Morgunblaðið - 30.11.1966, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 30.11.1966, Qupperneq 23
Mi^vflmdagur SO. nóv. 1966 MORCUNBLAÐIÐ 23 HÖGGMYND Ásmundar Sveinssonar," í gegn um hljóðmúrinn", var komið fyrir í gærmorgun fyrir framan Loftleiðahótelið, en sem kunnugt er keypti flugfélagið höggmyndina á sínum tima og lét stækka hana. Viðstaddir atburðinn, er höggmyndin var sett upp á stöpul, voru m.a. listamaðurinn, Kristján Guðlaugsson, hrl., stjórnarformaður Loftleiða, Alfreð Elíasson, framkvæmdastjóri, og Sigurður Magn- ússon, blaðafulltrúi, svo og þeir Jón Gunnar Árnason og Óskar Einarsson, sem unnu að því hjá Sindra h.f. að stækka listaverkið sexfalt. — AlþJngi Framhald af bls. 10 krónur, og þá kemur í ljós, að áætluð framleiðsla, ef miðað er við verð í fyrra, er að verðmæti 5675 milljónir en ef miðað er við meðalverð þessa árs verður hún 5555 milljónir eða 120 millj. i lægri. En ef við reiknum fisk framleiðsltma á núgildandi verði, þá er hún að verðmæti 4925 millj. eða 750 millj. lægri. Svo að ef 12 mánuðir líða með núgild- andí verðlagi, þýðir það, að við verðum 750 milljónum fátækari. | Htns vegar er gert ráð fyrir að bæði verðmæti landbúnaðar- og iðnaðarframleiðslu verði svo til óbreytt. I Gerð hefur verið áætlun um magnaukningu þjóðarframleiðsl unnar og verður hún um 3-3%% en vegna rýrnandi viðskipta- tekna verða ráðstöfunartekjurn ar aðeins 2% eða það sama og fólksfjölgunin. Og ef verðið helzt, vegur það upp á móti 4% af þjóðarframleiðslunni. Þessar staðreyndir eru nauðsyn þess, að staldrað sé við. í Lúðvík Jósefsson (K): Tel að uppiýsingar hv. viðskiptamála- ráðiherra séu mjög hæpnar. Hann kom með svipaðar tölur ! 1961 og þá sýndi reynslan að þær stóðust ekki. Við vitum ósköp lítið um, hvað þetta verð- íhrun verður mikið, og hve áfall okkar verður þungbært. Hins vegar er ljóst, að afurðaverðið hæk kaði allmikið fyrrihluta jþessa árs, og miklar vörubirgðir eru enn óseldar, enda virðist verð fara hækkandi þessa dag- ana. Mér þótti ráðherrann vera að draga upp einhverja hryll- ingsmynd. Það hefur verið bent á, að þetta frv. fjálli raunar ekki um stöðvun á verðlagi, heldur sé ein hvers konar skýluklútur. Frum- varpið mælir ekki fyrir um verð stöðvun, heldur er hér á ferð- inni frv. sem gefur ríkisstjórn- inni heimild til verðstöðvunar. Við vitum allir, að stefna núv. ríkússtjórnar hefur verið að láta framboð og eftirspurn ráða. Því hefur hún haldið þannig á mál- um að hún hefur stefnt að því að afnema allt verðlagseftirlit. Nú hefur reynslan sannað, að þessí stefna hefur leitt til stór- hækkaðs verðlags í landinu. Við Alþr/ðubandalagsmenn höfum haldið því fram, að nauðsynlegt værí að setja á verðlagseftirlit, en rí'kisstjórnin hefur neitað því þar til nú. Við afgreiðslu síðustu fjár.aga hækkaði ríkisstjórnin rafmagnsverð í landinu. Einnig gerði hún margar aðrar ráðstaf anir, sem eiga mikla sök á þvi, hvað hefur gerzt. Við höfum flutt frv. um, að verðlagsráð, Ingibjörg Þorlóksdóttir — Kveðja F. 7. sept. 1899. D. 22. nóv. 1966 Fortjald dauðans fiéll i skyndi fyrr en varði nakkurn hér. Sor'.naði vinasól og yndi eorgin þungt að dyrum ber. Burt er köilluð blíðlynd móðir, bömum, maka og vinum frá. Eftir henni horfa hlijóðir héðan jarölífsströndu á. öllum þeim, er sorgin særir, sen/ii drottinn hjiálp og lið, henni er voru hjartakærir huggun veiti, ró og frið. Firrjmtíu ára fyrir kynning færí ég hajrtans þákkir nú. I>að er bjart um þína minning þú varst ætíð sönn og tnú. Engin