Morgunblaðið - 18.12.1966, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur Í8. des. 1988
BÍLALEIGAN
FERÐ
5/Afl 34406
Daggjöld kr. 300,00
og kr. 2,50 á ekinn km.
SENDUM
MAGINUSAR
SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190
eftir tokun iimi 40381
SÍM11-44-44
Hverfisgötu 103.
Simi eftir lokun 31100.
LITLA
bíloleigon
Ingólfsstræti ÍL
Sólarhringsgjald kr. 300,00
Kr. 3,00 ekinn kílómeter.
Bcnzín innifalið í leigugjaldi
BÍULEIGAIM
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
BILALEIGA S/A
CONSUIi CORTINA
Simi 10586.
Fjaðiir, fjaðrablöð, hljóðkútar
púströr o.fl. varahlutir
i margar gerðir bifreiða.
Bílavörubúðin FJÖÐRIN
Laugavegi 168. — Simi 24180.
VEGG, BORÐ,
GÓLF OG
LOFTLAIVfPAR
frá hinum heimsþekktu
hollenzku verksmiðjum
RAAK
AMSTERDAM.
Br. Ormsson hf.
Lágmúla 9. — Slmi 38820.
• Farið varlega
Á hverjum degi verða
slys á götum borgarinnar. Oft
veldur óheppni, sem mannlegur
máttur fær ekki ráðið við, en
oftar vangá eða kæruleysi. Gæt
ið yðar í Umferðinni, reynið
ekki að velta ábyrgðinni yfir
á samborgarana.
• Walt Disney
Walt Disney er látinn.
Um hann verða sjálfsagt ekki
skrifuð löng eftimæli í Morgun
blaðið. Um hann mætti samt
skrifa mikið. Og nafn hans mun
lengi lifa í heimi kvikmynd-
anna, verk hans munu lengi
fylla heim barnanna um víða
veröld.
Walt Disney hafði lag á því
að draga fram hið góða, það ein
falda og barnslega náttúrulega
í eðli dýranna, jafnvel þeirra,
sem áíitin eru slæm. Hann
gerði þau Öll að börnum lífsins,
gerði meira en flestir aðrir til
þess að fá okkur til að skilja
dýrin og hafa ánægju af þeim.
Þetta var rauði þráðurinn í
list hans, undirtónninn í lista-
verki lífs hans.
Aðrir munu koma á eftir,
sumir munu e.t.v. reyna að
feta í fótspor hans — einum
og einum mun takasrt vel. En
Walt Disney var brautryðjand-
inn, hann opnaði okkur nýjan
heim, stóran heim. ímyndunar-
afl hans var stórkostlegt og
túlkun hans var jafnan svo ein-
föld og hlý, að' börnin skildu
jafnvel og fullorðnir — og all-
ir höfðu jafngaman af. Ævi-
skeið hans er á enda, en hann
mun lifa lengi enn.
O Týndur pakki
Uom síðustu helgi birtist hér
bréf frá lesenda, sem saknaði
pabka, er fluttur var heim frá
Ameriku með einum Fossanna.
Pakkinn var vel merktur og
var finnandi beðinn að koma
honum til skila.
Bréfritari taldi upp innihald
pakkans og nefndi m.a. gólf-
mottur. Prentvillupúkinn rak
puttana í þessa klausu og gerði
tvær mottur að tuttugu og
tveimur, sennilega til þess að
gera þennan pakka grunsam-
legan í augum tollgæzlunnar.
Og það skyldi þó aldrei hafa
verið þessi púki, sem stal pakk
anum? Púki hefur það verið.
# Betra veður, takk
Veðurlagið að undanfömu
hefur ekki verið það skemmti-
legasta, sem völ mun vera á.
Rok og rigning, eða hvassviðri
með frosti og snjókomu. Og
veðurguðirnir hafa leikið sér
að því að skipta um veðurlag
svo snögglega, að engu hefur
verið líkara en þeir þyrftu ekki
annað en að styðja á hnapp til
þess að breyta veðrinu. I>að
færi betur, að skósveinar veð-
urguðanna þarna á Veðurstof-
unni gætu viðhaft jafneinfald-
ar aðgerðir. En þeir hjá Veður
stofunni virðast ekki hafa
minnstu áhrif á þá, sem veðx-
inu stjórna.
