Morgunblaðið - 28.12.1966, Side 5

Morgunblaðið - 28.12.1966, Side 5
Miðvficuðagwr 28. des. MORGUNBLAÐIÐ 5 Nýtt barnaleikrit frumsýnt á föstudag L.EIKFÉLAG Reykjavíkur frum- nrnir nýtt íslenzkt barnaieik- rit í Iðnó næstkomandi föstudag klukkan 7.30. Þa» heitir Stubbur og Kubbur og er eftir Þóri S. Guðbergsson, kennara. Þetta er hans fyrsta leikrit en hinsvegar hefur hann skrifaS nokkrar barnabækur svo sem Ævintýri i ísjaka, Knattspyrnudrengurinn og Skíðakeppnin. Á fundi með fréttamönnum í gær, sagði Sveinn Einarsson, Jeikhússtjóri að þetta væri íyrsta barnaleikritið sem sett væri upp í Iðnó í nitján ár. Hin hefðu alltaf verið sýnd í Tjarn- •rbæ. Kubbur og Stubbur fjall- ar um tvo flækinga sem eru á ierðalagi í sveitinni og lenda i ýmsum ævintýrum. Aðalhlut- verkin leika þeir Borgar Garð- arsson og Kjartan Ragnarsson Auk þeirra eru Emilía Jónasdótt ir, Jóhann Pálsson, Margrét Magnúsdóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Pétur Einarsson, Óli Kurt Hansen og Sólveig Hauksdóttir. Þrjú börn hafa nokkuð stór hlutverk en þau eru Inga Dóra Björnsdóttir, Sveinn Árnason og Jóhann Guðnason. Leikstjóri er Bjarni Steingríms- son. Tónlist frumsamdi Jón Ás- geirsson. Töluvert er af sönglög- um í leikritinu og eru textar við þau gerðir af Ragnheiði Vig- fúsdóttur. Einnig eru dansspor, samin af Þórhildi Þorleifsdóttur, og nokkrir nemendur úr ballet- skóla hennar koma fram. Nýjung var höfð við leikmyndagerð og hana önnuðust börn úr Mynd- listarskóla Reykjavíkur undir umsjón kennara sinna, þeirra Magnúsar Pálssonar og Jóns Þessi börn tetknuðu leiktjöld og búninga. Reykdal. Þau teiknuðu einnig búningana. Börn þessi eru á aldr inum frá sjö til tólf ára. Einn leikaranna, Óli Kurt Hansen, er frá Færeyjum, en leikfélags- menn komust í kynni við hann þegar Hart í bak var sýnt þar í sveit. Hansen hefur leikið í all- mörgum leikritum í Þórshðfn, og sagði Sveinn að þeim væri mjög mikil ánægja að fá hann á svið Leikfélagsins. LiHu næturgalarnir hámuðu í sig kökurnar. Bara að þeir borði ekki yfir sig fyrir konsertinn, sagði söngstjóri þeirra. Litlu næturgularnir komu þreyttir til íslands þegar hann sé fötin. Bara að þeir borði nú ekski yfir sig fyrir konsertinn, en ekki sagði hann neitt. Þeir eru orðnir svo svangir, bætti hann bara við til skýring- ar. Les Rossignolets eða næturgal- arnir eru frá borginni Roubaix í Norður-Frakklandi. Kórinn er 14 ára gamall ig strákarnir eru teknir í hann 10 ára gamlir, Sumir halda áfram lengi, eins og t. d. ungi læknirinn, sem er með í förinni, enda þarf nokkr- ar fullorðnisraddir með. Söngstjórinn er ábóti og kenn- ari í kaþólskuim menntaskóla. Kórinn ferðast mikið, fer alltaf 1—2 söngtferðir á ári til útlanda, venjulega í júlímámiði, þegar strákarnir eiga frí úr skólamum eða þeir grípa jóla- og páska- fríið. — Þetta er fjórða ferðin mín, sagði einn 11 ára snáði. Ég var í Þýzkalandi, Svíþjóð, Finn- landi og svo núna á íslandi. Auk fyrstu hljómleikanna í gær í Háskól-abíó syngur kórinn í dag kl. 6.1ö í Landakotskirkju og þar s«n þar er uppiselt verður líklega önnur söngskemmtun á föstudag þar. Annað kvöld klukk an níu syrvgja drengirnir svo í Kópavogskirkju og á laugardags- kvöldið í Bafnarfirði. Settur