyfir-
valda, að taka undir tilmæli
nefndar þeirra, sem að ofan
getur. Lagði ríkisstjórinn ein-
dregið að fólki að stuðla ekki
að frekari mengun, þar eð á-
standið síðustu sólarhringa
hefði verið alvarlegt.
Ekki hefur komið til dauðs-
falla, vegna mengunarinnar,
svo vitað sé. Búizt er við batn
andi ástandi í kvöld, en þá er
búizt við rigningu og roki.
Öryggisrá&ið aldr
ei harðyrtara