Morgunblaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 5
Sunnudagur 27. nóv. ?966
MORGUNBLAÐIÐ
5
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
1 OKTÓBER hófst í Hass-
elbyhöll viS Viillingby, 15
km. fyrir utan Stokkhólm,
Ustsýning norrænna lista-
manna og sýna þar 6 íslenzk
ir listamenn. Hásselbyhöll er
eign Stokkhólmsborgar, en
Norræna listabandalagið stend
ur að sýningunni. Á sýning-
unni sýna 42 listamenn, mál-
arar og myndhöggvarar, og
HásselbyhölL
Sýning norrænnar nútíma
listar í Hasselbyhöll
■pjallað við tvo íslenzka listamenn, sem
nýkomnir eru frci dvöl í Svíðjóð
sýnir hver listamaður eitt
verk eftir sig.
Nýlega dvöldust í Hassel-
byihöll tveir íslenzkir listmál
arar, sem þátt taka í sýning-
unni, Benedikt Gunnarsson
og Sigurður Sigurðsson og
náðum við nýlega af þeirn
tali og spurðum þá um dvöl
þeirra þar og annað, sem við
kemur sýningunni.
Benedikt segir okkur, að sýn
ingin hafi hafizt hinn 2. okt-
óber og sé ætlunin, að hún
standi fram í ágúst næsta ár.
Listamennirnir, sem taka
þátt í sýningunni eru mynd-
listamennirnir Nína Tryggva
dóttir, Jóhannes Geir Jóns-
son og þeir félagar Bene-
dikt og Sigurður. Tveir ís-
lenzkir myndhöggvarar sýna
og Jóhann Eyfells og Jón
Benediktsson.
Sýningarverkunum er
dreift um hina gömlu höll,
sem uprunalega var byggð á
17. öld, að því er Sigurður
segir, en höllin er gamall
herragarður, sem gerður hef
ur verið upp í þeim tilgangi
að efla norræna samvinnu, og
í höllinni eru haldnir fundir
í sambandi við hið norræna
samstarf. Höfuðborgir Norð-
urlanda standa undir kostn-
aði við rekstur hallarinnar,
sem breytt hefur verið í ný-
tízkulegra horf, enda létu
þeir félagar mjög vel af dvöl
sinni þar syðra. Höllin var
vígð árið 1963 til þess að
gegna því hlutverki sem hún
gegnir nú.
— Hvernig málverk sýnið
þið á sýningunni?
— f>að er fantasíur, segir
Benedikt. Bæði málverkin
eru olíumálverk, en á sýning
unni eru aðallega olíumál-
verk svo og svartlistarmynd
ir. Sýningin er ákaflega marg
breytileg bæði í málverkum
og höggmyndum og á henni
er mikill nútímablær. Ég er
þeirrar skoðunar, segir Bene
dikt — að þátttaka íslend-
inga í þesari sýningu og öllu
þessu starfi, sem þarna er
unnið, er mjög mikils virói.
Á þennan stað koma þúsund-
ir manna, og listamennirnir
fá tækifæri til þess að kynn-
ast starfsbræðrum sínum á
hinum Norðurlöndunum með
an á dvöl þeirra stendur. Við
dvöldumst þar í um viku-
tíma og var allur viðurgern-
ingur til sóma.
— f höllinni, segir Sigurð-
ur — eru og smásalir, sem til
einkaðir eru höfuðborgum
Norðurlanda. Þar er t.d. einn,
sem tileinkaður er Reykjavík
urborg og þar hanga mál-
verk eftir Kjarval, Ásgrjm,
Kristján Davíðsson og fleiri
og reynt er að fá íslenzkan
blæ á allt það, sem er í saln
um.
— í einum aðalsal hallar-
innar er bókasafn hallarinn-
ar. Þar lá á borði gjöf Reykja
víkurboagar, Guðbrands-
biblía árituð af Geir Hall-
grímssyni borgarstjóra og
þar er nokkuð gott safn is •
lenzkra bóka, segir Benedikt.
— Það verður að geta þess
— segir Sigurður — að Stokk
hóknsborg hefur keypt mál-
verk Benedikts fyrir skóla-
yfirvöld borgarinnar.
— Já, það kom mér nú á
óvart að svo skyldi verða . ..
segir Benedikt, en Sigurður
tekur fram í fyrir honum og
segir:
— Það finnst mér ekkert
skrítið, því að mér leizt vel
á myndina.
— Eru allar myndir á sýn-
ingunni til sölu?
— Okkur er nú ekki kunn-
ugt um það, segir Benedikt,
en myndirnar eru að minsta
kosti allar verðlagðar í sýn-
ingarskránni, svo að mér
finnst það mjög líklegt. Ann
ars hefur lítið verið skrifað
um sýninguna enn og við höf
um ekki séð neina listdóma.
Þeir félagar segja okkur
nú frá því, að ætlunin sé að
víkka mjög út það norræna
samstarf, sem þarna fer fram.
