Morgunblaðið - 10.12.1966, Page 31

Morgunblaðið - 10.12.1966, Page 31
Laugardagur 10. ðes. 1966 MORGUNBLADIÐ 31 Vaka tnótmælir áróðri í M.B. BENB og kunnugt er af fréttum þá héldu stuðningsmenn B-list- ans, þ.e. þeir stúdentar, sem etuddu vinstri menn innan Há- ekóla íslands í kjöri til stjórnar Stúdentafélags Háskóla íslands, hátíð í ÞjóðleikhúskjaUaranum, 1. desember. Einn liðurinn í ákefð þeirra, er að B-listanum stóðu, til þess að boða menn til hátíðarinnar var sá að senda erindreka fram sóiknarflokksins í Menntaskól- enn í Reykjavík til þess að bjóða em.k. 6. bekkingum til veizlunn pólítískum erindreka að sinna áróðursstörfum sínum innan veggja skólans og trufla með því kennslu. Valka telur skólana frið helgar stofnanir en eikki vett- vang fyrir launaða flokksstarfs- merm til þess að reka áróður sinn, einkum er þeir með iðju sinni trufla nemendur í kennslu stundum. Vaka krefst þess, að skólayfir völd landsins komi í veg fyrir að slikir atburðir endurtaki sig í framtíðinni.“ — Kosygin Framhald af bls. 2. með vopnavaldi. Þeir Kosygin og de GauBe leggja áherzlu á, að samskipti Sovétríkjanna og Frakklands verði enn aukin, m.a. verði gerð áætlun til langs tíma um sam- skipti þeirra á sviði viðskipta- og efnahagsmála, tækni og vís- inda. Þá höfðu þeir de Gaulle og Kosygin rætt um afvopnunar- málin og leggja til að kjarnorku- veldin ráðfseri sig hvert við ann- a'ð um tþað, hvernig bezt verði komið á afvopnun. Þeir leggja á'herzlu á mikilvægi aðstoðar við lönd Asíu, Afráku og Suður- Ameríku. George Pompidou, forsætis- ráðherra Frakklands, hefur þeg- ið boð Kosygins um að heim- sækja Sovétríkin — en síðar verð ur gengið frá smáatriðum varð- andi fyrirhugaðar heimsóknir Leonids Brezhnevs .aðalritara sovézka kommiúnistaflokksins og Nikolais Podgornys, forseta Sovétríkjanna, til Frakklands. —Stórgripaslátrun Framhald af bls. 32. um það, hve miklu hefur verið síátrað það sem af er, en vitað er tn þess að sumir bændur hafa fækkað nautgripum um allt — Rhódesia Framhald af bls. L að sett yrði bann á alla olrusölu til Rhódesíu, en slíkt myndi lama margháttaða starfsemi í landinu á skömmum tíma. í fréttum frá Saiisbury, höfuð- borg Rhódesíu, í dag, segir, að forsvarsmenn íðnaðar og milli- ríkjaverzlunar í landinu haifi nú lagt hart að Smith, forsætis-ráð- herra, að komast að einhvers konar samkomulagi við Breta, svo að ekki komi til stöðvunar í viðskiptum Rhódesíumanna við hefðbundin viðskiptalönd. Ekki mun Smith hafa tekið neina afstöðu til umleitana þess- ara, svo vitað sé. Aðalúthlutun STEFs í dag Gerðist sá fáheyrði atburður, er erindrekinn, Ólafur Ragnar Grímsson, stúdent, kom í skól- ann, að honum tókst að fá leyfi rektors til þess að ganga í kennslustofur, á meðan kennsla fór fram, og ræða við fulltrúa nemenda og bjóða þeim til fyrr- greindrar hátíðar. Vegna þessa atburðar samþykkti Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, eftir- farandi ályktun á fundi sinum 8. desesmber sl.: „Vska, félag lýðræðissinnaðra Btúdenta, harmar, að rektor Menntaskólans í Reykjavik hafi látið ginnast til þess að héimila SAMKVÆMT venju fer aðalút- hlutun frá STEFI fram 10. des- ember, á mannréttindadegi Sam- einuðu þjóðanna, en höfunda- rétturinn er einn aðalkjami Mannréttindaskrár