Þegar við sofnum er rok og
rigning, en að morgni er snjo-
koma og ófærð. Næsta dag er
þetta öfugt — og frá morgni til
kvölds getur hann skipt oft
um veðurlag, ég veit í rauninni
ebki til hvers.
Vinir okkar hjá Veðurstof-
unni ættu nú að reyna að
beita öllum sínum áhrifum og
kynngikrafti og fá sæmilegt
veður um jólin. Við viljum hvít
jói. stillt veður og örlítið frost
— þannig að marri í snjónum
undir fótum okkar. Eða er það
ekki óskaveður allra um jólin?
Heiðskíran himin, stjörnubjart
og norðurljós á kvöldin. Væri
það ekki erm betra? Segið þið
svo að Velvakandi hafi ekki
hugsun á að hafa eitthvað fyrir
aila.
# Um hundapest og
I hundadráp
„Eins og alþjóð er kunnugt
er komin upp hundapest hér á
Suðurlandi hefur sýktum hund
um verið lógað hér og þar á
bæjum. En hvergi hefur fa -ið
fram algjör útrýming þeirra,
nema hér á Eyrarbakka.
Ég er Eyrbekkingur, ein af
þeim sem áttu hund. Þessi
hundur fór sjaldan út úr hús-
inu og var mér og mínu haim-
ilisfólki til ánægju, því hann
var bæði vitur og skemmtilegur.
Svo var það seinnihluta dags
22. okt. að barið er að dyrum.
Er þar kaminn Jón Guðbrands-
son dýralæknir á Selfossi. Segir
hann hundinn okkar alheilbrigð
an og skulum við hafa hann
inni og passa veL Lifnaði nú
heldur yfir okkur og héldum
við að þessu eftirlætisdýri okk-
ar væri nú borgið. En svo er
það 3 dögum seinna eða 25.
okt. að kvatt er dyra er þá
dýralæknirinn kominn við
annan mann og segist ætla að
drepa hundinn.
Okkur datt ekki í hug armað
en hann gerði það fyrir okkur
að svæfa dýrið fyrst og mað-
urinn minn spurðL „F.rtu með
sprautuna?“
„Nei en ég er með byssuna“,
svaraði hann.
Óðu þeir síðan inn í húsið
og náðu hundinum við illan
leik, drógu hann veinandi út
á hlað og skutu hann þar.
Svipaðar voru aðferðir þeirra
félaga þar sem þeir komu ann-
arsstaðar. Nú spyr ég fávís
kona: Er þetta löglegt? Þarf
ekki að sýna tilskipun frá yfir-
dýralækni til að taka heilbrigð-
ar skepnur af lífi?
Þessar aðfarir minna mann
á aðfarir nazista hér áður fyrr
við Dani og fleiri þjóðir eftir,
þvr sem þeim aðförum er lýst.
Enginn segir neitt við þvi,
þótt sýktum dýrum sé lógað,
en manni finnst ekiki minna
mega vera en skaplegar aðfar-
ir séu við líflát þeirra.
Annarsstaðar fá menn að
halda hundum sínum gegn
drengskaparloforði að gæta
þeirra, en hér kom það ekki
til mála.
Hvers eigum við Eyrbekk-
ingar að gjalda? Hver fyrir-
skipaði dráp á hundunum? Var
það sýslumaður Árnessýslu?
Hreppstjóri Eyrarbakka? Yfir-
dýralæknir? Eða voru það
vissir einstaklingar hér á Eyr-
arbakka?
Svari nú hlutaðeigandi aðil-
ar.
Hundaeigandi".
Verndið sjónina!
Þar sem góðra lýsinga er þörf þá notið
LUXO-LAMPA
Varizt eftirlýkingar.
Ábyrgðarskírteini fylgir hverjum lampa.
Bezt ú auglýsa í Morgunhlaðinu