Morgunblaðið - 30.11.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.11.1966, Blaðsíða 21
Miðvikudagur 30, nóv. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 21 Guðm. G. Hagctlín skrifar um BÓKMENNTIR „ Göngum aftur gamla slóð“ Jónas Þorbergsson: Bréf til sonar míns. Skuggsjá. Alþýðu- prentsmiðjan 1966. UNDIRTITILiL þessarar bókar er: Hoft um öxl. Æviminning. Hún er fyrra bindi ævisögu Jón Jónas Þorbergsson asar Þorbergssonar, sem er svo kunnur með þjóðinni, að ekki þarf að bæta neinu -við nafn hans til þess að allir þeir, sem komnir eru til vits og ára, kann- ist við manninn. Hann segist hafa verið áttræður og hálfu ári betur, þegar hann tók að skrifa þessa bók, en það var í júnímánuði í fyrra, en það kveðst hann hafa gert að þrá- látri áeggjan barna sinna, og er bókin formuð sem bréf til son- ar hans, Jónasar, sem kunnur er af þáttum sínum í útvarp, — en anars segir svo í forspjalli: „Enda þótt ég hafi kosið það form að stíla bréf þessi til þín, eru-þau jafnframt ætluð þeirri ungu kynslóð, sem nú er að taka við þjóðarstarfinu, ef þau mættu verða til þess að gera henni hæg ara fyrir um að átta sig á hví- lík óskapleg brotalöm hefir orð- ið í sögu landsins frá síðara ftríði og við hernám og her- setu í landinu.“ Aftur og aftur kemur hann að því í þessari bók, hver um- skipti hafa orðið á landi hér, síð an fyrir seinustu aldamót — og þá einkum síðasta aldarfjórðung inn. „Það mætti helzt líkjast því að hrópa yfir marga fjallgarða, að hverfa um 80 ár aftur í tím- ann og tala til þeirra, sem nú eru nýlega á legg komnir og eru að taka við stjórn og starfi þjóð arinnar," segir hann á sömu blaðsíðu og það, sem að ofan greinir. Þessi bók segir sögu höfund- ar frá upphafi vega til ársins 1Q16, er hann kemur til íslands frá Kanada eftir sex ára dvöl þar í landi — og svo hefst þá starfsdagur hans sem áhrifa- manns með þjóð sinni. Jónas Þorbergsson er fæddur firið 1885. Nokkur undanfarin ár og allmörg þau næstu voru hörð og ærið erfið íslenzkri alþýðu — og þá ekki sízt á Norðaustur- landi. Vetrarríkis og vorharð- inda gætti þar meira en víðast annars staðar á landinu, og verzl unin mun hvergi hafa verið verri og forráðamenn hennar harðdrægari þjónar sinn dönsku húsbænda. Auk almennarar fá- tæktar var það svo einkum tvennt, sem setti svip sinn á líf xnanna í Þingeyjarsýslu á bernsku- og unglingsárum Jón- asar Þorbergssonar: mikill fólks flótti til Vesturheims og í óbeinu og beinu andófi við hann allt að því furðuleg félagsleg og bók- menntaleg vakning. Jónas gerir grein fyrir ætt •inni og uppruna, og síðan fjall- ar hann um fyrstu árin, sem hann man í föðurgarði. Þar var ekki auður í búi, en hann naut ástríkis greindra og góðra for- eldra og fórnfúsrar og fróðrar ömmu, auk samvista við bræð- ur sína, Hallgrím og Jón, sem báðir urðu þjóðkunnir menn sak ir fjárræktar sinnar og fræðslu þeirrar, er þeir veittu bændum landsins um kynbætur sauðfjár, enda var faðir þeirra úrvals- fjármaður. Jónas segir í þessum kafla: „En lífsmatið fer eftir á- stæðum. Sérhver gestkoma var stórviðburður í þá daga og sér- hyer smáviðburður varð fyrir- ferðarmikill í fábreytni dag- anna.“ Og hann bætir við með skáletri: „Ég segx ykkur sann- lega, að lífsánægjan finnst ekki í hinum ytri kjörum heldur í hin um innri frið, hóglæti og hæfi- leikanum til þess að una við orð inn hag, meðan ekki er völ úr- bóta.“..... Síðar hefur hann og horft til þessara fáu ára við móðurkné sem ógleymanlegrar Edensvistar. En svo urðu skjót umskipti. Þegar Jónas var átta ára, lézt móðir hans í bezta blóma aldurs síns — og faðir hans hætti bú- skap. Jónas mátti þá ekki aðeir.s sjá á bak móður sinni, heldur líka föður, ömmu og bræðrum. Og sem ofanálag alls þessa kom það, að móðurbróðir hans, sem tók hann í sína umsjá, þótt ókvæntur væri, veiktist af berkl um, er drógu harm til dauða á skömmum tíma. Hann lézt, þeg- ar Jónas var 13 ára. Þá stóð drengurinn uppi vegalaus, og auk þess var hann orðinn smitað ur af berklum, sem raunar voru ekki á banvænu stigi, en reynd- ust svo þrálátir — enda ekkert að gert til lækningar — að þeit háðu líkamsþroska hans til lang frama, svo að hann varð fram yfir tvítugt að sætta sig við að vera liðléttingur til allra ann- arra verka en fjárgæzlu og allt- af kaupleysingi. Jónas var mjög viðkvæmur að eðlisfari og hafði ríka þörf fyrir ástúð, hann var og skapríkur og fjörmikill að upplagi, gæddur miklu hugmyndaflugi og hneigð ur til dagdrauma um framtíð- ina. Hann var yngsta barn mjög ástríkrar og gáfaðrar móður, og samband þeirra var eins náið og orðið getur. Móðurmissirinn varð honum líka slíkt reiðarslag, að tilfinningalíf hans mun hafa verið að nokkru mótað af því alla hans ævi. Svo kom allt hitt, sem á er stiklað hér að framan. 