þeirra. íslenzkir höfundarétthafar í vörzlum STEFS eru nú rúmlega 500, og er til þeirra úthlutað í ár um hálfri annarri milljón króaia. Hæstu rétthafar fá úthlutað allt að 70.000 krónum og fjöl- margir 10—50 þúsund krónum og fer upphæðin eftir mínútulengd og tegund verkanna og eftir því hve oft verkin eru flutt. Úthlutun fyrir hljómplöturétt- indi fer einnig sívaxandi, enda er réttindagjaldið reiknað sem hundraðshluti af plötuverðinu, sem er stundum ékki mikið lægra fyrir hverja plötu en ár- gjaldið fyrir afnot útvarpsins, en greiðsla til höfunda fyrir flutning í útvarpi miðast við hundraðstölu af notendagjaldinu. Reykjavíkurmeistaramótinu í körfuknattleik lauk á fimmtu- dagskvöld í Iþróttahöllinni í Laugardal. Leiknir voru þrír leikir: iR vann KR í úrslitum í meistaraflokki kvenna 31-16. Armann vann KFR í baráttunni um þriðja sætið í meistaraflokki karla með 67-64, eftir jafnan og spennandi leik. IR-ingar og KR-ingar háðu æðislega baráttu í síðasta leik mótsins um Reykja víkurmeistaratitilinn í ár og tókst KR á síðustu minútunum að komast fram úr og sigra eins og við hafði verið búizt, en KR bafði alls ekki þá yfirburði yfir mútherja sína eins og vænta mátti. Var leikurinn mjög spenn andi og harður og kom góður leikur IR-inganna KR greinilega á óvart. 1R — KR, meistaraflokkur kvenna 31-16. Leikur sem þessi hefur sann- arlega ekkert að gera í sal sem íþróttahöllina, og er ekki til þess fallinn að auka áhuga þeirra fáu áhorfenda, sem með körfuknattleik fylgjast, stúlkur í hvoru liði hafa einhverja nasa sjón al körfuknattleik en aðrar eru greinilega aðeins með til þess að fyila töluna. Úrslitin 31-16 fyrir ÍR eru algerlega í samræmi við gang leiksins og á allan hátt sanngjörn. Armann-KFR mfl. karla 67-64. Leikur þessi var jafn og spenn andi allan tímann. KFR-ingar beittu maður-mann vörn en Ár- xnann svæðisvörn, og gekk báð- liöui i illa að skora í byrjun og liðu u,þ.b. fimm mínútur þar til teufa var skoruð. Staðan í hál/leik var 33-27. í síðari hálf- leik taka Armenningar einnig upp maður-mann vörn og fjörg- ast leikurinn við það. Hélst spennan allt til loka en Armann vann eins og fyrr segir 67-64 og er það nokkuð sanngjarn sigur eftir atvikum, þó nokkrir vafa- samir dómar í lok leiksins hafi jafnvel haft endanleg áhrif á úrslitin. Stigin hjá skoruðu flest: Birgir og Hallgrímur 16 hvor og hjá KFR Einar 20 og Þórar 14. KR-lR mfl. karla 51-42. Frá upphafi bar leikurinn öll merki úrslitaleiks. Leikmenn beggja liða voru taugaóstyrkir og margar tilraunir runnu út í sandinn. IR-ingar voru greini- lega ákveðnir í því að gera sitt bezta og berjast til þrautar og kom geta þeirra KR-ingum úr jafnvægi og gerði leikinn mjög skemmtilegan og spennandi á að horfa. Ekki bætti það vígstöðu KR-inga að þeir leikmenn þeirra sem flest stigin hafa skorað í mótinu til þessa virtust eitt- hvað miður sín og hittu illa. En Kristinn Stefánsson tók upp þráðinn og hélt lífi í sigurvon- um liðsins og átti mjög góðan leik, og áttu ÍR-ingarnir mjög erfitt með að stöðva skot hans. Staðan í hálfleik var 23-19 KR í vil og þótti mönnum ÍR-ing- ar eiga góðan dag, einkum þó einn yngsti maður þeirra Birg- ir Jakobsson. f síðari hálfleik draga 1R- ingar á og er þar Birgir drýgstur, en KR-ingar halda þó jöfnum leiknum og eru