Morgunblaðið - 27.11.1966, Page 32
Helmingi útbreiddara
en nQkkurt annað
íslenzkt blað
Lang stærsta
og fjölbreyttasta
blað landsins
173. tbl. — Sunmidagur 27. nóvember 1966
Hlaup í
Skaftá
MBL. hafði í gær fregnir
af því að hlaup væri kom-
ið í Skaftá. Samkvæmt
upplýsingum Veðurstof-
unnar fékk hún tilkynn-
&ngu frá Kirkjubæjar
klaustri kl. 2 að hlaup væri
í ánni, og legði mikla fýlu
upp úr henni. Eins lagði
talsverða fýlu úr Hverfis-
fljóti.
Blaðið átti í gær tal við
Skaftárdal í Skaftártungu og
fékk þar þær upplýsingar að
hlaup væri í ánni.
— Það er vond lykt hérna
núna, sagði frúin í Skaftár-
dal. — Hlaupið kom í nótt,
bætti hún við, og það er allt-
af að vaxa. Við urðum fyrst
vör við það í birtingu í morg
un.
Er blaðið spurði hana hvert
tjón gæti af þessu hlotizt svar
aði hún, að það gæti eyðilagt
veginn vestast í Eldhrauninu,
en þar væri veginum jafnan
hættast.
Annars sagði hún að a
fyrsta sólarhring væri alla
jafna lítið um hlaupið að
segja, en það gæti sem kunn
ugt er staðið í marga daga.
I gær kl. 16 var hlaupið enn
vaxandi.
Guðnmndur Kjartansson
jarðfræðingur hafði einnig
samband við Skaftárdal, og
tjáði hann blaðinu, að lilaup-
ið í ánni væri nú tæplega orð
ið eins mikið og í síðustu
hlaupum. Síðasta hlaupið í
ánni varð 1964 og næstsíðast
1955, en í bæði þessi skipti
komu fram sig langt inn í
jöklinum norðvestur af Gríms
vötnum.
Vetrarmorgun við Tjörnina.
(Ljósm. MbL Ó1.K.M.);
Lýst ef tir vitnum
22. þ.m. var ekið á bláa Skoda-
fólksbifreið á Grettisgötu rétt
vestan við Snorrabraut milli kl.
13.30—14.30.
Eru þeir sem kynnu að hafa
orðið varir við þetta beðnir að
gefa sig fram við rannsóknar-
lögregluna.
Aðalfundur Fulltrúa-
ráðsins annað kvöld
AÐALFUNDUB Fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna í Reykja-
víkur verður haldinn í Sjálf-
stæðishúsinu kl. 20.30 á morgun,
mánudagskvöld 28. nóvember.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa fer fram kosning fulltrúa
í kjörnefnd vegna komandi Al-
þingiskosninga.
Á fundinum mun Jóhann Haf-
stein, dómsmálaráðherra flytja
erindi, sem nefnist „Forystu-
hlutverk viðreisnarstjórnar. —
Löggjöf og framkvæmdir“. Með-
limir fulltrúaráðsins eru hvattir
til að fjölsækja fundinn og
minntir á að sýna þarf skírteini
við innganginn.
Tilraunastöö fyrir vatnsvirkjanir
í byggingu í Keid nahofti
Visir oð almennri vatnatilraunastöð
RAFORKUMALASTJORIN er
að koma upp fyrsta vísi að
vatna- og straumfræðitilrauna-
stöð í Keldnaholti, og er þegar
hafin bygging á húsi undir
vatnsvirkjunartilraunastöð, sem
á að verða tilbúin á næsta ári. Er
þetta liður í aðstoð, sem sérstak-
ur sjóður Sameinuðu þjóðanna
hefur veitt til rannsókna á ám
hér. Verður nú reist bygging,
ekki stór, í námunda við þann
stað þar sem Tilraunastöð bygg-
ingariðnaðarins á að standa, og
tækjum komið fyrir í henni, svo
hægt verði að gera tilraunir
með líkön af vatnsvirkjunum.
Mbl. leitaði upplýsinga um
þetta hjá Jakobi Gíslasyni, raf-
orkumálastjóra. Hann sagði, að
einn liðurinn í styrk, sem sér-
stakur sjóður Sameinuðu þjóð-
anna hefði veitt m.a. til rann-
sókna á Hvítá og Þjórsá og öll-
um hliðarám þeirra, hefði verið
aðstoð við að koma hér upp
byrjun að fræðilegri tilrauna-
stöð, sem m.a. gæti gert ísatil-
raunir, sem að gagni mættu
koma við áætlunargerð ánna.
En um leið væri þetta vísir að
almennri vatna- og straumfræði
tilraunastöð, sem gæti vaxið
með tímanum eftir því sem
verkefni bjóðast. Jakob tók þó
fram að stórfelldar tilraunir á
borð við þær sem gerðar voru
í Þrándheimi vegna Búrfells-
virkjunarinnar yrðu alltaf gerð-
ar í stærri tilraunastöðvum er-
lendis, en hins vegar gæti þá far
ið fram hér heima viss undir-
búningur undir tilraunirnar er-
lendis. Þetta mundi verða var-
anlegur þáttur í vatnsvirkjunar-
Framhald á bls. 31
Formannaráðstefna Sjálfstæðisflokksins hófst í Sjálfstæðishúsinu kl. 9 í gærmorgun og var
hún sett af formanni flokksins, B’jarna Benediktssyni, forsætisráðherra. Var ætlað áð ráðstefn
an stæði fram eftir degi. Mikið fjölmenni sótti ráðstefnuna og miklar umræður urðu um skipu—
mál flokksins, stjórnmálaástandið í landinu og félagsstarf flokksins, stjórnmálaástandið í land-
inu og félagsstarf flokksfélaganna.
Stórfellt svikamá!
í uppslgSingu ?
TVEIR lögreglumenn og endur
skoðandi frá dönsku rannsóknar
lögreglunni eru staddir í Reykja
vík um þessar mundir til þess
að rannsaka og athuga í sam-
vinnu við íslenzku rannsóknar
lögreglunna viðskiptasambönd
dansks forstjóra við hérlenda
aðila,
Daninn er grunaður um að
hafa kveikt sjálfur í fyrirtæki
sínu, Hovedstadens Möbelfabrik,
í því skyni að eyðileggja bækur
um bókhaldið, vegna mikills
fjárdráttar. Slökkviliðinu danska
tókst á hinn bóginn að ná bók
haldinu að mestu óskemmdu og
var maðurinn settur í varðhald.
Magnús Eggertsson, varðstjóri
hjá rannsóknarlögreglunni hefur
aðstoðað Inna dönsku lögreglu
menn við rannsókn málsins, sam-
fara því sem hann hefur rann-
sakað hvort um lögbrot er að
ræða af hálfu hinna íslenzku
aðila, varðandi innflutning á
vörum frá fyrrgreindu fyrir-
tæki. Er rannsóknin mjög viða-
mikil, og mun vart ljúka fyrr
en einhvern tima í næstu viku.