Morgunblaðið - 28.12.1966, Side 2

Morgunblaðið - 28.12.1966, Side 2
2 MORCUNBLADID Miðvikudagur 28. des. 1966 - í GÆR litu inn á ritstjómar- skrifstofur Mbl. tveir ungir menn í ritstjórnarstóhun. — Voru það þeir Jens Ingólfs- son og Örn Þráinsson, sem báðir era nemendur í 1. bekk gagnfræðastigs Álftamýrar- skóla, og lagt hafa í það þótt ungir séu að gefa út ungl- ingablaðið Álftir.a. Er blaðið offsetprentað í Letur h.f. Við rseddum lítillega við hina ungu ritstjóra og spurð- um þá fyrst, hvenær þeim hefði dottið í hug að gefa út 'biað. — I>að er nú nokkuð síðan, segja þeir félagar — við átt- um að standa fyrir skólablaði, sem svo kom ekki út og þá datt okkur í hug að gefa út blað með því efni sem safn- azt hafði. Er aetlun okkar að bla'ðið. komi út einu sinni í mánuði, er það ætlað ungl- Hinir ungu ritstjórar skoða blaðið sitt. Þrettán ára og gefa út blaö — Rabbað við ritstjóra Álftarinnar ingum og kostar 25 krónur. Annars fer það mikið eftir þvá hvernág gengur með fyrsta tölufþlaðið, hvernig framhald- ið verður. — Hvernig gengur að safna efni? — Það gengur ágætlega, við erum langt komnir með að safna efni í annað tölublað. í þvi verður m.a. framhald®- saga, sem er eins konar fram- hald af sögunni um Pip, og er það ætia'ð yngstu lesend- unum. — Hver er ábyrgðarmaður blaðsins? — Það er prentsmiðjustjór- inn i Letri, Sigurjón Þor- bergsson, en blaðamenn eru skólafélagar okkar Baldur Baldursson, Þórir Nilsen og Viktor Ingólfsson. Ljósmynd- ari 'blaðsins er Magnús Sigur- geirsson. Svo munum við £á okkur til aðstoðar teiknara Bjöm Birni, sem er mjög snjall. — Gengur eins vel að safna •auglýsingum og efni? — Já það giengur einnig ágætlega. Nú síðasta klukku- támann höfum við t.d. feng- ið þrjár. Blaðið er ails ekki bundið við Álftamýrarskóla, það hefur minnzt verið selt af því þar ,en fy.rsta töluiblað kom út í 500 eintökum. Þá höfum við fengið leyfi hjá Vikunni til þess að birta gaml ar skrýtlur. Unglingablaðið Álftin er 28 blaðsáður. Ber blaðið hinum ungu ritstjórum gott vitni og sýnir að þeir eru efni í mikla framkvæmdamenn. Af efni blaðsins má nefna grein um tunglið, myndaopnu, sem nefnist „Litið inn hjá sjón- varpinu“, F.ramihaldssöguna „í villidýrabúrinu, týndi erf- inginn", „Lítið ævintýri“, „Mamrna flengir mig“, þýð- ing úr „Reader’s Digest, sög- una „Bauka Stebbi“, „Strætis vagnafer'ð" o.m.fl. Þá eru í blaðinu tvær myndasögur af Stjána Bláa. Við viljum óska hinum ungu framtaksömu ritstjór- um til hamingju með blaðið sitt og vonumst til að það gangi vel. fslenzkir málarar selja verk erlendis NORiRÆNA listsýningin, sem haldin var í Hannover, hefur nú verið send heim. í upþhafi var ráð fyrir gert að sýningin yrði send til ýmissa borga V-tÞýzka- lands, en af því gat þó ekki orð- ið, þar sem víða vantaði nógu stórt húsnæði, eða húsnæði ekki laust, þegar á þurfti að halda. Þessir íslendingar seldu mynd ir á sýningunni: Jón Benediktsson — „Dans- andi stúlkur“. Jóhann Briem — „Við sjÓ“. Jóhann K. Eyfells — „Járn, kopar, alúm“, keypt af lista- safni Haijnoverborgar. Kjartan Guðjónsson — „Söng- ur um nótt“, keypt af listasafni í Espelkamp, Westfalen. Benedikt Gunnarsson — „Jörð“. Benedikt Gunnnarsson hefur "einnig selt Stokkhólmsborg mynd þá er hann átti á sýningu í Hasselby-höll, Stokkhólmi. Þetta er óvenju góð sala á norrænni listsýningu. Fógur jól Akureyri, 27. des. Hér voru fögur jól og frið- samleg, stillt veður með nokkru frosti, snæviþakinni jörð og tungl skin um nætur. Skrautljós voru óvenjumörg og mikil