Morgunblaðið - 27.11.1966, Blaðsíða 28
28
MORCUNELAÐIÐ
Sunnudagur 27. nóv. 1966
£i7c Ambler:
Kvíðvænlegt feröalag
hann getur ekki afsannað það á
neinn hátt.
Graham létti stórlega. Það var
bersýnilegt, að Möller hélt hann
vera einihvern bjána. Svo sagði
hann, 'hikandi: — Já, ég skil, en
hvernig verður það með þessa
taugaveiki? Ef ég ætti að veikj-
ast, yrði ég sennilega komirm í
lestina, þegar það yrði.
Möller andvarpaði. — Ég sé,
að þér hafið hugsað vendilega
um þetta, hr. Graham. En leyfið
mér að útskýra þetta. Ef þér
væruð raunverulega smitaður af
taugaveiki, væri yður þegar orð-
’ið ilbt. Meðgöngutíminn er viku
til tíu dagar. Vitanlega mund-
uð þér ekki vita, hvað að yður
gengi, Á morgun hefði yður
versnað. i>á væri ekki nema
eðlilegt, að yður yrði illa við
að vera yfir nóttina í járnbraut
arlest. Þér munduð sennilega
flytja inn í gistihús fyrir nótt-
ina. Og svo að morgni, þegar hit
inn hefði hækkað og sjúkdóms-
einkennin yrðu augljós, yrðuð
þér fluttur í sjúkrahús.
— Á ég þá að fara í gistihús
á morgun?
— Einmitt. Það verður bíll lát,-
inn bíða yðar. En ég ræð yður
til að láta mig um allt skipu-
lagið á þessu, hr. Graham. Mun-
ið, að ég hef engu minni áhuga
á því en þér, að engan gruni
neitt.
Grahaim lézt íhuga þetta. —
Gott og vel, sagði hann loksins.
— Ég læt yður um það. Ég vil
nú ekki vera umkvörtunarsam-
ur, en ég vil bara ekki neinar a-t-
hugasemdir þegar ég kem heim.
Það varð þögn og hann tók að
gruna, að nú hefði hann ofleikið
hlutverkið sitt. Þá sagði Möller
dræmt: — Þér haíið enga
ástæðu til að vera með neinar
áhyggjur. Við bíðum yðar úti
fyrir tollskýlinu. Svo lengi sem
þér takið ekki uppá neinni vit-
leysu — yður gæti til dæmis snú
izt hugur um fríið yður — þá
gengur allt eins og smurt. Og
ég get fullvissað yður um, að
þér fáið ekki neitt bágt, þegar
þér komið heim til yðar.
— Já, ég treysti því líka.
— Vilduð þér segja eitthvað
fleira?
— Nei. Góða nótt.
GENERAL® ELECTRIC
eru stærstu og þekktustu
raftækjaverksmiðjur heims.
SJALFVIRKAR
Þvottavélar
Taka 14 lbs. af þurrþvotti. — Sérstök
karfa í vélinni fyrir allan viðkværnan þvott
t.d. nælonfatnað, ull o. fl.
Tvær hraðastillingar við þvott. — Tvær
hraðastillingar á þeytivindu. — Þrjár hita
stillingar á þvottavatni. — Tvær hitastUl
ingar á skolvatni. — Sjálfvirk tímastilling.
Hagsætt verð. — Greiðsluskilmálar.
ELECTRIC HF.
Túngötu 6. — Símar 15355 — 14126.
Bílastæði fyrir viðskiptavinina.
GÆÐIN TRYGGIR
GENERAL
m
ELECTRIC
— Góða nótt, hr. Graham.
Sjáumst á morgun.
Graham hikaði við þangað til
Möller var kominn á næsta þil-
far fyrir neðan. Þá dró hann and
ann djúpt. Þessu var lokið. Hon-
um var ó'hætt. Nú þurfti liann
ekki annað en ganga til káetu
sinnar, sofa vel í nótt og bíða
svo eftir Kuwetli í kátu númer
fjögur. Hann var allt í einu orð-
inn dauðþreyttur. Hann verkj-
aði í skrokkinn, rétt eins og
hann hefði verið í einhverri
þrælavinnu. Hann gekk niður í
káetuna. En um leið og hann
gekk framhjá salardyrunum, sá
hann Josette.
