Morgunblaðið - 27.11.1966, Page 12

Morgunblaðið - 27.11.1966, Page 12
I MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 27. nóv. 1966 Rúmgóður — Hraðskreiður — Þægiiegtir Viva ’67 verður sýndur að Ármúla 3 í dag frá kl. 2—7. VAUXHALL v/i/a islenzk baráttusaga eftir Gisla Jónsson, fyrrv. alþm. Nýjar smásögur eftir Jakob Thorarensen f gaer voru að koma út hjá iHelgafelli bækur eftir tvær aldr aðar kempur, skáldið Jakob Thorarensen, sem átti áttræðis afmæli fyrr á þessu áiri, og Gísla Jónsson, alþingismann, sem er 77 ára gamall. Jakob Thoraren Sen sendir frá sér á þessu af- mælisári sinu tvær bækur, aðra með nýjum ljóðum, hina með Jiýjurn smásögum og er það sú sem kom í gær, Léttstíg öld. Bók Gísla er annars eðlis. Hún nefnist „Frá foreldrum mínum, íslenzk baráttusaga", og allan ágóða af henni hefur höfundur gefið SfBS. V,ft5 l Ko"4*' ■ að auglýsing i útbreiddasta blaðlnu borgar sig bezt. Lausgirt öld. Fréttamenn ræddu stuttlega við höfunda þessara tveggja bóka hjá forlaginu í tilefni af út gáfu bóka þeirra. Jakob Thorar ensen þarf ekki að kynna. Þetta er tuttugasta bókin hans síðan 1914, er fyrsta bók hans kom út, og nú er Helgafell sem hefur gefið út helming þeirra, að undir búa heildarútgáfu af verkum skáldsins í fjórum bindum. í hinu nýja sögusafni eru 9 smá sögur, sem ekki hafa verið birt ar áður, eru tvær alveg samdar á þessu ári, Skáldið- hefur valið bókinni nafnið „Léttstíg öld“. Af hverju það? spyrjiun við. — Mér fanns það eiga betur við en „Lausgirt öld“, svarar Jakob að bragði. Og bætir því við, að heldur hafi sér þótt öldin létt- viðrisleg síðasta aldarfjórðung- inn og lengur þó. Ekki sé hann þó að deila á neinn, fólkið geri það sjálft með sinni breytni, ef á nokkum sé deilt. Frá foreldrum mínum. Gísli Jónsson, alþingismaður er, svo sem kunnugt er, bróðir Guðmundar skálds Kamban og er landskunnur maður fyrir skrif sín um þjóðfélagsmál og einkum heilbrigðismál. Árið 1940 gaf hann út bókina „Frekjan", sem þótti vel skrifuð og skemmti leg. Sú bók sem nú kemur út „Frá foreldrum mínum“ er í 12 köflum og eru birtar 10 myndir. Um hana sagði Gísli m.a.: — Þetta er að sumu leyti æfisaga foreldra minna en annars íslenzk baráttusaga, dregin upp mynd af því sem kynslóðir á undan okkur áttu við að stríða. Það eru lífskjör hennar frá 1830—1928. Fyrri hlutinn er Þeir gafu ut nyjar bækur í gær, Gísli Jónsson, alþingismaður, og Jakob Thorarensen, skáld. Með þeim er Þórður Benediktsson, framkvæmdarstjóri SÍBS, byggður á ýmsum minnisblöð- um, sem faðir minn hafði skráð en ég hefi endurskrifað. En eftir að aldamótum lýkur er frásögn in mín. Það er rabbað um bækur, skriftir og gamla menn. Gísli segir að Jakob sé búinn að fá þjálfun í ritmennsku alla æfi, en sjálfur sé hann að byrja, 77 ára gamall. Hann hafði hlotið litla skólagöngu upphaflega, en nú nýlega hafi hann fengið 7 ára skólun, eins og hann orð- aði það. Og er við göngum á hann um í hvaða skóla hann hafi verið, segir Gísli, að í 7 ár hafi hann lesið upphátt fyrir veika konu sína kl. 7—>11,30 á hverju kvöldi og „maður les ekki erlendar og íslenzkar bæk ur án þess að læra eitthvað af þeim“ segir hann. Ég hugsa að ég hefði ekki farið í að skrifa þessa bók annars. Þarna er staddur Þórður Bene diktsson framkvæmdastjóri SÍBS, og það upplýsist að Gísli hefur gefið þessu mannúðarfé- lagi ágóðann af bókinni til rhinn ingar um konu sína, Hlín Þor- steinsdóttur og á að verja sjóðn um til að efla tónlist á Reykjar lundi. Tvær ljóðabækur ókomnar Þá eru aðeins ókomnar tvær bækur frá Helgafelli fyrir jól, ljóðabækur eftir Rósu B. Blön dals og Jón Óskar. Alls koma út á árinu 22 bækur frá Helga- felli, þar á meðal síðustu ljóð Davíðs, Dúfnaveizla Halldórs Laxness, Rímnasafnið og Endur tekningin eftir Kierkegaard. Eru þá komin út öll verk Davíðs Stefánssonar í sjö stórum bind- um. SAMDBLÁSTLR - IVfÁLMHIÍÐLN HÉÐINN VÉLAVERZLUN SÍMÍ 24Z6Q Fyrsta flokks efni og vinna. Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum 2. úlgáfa rifs Jóhanns Gunnars Ólafssonar „SÖGUR og sagnir úr Vest- mannaeyjum", sem Jólhann Gunnar Ólafisson, bæjarfógeti, hefir safnað, eru nú komnar út í 2. útgáfu h'já Skuggsjá. Árin 1938 og 1939 komu út tvö hefti af „Sögum og sögnum úr Vestmannaeyjum". Hefti þessi seldust fljótt upp, enda mun upp lag þeirra hafa verið takmarkað. Var því horfið að því rá'ði nú að prenita sagnir þessar á ný í einni bóik. Eru í þeim allar sagnirnar, sem vom í heftunum tveim, nema nokíkuð hefir verið fellt niður af kveðskap .þeim, sem var í 2. hefti. Hinsvegar hefir verið bæt-t við nokkrum smá'þáittum og einnig fylgir þessari útgáitu ýtarleg nafnaskrá. Sagnirnar eru flokkaðar í eldri og yngri sagnir og kennir þar að sjiálfisögðu margra grasa. „En allir eru á einu máli um,“ segir á kápusíðu, „að mikill feng ur er að safini þessu og margt það, sem hér er skráð, hefði að Mkindum glatast, ef ekki hefði komfð til sagnasöfnun Jóhanns Gur,T‘3rs ÓIp" — Jóhann Gunnar Ólafsson. Véladeild SÍS, Armúla 3. Sími 38900. — Sterkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.