Morgunblaðið - 30.11.1966, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 30. nóv. 1966
Kópavogsbúar Fannhvítt frá Fönn. Fönn þvær skyrturnar. Ath. Rykþéttar plastum- búðir. Sækjum — sendum. Fannhvítt frá Fönn. Fjólugötu 19 B. Sími 17220.
Afgreiðum hina vinsælu „kílóhreins- un“, tekur aðeins 14 mín. Einnig hreinsum við og göngum frá öllum fatnaði eins og áður. Efnalaugin Lindin, Skúlagötu 51.
JARÐÝTA ÓSKAST Caterpillar D-6B eða D-6C með eða án Ribber. Upp- lýsingar um símstöðina Galtaefll, laugardaga og sunnudaga.
Milliveggjaplötur úr bruna og vikri, 5, 7 og 10 cm þykkar. Ódýr og góð framleiðsla. Hellu og Stein steypan sf., Bústaðabletti 8 við Breiðholtsveg. S. 30322.
Hreingerningar Húsmæður! Pantið jóla- hreingerninguna. Hreins- um með nýtízku vélum. vönduð vinna. Mjög ódýr. Sími 14096.
Hoover þvottavél til sölu. Verð kr. 2000,00. Uppl. í sima 40687.
Vetrardragt — svört, með hvítum minkakraga, no. 40. Sími 34715.
Skóvinnustofa til sölu í Miðbænum. — Leiguhúsnæði. Ámi Frið- bjarnarson, simi 33233.
Tvær röskar stúlkur óska eftir vinnu frá kl. 1 eJh. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 329*12 frá kl. 5—9.
Vöruvíxlar Höfum kaupendur að veru legri upphæð í góðum vöruvíxlum. Tilboð merkt: „Vöruvíxlar — 8583“, send ist afgr. Mbl. eða í póst- hólf 761.
Mótatimbur Til sölu notað mótatimbur 1x6, 1x4 og 2x4. Upplýs- ingar í síma 16504.
Tilkynning Bændur og byggingamenn! Nú er tækifærið að kaupa ódýrt timbur og járn. Er að rífa gömlu paktohúsin hjá Eimskip. Hörður Run- ólfsson. Sími 32326.
Ráðskona óskast um næstu mánaða- mót. Uppl. í síma 1897, V estmannaeyjum.
Píanó Gott píanó óskast (ópóler- að). Tilboð, ásamt um- sögn kunnáttumanns, send ist heimavistarskólanum, IClepp j árnsreykj um.
Volkswagen árg. 1965, lítið ekinn, óskast til kaups. Greiðsla út í hönd. Uppl. í síma 21627, milli kl. 5 og 7.
II
Thsint
Vel sé þeim, sem vöku annast,
varðmanni hins sanna og góða,
sigurdrjúgum sætti þjóða,
sem til heiilaðáða mannast,
og varðar leið af vizku og mannúð
vandamálin upp þá hrannast.
Þú hefur vakið vonir Iýða,
virðing hlotið, lof og hyllL
Fyrir útsjón, andans snilli,
áttu traustið svona víða.
Vonar enn og ótta á milli
ýmsar þjóðir stöðugt bíða.
Lciðir þú með lagni virkri
lýði fram um háskabrautir,
léttir bæði böl og þrautir,
búinn yaldi í hendi styrkrL
Og þegar um mannheim breiðist blika,
berðu vonarljós gegn myrkrL
Ógnum þrunginn aldarháttur
örvar þó til stórra ðáða,
ef hið góða enn má ráða.
í andanum býr stærstur máttur.
Honum lýtur hættan bráða.
Hann er lífsins æðasláttur.
Munu ei óskir milljónanna
megna þig í starfi að festa?
Ef að vörnin á að bresta,
ei mun bjart um framtíð sanna.
Xak með þér í fylgd sem flesta
friðarsinna allra manna.
Leifur Eiríksson.
SJA tjaldbúð Guðs ©r meðal
mannanna, og hann mun búa hjá
þeim (Opinb. 21, 3).
f DAG er miðvikudagur 30. nóvem-
ber og e«r það 334. dagur ársins 1966.
Eftir lifa 31 dagur. Andrésmessa.
Tungl hæst á lofti.
ÁrdegisháflæSl kl. 6:30.
Siðdegisháflæði kl. 18:47.
Upplýsingar um læknaþjón-
ustu í borginni gefnar í sím-
svara Læknafélags Reykjavíkur,
Síminn er 18888.
Slysavarðstofan í Heilsuvernd-
arstöðinni. Opin allan sólarhring
inn — aðeins mótaka slasaðra —
sími: 2-12-30.
Kvöldvakt í lyfjabúðum í
Reykjavik vikuna 26. nóv. — 3.
des. er í Apóteki Austurbæjar
og Garðs Apóteki, Sogaveg 108.
Næturlæknir í Hafnarfirði að-
faranótt 1. des. er Eiríkur Björns
son sími 50235.
Næturlæknir í Keflavík 25/11.
Guðjón Klemenzson sími 1567,
26/11. — 27/11. Kjartan Ólafs
son sími 1700, 28/11. — 29/11.
Arinbjöm Ólafsson sími 1840
30/11. — 1/12. Guðjón Klemenz-
son sími 1567, 2/12. Kjartan
Ólafsson simi 1700.
Apótek Keflavíkur er opið
9-7 Iaugardag kl. 9-2 helgidaga
kl. 1-3.
Hafnarfjarðarapótek og Kópa-
vogsapótek eru opin alla daga frá
kl. 9 — 7 nema Iaugardaga frá
kl. .9 — 2, helga daga frá kl. 2 —
4.