við híbýli manna og á götum miðbæjarins. Juku þau enn á jólasvipinn, sem á bænum var. Hins vegar urðu 8 bílaárekstr- ar á Þorláksmessu, 7 á aðfanga dag og 3 í gær, srumir all harðir en ekki urðu teljandi meiðsli á fólki Sv. P. „Luma 13" lenti mjúkri lendingu á „Stormahafi" Moskvu, 27. desember. NTB - AP. • Á aðfangadagskvöld lenti sovézka tunglflaugin „Luna 13“ á svokölluðu „Stormahafi“ á tunglinu — og er gert ráð fyrir því, að þar muni mannað tungl- far Sovétmanna látið lenda, þeg- Boð um uðstoð en ultuikullaði Slysavarnarfélagi íslands barst um miðjan dag á aðfangadag hjálparbeiðni frá sænska skipinu Lena, þar sem það var statt miðja vega milli Færeyja og Is- lands. Var í beiðninni sagt að leki væri kominn að skipinu og skipið væri skjótrar hjálpar þurfi. Slysavarnafélagið brá við og bað nálæg skip að aðstoða hið sænska skip, en fimmtán mínút um síðar kom annað skeyti frá skipinu, þar sem sagt var, að skipverjum hefði tekist að lag- færa lekann og gæti það bjargað sér sjálft. SÍMASiÁMBANDSLAUST varð á jóladag milli Hornafjarðar og Fáskrúðsfjarðar, og mun það hafa orsakazt af ísingu beggja megin við Hornafjörð. ar þeir senda það upp, hvenær sem af því verður. Af frásögn- um sovézkra blaða má ráða, að vísindamenn eru nú að vinna úr myndum þeim, sem „Luna 13“ sendi til jarðar og vænta megi mikilvægra upplýsinga af þeim. Myndirnar, sem fengizt hafa nú frá „Lunu 13“ og áður frá „Lunu 9“ benda til þess, að ryk- lagið á „Stormahafinu“ sé mun þynnra en búizt var við og því megi telja það ákjósanlegan lendingarstað. í sovézkum blöð- um er það nú kallað „tungl- ihöfnin“, og sagt, að vænta megi „panoraima“-myndar frá Lunu 13, sem sýni greinilega allar aðstæður þar. Fyrsbu myndirnar frá tungl- flauginni hafa þegar verið sýnd- ar í sjónvarpi í Sovétríkjunum og öðrum kommúnistaríkjum austan tjalds og eru sagðar af- bragðs góðar. Að sögn sovézku vísindamann- anna sem stóðu að þessari til- raun var „Luna 13“ útlbuin einskonar þreifiörmum, sem gerðu lendinguna auðveldari og öruggari og öfluðu upplýsinga um hörku yfirborðsins. Hefur NTB eftir erlendum sérfræðing- um í Moskvu, að tilraun þessi sé merkur áfangi í tunglferðum og sé alls ekki ósennilegt, að Rússum takist að senda menn til tunglsins fyrir byltingarafmælið næsta haust. Erfiðir sjukraflutningar á Snæfellsnesi Stykkishólml, 2/7. des. í ÞETTA sinn voru jólin hvít í Stykkishólmi, snjóél, en bjart á milli. Talsvert hefur snjóað niður í byggð og algerlega ófært til Grundarfjarðar núna og komst mjólkurbíllinn ekíki með mjöik- ina hingað. í gær var haldinn dansleikur í Grundarfirði og fóru héðan þrír áætlunarbílar með um 80 ungmenni. Voru þeir tvo og hálf an tíma þangað og var þá færðin orðin þannig, að þeir töldu erfitt að feomast til baka. Um það leyti var kallað á sjúkrahjálp frá einum bæ í Grundarfirði, þar sem kona var mjög veik, og fór héraðslæknir- inn héðan á vettvang, en til þess að koma henni í sjúkrahús í Stýkkishólmi hjálpaði Vegagerð- in sl. nótt við að ryðja verstu torfærur og var komið með kon- una kl. að ganga sex í morgun. Ungmennin áttatíu komust hingað kl 6 1 morgun, en þeir nutu góðs af mokstri Vegagerðar innar. í morgun átti að vera áætlunar ferð til Reykjavíkur, bæði frá Grundafirði og Stytekishólmi, en Bifreiðarstöð Stykkishólms er sérleyfishafi á þessum leiðum. Var því einn áætlunarbíllinn skilinn eftir í Grundarfirði í gærkvöldi til þess að flytja vænt anlega farþega, sem komast þurftu suður í veg fyrir Stykkis hólmsbifreiðina. Þessi áætlunarbíll