í nágrenni Hasselbyhallar sé
góður íþróttavöllur og sé ráð
gert að haldin verði þar nor
ræn íþróttakeppni, Aðspurðir
um það, hverjir hafi valið
listaverk á sýninguna segja
þeir félagar, að það hafi ver
ið sýningarnefnd Félags ís-
lenzkra myndlistarmanna, en
það er aðili að Norræna lista
bandalaginu.
Að lokum segjast þeir fé-
lagar vonast til, að áfram-
hald verði á þessari starf-
semi, og að Reykjavíkur'oorg
verði kleift að auka þátt-
töku sína í þessu starfi, svo
að fleiri listgreinir geti not-
ið þess og sent fulltrúa sina.
Hér sé í rauninni verkefni
fyrir Bandalag íslenzkra iista
manna, að skipuleggja ferðir
í samráði við Norræna lista-
bandalagið.
Benedikt Gunnarsson (t.v.) og Sigurður Sigurðsson.
Útnesjavaka
MIKfLL undirbúningur skemmt-
enahalds stendur nú yfir í fé-
lagsheimilinu STAPA í Njarð-
víkum. Skemmtanir þessar hefj-
est 1. desember og verða 4 daga
t röð og mjög vel vandað til alls
|>ess, er þar fer fram. í fyrra
voru slíkar skemmtanir haldnar
um sama leyti og er gert ráð
(yrir að þetta verði árlegur við-
burður í framtíðinni, sem sé
nokkur hvíld frá bítla-garginu,
6em þar er nokkuð um hönd
haft, en nýtur ekki vinsælda
fólks, sem vonlegt er.
Félögin, sem að félagsheim-
ilinu STAPA standa hafa því
lagt í talsverðan kostnað til að
gera þessi skemmtikvöld vel úr
garði. Meðal annnars hefur ver-
ið keypt þangað nýtt hljóðfæri,
ílygel af Stainvey-gerð í um-
boði Pálmars ísólfssonar og fór
Rögnvaldur Sigurjónsson sjálfur
út til verksmiðjanna til að velja
þann flygel, sem keyptur var,
svo ekki þarf að efa að þar hafi
í IMjarðvlk
verið vel valið, enda er hljóð-
færið dýr gripur — hinn bezti.
Að kvöldi hins 1. desember
verður svo konsertkvöld, þar
sem Rögnvaldur Sigurjónsson
mun vígja hinn nýja flygil með
einleik og einnig korna þar
fram óperusöngvararnir Svala
Nielsen og Guðmundur Guð-
jónsson, sem syngja munu bæði
einsöngva og tvísöngva og verð-
ur þetta því einstakt tækifæri
til að hlusta á þessa ágætu lista-
menn og eiga Njarðvíkurfélögin
þakkir skildar fyrir að gefa
Suðurnesjabúum kost á að hlýða
á þessa ágætu listamenn.
Á föstudaginn 2. des. verður
svo frumsýnt leikritið „Á valdi
óttans" undir leikstjórn Helga
Skúlasonar. Leikendur eru
heimafólk að mestu, undir for-
ustu Sævars Helgasonar, leik-
ara, auk þess eru nokkrir nýlið-
ar frá leikskólunum í Reykja-
vík, þeir Pétur Einarsson, Helga
Hjörvar, Leifur ívarsson og
Kjartan Ragnarsson. — Leikrit
þetta er spennandi sakamála-
leikrit og þarf ekki að efa góða
meðferð þess, þar sem margir
snillingar leggja þar hönd að
verki.
Á laugardag verður svo al-
menn skemmtun félaganna, þaur
koma fram meðal annars Krist-
inn Reyr með ræðustúf, Jón
Gunnlaugsson og fleiri. Á sunnu-
dag verður svo barnaskemmtun
frá kl. 3 til 6, þar sem flutt verð-
ur skemmtiefni við barna hæfi
og um kvöldið unglingaskemmt-
un með þeim hætti, sem bezt
verður á kosið.
Njarðvíkingar vilja kalla
þessa daga „Útnesja vöku“ og
hafa í hyggju að halda þessu ár-
lega áfram, og er það vel farið,
því að skemmtanalíf Suður-
nesjanna er fremur snautt orðið
og veldur þar ef til vill nálægð
höfuðstaðarins. Þessvegna er
slíkt framtak félaganna, sem að
„Útnesjavökunni“ standa, mjög
lofsvert og ekkert hefur verið til
sparað að gera „vökuna" sem
bezt úr garði með tilkomu hinna
ágætustu listamanna á mörgum
sviðum. Það er mikið tilhlökk-
unarefni að fá að heyra og sjá
þau Rögnvald, Svölu og Guð-
mund, og væntanlega láta Suð-
urnesjamenn þetta tækifæri
ekki um greipar renna.
„Útnesjavakan" er einnig að
leitast við að halda þeirri hefð,
sem ekki má glatast. 1. desem-
ber er hátíðisdagur og vel sé
hverjum sem heldur sóma hans
á lofti. —hsj—
Rögnvaldur Sigurjónsson við flygilinn, Pálmi ísólfsson og
Svala Nielsen. — Ljósm.: Ileim ir Stigsson.