jþraut þér amar lengur, allt er bætt er hefur skeð. N'ú til jólagleði gengur guðs í níiki englum með. w . Anna Halldórsdóttir. sem sýnt hefur sig vera hlið- holla stjórninni, verði breytt, þannig að nefndarmönnum verði fjölgað upp í sjö, og því síðan fengið það verkefni að kanna verðlag í landinu, og setja það undir verðlagseftirlit. Nú á að löggilda það verðlag, sem er í landinu, og það hefur stórlega hækkað, ekki sízt vegna þess að það hefur verið gefið frjálst. (Þingmaður las upp töl- ur um hækkun álagningar í heild sölu og smásölu, og kom þar fram, að álagning hefur hækkað nokkuð frá 1960). Þegar menn leggja til að festa núverandi verðlag, verður að vera hægt að halda framleiðslunni gangandi, en ég held að verðlag sé orðið of hátt til að það sé hægt. Út- vegurinn á í mestu kröggum, og svo er um fleiri. Ég held, að rík^ isstjórnin sé enn ekki búin að gera sér grein fyrir, hvað gera skuli, en þetta frv. eigi að vera einskonar dula til að veifa fram an í almenning og láta hann halda, að það sé ríkisstjórnin, sem vill stöðvun verðlags, en aðrir séu á móti því. Bjarni Benediktsson (S): Stjórnarandstaðan viðurkennir, að mjög veruleg breyting hafi orðið á afstöðu atvinnuveganna, og hv. 5ti þing. Austurlands hélt því fram, að þessar aðgerðir væru allsendis ófullnægjandi. Ég vék að þessu í ræðu minni og á sama veg, að á þessu stigi væri svo mörg óviss atriði, að ógjörn ingur væri að segja til um, hvers eðlis aðgerðir skuli vera. Hv. lsti þingm. Austfjarða sagði líka, að hér væri aðeins um bráða- birgðaverðfall að ræða, en hitt er vitað, að þetta verðfall gefur eitt tilefni til slíkrar verðstöðv- unar. Þá gat 5ti þm. Austfirðinga um, að hér væri ekki mikið mál á ferðinni, og væiri líklegast aðeins umbúðir til að blekkja al- menning. Varðandi þetta vil ég benda á, að 28. ágúst 1956, setti vinstri stjórnin lög, er giltu til áramóta sama árs, þar sem gert var það sama. Orðalag var að vísu ekki eins, en efnið var það sama. Og ég vil taka það fram, að þessarar heimildar er leitað til þess að henni verði beitt, og það mun verða gert, ef Al- þingi samþykkir. Þetta er liður í áætlun, og ef hún bregzt, þá verður náttúrlega að endurskoða afstöðuna. Því hefur verið haldið fram nú, að ríkisstjórnin sé að hverfa frá stefnu sinni, en svo er ekki. Við höfum ákaflega misjafna trú, að verðlagseftirlit borgi sig til langframa, og ég hef alltaf álitið að heilbrigð og eðlileg sam keppni sé til lengdar heppileg. Ég hefði viljað ætla, að tilvera og störf samvinnufélaganna neyði til samkeppni. Hins vegar staðfestist hin almenna regla af undantekningunni, og verðfest- ing um skamman tíma getur haft þýðingu, og hið mikla verð hrun, sem við vitum ekkert um hvað stendur lengi, gerir nauð- synlegt að festa verðlag í land- inu. Hvaða vel rekinn atvinnu- rekstur getur staðizt 30% verð- hrun? Og ef hann stæðist það, þá væri það vissulega óeðlilegt, að launþegar og almannavald hafi ekki fengið sinn hlut. . Menn verða að gera mun á bráðabirgða, mér liggur við að segja neyðarúrræði og almennri reglu. Upplýsingar hv. 5ta. þm. Aust- firðingja um álagningu segja ósköp lítið, því að auðvitað verð ur að taka tillit til annars verð lags í landinu. Þá vil ég einnig taka það fram, að kosningar eiga að fara fram í júnílok, en nins vegar er gert ráð fyrir, að þessar ráðstafanir gildi til 31sta októ- ber, og það er eðlilegt og sjálf- sagt, að nýkjörið Alþingi geti sagt fyrir um, hvaða stefnu eigi að taka. Því er nauðsynlegt að hafa þessar ráðstafanir tíma- bundnar, og það eru hinar miklu yerðbreytingar erlendis, sem gera frv.