komst ekki sökum ófærðar, en áætlunarbíll inn héðan lagði af stað í morg- un og fylgdu henni moksturstæki Vegagerðarinnar, en skömmu eftir hádegi var hún ekki kom- in á Vegamót. Mun færðin því hafa verið mjög erfið. Vegir eru nú þungfærir á Snæfellsnesi, enda hefur talsverð um snjó kyngt niður. Flug hef- ur verið mjög erfitt vegna óstöð ugrar veðráttu. Þó er gert ráð fyrir, að flogið verði hingað á morgun á vegum Björns Pálsson ar. Lítill sem enginn snjór er á flugvellinum. — FréttaritarL Aukið hlutafé og lánsfé til Sýningarhallarinnar ABALFUNDUR Sýningarsam- taka atvinnuveganna h. var hald- inn í Áttihagasal Hótel Sögu, fimmtudaginn 24. nóv. sl. Á fundinum mættu um 30 full- trúar fyrir þau samtök sem aðild eiga að sýningarsamtökunum. Magnús Brynjólfsson var kjör- inn fundarstjóri og Otto Stíhopka fundarritari. Sveinn Guðmundsson, formað- ur Sýningarsamtakanna, flutti skýrslu stjórnarinnar fyrir síð- asta starfsár. 1 Skýrslunni kom m. a. að byggingarframkvæmdir >---------------------------- „St. Finburr“ sökh, 12 fórust St. Jöhns, Nýfundnalandi, 27. des. NTB — AP. BREZKI togarinn „St. Finbarr", sem verið var að reyna að koma tii hafnar á Nýfundnalandi, eftir að eldur kom upp í honum á jóla dag, sökk síðdegis í dag. Þrettán mönnum af áhöfninnl hafði verið bjargað um borð í togarann „Orsini", sem hafði „St. Finbarr" í togi en tólf menn höfðu lokazt niðri i skipinu og orðið eldinum að bráð. Veður var slæmt á þessum slóðum í dag, hvassviðri, snjó- koma og mikill sjór. Eldurinn kom upp, er skipið var um 500 sjómílur norðvestur af St. Johns og það sökk um 100 sjómílur undan landi. Ekki er vitað um eldsupptök, en „St. Finbarr" var einn stærsti og ný- tízkulegasti togari Breta. við Sýningarhöllina I Laugardal eru nú það langt komnar, að húsið hefur verið tekið í notkun, þótt enn sé ýmsum frágangi ó- lokið. Unnið hefur verið að út- vegun fjánmagns af hálfu Sýn- ingarsamtakanna til þess að standa undir byggingarkostnaðL og hefur veruleiga áunnizt í þeim efnum, bæði með aukningu hjá Sýningarsamtökunum, og með útvegun lánsfjár. Eftir að félagssamtök iðnaðarins efndu til Iðnsýningarinnar í Sýningar- höllinni í september sl. hafa bor- izt margar fyrirspurnir og beiðn- ir um afnot af húsinu, og er því augljóst að með byggingu þess er bætt úr brýnni þörf fyrir hús- næði til ýmis konar sýningar. Björgvin Sigurðsson, gjaldkeri félagsins, las upp reikninga fé- lagsins fyrir árið 1966. Á aðalfundinum voru sam- þykktar nokkrar breytingar á lögum hlutafélagsins, og síðan fóru fram umræður um málefni félagsins. 1 stjórn félagsins voru kjörnir þeir Harry Frederiksen, Jón H. Bergs, Tómas Vigfússon, Magn- ús Brynjólfsson og Darvíð Soh. Thorsteinsson, og endurskoðend- ur þeir Þorvarður Alfonsson og Otto Sohopka. Sveinn Gtuðmunds son, sem verið hefur formaður samtakanna frá stofnun þeirra árið 1957 og var einnig formaður undirbúningsnefndar þeirra, sem vann að stofnun félagsins, og Björgvin Sigurðsson sem verið hefur gjaldkeri félagsins allt frá stofnun, báðust báðir undan end- urkosningu og voru þekn báðum þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins á undanförnum árurn, (Fréttatilkynning). LÆGÐLN var kl. 8 í gær- kaldi og skúrir á SA landi, morgun milli lands og Vest- en hvass NA, snjóteoma og mannaeyja, en teomin yfir allt að 7 stiga frost á Vest- Suðurland kl. 14 og stefndi fjörðum og vestanverðu Norð- norðaustur. Var vindur því urlandi. tvíátta á landinu, sunnan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.