Hún sat þarna á einum bekkn
um og var að horfa á Jose og
Ranat vera að spila. Hún studdi
höndunum á röndina á sætinu,
og hallaði sér fram með varirn-
ar ofurlítið opnar, en hárið féll
niður kinnarnar. Það x,ar eitt-
hvað í stellingunum, sem
minnti hann á þá stund — fyrir
mörgum árum, að honum fannst
— þegar hann hafði elt Kop-
eikin inn í búningsherbergið
hennar í Jockey. Hann bjóst
hálft í hvoru við, að hún mundi
þjóta upp og hlaupa til hans,
brosandi.
Hann gerði sér allt í einu ljóst,
að nú væri hann að sjá hana í
síðasta sinn, að áður en einn dag
ur væri enn liðinn, yrði hann
henni ekki annað en leiðmleg
endurminning — maður sem
illa hefði farizt við hana. Þessi
hugdetta orkaði sterkt á hann
og ekki án sársauka. Hann
reyndi að telja sér trú um, að
þetta væri bara vitleysa, því að
hann hefði aldrei ætlað sér að
vera með henni í París, og það
hefði 'hann alltaf vitað. Og hvers
vegna ætti honum að falla þessi
skilnaður þungt nú? En það
gerði honum nú samt. Honum
datt í hug máltæki: „Að skilja er
sama sem að deyja dálítið“.
Hann vissi snögglega, að það var
ekki Josette, sem hann var að
kveðja, heldur eitfhvað af hon-
um sjálfum. Bakatil í huga hans
var einhver hurð að falla að
stöfum í síðasta sinn. Hún Hún
hafði kvartað yfir því, að hún
væri í hans augum aðeins hluti
af ferðinni frá Istambul til Lon-
don. Meira var það nú ekki. Hún
var hluti af heiminum handan
við hurðina — heiminum, sem
hann hafði gengið inn í þegar
Bant hleypti á hann þessum
skotum í Adler Palace — heim-
urinn þar sem þekkja mátti
flauelsklædda apann. Nú var
hann á leiðinni í sinn eigin
heim, til hússins síns og bílsins
síns og vingjarnlegu og við-
kunnalegu konunnar, sem hann
kallaði konuna sína. Þar yrði
allt með sömu ummerkjum og
hann skildi við það. Ekkert
hefði breytzt — ekkert nema
hann sjálfur.
Hann gekk niður í káetuna
sína.
Hann svaf illa. Einu sinni
hrökk hann upp við það, að
honum fannst einhver vera að
opna dyrnar hjá honum. En þá
mundi hann, að dyrnar voru
harðlæstar og réð af því, að
sig hefði bara verið að dreyma.
Næst þegar hann vaknaði, hófðu
vélarnar stöðvazt og skipið valt
ekki lengur. Hann kveikti Ijós
og sá, að klukkan var kortér
yfir fjögur. Þeir voru stanzaðir
fyrir utan höfnina í Genúa, Eftir
stundarkorn heyrði hann skell-
ina í vélbát, o.g einhvern há-
vaða á þilfarinu uppi yfir sér.
Og hann heyrði mannamál.
Hann reyndi að þekkja málróm
Ku’wétli, en raddirnar voru of
ógreinilegar. Hann mókti.
Hann hafði sagt þjóninum að
færa sér kaffi klukkan sjö. En
klukkan undir sex komst hann
að þeirri niðurstöðu, að sér
þýddi ekkert að reyna að sofa
lengur. Hann var klæddur þeg-
ar þjónninn kom með kaffið.
