Morgunblaðið - 30.11.1966, Qupperneq 20
20
MORGU N BLAÐIÐ
Míðvikudagur 30. nóv. 1960
Erlendur Jónsson
' skrifar um
BÓKMENNTIR
„Rœfast þá vonir..."
Jón úr Vör:
ÉG BER AÐ DYRUM,
ljóð. 3. útgáfa.
Bókaskemman.
Reykjavík, 1966.
FYítSTU bækur Jóns úr Vör
eru einkar tiltækilegt dæmi um
þroskaferil ungs skálds, sem
byrjar smátt, en sígur á með
hæfileikum og útsjónarsemi.
Tvítugur sendir Jón úr Vör
frá sér fyrstu bókina, Ég ber
að dyrum. Ekki þarf að lesa mik
ið í þeirri bók til að sannfærast
um, að þar er á ferðinni lítt
þroskað, en efnilegt skáld. Þar
er jöfnum höndum unnið úr að-
fengnu efni sem heimafengnu.
Steinn og Tómas ganga þar ljós-
um logum. Verður þó hvorugur
þeirra til brautargengis hinu
unga Ijóðskáldi. Blómskrúð
Tómasar missir bæði lit og ang-
an, um leið og Jón rætir það í
sínum garði. Og kaldranaleg
tómhyggja Steins er svo fjarri
Jóni sem hugazt getur. Jón
skortir þann ísmeygileika, sem
báðum þessum höfundum er gef
inn í svo ríkum mæli, og þó hvor
um með sínum hætti.
En ljóðin í bókinni Ég ber að
dyrum eru annað og meira en
endurómur af kvæðum Tómasar
og Steins. Þó Jón úr Vör sé
ungur og sennilega einnig ó-
reyndur, sannar hann með þess-
ari bók, að hann er gæddur
sinni eigin skáldgáfu. Hann á
sitt eigið svið. Hann er meira að
segja svo bundinn sínu sviði, að
honum veitist, af þeim sökum,
erfitt að fylgja öðrum skáldum,
sér ólíkum. Sem hann yrkir um
þetta svið, ótruflaður, verður
ekki um villzt, að þar kveður
við nýjan tón — ekki sterkan, en
allt um það upprunalegan.
„Þorpið fer með þér alla leið“,
kveður skáldið alllöngu síðar.
Þó Jón úr Vör sé aðeins tví-
tugur, þegar hér er komið sögu,
og búinn að vera í Reykjavík,
hefur þorpið strax tekið á sig
allskýra mynd í vitund hans.
Hann er upprunninn í vestfirzku
þorpi. Þar liggja allar hans ræt-
ur. Þegar hann kveður um þorp-
ið — þá fyrst tekst honum að
aamstilla hug og tungu.
(Þegar hann er í þorpinu, þá
er hann heima. Þegar hann er í
höfuðstaðnum, þá hugsar hann
heim. Og kvæði yrkir hann, sem
heitir Heim. Það byrjar í Reykja
▼ík. Og sem að líkum lætur
hefst það í anda Tómasar. Fyrsta
vísan er svona:
Kartrt ittn borj, sem hug minn helllaS
getux,
hjarta mitt glatt og vakið stundar kæti,
leik þinna bama, ljómuð hús og strætl
Ustir og skáld, sem gjörvöll þjóðin
mctur.
Þannig byrjar kvæðið Heim.
En „brátt fer að vora“. Skáldið
langar heim til Patreksfjarðar.
Heldur svo vestur þangað. Og
þá breytist tónn kvæðisins, enda
þó skáldið haldi sér við sama
bragarháttinn. „Stórmenni þorps
ins“ viija ekki nýta krafta unga
mannsins. í niðurlagi kvæðisins
er Tómas horfinn veg allrar ver-
aldrar. En í stað hans hillir und-
ir Stein.
Burt ícht #?. Hvert? Og hvar á næst að
híma,
hvar eru siárf, sem orka minnar bíða?
Hvað á min leit, mitt ráp og reks að
þýr»,
zætaat þá vonir mínar nokkum tima?
Þetta er ekki gott kvæði. Ekki
rýnir það heldur rétta mynd af
Jóni úr Vör.
Sama máli gegnir um þau
kvæði bókarinnar, sem talizt
geta hálfgildings ástarkvæði, þar
með talið fyrsta kvæðið sem bók
in heitir eftir. Jóni úr Vör tekst
ekki að stilla neina lofnarstrengi.