Hjörtur og Kristinn beztu menn þeirra ásamt Kolbeini sem sífellt ógnaði með hraða sínum. Það er ekki fyrr en rétt í Iok leiksins að KR-ing- ar ná yfirhöndinni og vil ég að nokkru kenna það mistæk um starfsmönnum og dómur- um sem tvívegis stöðvuðu hraðupphlaup hjá ÍR að ó- þörfu og stálu þannig af þeim 4 stigum sem er hreint ekki lítið á síðustu mínútum jafns leiks. Voru þessi atvik REYKJAVÍKURMÓTINU í handknattleik lýkur um þessa í dag verða leiknir þessir leikir að Hálogalandi kl. 20.15. 2. fl. kvenna Fram — Ármann 2. fl. kvenna Valur — KR 3. fl. karla Valur — Ármann 1. fl. karla Valur — Þróttur 1. fl. karla KR — Vlíkinigur KR vann til þess að draga kjarkinn úr IR-liðinu og tókst KR að ná nokkrum góðum upphlaup um og ná yfirhöndinni og sigra 51-42. Þessi láta stigatala í meist- araflokki bendir tii þess að hittni hðanna hafi verið slæm og sýnir það sig einnig í því að þrír stigahæstu menn KR- liðsins fram að þessu þeir Kol- beinn, Einar og Gunnar, sem hafa skorað um og yfir 20 stig að meðaltali í hverjum leik, skoruðu nú innan við tuttugu stig ssamtals i leiknum. Beztu menn KR-liðsins voru Kristinn Hjörtur og Kolbeinn, sem þó mistókst margt. Og tel ég að KR-ingar geti mjög þakkað Kristni þennan sigur því það var hann sem hélt uppi liðinu þegar stærstu stjörnur þess brugðust gersamlega. Stigahæst ir í liðinu voru: Kristinn 11 stig, Hjörtur 10 og Einar Bollason 9. Hjá ÍR átti Birgir Jakobsson mjög góðan leik og skoraði sam- tals 20 stig, einnig var Jón Jó- hannsson góður og skoraði 7 stig, en aðrir leikmenn sýndu mjög góðan baráttuvilja en flest j ir hittu verr en venja er til. Dómara í leiknum voru Jón Eysteinsson og Davíð Jónsson, og þó að það sé ævinlega leið- ur siður að ata dómara auri eftir að þeir hafa unnið þetta vanþakkláta starf, þá verð ég að segja að dómar þeirra sýna að dómaravandamál körfuknatt 1 leiksins er svo geigvænlegt, að verði ekki gert stórt átak í því 1 nú þegar, getur það hreinlega j gert körfuknattleikinn að leik- | leysu og riðið honum að fullu. 1. fl. karla Fram — ÍR Á morgun, sunnudag ,kl. 2 e.'h. fara fram lokaleikir móts- ins í íþróttahiöllinni í Laugardal og hefst keppni kL 2 e.h. Þá leika: 2. fl. kvenna KR — Víkingur Mfl. karla Vík — ÍR Mfl. karla Ármann — KR Mfl. karla Valur — Fram. Úrslit um helgina að %. Er það orsök þess, að mik- il hreyfing virðist vera í þá átt meðal baénda að draga úr mjólk urframleiðslunni, en auka í þess stað kjötframleiðsluna. Bændur munu á hinn bóginn hafa sett meira á af kálfum yfir veturinn en undanfarið, og eru ástæðurnar fyrir því að mikil eftirspurn er eftir ‘kólfakjöti er tekur að vora, svo og að geta sett kálfana á til frambúðar ef sýnt þykir að vöntun á mjólk fer vaxandi. — Stjórnarfrv. Framhald af bls. 32. fyrir því hve mikil slík verðtil- færsla má verða, svo ekki valdi hún beinu fráhvarfi frá mjólk- urframleiðslu á þeim srvæðum, sem mjólkurinnar er þörf. Það er áht margra, að ekki sé skyn- samlegt að ganga lengra á þeirri braut, sem farin hefur verið í þessum efnum á undanförnum áriun. Það er vitað, að mikil fram- leiðsluaukning hefur verið í landbúnaðinum á undanförnum árum. Talið er að heildarverð- mæti landbúnaðarins er sögð vera 5500, samsvarar þetta um 400 000.00 krónum á hvern bónda að meðaltali. Þó