Hann drakk kaffið, lét það
38
sem hann átti eftir af farangri
niður í töskuna og settist svo
niður og beið. Kuwetli hafði sagt
honum að fara inn í auðu káet-
uná klukkan átta. Hann hafði
lofað sjálfum sér því, að hann
skyldi hlýða fyrirmælum Ku-
wetlis út í æsar. Hann heyrði
Mathishjónin vera að kýta út af
farangrinum sínum.
Stundarfjórðungi fyrir átta,
tók skipið að hreyfast áleiðis til
lands. Eftir fimm mínútur
hringdi hann á þjóninn. Fimm
‘mínútum fyrir átta var þjóninn
búinn að vera hjá honum og far-
inn aftur, steinhissa með fimm-
tíu lírur frá honum í vasanum,
og hafði tekið töskuna með sér.
Graham beið eina mínútu enn,
en opnaði síðan dyrnar.
Gangurinn var manntómur,
Hann gekk hægt að númer fjög-
ur, stanzaði, eins og hann hefði
gleymt einhverju og sneri sér
við til hálfs. Enn var öllu óhætt.
Hann opnaði dyrnar, steig hratt
inn í káetuna og sneri sér við.
Á næsta augnabliki var næst-
um liðið yfir hann. Liggjandi i
gólfinu með fæturna inn undir
kojunni og með alblóðugt höfuð-
ið, lá Kuwetli.
11. kafli.
Blóðið virtist aðallega stafa
frá skinnsprettu á hnakkanum,
en svo var annað sár, sem virt-
ist lítt hafa blætt og helzt vera
eftir hníf, neðarlega á hálsinum,
vinstra megin. Hreyfingin á skip
inu hafði rennt blóðinu eftir gólf
dúknum, svo að það var líkast
einhverju pári vitlauss manns.
Andlitið var eins og óhreinn
leir. Kuwetli var greinilega
dauður.
Graham beit á jaxlinn til þess
að stilla sig um að kasta upp, og
hélt sér í þvottaborðið til að
styðja sig. Fyrsta hugsun hans
var, að hann mætti ekki fara að
gubba, og yrði að taka sig ræki-
lega saman, áður en hann kallaði
á hjálp. Hann gerði sér ekki
ljósa þýðingu þess sem gerzt
hafði. Til þess að líta ekki aftur
niður fyrir sig, starði hann á
kýraugað, og það var reykháfur
á skipi, sem lá hinumegin við
bryggjuna, sem minnti bann á,
að þeir væru að fara inn í höfn
ina. Eftir minna en klukkustund
yrði landgöngubrúin komin upp.
og Kuwetli hafði ekki náð sam-
bandi við tyrknestou ræðis-
mannsskrifstofuna.
óttinn, er hann áttaði sig á
þessu kom vitinu fyrir hann,
Hann leit niður.
Ritdómar um „Æsku-
fjör og ferðagaman64
„Það getur nærri að maður, sem svo
langa sögu hefur lifað sem Björgúlfur
læknir hafi frá ýmsu að segja, ekki sízt
höfundur með jafn-ótvíræðri ritgáfu og
ritgleði og hann“. „Gamansemi af þessu
tagi er annað stíleinkenni Björgúlfs sem
hvarvetna yljar frásögu hans, og gerir
þætti hans skemmtilegri en hliðstæð efni
yrðu í höndum ólagnari höfundar".
Ó. J. Alþ.bl. 23/ 11 1960.
. . þessar æviminningar hans eru
mjög frábrugðnar öðrum þeim aragrúa
slíkra bóka, sem út hafa komið á íslenzku
og rekja oft og tíðum ýmis smáatvik,
sem fáa skipta nema höfundinn sjálfan".
„Það sem gefur henni þó mest gildi er
það, að hún er ekki aðeins skemmtilest-
ur heldur skilmerkileg þjóðlífslýsing frá
þeim tíma, sem nú er að verða jafnfjar-
lægur og miðaldirnar. Mun því oft á
komandi árum og öldum verða til hennar
vitnað, sem merkilegrar heimildar um
aldamótaskeiðið".
P.V.G. Kolka, Mbl. 25/11 1966.