^ óumflýjanlegt. Einar Olgeirsson (K): Ég held, að almenningur hafi gert sér aðrar og stærri hugmyndir um þetta frv. Hann hélt, að þarna ætlaði ríkisstjórnin að stöðva verðlag í landinu, en þetta frum- varp á einungis að vera tæki í höndum ríkisstjórnarinnar til að þvinga verkalýðshreyfinguna í landinu að samþykkja þau kjör, sem ríkisstjórnin vill búa henni. Hæstvirtur forsætisráðherra sagði, að hann hefði trú á sam- keppninni. Það væri gaman að fara með ráðherra og líta á hina frjálsu samkeppni. Skoða oliu- félögin og ganga í verzlanir, og hræddur er ég um, að hvergi bóli á þessari miklu samkeppni, sem ráðherra lofar svo. Það sanna er, að það eru leynileg samtök um allt verðlag í land- inu. Ráðherra sagði, að nú lægju sérstakar ástæður til þess, að frv. væri fram borið. En bvað hefur breytzt? Stefna ríkisstjórn arinnar er verzlunarauðvalds- stefna, og nú er hún að drepa sjávarútveginn í landinu. Og það hefur alltaf verið siður verzl- unarauðvaldsins að drepa sjávar- útveginn niður, eins og valurinn, þegar hann kemur að hjarta rjúpunnar, þá staldrar það við. Þetta frv. kernur bæði of seint og eins er það of lítið. Það er fjórum árum of seint. Hvernig stendur eiginlega á því, að ekiki var farið út í þetta fyrr? Ef við ætlum að stanza nú, verðum við einnig að gera upp sakirnar við þessa stefnu, sem leitt hefur yfir okkur ógæfuna. Og ég held, að núverandi niðurgreiðslur séu nokkuð áþekkar því, þegar mað- ur nokkur á Sturlungaöld, varp- aði mörsiðrunum, sem frægt er. Og mér kemur líka í hug, þegar ég lít þetta frumvarp, sagan af Húðvíki, XV þegar hann sagði, „Syndaflóðið kemur eftir vorn dag“. Hæstvirtur forsætisráðherra minntist á, að hann treysti sam- vinnufélögunum til að halda uppi sam/keppni, og það gleður mig vissulega, að hann skuli treysta svo mikið á okkur litla og fátæka Kron. Auðvitað vill samvinnuhreyfingin halda verð- legi niðri, enda eru samvinnu- fyrirtækin þjónustufyrirtæki, en ekki gróðastofnanir. Og ég vil gefa forsætisráðherra, sem oft hefur spurt að því, hvort Kron græði, upplýsingar um verð á vörum í Kron. (Þingmaður las síðan upp tölur um mismun á verði hjá Kron og öðrum smá- söluverzlunum í Rvík og taldi, að verðlag væri að miklum mun lægra hjá Kron en annars staðar og næmi þáð allt frá þremur krónum upp í 30 krónur). Skipulagið í efnahagsmálunum er svo heknskulegt og fáránlegt, að það er lí-kast því, sem bóndi byggði sér fjós, og hefði tvær kýrí fjósi, og passaði sig á því, að hafa nú nógu langan spöl á milli, svo að nægur tími gæfist til heimspekilegra hugleiðinga. Þá þætti mér einnig vænt um að fá að heyra, hvort efnahags- ráðunautar ríkisstjórnarinnar á- líta verðlagið nú þannig, að heppilegt sé til þessara aðgerða, og hvort ekki hafi verið rétt að gera þessar ráðstafanir fyrr. Eða var beðið eftir þessu ástandi sem nú er, vegna þess, að það sé heppilegast? Þá tóku til máls Lúðvík Jós- epsson og Eysteinn Jónsson og að loknum tölum þeirra var frv. vísað með samhljóða atkvæðum til annarrar umræðu og fjár- hagsnefndar. BYLTING í BURUNDI Bujumbura, Burundi, 29. nóv. (NTB). FORSÆTISRÁÐHERRA Burundi, Michel Micombero, hefur steypt konungi lands- ins, Ntare V., af stóli. Lýsti ráðherrann því yfir að komið yrði á lýðveldi í landinu, og færi hann sjálfur með forseta valdið fyrst um sinn. Ntare konungur var stadd- ur í Kongó þegar byltingin var gerð, og segja fylgismenn konungs að byltingin geti leitt til borgarastyrjaldar í land- inn — Loftorusia hafa tekið stefnu heim til flug- stöðvarinnar, sá ég reyk og brak í loftinu, sagði Michael. Að viðureigninni lokinni héldu báðar ísraelsku vélarnar talsmaður flughersins. 