er bændastéttin, sem heild, talin tekjulægsta stétt þjóðfé- lagsins, þegar allur tilkostnaður hetfur verið frá dreginn. Þetta bendir til þess, að mjög mikill mismunur er á tekjum bænda innbyrðis og einnig, að óhag- kvæmni gæti í sjálfum rekstrin- um. Vitað er, að margir bænd- ur hafa góðan arð af búum sín- um þó ekki sé um „stórbú“ að ræða, en margur bóndinn, sem þó býr „stórbúi" á lítið sem ekkert eftir að lokum .Hvað veldur slíkum mismun? Sjálf- sagt koma þarna til greina hin margvíslegustu atriði, allt frá sjálfri jarðræktinni til fóðrun- ar búpeningsins. Hér verða þessi atriði ekki talin, en gert er ráð fyrir því að stjórn sjóðs- ins verji allmiklu fé til hag- fræðilegra rannsókna á því hvað veldur hinni mismunandi góðu afkomu hjá bændum og styrki síðan þá bændur til um- bóta og breytinga, sem vilja koma betra lagi á búskap sinn, enda séu þá þær endurbætur gerðar að ráði og undir eftir- liti sérfróðra manna, er stjórn sjóðsins viðurkennir. — Mæla með Framhald af bls. 17. reglum um togveiðar, að tog- veiðar verði heimilaðar allt ár- ið að fjórum sjómiílum frá þeim grunnlínum, sem í gildi voru samkvæmt reglugerð frá 19. marz 1952 um fiskveiðilandhelgi fslands. Þessi breyting nái þó ekki til svæðisins, sem takmark- as-t að vestan af línu, sem hugs- ast dregin í néttvásandi norður frá Rauðugnútum og að austan af línu, sem hugsast dregin 1 réttvísandi norður frá Langa- nesi, og verði þetta sérstaka svæði með öllu loka'ð fyrir tog- veiði innan 12 mílna markanna. Auk þess sem segir um í þess- ari tillögu, voru gerðar titlög- ur um að togveiðar verði heim- ilaðar á al'lmörgum minni svæð- um, og eru Iþær sýndar á korti, sem þessari grein fylgi. Þó skal hér drepið á þau támaíbil sem tog veiðar skuli leyfðar á þessum svæðum: Miðnessjór, Kantar, tog veiðar leyfðar frá 15. maá til 31. des. Við Snæfellsnes skulu tog- veiðar leyfðar allt árið. í Breiða- firði skulu togveiðar leyfðar 16. maí til 31. des. Á Vestfjörðum skulu togveiðar leyfðar 16. maí til 30. júná. f Hiúnaflóa skulu tog- veiðar leyfðar 1. maí til 31. des. Á Suðausturlandi til Suðvestur- lands verði togveiðar leyfðar allt árið að 3 sjómílum. Nefndin gerir ráð fyrir þvl, að þær a'ð þær reglur sem hér að framan eru ræddar, geti ekki gilt nema um takmarkaðan tíma, þar til endurskoðun þeirra fari fram. Auk þess verði að ganga út frá því að vísindamenn Hafrann- sóknarstofnunarinnar fylgist með þróun og viðgangi fiski- stofna og geri stjórnarvöldum að vart ef þær rannsóknir gæfu til kynna að nauðsyn væri á end- urskoðun reglanna. Loks segir í skýrslunni um þetta atriði, að nefndin sé þeirr- ar skoðunar að aflaaukningin ein mundi ekki geta nægt til að auka svo tekjur togaranna, að þa'ð nægði til að greiða hallann jafnvel þó fyrrgreindar lækk- anir að kostnaðarliðum kæmu til framkvæmda. Telur nefndin að ekki verði hjá þvá komizt að greiða togurunm sams konar framlög og niú eru greidd úr rák- issjóði og aflatryggingarsgóði, en þær greiðslur námu sl. ár að jafnaði tvær miHjónir kr. á hvert skip. Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverii: Hluti af Blesugróf Meðalholt Lambastaðahverfi Miðbær Laufásvegur I. Bergstaðastræti Rauðarárstigur Þingholtsstræti Ingólfsstræti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.