Morgunblaðið - 28.12.1966, Side 15

Morgunblaðið - 28.12.1966, Side 15
Miðvikudafgur 28. des. 1968 MORGUNBLAÐIÐ 15 — Minníng Framhald af bls. 14. ar að TJrfterbraut 2 í Smálönd- um. Bjuggu þau Anna og Jóhann hinni öldnu og stórlátu konu alúðlega og umihyggjusama elli- daga og fóru um hana mjúkum og kaerleiksríkum hönduim í að- læti og allri umgengni. Eru allir aettmerin þeirra hjóna þeim inni- lega þakklát fyrir þá fórnfýsi og þá ást, er Kristín naut í ná- vist þeirra fram til andlátsins. Nú, þegar Kristín P. Njarðvík er borfin sjónum, fallin 1 fold til feðranna á tíræðis aldri, þá verður mér efst í huga þakklæti fyrir það, að hafa fengið að kynnast þessari mikilsháttar konu og ættfól'ki hennar miklu mannkosta- og fyrirmyndarfól'ki 1 ollum greinum, en mesta lífs- hamingjan er í því fólgin að eignast slíka nána samferðamenn og konur. Hin stórbrotna og skap ríka kona bognaði aldrei, heldur brast í „bylnum stóra seinast" — þeim andbyr, er allir dauð- legir menn eiga víst að mæta, en taka oft á tíðum misjafnlega, þótt í því felist stærsta og mesta ævinýri lífsins sjálfs. En Kristín var viðbúin kallinu. Guðsblessun fylgi Kristínu P. Njarðvik og niðjum hennar. Jakob V. Hafstein. Lovisa Simonaidóttir — Kvelja F. 31. des. 1876. D. 20. des. 1966. Nú er lokið löngum degi, Ijósið bjart þér skín á ný. Astrík móðir, eiginkona, aetíð geymist minning hlý. Fórnarlundin ijúf þig prýddi, leiftrúðu gæðin brosi L Aldrei gleymast góðra kynni, göfga kona, blunda rótt. Þökk og heiður hljóttu að laun- um, hreysti, æsku og nýjanþrótt. Þetta er kveðjan okkar allra ástvinanna, góða nótt. Ástríður Bjarnadóttir. ugelda- arkaður Ódýrustu og beztu flugeldar bæjarins Einnig geysimikið úrval af sólum, signaiblysum, drekagosum, stjörnuljósum og þess háttar. Forðist þrengslin síðustu dagana, verzlið tímanlega. Kaupið flug- eldana, þar sem þeir fást ódýrastir HAGKAUP Mikiatorgi. JÓLAFUNDUR HEIMDALLARFÉLAGA í M.R. \ verður haldinn í Félagsheimili Heimdallar, Valhöll v/ð Suðurgötu í kvöld, miðvikudag, og hefst kl. 20.30 DAGSKRÁ: Kynnir verður VUhemina Olafsdóttir Ávarp: Dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Frumsamin Ijóð: Guðsteinn Guðmundsson. Jónas og Júlíus skemmta. Einleikur á fiðlu: Sigurður Jónsson. Minningar úr Lærðaskólanum. Upplesari: Sigurður Arnalds. Úr gömlum skólablöðum. Fjöldasöngur undir stjórn Smára Ólasonar. Hljómsveit 6. bekkjar leikur fyrir dansi. N E F N D I N Menntaskólastúlkur úr okkar hópi annast veitingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.