Morgunblaðið - 18.12.1966, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.12.1966, Blaðsíða 25
Suntttidagur 18. des. 1968 MORGUNBLAÐID 25 Hugsað heim um nótt — fyrsta bók Gubmundar Hall- dórssonar frá Bergsstöðum X5T eru fcoranar tviaer nýjar bæk- ux í smábókaflokki Menningar- sjóðs og Þjóðvinafiélagsins og eru íþað 21. og 22. bókin í þeim bóka flokki. Bækurnar eru: „Rómeó og Júlia i sveitaþorpinu" eftir Gott- fried Keller og „Hugsað heim um nótt“ eftir Gu'ðmund Halldónsson. Bokin Rómeó og Júlía í sveita- (þorpinu er eftir Svisslendinigin Gottfried Keller og er þetta eitt Tala við nemendur sína neðansjávar SEXTÁN ungir menn luku prófi frá kafaraskóla Guð- mundar Guðjónssonar. Kennsl an er bæði bókleg og verkleg, og fer siðarnefndi 'hluti henn- ar fram í Sundlaug Vestur- bæjar og svo í sjónum. Sú ný- breytni var við þetta nám- skeið að Guðmundur notaði neðansjávartaltæki sem bann fékk að lán hjá Gunnari Ás- geirssyni hf. þannig að hann gat leiðbeint piltunum bæði uppi og niðri. Talmál heyrist skýrt í hundrað feta fjarlægð þegar þessi tækl eru notuð neðansjávar og merki frá þeim heyrist í allt að 300 feta fjarlægð. í bóklegu kennslunni er m. a. tekin vandlega fyrir líf- eðlisfræði kafara en sú kunn- átta er líísnauðsynleg öllum þeim sem hætta sér á fund Ægis gamla. í>á er og að sjálf- sögðu kerind meðferð tækja, sagt hvaða hættur geta steðj- að og hvernig ber að bregðast við þeim og ýmis önnur reynsla sem Guðmundur býr að eftir þrettán ára starf sem kafari. Guðmundur leggur mikla áherzlu á að þeir sem hafa áhuga á því að kynna sér froskköfun, leiti sér allra fáanlegra upplýsinga um hana áður en þeir leggja í djúpið því að annars er hætt við að þeir verði ekki langlífir. Þar sem áhugi er nú mikill fyrir þessari grein hefur Guðmund- ur haldið mörg námskeið og það næsta hefst . næsta vorL Á meðfylgjandi mynd er Guðmundur Guðjónsson (t.v.) ásarrvt nemendum sínum sem eru: Jón Kristinsson, Júlíus Guðmundsson, Sigurjón Sig- urðsson, Björn Þorleifsson, Ingvar Gunnbjörnsson, Július Arinbj arnarson, Bjarni Guð- mundsson, Sigurður Blöndal, Ingimundur Helgason. Magn- ús Ólafsson, Steindór Gísla- son, Gunnlaugur Ragnarsson, Sveinn Fjeldsted og Eyþór Jónsson, sem aðstoðaði við kennsluna. Á myndinni vant- ar Harald Eiríksson, Jens Guðmundsson og Sigurð Hilm arsson. af hans víðfrægustu verkumi Ástríðu- og örlagaþrungin ástar- saga, sem látin er gerast í heima landi höfundarins. Njörður P. Njarðvik hefur íslenzkan bókina og ritar hann ennfremur eftir- mála um höfundinn. „Hugsað heim um nótt“, er fyrsta bók Guðmundar Halldórs- sonar og hefur hún að geyma 9 smásögur sem allar eru skrifað- ar á tímaíbilinu 1951—1961. Guðmundur Halldórsson er fæddur að Skottastöðum í Syart- árdal í A us tu r-Húna va tnssýsl u 1926. Ólst hann þar upp, var einn é Síðasti ráðherra fundur NATO í París París, 14. des. NTB. f FULLTRÚAR 14 bandalags- rikja Frakklands komu saman í París í morgun til síðasta fund- mr ráðherranefndar Atlantshafs- bandalagsins, sem haldinn verð- ur í frönsku höfuðborginni. Fund nrinn verður haldinn af nefnd ARWA stretch þeirri, sem annast varnarskipu lagningu, en Frakkar taka ekki þátt í honum, vegna þess að þeir hafa dregið sig út úr hernaðar- samstarfi bandaiagsins. Viðræð- unum verður haldið áfram á morgun og föstudag í hinni eig- inlegu ráðherranefnd og þá með þátttöku Frakka. í dag áttu ráðherrarnir að ræða núverandi hernaðarlegt ástand innan bandalagsins og leggja drög að raunhæfum framtíðar- áætlunum um að efla hæfni bandalagsins á grundvelli þeirra möguleika, sem fyrir hendi eru Ráðherrarnir munu enn fremur gera ráðstafanir um að efla á- ætlanagerð ekki hvað sízt að því er varðar áætlanir um kjarnorku vopn, nú þegar hinnar ýmsu á- ætlanir um eigin kjarnorkiuher- afla NATO hafa verið lagðar til hliðar. í frétt frá NTB síðar 1 dag, sagði að varnarskipulagnirnar- nefndin hefði á fundi sínum í dag ákveðið að koma á fót sér- stakri nefnd varðandi kjarnorku mál. í nefnd þessari munu eiga sæti ia fulltrúar 12 rikja. Enn fremur hefir verið ákveðið að koma á fót minni nefnd um sömu málefni, en í henni ættu sæti kjarnorkuveldin Bandaríkin og Bretland og tvö