að- stodarprestur í Ha&lgrímssókn EINS og skýrt er frá í annari frétt í blaðinu í dag, varð dr. Jakob Jónsson prestur í Hall- grímssókn, fyrir slysi á Þorláks- messukvöld. Strax á aðfangadagsmorgun, en Séra Jakob skyldi flytja í Hallgrímskirkju aftansöng klukk an 6 að aðfangadagskvöld, ákvað biskup landsins og kirkjustjórn að fela séra Jóni Hnefli Aðal- steinssyni að gegna aðs.toðar- þjónustu í Hallgrímsprestakalli þar til öðru vísi verður ékveðið. Það kom þvl í hlut séra Jóns Hnefils að flytja aftansönginn í kirkjunni, en sú athöfn hófst með því að hann bar kirkjugest- um kveðjur séra Jakobs. Mess- una á jóladag flutti séra Jón Hnefill einnig. Þess skal getið að vonir standa til að- séra Jakob verði aftur kominn til starfa fyrir söfnuð sinn og kirkju eftir 2-3 vikur. Þremur tlmum fyrir hljómleikana HINIR litlu nætui'galar Heilags Marteins liktust miklu fremur þreyttum skátum að koma úr fjallaferð en englalegu kór- drengjunum í hvítu kyrtlunum, er þeir stigu út úr áætlunarbíln- um við Loftleiðahótelið klukkan að ganga fimrn í gær. Flugvél- inni þeirra hafði seinkað um 12 tíma, hún beðið í Glasgow vegna bálku á Keflavíkurflugvelli, og nú áttu þeir að halda sína fyrstu hljómleika í Háskólabíó kl. 7. Þetta voru 36 drengir, allt frá H) ára og upp í hina fullorðnu, fararstjóra og söngstjóra. Meðan strákarnir settust að uppbúnu teborði á Loftleiðahótelinu, sagði Braura áibóti, söngstjóri kórsins, okkur ferðasöguna. Þeir höfðu »em sagt farið kl. 1 á 2. jóladag ÚR ÖLLUM ÁTTUM ! frá París og síðan með Loftleiða- flugvél kl. 3 um kvöldið frá Luxemburg um London og Glasgow, en þar varð flugvélin að bíða vegna þess að ólendandi var á Keflavíkurflugvelli fyrir hál'ku á brautunum. Þarna biðu strákarnir í 5 tíma matarlausir og svefnlausir um nótt, en að lokum var fram borinn matur og þeir fengu rúm kl. 4 og sváfu til kl. 9, en þá var farið að tygja sig í ferðina til ísiands. Sagði ábótinn að þeir væru því æði slæptir, því auk hinnar þreytandi biðar kæmi hitinn í flugvélinni, og kxftslagsbreytingin. — Samt er þetta skemmtilegt fyrir strákana. Það er aevintýri. Kannski mest eftir á, sagði hann. Og svo fór hann að ræða við fararstjórann um einhverjar breytingar á söngskránni, velja heldur léttari lög af söngskránni í stað þeirra erfiðustu, án þess að breyta mik- ið anda tónleikanna. Þá konvu fréttir um að ákveð- ið hefði verið að drengjakórinn yrði þessa nótt á Loftleiðahótel- imi, svo drengirnir þyrftu ekki að koma sér niður á Farfugla- heimili. Þarna gætu þeir því komið sér fyrir, farið í bað fyrir hljómleikana og hvílt sig vel eina nótt, úr því þessi töf 'hafði orðið. Annars dvelja strákarnir á heim- ili Farfugla. Sjálfir sögðu srákarnir að þeir væru ekkert þreyttir og hámuðu í sig smurða braiuðið, sem nú var borið á borð. — Æ, sagði áibótinn FLUGELDAH ÚRVALIÐ ALDREI FJÖLBREVTTARA E!dflaugar TUNGLFLAUGAR STJÖRNURAKETTUR SKIPARAKETTUR ESancSIiIys RAUt) — GRÆN BENGALBLYS JOKERBLYS REGNBOGABLY S RÓMÖNSKBL Y S F ALLHLÍFARBL Y S SÓLIR — STJÖRNUGOS — STJÖRNULJÓS — BEN G ALELDSPÝTUR VAX-ÚTIHANDBLYS, loga Vz tíma — VAX-GARÐBLYS, loga í 2 tíma. — HENTUG FYRIR UNGLINGA — VerzSun O. Ellingsen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.