Framvegis verður tekið á móti þeim
er gefa vilja blóð í Blóðbankann, sem
hér segir: Mánudaga, þriðjudaga,
fimmtudaga og föstudaga frá kl. 9—11
f.h. og 2—4 e.h. MIÐYIKUDAGA frá
kl. 2—8 e.h. laugardaga frá kl. 9—11
f.h. Sérstök athygli skal vakin á mið-
vikudögum, vegna kvöldtímans.
Bilanasími Rafmagnsveitu Reykja-
víkur á skrifstofutíma 18222. Nætur-
og helgidagavarzla 182300.
Upplýsingaþjónusta A-A samtak-
anna, Smiðjustíg 7 mánudaga, mið-
vikudaga og föstudaga kl. 20—23, sími:
16373. Fundir á sama stað mánudaga
kl. 20, miðvikudaga og föstudaga kl. 21
Orð lífsins svarar í síma 10000.
E3 Helgafell 596611306 IV/V. H&V.
I.O.O.F. 7 = 14811308^ = 6Yz Bh.
Toastmaster — Fundur í kvöld kl. 1
venjulegum stað.
I.O.O.F. 9 = 14811308^ = 9 IH.
Kvenfélag Bústaðasóknar held-
ur sinn árlega basar í Rétar-
holtsskóla laugardaginn 3. des.
kl. 3. Félagskonur og aðrir vel
unnarar félagsins styðjið okkur
í starfi með því að gefa og safna
munum til basarsins.
Upplýsingar hjá Sigurjónu
Jóhannsdótur, sími 21908 og Ár-
óru Helgadóttur, sími 37877.
Kvenfélag Ásprestakalls heldur
basar 1. desember í Langholts-
skóla. Treystum konum í Ás-
prestakalli að vera basarnefnd-
inni hjálplegar við öflun muna.
Gjofum veitt móttaka hjá Þór-
dísi Kristjánsdóttur, Sporða-
grunni 5, Margréti Ragnarsdóttur'
Laugarásvegi 43, Guðrúnu Á. Sig-
urðardóttur, Dyngjuvegi 3 Sigríði
Pálmadóttur, Efstasundi 7 og Guð
rúnu S. Jónsdóttur, Hjalavegi 35.
Munið bazar Sjálfsbjargar 4.
des. Vinsamlegast, þeir, sem
ætla að gefa pakka, skila þeim
á skrifstofuna, Bræðraborgarstíg
9 eða Mávahlið 45.
Visukorn
Þingvísa frá A.S.L
Álit álitanefndar:
Við fáum hjá Guðmundi 50 pund
af fínasta gamni og hengjum á
Sverri,
svo látum við kappana kíta um
stund
og köstum svo rekum á þann sem
er verri,
eða lofum þá báða að lokinnl
snerru
og leggjum þá saman í
tvíburakerru.
75 ára er í dag Grímur Árna-
son frá Kollsvík hann dvelst í
dag á Grensásveg 45.
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína ungfrú Jóna Jóhanns-
dóttir, Steinum, Austur-Eyja-
fjöllum og Ólafur Haraldsson,
Rauðalæk 40, Reykjavík.
10. nóvember opinberuðu trú-
lofun sína ungfrú Margrét P.
Magnúsdóttir, Skaftahlíð 11 og
Ingibergur Sigurjónsson, Drápu-
hlíð 8.
FRETTIR
Frá Guðspekifélaginu. Jóla-
basar félagsins verður haldinn
sunnudaginh 11. des. Félagar og
velunnarar eru vinsamlegast
beðnir að koma gjöfum sínum
fyrir laugard. 10. des. i Guð-
spekifélagshúsið, Ingólfstræti 22
eða Hannyrðaverzlun Þuríðar
Sigurjónsdóttar, Aðalstræti 12,
Helgu Kaaber, Reynimel 41,
Ingibjargar Tryggvadóttur,
Nökkvavog 26.
sá NÆST bezti
BROT ÚR GÖMLU ÁSTARBRÉFI.
„Mikið hefur mér nú leiðst síðan þú fórst í verið. Þegar ég
fylgdi þér út á Stekkjarholtið, vildi ég ekki láta þig sjá hvað mér
leið illa. Ég horfði lengi á eftir þér og flóði öll í tárum, en ég vildi
ekki láta þig sjá tárin mín, mér fannst þú hafa nóg að bera samt,
þótt þú bærir ekki þau líka.
Loksins labbaði ég heim og ekki stökk mér bros allan liðlangan
daginn, fyrr en kvöldið, þegar ég var háttuð, þá gat ég ekki að
mér gert að hlæja. Þá tók ég fyrst eftir því, að ég var í skyrtunni
þinni, en þú hafðir farið í minni skyrtu“.
í KOLAVANDRÆÐUM
Laugardaginn 29. okt. voru
gefin saman í hjónaband af séra
Garðari Svavarssyni ungfrú Þór-
dís Sigríður Óskarsdóttir, Urðar
stíg 8 og Örlygur Rúdolf Þor-
kelsson, Urðarstíg 8. Birtaftur
vegna mistaka.
GAIVfALT og GÖIT
Harmljóð Huldumannsins.
Það er minn vandi, þó ég
standi
í þessum skugga,
mærðar bland af minnislandi
mun ég brugga
sérdeilis fyrir þig, sæmdin
ungra fljóða,
lukkuna fáðu, laukaskorðin
rjóða
ÉG er bæði með nafnskírteini og kolaofninn, svo ekkert fari
MALA! ! !