1 Tel Aviv er talið að Ara- biska sambandslýðveldið hafi aukið mjög eftirlit í lofti við landamæri ísraels eftir innrás Israelsmanna inn í Jórdaníu hinn 13. þ.m. Við það tækifæri sætti Arabiska sambandslýðveld ið harðri gagnrýni yfirvaldanna í Jórdaníu fyrir að hafa ekki sent flugvélar til hjálpar. Hefur Wasfi Tell, forsætisráðherra Jórdaníu lýsti því yfir að sam- eiginleg herstjórn Arabaríkjanna líti á það sem skyldu yfirvald- anna í Kaíró að annást loftvarnir á svæðinu fyrir sunnan Jerú- salem. Hussein konungur Jórdaníu varaði fsraelsmenn við frekari hernaðaraðgerðum, er hann ræddi við fréttamenn í dag. Sagði hann að það væri almennt álitið í Jórdaníu — og sjálfur liti hann einnig svo á — að óski fsraels- menn eftir styrjöld, geti þeir fengið hana. — Bókmenntir Framhald af bls. 21 mér var ljóst,“ segir hann, „að í þá átt horfðu bæði hneigðir mínar og hæfileikar.“ Sá hluti sögunnar, sem gerist eftir að birta tekur yfir fram- tíð Jónasar, er skrifaður af hik- lausri leikni, og þar eru dregn- ar upp glöggar skyndimyndir af ýmsum þeim mönnum, sem við sögu koma, en vart er þó sá hlut inn jafn forvitnilegur og hinn, sem fjallar um harma og þreng- ingar Jónasar á bernsku- og ung lingsárum. En allt þetta bindi vitnar Ijós lega um einlæga viðleitni höf- undar til að gefa sem gleggsta og sannasta mynd af sjálfum sér og ríka tilhneigingu til að hlífa frekar öðrum, sem við sögu koma, heldur en að gera hlut þeirra lakari en hann var. Nú eru liðnir rúmir fjórir mán uðir, síðan höfundur lauk þessu fyrra bindi sögunnar, og von- andi endist honum aldur til að ljúka við. hitt, því að þar get- ur hann sagt frá mörgu og marg- víslegu, sem mun á fárra vit- orði, en fróðlegt mundi þeim, sem hann kveðst áetla þessar bækur, „hinum ungu, sem eru að taka við þjóðarstarfinu....“ Guðm. Gíslason Hagalin. — Meirihluti Framhald af bls. 1. tökunum, en þær alltaf verið felldar. Við síðustu atkvæða- greiðslu var tillagan felld með jöfnum atkvæðum, 47 gegn 47. En tvo þriðju atkvæða þurfti þá, eins og nú, til að Kína fengi að- ild. Síðan hefur aðildarríkjun- um fjölgað, og sú fjölgun haft breytingar í för með sér, eins og gefur að skilja. •• Norðurlöndin voru að þessu sinni, sem fyrr, skipt í málinu. Fulltrúar Noregs, Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar greiddu atkvæði gegn bandarísku tillög- unni og með albönsku tillög- unni. En fulltrúar íslands studdu tillögu Bandaríkjanna og greiddu atkvæði gegn tillögu Albaníu um aðild Kína. Búizt hafði veirð við því að tillaga Albaníu um aðild Kína yrði felld, en ekki hafði verið reiknað með svo miklum meiri- hluta gegn aðild Kína. Segja fréttamenn hjá Sameinuðu þjóð- unum að harðnandi stefna Kín- verja í alþjóðamálum og starf- semi og aðgerðir Rauðu varðlið- anna að undanförnu, hafi haft mikil áhrif á úrslitin. Það hafði einnig áhrif á úr- slitin að albanska tillagan gerir ráð fyrir að Formósu verði vikið úr samtökunum ef Kína fái að- ild að þeim. Mörg þeirra ríkja, sem greiddu atkvæði gegn að- ild Kína, hefðu fallizt á aðild beggja landanna. Erfitt yrði þó að koma því til leiðar, þar sem bæði ríkin hafa lýst sig andvíg því að tvö kínversk ríki eigi sæti í samtökunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.