Morgunblaðið - 30.11.1966, Page 28

Morgunblaðið - 30.11.1966, Page 28
28 MORGU N BLAÐIÐ Miðvíkudagur 30. nóv. 196ð Eric Ambler: Kvíðvæníegt ferðaíag fram snöggklæddur og brosti út yfir allt andlitið. — Ég er ekki mikilvægur nema sjálfum mér. Ég get alltaf talað við fólk. — Vilduð þér koma inn í ká- etuna mína, rétt sem snöggv- ast? Mathis leit á hann forvitinn. — Þér eruð svo alvarlegur, vin- ur. — Já, auðvitað skal ég koma. Hann sneri sér aftur að konu sinni. — Ég kem eftir andarcak, elskan. Þegar þeir komu inn í káet- una, læsti Graham vandlega dyr unum og sneri sér að Mathis, alvarlegur á svipinn. — Ég þarfnast hjálpar yðar, sagði hann lágt. — Nei, ég ætla ekki að fara að slá yður um pen- inga. Ég ætla að biðja yður að taka skilboð fyrir mig. — Það skal ég gera ef ég get. — Það verður nauðsynlegt að tala mjög lágt, sagði Graham. — Ég vil ekki hræða konuna yð- ar til óþarfa og þilin hér eru mjög þunn. Sem betur fór skildi f.íathis ekki til fullnustu þýðingu þess- ara orða. Hann kinkaði koiii — Ég hlusta. — Ég sagði yður, að ég væri í þjónustu vopnasmiðju. Það er satt. En jafnframt er ég, eins og er, í þjónustu Bretastjórnar og Tyrkjastjórnar, beggja í senn. Þegar ég fer frá borði í dag, munu þýzkir njósnarar gera til- raun til að myrða mig. — Er það satt? Röddin var full efa og grunsemda. — Því miður er það svo. Ég færi ekki að ljúga svona sögu — Afsakið en ég ......... upp að gamni mínu. — Það er allt í lagi. Það, sem ég vil biðja yður að gera, er að fara til tyrkneska ræðis- mannsins í Genúa og færa hon- um skilaboð frá mér. Viljið þér gera það? Mathis horði sem snöggvast fast á hann. Svo kinkaði hann kolli. — Gott og vel. Ég skal gera það. Hvernig eru þau skila boð? ^ — Ég verð fyrst að minna yð- ur á, að þetta er algjört trúnað- armál. Skiljið þér það? — Ég get haldið mér saman þegar ég vil. — Ég veit, að ég get reitt mig á yður. Viljið þér skrifa niður þessi skilaboð? Hérna er blað og blýantur. Þér munduð ekki geta lesið skriftina mína. Eruð þér tilbúinn? — Já. — Þau eru svona: „Tilkynnið Haki ofursta, Istambul, að I.K. spæjari sé dáinn, en tilkynnið það ekki lögreglunni. Ég er neyddur til að fara með þýzkum njósnurum, Möller og Banat, sem heita á vegabréfunum Haller og Mavrodopoulos. Ég .. Mathis gapti, og hann æpti upp: — Er það mögulegt? — Já, því miður er það svo. — Þá var það ekki sjóveiki, sem að yður gekk? — Nei. Eigum við að halda áfram með skeytið? Mathis gapti. — Já, já. Ég gerði mér ekki ljóst ........ Af- sakið. „Ég ætla að reyna að sleppa og ná sambandi við yður, en skyldi ég deyja, vinsamlegast tilkynnið brezka ræðismannin- um, að þessir menn séu sekir“. Honum fannst þetta full-hátíð- legt, en þetta var nú samt það, sem hann þurfti að segja. Hann vorkenndi Mathis. Frakkinn glápti á hann með skelfingarsvip. — Þetta er ekki mögulegt, hvíslaði hann. — Hversvegna ..........? — Ég vildi gjarna útskýra það, en má það ekki, því miður. Aðal atriðið er, hvort þér viljið flytja þessi skilaboð. — Vitanlega. En er ekki ann- AÐVÖRUN til söluskattsgreiðenda í Hafnartirði og Gullbringu- og Kjósarsýslu Athygli söluskattsgreiðenda í Hafnarfirði og Gull- bringu- og Kjósarsýslu sem enn skulda söluskatt fyrir þriðja ársfjórðung 1966 og eldri tíma, er héif með vakin á því að verði skatturinn ekki greiddur þeg'ar, ásamt áföllnum dráttarvöxtum mun verða beitt lokunarheimld samkvæmt 18. grein reglugerðar no. 15 1960 og atvinnurekstur þeirra stöðvaður án frekari aðvörunar. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu 28. nóvember 1966. • * Oskar Pétursson sextugur í tilefni sextugsafmælis Óskars Péturssonar þann 2. des. n.k. ætia Skátafélögin í Reykjavík, Knatt- spyrnufél. Þ. oUur og Bandalag ísl. skáta að efna til samsætis til heiðurs Óskari í Tjarnarbúð 2. des. n.k. kl. 20,00. Þeir vinir og félagar Óskars, er vildu taka þátt í þessu hófi, eru beðnir að rita nöfn sín á lista er liggja frammi í Skátabúðinni við Snorrabraut, hjá Guðjóni Oddsyni í Málaranum og á skrifstofu B.Í.S. Eiríksgötu 31. STJÓRNIR FÉLAGANNA. að, sem ég get gert fyrir yður? Þessir þýzku njósnarar, hvers- vegna er ekki hægt að taka þá fasta? — Það liggja margar ástæð- ur til þess. Það bezta, sem þér getið gert til að hjálpa mér er að flytja þessi skilaboð. Frakkinn ska.it fram hökunni, herskár á svipinn. — Þetta er hlægilegt! hraut út úr honum, en svo áttaði hann sig og hvísl- aði: — Það er nauðsynlegt að fara að öllu með gát. Ég skil það. Þér eruð úr brezku leyni- þjónustunni. Menn trúa ekki öðr um fyrir svona hlutum, en ég er nú engin bjáni. Gott og vel. En hversvegna skjótum við ekki bara niður þessa Þýzkara- djöfla og stingum af? Ég hef skammbyssu og .... Graham hrökk upp. — Sögð- ust þér hafa skammfoyssu .... hér? Mathis varð ögrandi á svip- inn. — Vissulega er ég með skammbyssu. Hví ekki það? í Tyrklandi ...... Graham tók í handlegginn á honum. — Þá getið þér gert mér annan greiða. Mathis hleypti brúnum óþolin móður. — Hvað er það? — Seljið mér skammbyssuna yðar? — Eigið þér við, að þér séuð vopnlaus? — Minni skammbyssu var stolið. Hvað viljið þér fá fyrir yðar byssu? — Já, en ...... — Ég kem til að hafa meiri þörí á henni en þér. Mathis rétti úr sér. — Ég vil ekki selja yður hana. — Já, en .... 39 — Ég vil gefa yður hana. Hérna! Hann dró ofurlitla nikk- elhúðaða skammbyssu upp úr vasa sínum og þrýsti henni í hönd Grahams. — Nei, þetta var ekkert. Ég hefði gjarna viljað gera eitthvað meira. Graham þakkaði forsjóninni fyrir það, að hann skyldi hafa beðið Mathishjónin afsökunar daginn áður. — Þér hafði gert meira en nóg. — Það var ekkert. Hún er hlaðin, sjáið þér. Og þarna er öryggið. Gikkurinn er kvikur. Þér þurfið enginn kraftajötunn að vera. Haldið þér handleggn- um útréttum þegar þér hleypið af .... en það þarf ég víst ekki að kenna yður. — Ég er yður þakklátur, Mat- his. Og þér ætlið að fara til tyrkneska ræðismannsins undir eins og þér eruð kominn í land? — Að sjálfsögðu. Hann rétti út höndina. — Ég óska yður góðs gengis, vinur minn, sagði hann viðkvæmnislega. Ef þér eruð viss um, að það sé ekkert fleira, sem ég get ...... — Já, alveg viss. Andartaki seinna var Mathis farinn. Graham beið. Hann heyrði Frakkann fara inn í næstu káetu og hvassa röddina í frú Mathis. — Jæja. — Nú, svo að þú þarft að skipta þér af því, sem þér kem- ur ekki við. Hann var blankur . og ég lánaði honum tvö hundruð franka. — O, bjáninn. Þú sérð þá nu ekki aftur. — Þú heldur það ekki. Hann gaf mér nú annars ávísun. — Ég er nú ekkert hrifin af þessum ávísunum. — Ég er nú ekki fullur. Hún er á banka í Istambul. Undir eins og við komum í land, ætla ég að fara í tyrknesku ræðis- mannsskrifstofuna og þá get ég séð, hvort hún er ósvikin. — Ætli