stærstu banda- kjarnorkuvopn, Vestur-Þýzka- land og Ítalía. Auk þessara fjög- urra ríkja ættu að vera til sfcipt- k 1 nefndinni fulltrúar tveggja hinna minni ríkja bandalagsins, sem sæti ættu í sérnefndinni. Willy Brandt utanríkisráð- herra V-Þýzkálands, sem nú tók í fyrsta sinn þátt í þessum fundi sagðL að vesturþýzka stjórnin þarfnaðist meiri tíma til þess að meta varnarþörf Atlantshafs- bandalagsins fyrir framtíðina og eigin stöðu lands síne í því sam- bandL Brandt lagði m.a. áherzlu á þá nauðsyn, að venjulegum vopn um til varnar yrði ekki gleymt í umræðunum um kjarnorkuvam ir. Styrjöld, sem brytist út í Evrópu, kynni vel að verða háð að mestu með venjulegum vopn- um, sagði Brandt, sem annars taldi ekki líkur á sovézkri árás á Vestur-iEvrópu, en hún væri ekki óhugsandL Guðmunður Halldórssou frá Bergsstóðum. vetur við nám í Reykjaskóla I HrútafirðL en vann síðan löng- um að búi foreldra sinna til árs- ins 1963, er þau fluttust burt úr sveitinnL Þau bjuggu síðast möng ár á Bergsstöðum í Svartár- daL og hefur Guðmundur oftlega kennt sig vi'ð þann bæ, þegar birzt hafa eftir hann ritsmíðar á prenti. Hann er nú. búsettur nálægt æskuheimkynnum sínum og stundar sveitastönf og al- menna daglaunavinnu jöfnum höndum. Guðmundur Halldórsson hól smásagnagerð árið 1956, og birU ist í bókinni „Hugsað heim uia nótt“ fiyrsta sagan er hann rit- aðL Nefnist hún „Forsjónin". Öðru hverju hafa blöð og táma- rit birt sögur hans. Hafið þér reynt það nýjasta í framleiðslu kvensokka? ARWA Stretcihlon, 20 denier. ARWA Multi-Stretch, 36 (6x5) denier. Stretch-sokkar eru unnir úr fínum perlonþræðL Þeir eru ótrúlega teygjanlegir og falla vel að fætL Fást í verzlunum í Reykjavík og víða um land, Einkaumboð: ANDVARI hf. Smiðjustíg 4. — Sími 204<33. Stdra fjölskyldan að Kumbaravogi Hjónin þar hafa tekið að sér 10 ungborn Nýlega kom að máli við blaðið Kristján Friðbergsson, sem nú í tæp tvö ár hefur rekið barnaheimili að Kunib- aravogi í grennd við Stokks- eyri ásamt konu sinni Hönnu Halldórsdóttur. Kristján bað okkur fyrir einlægar þakkir tii þeirra aðila, sem hafa ntyrkt helmilið, en einstakl- ingar, Lionsklúbbar, kvenfé iög o. fl. hafa hlaupið nndir bagga með þeim hjónum og staðið straum af kostnaðinum við rekstur heimilisins. Þá er þeim hjónum ætlaður styrkur á fjárlögum 50,000 kr. á ári. Nú dvelja 10 börn í Kumb- þeirra hjóna. SagðL Kristján aravogi auk þrig*a barna að raunverulega væri ekki hægt að nefna þetta barna- heimili, þarna litu allir á sig sem eina stóra fjölskyldu. Börnin eru frá 3—10 ára göm. ul og búa þarna saman 2—3 í herbergi. Þau hjónin taka ekki til dvalar á heimilinu önnur börn en þau, sem reiknað er með að þurfi að ráðstafa til frambúðar. Barna- verndarnefnd Reykjavíkur hef ur hefur komið börnunum til vistar á Kumbaravogi en Kristján sagði að þau hjónin vildu gjarnan taka börn að sér annarsstaðar af landinu, en þörfin virtist brýnust í Reykjavík. Þessi börn munu þau hjónin ala upp þangað til þau sjálf vilja fara út í lífið og hafa öðlast nægilegan þroska til þess. Húsrými er fyrir hendi 1 Kumbaravogi til að taka til dvalar fleiri börn en vegna þess kostnaðar, sem það hef ur í för með sér er það ekki unnt eins og stendur. Sagði Kristjsm, að það háði mjög að engar lánastofnanir fyrir- fyndust, sem vildu eða gætu laga sinna vegna iánað fé til slíkra heimila. Geysimikill kostnaður hefur verið að end urbyggingu hússins að Kumb aravogi og kvað Kristján, að ef góðvilji áðurgreindra aðila hefði ekki komið til hefði þetta ekki verið unnL Atta þessara bama eru nú í barnaskólanum á Stokkseyri og eru þau 10% af nemenda fjöldanum þar og una sér prýðilega í skólanum, enda mætt skilningi og góðvild kennara og nemenda. Á Kumb aravogi er eins og fyrr er sagt ekki barnaheimili eins og flest i þekkja þau, heldur stórt og hlýlegt heimili. Kristján bað blaðið að lok- um fyrir ítrekaðar þakkir til allra þeirra aðila, sem styrkt hafa heimilið með ráðum og dáð og sagði; -„Hjá okkur I Kumlbara- vogi eru engin vandamál með börnin þau eru hlýðin og indæl. Aðalvandamálið er að við getum ekki gert allt sem við viljum fyrir þessi börn“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.