1 Hinn gáfaði og mikilhæfi ung- lingur er hálfgildings öryrki fram yfir tvítugt og sér vonum sínum og draumum hvorki veg né stíg, og svo hraktist hann þá eirðarlaus stað úr stað. Er ævi- saga Jónasar frá bernsku hans og unglingsárunum ein hin öm- urlegasta, sem ég hef lesið fyrr og síðar, enda er við og við eins og eitthvað hikkennt og hálf vandræðalegt við tök þessa þaul vana og leikna rithöfundar á frá sögninni, þegar hann er að greina frá þessum árum, eink- um þá er hann getur manna og heimila, sem koma við sögu hrakninga hans. Auðsjáanlega vill hann bera hverjum einum sem bezt söguna, en hjá lesand- anum vaknar grunur um, að ekki hafi skilningur á aðstöðu hans, líðan og getu verið sem ákjósanlegastur. Þá er hann og um of stuttorður sums staðar — og þó að hann láti í það skina, að það sé af þeim sökum, að ella yrði saga hans lengri en svo, að hann gæti vænzt þess, að honum entist aldur til að ljúka henni, þá hvarflar að les- andanum aftur og aftur, að þar sleppi höfundur því, sem hann —• vegna eftirmælis samferða- manna sinna frá þessum árum — telji betra, „að þegja um en segja um." Þar kemur loks á öndverðu ári 1906, þegar Jónas er orðinn 21 árs gamall, að hann ákveður að brjótast út fyrir vítahring vangetu og örvænis og hverfa á brott úr átthögunum. Hann bið- ur einn af fyrrverandi húsbænd um sínum, góðan dreng og hon- um velviljaðan, að útvega sér vinnu hjá Jakobi Björnssyni, kaupmanni á Hjalteyri, og sú varð raunin, að loforð fékkst fyr ir vinnunni. Kaflinn um för Jón asar til Svalbarðseyrar, sam- fundi hans við Jakob kaupmann og frú hans — og síðan skyndi- för Jónasar austur á bernsku- stöðvarnar mun reynast ærið eft irminnilegur hverjum þeim les- anda, sem fær skilið, hvað þá gerist innra með hinum unga, lang pínda og tilfinningaríka gáfumanni. Þetta vor og sumar verða straumhvörf í lífi Jónasar. Hann vinnur fyrir sæmilegu kaupi og nýtur góðs aðbúnaðar og at- lætis. Heilsufar hans fer svo að segja dagbatnandi; hann tekur að vaxa og þrek hans eykst, og andleg líðan hans verður stórum betri en nokkru sinni áður, síð- an hann missti móður sína og heimili foreldra hans sundrað- ist, enda tekur han nú að eygja möguleika á þeirri skólagöngu, sem hugur hans hefur lengi stað ið til. Hann fer um haustið í gagn- fræðaskólann á Akureyri, og þar vinnur hann sér hylli og álit, enda vex sjálfstraust hans svo, að hann lætur all mikið til sín taka í skólanum. Og honum tekst að afla þess fjár, sem hann þarf til að stunda þar nám, unz hann hefur lokið gagnfræða- prófi. Hann langar til að halda áfram skólagöngu, fara í mennta skóla, en honum hrýs hugur við þeim vandkvæðum, sem á þvi eru að afla nægilegs fjár. Og svo sér hann þá ekki annað fram undan en illa borgað strit. Þá ákveður hann að feta í fótspor hinna mörgu Þingeyinga, sem farið höfðu vestur um haf. Þar vegnar honum all vel, en ekki græðist honum þar fé, svo að neinu nemi, en honum eykst and legur og líkamlegur þrótcur, mannþeking og víðsýni, og hann kynntist þeim kraftaverkum, sem gerð verða, þar sem sívax- andi tækni þjónar manninum. Hönum fellur vel það hispurs- leysi, sem mótar viðmót og fram komu Vestmanna, en landið og veðráttan er honum ekki alls kostar að skapi, og oft hvarflar hugurinn til íslands. Seint á ár- inu 1916 hverfur Jónas hingað heim — ekki sízt af þeim sökum að honum virðist liggja í loftinu, að brátt verði lögleidd her- skylda og hann orðinn kanadísk ur borgari. En til þess mátti hann ekki hugsa að verða flutt- ur til vígstöðvanna í Evrópu. Þegar heim kemur, er margt breytt og auðsjáanlega margar breytingar í vændum, og honum virðast horfur á, að hann muni geta orðið virkur þátttakandi i nýrri landsmálabaráttu. „En Framhald á bls. 23 Sniómyndir frá Akureyri NÚ ER SNJÓR um allt land, og þung færð. Mynd irnar hér á síðunni eru frá höfuðstað Norður- lands, og sýna þær glöggt hinn mikla snjó er þar hylur jörð. Mestum snjónum kingdi niður á sunnudag, en þá gerði norðan blindösku- stórhríð. Komst rokið upp í 8-10 vindstig með frosti og fannkomu, og var veð- urgrimmdin svo mikil á tíma að vart var fært milli húsa. Mikill snjór hlóðst upp á götum hæjar ins, og komust bílar ekki leiðar sinnar. Fréttaritari Mbl. tók myndirnar í fyrradag, er veðxu’ hafði lægt. Var þá unnið að fullum krafti að því að moka götur bæjar- ins, og samgöngur innan hans aftur að komast í samt lag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.