þeir viti mikið um það þar — eða kæri sig um að vita? — Þeir vita nægilega mikið. Ég veit, hvað ég er að gera. Ertu tilbúin? Nú, ekki það? Þá ...... Graham andvarpaði af létti og athugaði skammbyssuna. Hún var minni en sú frá Kopeikin og belgisk að uppruna. Hann hreyfði öryggið og athugaði gikkinn. Þetta var handhægt smávopn og virtist hafa verið lítið notað. Hann leitaði að stað til að geyma hana á. Hún mátti ekki vera sýnileg, en þó varð að vera hægt að grípa fljótt til hennar. Hlaupið og hálft skeftið hvarf í vasann, en þegar hann hneppti að sér jakkanum, hvarf skeftið líka. Og sem meira var, þá gat hann með því að fitla við hálsbindið sitt, komizt með fingurna að byssunni. Hann var reiðubúinn. Hann fleygði skothylkjaöskju Kuwetlis út um gluggann og gekk upp á þilfarið. Skipið var nu komið inn í höfnina og var að færa sig að vesturbakkanum. Til sjávar að sjá, var himinninn heiðríkur, en þokubakki hvíldi yfir borginni og byrgði sólina og gerði bórg- ina kuldalega og eyðilega. Eini maðurinn þarna uppi á þilfarinu var Banat. Hann stóð og var að horfa á skipin með forvitnissvip, eins og smástrák- ur. Það var erfitt að hugsa sér, að einhverntíma á síðustu tíu klukkustundunum hefði þessi föli maður komið út úr káetu númer fjögur með hnífinn, sem hann hafði rekið í hálsinn á Ku- welti, að í vasa hans væru nú skjöl Kuwetlis og peningar, svo og skammbyssan hans, og að hann ætlaði innan skamms að fremja annað morð í viðbót. Það var út af fyrir sig hræðilegt, hvað maðurinn var lítill fyrir mann að sjá. Það gaf öllu sam- an einhvern svika-eðlileik. Ef Graham hefði ekki verið jafn- ljóst og raun var á, hættan, sem hann var í staddur, hefði hann getað freistazt til að halda að endurminningin um það, sem hann hafði séð í káetunni væri ekki um raunverulegan hiut, heldur einhvern draum. Hann fann ekki lengur ti\ hræðslu. Hann hafði einhvern einkennilegan titring um líkam- ann, hann var eins og móður og öðru hverju steig einhver klígjukennd upp úr maganum i honum, en heilinn virtist alveg farinn úr sambandi við líkam- ann. Hann kom skipulagi á hugs anir sínar svo auðveldlega, að hann varð sjálfur hissa á því. Hann vissi, að ef hann átti að geta komizt út úr landinu lif- andi og fullkomna þannig samn inginn við Tyrki, varð hann að leggja Möller og Banat á þeirra eigin bragði. Kuwetli hafði gert honum ljóst, að þetta „tilboð“ Möllers var ekkert annað en bragð, sem hann hafði fundið upp í þeim tilgangi, að fremja morðið á einhverjum þægiiegri stað en strætunum í Genúa. Með öðru orðum: Það átti að „fara með hann í bíltúr“. Eftir skamma stund mundu nú Möll- er, Banat og fleiri bíða með bíl tilbúinn fyrir utan tollskýlið, og ef nauðsyn krefði, mundu þeir skjóta hann niður þar á staðn- um, Ef hann hinsvegar yrði nógu þægur til að stíga upp i bílinn, mundu þeir fara með hann á einhvern rólegan stað við veginn til Santa Marghe- rita og skjóta hann þar. En það var bara einn veikur hlekkur I áætluninni þeirra. Þeir héldu, að ef hann færi upp í bílinn, þá mundi hann gera það í þeirri trú, að farið yrði með hann i eitthvert gistihús, þar sem hann ætti allt í einu að verða áber- TREFJfl iPLASTHÚS 1 ItLI Url Fyrir 1 11 Lfiw 1IIUO GAZ-69 Í"7""u ' "v '7' ■ uií Sferk - Ódýr - Endingargóð Ásett eða óásett Sími 12-5-72 W

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.