Eitt kvæði bókarinnar heitir
skýrt og skorinort — Ástarkvæði
Það er nauðastutt og fullkomlega
endasleppt. Skáldið gefst upp
í miðjum klíðum bókstaflega tal-
að. Skáldið verður annað hvort
feimið eða hástemmt, þegar það
hugsar til jafnaldra sinna af hinu
kyninu. Það tekur þá að tala
eins og formaður í ungmenna-
félagi, samanber eftirfarandi
vísu í kvæðinu Þú komst:
Ég kom og fylgdi þér feginn
og fann aö við nutum bæði
þess auðs, er vorið veröldu gaf
og virtum þess miklu gæði.
En unga skáldinu verður ekki
jafnorðfátt, þegar það tekur til
að yrkja um kerlinguna, Kötu
gömlu í kofanum. Þá verður til
heilsteypt kvæði; að vísu ekki
svo gott, að Jón úr Vör ætti ekki
eftir að gera sams konar efni
betri skil síðar; og þó í alla staði
athyglisvert. Lakara er kvæðið
Fjörukot. Þar er á hinn bóginn
kveðið af þeirri undandráttar-
lausu einlægni, sem síðar varð
einkennandi fyrir beztu ljóð
Jóns úr Vör. Það er á þessa leið:
f svolitlum hvammi við sjóinn
situr Fjörukot,
ósjálegt, rytjulegt, rifið,
með ræfilslegt útúrskot.
Gamait og grautfúið orðið,
hin gisna bæjarsúð
er þakin með pappapjötium,
pokum og beljuhúð.
í hornum og skotum hanga
hálfónýt slitin föt,
breidd um bekki og þiljur
og byrgja rifur og göt.
Og gægistu þar um gættir,
gýs hann á móti þér
hinn magnaði mygluþefur,
— og mestur þá sólskm er.
Og þama varð ég að þrauka
þroskaárin min bezt,
og orti við eldhúsborðið
æskuljóðin min flest.
Fjörukotsf jölskyldan telur
fimm — stundum átta manns,
fólk eins og gengur og gerist
i grenjunum vestanlands.
Er þetta kvæði ekki eins konar
frúmuppkast að Þorpinu, sem
skáldið sendi frá sér tæpum
áratug síðar?
Þá vil ég ekki láta hjá líða að
nefna hér kvæðið Sumardagur í
þorpinu við sjóinn, sem er við-
feldið kvæði og þekkilegt; og
væri þó enn betra, ef skáldið
hefði ekki — eflaus af ungæðis-
hætti — þótzt verða að binda á
Jón úr Vör
það rækilegan og afdráttarlaus-
an endahnút.
Bókin Ég ber að dyrum er nú
loksins komin út að nýju, nær-
fellt þrem áratugum eftir að
tvær fyrstu útgáfur hennar komu
fyrir almennings sjónir. Skáldið
gerir í eftirmála grein fyrir öll-
um útgáfuntim og segir þar með-
al annars:
„En hversvegna er efnt til
þessarar útgáfu nú? Sigurjón
Þorbergsson forstjóri fjölritastof
unnar Leturs s.f. hefur lengi
langað til að gera tilraun með
ljósprentun bókar, og fyrir val-
inu varð þetta litla rit. Aðal-
ástæðan er þó kannski sú, að
stöðug eftirspurn er eftir bókinni
Ineðal þeirra, sem safna bókum
mínum“.
Það er að sjálfsögðu fagnaðar-
efni, að bókin skuli nú aftur vera
á markaði. En skemmst er frá að
segja, að þessi „tilraun með Ijós-
prentun bókar“ hefur ekki tek-
izt vel. Fyrstu ljóð Jóns úr Vör
ættu skilið fallegri og vandaðri
búning.
Erlendur Jónsson.
SPRENGJA KINVERJAR
ENN?
Washington, 29. nóv. NTB
TILKYNNT var í bandaríska
utanríkisráðuneytinu í dag,
að búizt væri við því að Kín-
verjor sprengdu fimmtu
kjarnorkusprengju sína fljót
Iega. Robert McCloskey, tals
maður ráðuneytisins, gaf
ekki frekari upplýsingar um
málið. Bent er á að hingað
til hafi bandarsíka utanríkis-
ráðuneytið sagt rétt fyrir um
allar tilraunir Kínverja með
kjarnorkusprengjur.
SKRIÐUR HÖFÐU
ÁÐUR FALLIÐ
úr gj allhaugnum við Aberfan - Rannsokn
slyssins mikla heldur dfram
Merthyr Tydfil, Wales,
29. nóv. — NTB.
TVÆR minni skriður „vöruðu
við“ að gjallhaugurinn mikli við
námabæinn Aberfan, sem gróf
116 börn og 28 fullorðna, kynni
að geta farið af stað, að því er
haldið var fram við rannsókn
slyssins í dag.
