Morgunblaðið - 10.12.1966, Side 1

Morgunblaðið - 10.12.1966, Side 1
32 síður og Lesbók 63. árgangur 284. tbl. — Laugardagur 10. desember 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsins 235 fórusf með „Heraklion" Aðeins 46 munu hafa komizf af; leit hefur staðið i sólarhring Rankovic voru gefnar upp sakir Belgrod, 9. desemlber. — (NTB) STJÓRNIN í Júgóslavíu hefur ákveðið að fella niður þær sak- •r. sem bornar hafa verið á Alek- Bander Rankovic, fyrrum vara- forseta. Frá þessu var skýrt í Belgrad í dag. Rankovie ,sem síðast gegndi eeðsta emfbætti í öryggisþjón- ustu landsins, var á sínum tima oakaður um að hafa misnotað aðstöðu sána. Var honum gefið að sök að hafa komið fyrir leynd um hilustunartækjum á bústað Títós, forseta, og á heimilum og skrifstofum annarra háttsettra manna í landinu. í sérstakri tilkynningu stjórn- ariinnar, sem birt var (þingi Júgósiaviu í dag, segir, að á- kveði'ð hafi verið að gefa Ranko vic upp sakir, svo og 15 öðrum Aþena, 9. desember. — AP — Einn þeirra manna, sem kom- ust lífs af úr sjóslysinu mikla, er farþegaskipið „Heraklion" fórst, er hér á leið í land í Aþenu. Það var áhöfn griska skipsins „Glory", sem mann- inum bjargaði, einum af fá- um, sem lífs komst af. IÆITARSKIP voru í dag enn á siglingu á þeim slóðum, þar sem gríska farþegaskipið „Heraklion“ fórst í gær, í miklu óveðri, sem skyndi- lega skall á. Tala þeirra, sem týnt hafa lífi í þessum óhugnanlega slysi, einu þvi mesta, sem orðið hefur á sjó um langt skeið, er þvi 235 eða 236. Ber fréttum ekki alls kostar sam- an, enn sem komið er. Að- eins 46 (eða 47) munu hafa komizt af. 1 AP-fréttum í dag sagði, að 23 skipbrotsmenn hefðu fundizt á iifi, en litil von eða engin vaeri til þess, að fleiri hefðu lifað af volkið í sjón- um. Segir fréttastofan tolu þeirra, sem lífi hafa haldið því 46 (NTB 47), en AP-frétt- ir í gærkvöldi hermdu, að 49 skipbrotsmenn hefðu fund izt á lífi. Sú tala hefur verið borin til baka af grískum yf- irvöldum. Slys þetta hefur, að vonum, vakið þjóðarsorg um gervallt Grikkland, enda hafa í því týnt lífi 235 manns (236 að sögn NTB), 165 eða 166 far- þegar og 70 manns úr áhöfn. í alla nótt stóð leit að fólki, sem enn kynni að vera á lífi, og beittu björgunar- skip kastljósum, en flugvélar komu á vettvang, strax í birt ingu í morgun. Segja björgun armenn að hræðilegt hafi verið um að litast á þeim slóð um, þar sem „Heraklion" sökk. Þar hafi aragrúi líka flotið í sjónum, innan um brak úr farþegaskipinu. Slys þetta er ekki það eina, sem varð í þessu óvænta of- viðri. Annað grískt skip, flutningaskipið „Aghia Bar- bwka" sökk á hafinu milli Rhódos og Kýpur. Áhöfn þess, 1 manns, varð þó bjargað. mönnum, sem taldir eru hafa gerzt brotlegir. Þingið lýsti blessun sinni yfir tilkynningunni, en jafnframt var frá því skýrt, að Tító forseti hefði verið iþvá fyllilega sam- mála, að málarekstri yrði ekki haldið áfram. Algers viðskiptabanns á Rhódesíu nú krafizt New York, 9. des. — (NTB) FULLTRÚI Zam'bíu í Örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag andstöðu sinni við þá hugmynd, sem komið hef- ur fram, að gagnaðgerðir gegn stjórn Ian Smiths í Rhódesíu verði takmarkaðar. Sagði fulltrúinn, Sim Kap- wepwe, utanríkisráðherra lands síns, að setja yrði Rhód esíu í algert viðskiptabann. Væri það skoðun sín, og Btjórnar sinnar, að annað jnyndi ekki gagn gera. Þá eagði hann það einnig skoð- un stjórnar sinnar, að bezt myndi að beita hervaidi við Rhódesíu, til að koma í veg íyrir kúgun þeldökkra í land- inu. Svo virðist nú, aC ýmsir Rhód- esíumenn, einkum þeir, sem fram leiðslustörf og atvinnurekstur stunda, télji, að samkomulag verði að gera við forezku stjórn- iina, eigi ekki að stofna efnahag Rhódesíu í voða. Kapwepwe sagði ennfremur i ræðu sinni í dag, að svo yrði að ftta á, að meðan brezka stjórnin tnælti ekki með eð« griipi til hern e'ðaraðgerða gegn Rhódesáu, væru Wilson og ráðherrar harvs •ð gefa þegjandi samþykki sitt við því, sem nú íæri íram i Rihódesíu. George Brown, utanríkisráð- herra Breta, lagði til við Örygg- isráðið í gærkvöld, að S.