Ættingjar marga þeirra, sem
fórust í hinu hroðalega slysi,
fylgdust með starfi hinnar stjórn
skipuðu rannsóknarnefndar í
Merthyr Tydfil. Þeir hlustuðu
þögulir á lýsingar saksóknarans,
Sir Elwyn Jones, á atburðum
þeim, sem urðu sjálfan slysdag-
inn 21. október.
Sir Elwyn varpaði m.a. fram
þeirri spurningu, hvort forsvaran
legt hefði verið að setja gjall-
ið úr námu nr. 7 á þann stað,
sem því var valinn — í fjalls-
hlíð fyrir ofan Aberfan. „Frá
fyrstu stundu var í þessari stað-
setningu fólgin alvarleg hætta
fyrir bæinn“, sagði hann. „1944
rann hluti hins gífurlega gjall-
haugs af stað, og nam staðar
500 metra frá húsunum. 1963
gerðist slíkt hið sama, einmitt
á þeim sama stað, þar sem skrið-
an 21. október í ár hófst“, sagði
Sir Elwyn.
Búizt er við, að það muni taka
um sex vikur að leiða vitni í
sambandi við málsrannsó'knina.
Ný gerð Polar-
oid myndavéla
í GÆR hélt Ragnar Tómasson
einn af eigendum fyrirtækisins
Myndir hJ. fund með frétta-
mönnum og sýndi þá nýja gerð
myndavéla frá Polaroid er get-
ur framkallað og kopierað mynd
ir á 15 sek.
Ragnar skýrði frá þvi, að ár-
ið 1948 hefði Polaroid komið á
mahkaðiinn með sína fyrstu
myndavél sem hefði getað fram-
kailað myndirnar sjálf á nokkr-
um augnaibliikum. Sú gei'ð hefði
verið bæði fyrirferðamikii og
dýr. Síðan þá hefði Polaroid
unnið jafnt og þétt að 'því að
gera vólar sinar fullkomnari,
minni og ódýrari. Árið 1963
hefði svo fyrsta Polaroid „mod-
el 100“ vélin verið seld, en hiún
var mjög fuillkomin tæknilega.
Gat hún tekið litmyndir og fram
kallað þær á 60 sek. Svart-hvít-
ar myndir gæti 'hún tekið án
flash við mjög litla birtu. „Raf-
augað“ reiknaði út rétta sam-
stillingu ljóss og hraða: Þá væri
einnig hægt að fá margs konar
fylgitæki me'ð þeinri vél.
Árið 1965 hefði svo hafizt
sala á Polaroid „model 103 og
104“, en þær væru ekki ósvip-
aðar „model 100“, tækju t. d.
litmyndir og framköilluðu þær
sjálfar, en hefðu ekki eins mikla
möguleika á að nota þann sér-
útbúnað sem hægt væri að fá
með „model 100“.
Þá sagði Ragnar Tómasson að
sl. sumar 'hefði svo komið á
markaðinn ný gerð af Polaroid,
er köUuð væri „Swinger." —
„Swingerinn“ hefði mnbyggðan
ljósmæli af nýrri gerð. Hnapp
væri snúíð tid þar til orðið
„yes“ birtist á skermi í vélinni
og þýddi það að þá væri Ijósop
vélarinnar rétt stillt og hún til-
búin tiil myndatöku. „Swing“
vélin hefði ennfremur innbyggt
flash og þyrfti aðeins að smella
peru þar í og væri þá vélin til-
búin til innimyndatöku. Þá væri
„Sving“-vélin einnig að mun
ódýrari en fyrri gerðir.
Sýndi Ragnar síðan frétta-
mönnum hvernig myndir eru
teknar á vélina og hvernig hún
framkallar þær á 15 sek. eða
1 mín. eftir því hvort teknar
eru svart-hvítar myndir eða lit-
myndir. Komu myndirnar mjög
skýrar og góðar út.
Bridgekeppni
í Kópavogi
Tvímenningskeppni bridgefé-
lagsins í Kópavogi er lokið með
sigri Halldórs Helgasonar og
Inga Eyvinds, sem hlutu 1243
stig. Af þeim sem efstir voru
komu þessir næst:
2. Magnús Þórðar — Oddur
Sigurjónsson 1173
3. Sigurberg Sigurðsson —
Sveinn Bjarnason 1148
4. Gunnar Sigurbjömsson —
Sigurður Gunnlaugsson 1145
5. Ármann Lárusson — Bjöm
Sveinsson 1123
6. Haukur Hannesson — Jón
Hermannsson 1198
7. Bjarni Pétursson — Kári
Jónasson 1194
Sveitakeppnin hefst næstkom
andi fimmtudag 1. desember kl.
20 og verður spilað í Sjálfstæð-
ishúsinu. Þátttaka tilkynnist
strax til Sigurðar Gunnlaugs-
sonar í síma 41445 eða til Magn-
úsar Þórðarson 1 í síma 12934
eða 22250. Þeir sem enn eru
ekki eru búnir að festa sig í sveit
eru hvattir til að mæta, því
ekki er að fullu raðað niður
í sveitir ennþá, en verður gert
á fimmtudag.
Fjölmennum á fimmtudag.
Stjórnin.
Sem fyrr segir eru það Mynd
ir h.f. sem flytja Polaroid vél-
arnar inn, en söluumboð verða
hj'á Hans Petersen og Sportval,
auk margra staða úti á landi.
— Jón Leifs
Framhald af bls. 19
að gæta sín og leggja sig fram
til að halda við sínu álti hjá
erlendu félögunum, ekki ein-
göngu á þann hátt að senda
þeim fulla greiðslu fyrir afnot
réttinda þeirra, heldur einnig og
jafnvel miklu fremur með
frammistöðu í hinni alþjóðlegu
baráttu fyrir endurbótum höf-
undaréttarins, en þetta er einn-
ig þýðingarmikið fyrir allan
álitsauka fslandi til handa úti
um allan heim.
Liðsaukinn, sem oss barst á
þessum fundum í framkomu
þeirra Gunnars Gunnarssonar
og Halldórs Laxness, er bæði
STEFI og landi voru því mjög
mikils virði.
Það verður að segjast að
menn hafi á þessu þingi undr-
ast afköst og átöfe vors litla
lands og hins minnsta Stefs 1
heimi. Mönnum er enn í fersku
minni forganga íslenzka félags-
ins á aðgerðum vegna höfunda-
réttarbrota Bandaríkjahers og
það talið bera vott um „hug-
rekki“ að vér gengum fram fyr
ir skjöldu og hjálpuðum öllum
hinum félögunum að ná rétti
sínum, en vér sjáum hins vegar
ekki annað en að vér höfum
eingöngu gert vora skyldu. Vér
fslendingar höfum aldrei borið
sérstaka virðingu fyrir herveldi,
vitum sem er, að andinn er,
meðan hann lifir, sterkari
kráftur og varanlegri en sprengj
urnar, — er tímar liða. Margra
ára undirbúningur íslenzks
Stefs að stefnuskrá hins ævar-
andi sæmdarréttar höfunda
(DROIT MORAL) hefir einnig
hjálpað til að skapa því álit
hjá hinum erlendu sambands-
félögum.
Eitt veigamesta markmið Al-
þjóðasambands höfunda með til
liti til væntanlegrar endurskoð-
unar Bernarsáttmálans er að fá
vemdartímann framlengdan I
70 ár eftir lát höfundar, eins
og nú er orðið lögfest í Vestur-
Þýzkalandi. Menn una því illa,
að verkunum skuli rænt frá
bömum höfundanna á lögverdn
aðan hátt, án þess að nokkur
greiðsla komi fyrir. Undirritað-
ur minnti á stofnfundi tónskálda
ráðsins á það, að Richard Wagn
er hefði getað tryggt óperu
sinni „Parsifal“, sem hann vildi
hvergi láta flytja nema í Bay-
i reuth, ævarandi vernd, ef hann
hefði ekki látið prenta verkið,
heldur aðeins látið fjölskyldu
sinni eftir handritið. Þannig
mætti vemda hin mestu verk að
eilífu til þess að mótmæla ein-
dregið hinu lögleyfða ráni.
Þessu þingi lauk með stór-
kostlegri veizlu, sem hið franska
Stef bauð til á miðhæð Eifel-
turnsins. Forseti félagsins tón-
skáldið Georges Auric, sem er
jafnframt forstjóri Ríkisóper-
unnar, hélt langa ræðu og
minnti á það, sem gera þyrfti
til endurbóta í höfundarétti, —
en heiðursgestur kvöldsins, ráð-
herrann Joxé, svaraði með ann-
arri ræðu og dró raunverulega
úr öllum óskum forsetans, og var
mér sagt að hin opinbera lína
ríkisstjórnarinnar væri þannig.
Þetta urðu mönnum töluverð
vonbrigði, og segir mér svo hug-
ur um að einmitt þetta geti
jafnvel orðið upphaíið á enda-
lokum hinnar núverandi ríkis-
stjórnar Frakklands, nema
breyting verði á. Sú ríkisstjórn,
sem fær höfundana á móti sér,
getur talizt feig, — því að hug-
vitið og andinn hafa þó ætíð
seinasta orðið.
Jón Leifs.