Þ. beittu sér fyrir viðskiptaibanni I við Rlhódesá'U, sem næði til tólf vörutegunda, sem hefðu úrslita- þýðingu fyrir efnahag lands- manna. Ekki ræddi Brown sérstaklega, Framhald á bls. 31. Franskur her verður áfram í V-Þýzkalandi París, 9. desember — NTB FRAKKLAND og V-Þýzkaland hafa náð samkomulagi um dvöl franska herliðsins í V-Þýzka- landi. Frá þessu var skýrt í París í dag, og jafnframt tekið fram, að málið yrði leyst bréf- lega. V-þýzka stjórnin mun senda þeirri fröngku bréf, þar sem því er lýst yfir, að óskað sé eftir þvi, að franskur her verði fram- vegis í V-Þýzkalandi. f svari sínu mun franska stjórnin taka fram, að hún muni hafa 70.000 manna her í V-Þýzkalandi, ein* lengi og þess verði óskað. Bréf þessi verða nokkurs kon- ar viðauki við samkomulag, er gert var 1964 og undirritaður var annars vegar af V-Þýzka- landi, en hins vegar af Frakk- landi, Stóra-Bretlandi og Banda ríkjunum. Mæla með auknum togveiðum inn. an fiskveiðilögsögunnar * IJrdráttur úr skýrslu Togaranefndar TOGARANEFNDIN, sem sjávar útvegsmálaráðherra skipaði á sl. ári til þess að rannsaka hag og afkomuhorfur togaraútgerðarinn ar, og til þess að gera tillögur til ríkisstjórnarinnar um rekst- ur togaranna í framtíðinni, einn ig til þess að gera tillögu um framtíðarverkefni og endurskipu lagningu togaraflotans, hefur nefndin nú skilað áliti sinu. I þvi telur nefndin m.a. að rýmk- un á reglum um botnvörpuveið- ar innan fiskveiðilögsögunnar geti haft í för með sér aukningu aflans og aflaverðmætis. Nefnd in telur að ekki sé hægt að lækka útgjaldaliði togaraútgerð- arinnar svo að nokkru nemi, en bendir á tvo kostnaðarliði, sem geti haft verulega þýðingu í heildarútgerðarkostnaðinum, þ.e. brennsluolíukostnaður og launa- kostnaður. Togaranefndin var skipuð hinn 23. désember sl. og áttu í henni sæti, Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, Jónas Jónsson, framkvæmdastjóri og Svavar Pálsson, löggiltur endurskoðandi. Hinn 8. júlí þessa árs var verk- efni nefndarinnar aukið og nefndarmönnum íjölgað um fimm. Davíð Ólafsson var skip- aður formaður nefndarinnar. í upphafi skýrslunnar segir að starf hennar hafi aðallega beinzt að því að kanna nánar rekstrar- áætlun þá, sem gerð var á sL vori fyrir togarana og byggt var á í bréfi ráðherra. Segir að þessi áætlun gefi ákveðna vísbend- ingu um það að halli á rekstri olíukynnts nýsköpunartogara sé 5 og 6 milljónir kr. á ári. Sem fyrr segir, telja nefndarmenn flesta útgjaldaliði þessara útgerð ar þannig, að gera megi ráð fyr ir að ekki sé unnt að lækka þá svo nokkru nemi. Athygli er þó vakin á tveimur kostnaðarliðum sem báðir geti haft veruleg áhrif á heildaxút- gerðarkostnaðinn, og er annars vegar brennskiolíukostnaðurinn, en hirxs vegar launakostnaðurinn og annar kostnaður tengdur hon um. Br reiknað með þvi að verðjöfnunargj ald á þungaolíu, sem togararnir brenna sé kr. 130.00 á hvert tonn og mundi því nema á hvern togara, ef mið að er við fyrrgreinda áætlun, kr. 200 þús. á ári. Leggur nefnd in til að verðjöfnunargjaldið verði ekki innheimt Eif olíu til togaranna, þar sem ekki sé skyn samlegt að íþyngja togaraútgerð inni með þessu gjaldi, sem er ætlað til þess að létta undir með rekstri, sem hefir sýnt sxg að hafa góða afkomu. Er ennfremur bent á verðmismuninn á olíu, sem togararnir kaupa hérlendis annarsvegar og erlendis hins vegar, sem er mim minnL Um launakostnað og áhafnir ■ segir nefndin orðrétt: Samkvæmt upplýsingum um áhafnir á togurunum er það al- gengast nú, að tala manna sé 30 og eru þar af 20 hásetar og neta- menn. Þegar togaranefndin á ár inu 1963 athugaði þetta mál voru áhafnirnar yfirleitt 31 mað ur og mun ástæðan fyrir fækk- uninni vera sú, að sifellt hefir v Framhald á bis. 17.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.