Morgunblaðið - 30.12.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.12.1966, Blaðsíða 3
Fostuðagur 30. des. 1966 MORGUNBIAÐIÐ 3 Heildarvinningar Happdrættis Háskólans 90 millj. kr. Rektor ræðir um eflingu Háskólans Á FUNDI me3 blaðamönnum sl. miðvikudagskvöld ræddi Ármann Snævarr, háskóla- rektor, um rekstur Happdrætt is Háskólans og eflingu skól- ans. Hann vék að því, að mörg verkefni væru fram- undan og mikils fjár væri þörf til eflingar Háskólans, enda brýn nauðsyn að stór- efla starfsemi hans, og væri rekstur Happdrættisins mjög mikilvægur til að ná árangri í þessu efni. En rektor benti á, að enöa þótt margt væri ógert í Há- skólanum og stórátak þyrfti til eflingar hans, skyldu menn ekki aetla að lítið hefði áunn- izt eða störf þau, sem í þess- ari helztu menntastofnun þjóðarinnar eru unnin, væru tilgangslítil. Þannig mætti t.d. á það benda, að enginn þeirra, sem lokið -hefðu fyrrihluta verkfræðináms hér heima hefði gefizt upp á námi erlend is heldur allir lokið prófi, og sýndi það að undirbúnings- menntun þeirra væri hald- góð. Blaðamönnum voru gefnar upplýsingar um starfsemi Happdrættisins og helztu verk efni Háskólans og f-ara þær hér á eftir. 70% af veltu greitt í vinn- inga. Sala hlutamiða í Happ- drætti Háskólans hefur aldrei verið meiri en á því ári, sem nú er að líða. Samkvæmt hráðabirgðauppgjöri hefur Happdrætti H'áskóla ís- lands selt hlutamiða á árinu 1966 fyrir um 110 milljónir króna. Þessar miklu vinsæld- ir þakkar happdrættið eftir- töldum staðreyndum: 1. 70% af veltunni er greítt í vinnina, en það er hæsta vinninghlutfall, sem þekk- ist hér á landi, og þótt ■víð- ar væri leitað. 2. Allir vinningar eru greidd- ir í peningum, svo við- skiptavinurinn ræður sjáif ur, hvernig hann ver vinn- ingnum. 3. Fleiri og fleiri mynda nú félagsskap um kaup á hluta miðum í Happdrætti Há- skólans. Einstaklingar, vinnufélagar, bridgeklúbb- ar, saumaklúbbar og fleiri slíkir aðilar spila nú á þennan hátt. Eru miklar líkur til að menn haldi hlutfallinu 70% í vinninga, þegar þannig er spilað. Á árinu 1966 voru miðar i Happdrætti Háskólans nærri uppseldir og raðir voru al- gjörlega ófáanlegar. Þess vegna er brýnt fyrir mönnum að endurnýja sem fyrst og eigi síðar en 7. janúar. Heildarvinningar 90 millj. Verð miðanna verður óbreytt. Vinningaskráin er sú glæsilegasta, sem nokkurt happdrætti hefur boðið hér á landi. Heildarfjárhæð vinn- inga er níutiu milljónir sjö hundruð og tuttugu þúsund krónur, er skiptast þannig: Framhald á bls. 5 Þórlui S. BenedlktssoD útibússtjóri ú Egilsstö&nm UM áramótin tekur Þórður Benediktsson skólastjóri við starfi útibússtjóra Búnaðarbank- »ns á Egilsstöðudi af Haildóri Þórður S. Benediktsson. jlsgrimssynl alþinglsmannl, sem nú lætur af störfum fyrir ald- Vrs sakir. Þórður er fæddur að Mosfelli f Svínavatnshreppi 21. desember 1919. Hann hefur um langt ára- bil stundað kennslu á Austfjörð um og var skólastjóri barnaskóla Egilsstaðakauptúns frá 1956 og Bkólastjóri Iðnsikólans þar frá 1960. Um tíma gegndi hann störf um póstmeistara á Eskifirði jafn- framt kennslustarfi. Hann hef- ur átt sæti í stjórn byggingar- félagsins Brúnás á Egilsstöðum um alllangt skeið og á síðustu árum hefur hann gegnt stöðu Attiælsalmæli Akranesi, 29. des. JÖN Ásmundsson, sem lengi var vinnumaður hjá Runólfi bónda og veitingamanni í Norðtungu í Þverárhlíð í Borgarfirði, og margir Reykvikingar munu kannast við, varð 80 ára í gær, 28. desember. Hann er nú fluttur til Akraness og á heima að Presthúsaibraut 22. Kunningjar og frændur heim- sót.tu Jón á afmælinu og nutu góðrar gestrisni hans og hlustuðu é margar rímnastemmur, sem gamli maðurinn hafði kveðið inn é segulband fyrir fimm árum, en hann er það ern, að slíkt getur hann með ágætum enn þann dag 1 dag. Fylgist hann enn í dag með flestum viðburðum erlendis og hérlendis. H.J.Þ. forstjóra sparisjóðs Fljótsdals- héraðs, sem nú verður sameinað- ur útibúinu. IÞórður S. Benediktsson tekur við starfi útibússtjóra á Egils- stöðum frá 1. janúar nk. að telja. Jólasöngvar í Hafnarfjarðar- kirkju í KVÖLD verða haldnir jóla- söngvar í Hafnarfjarðarkirkju, en sá háttur var einnig á hafður um jólin í fyrra. Hefjast þeir kl. 8.30 og syngur þá kirkjukórinn jólasálma en Páll Kr. Pálsson leikur á orgelið. Hann leikur einnig jólatónverk ásamt Jónasi Dagbjartssyni fiðluleikara. Séra Garðar Þorsteinsson prófastur les jólaguðspjöllin þrjú. Er fólk eindregið hvatt til að fjölmenna á jólasöngvana og er jafnframt beðið að hafa sálma- bækur með sér. Sigurlaug Erlendsdóttir á Torfastöðum Minning 1 DAG verður til moldar bor- in að Torfastöðum í Biskups- tungum, frú Sigurlaug Erlends- dóttir, ekkja síra Eiríks Þ. Stefánssonar, prófast, er þar var jarðsettur fyrir aðeins fjórum mánuðum. Segja má, að hér Ijúki ekki aðeins langri sögu þessara merkishjóna, sem bæði létust í hárri elli, heldur verða nú þáttaskil í sögu Torfastaða, þar sem þau höfðu setið með rausn um hálfrar aldar skeið. Með nýjum tímum koma breytt viðhorf. Prestarnir hverfa nú frá búskap og verða sérhæfðir embættismenn, eins og aðrir í nútíma þjóðfélagi, og hin gömlu prestsetur leggjast niður í þeirri mynd, sem íslendingar hafa þekkt þau um alda raðir. Nú hefur það auk þess gerzt, að Skálholtsstaður hefur verið end- urreistur, svo að ekki getur hjá því farið, að þar verði héðan í frá höfuðkirkja Biskupstungna. En enga ósk gæti ég hugsað mér betri Skálholtsstað til handa, en að þar megi ríkja sú íslenzka höfðingslund og manngæzka, sem einkenndi Torfastaðaheimil ið á dögum síra Eiríks og frú Sigurlaugar. Það er ein mesta gæfa mín í lífinu, að hafa átt á bernsku- og uppvaxtarárum mínum athvarf og annað heimili á Torfastöðum. Þar naut ég ekki aðeins vináttu og ástsældar þeirra hjónanna, heldur kynntist og lærði að meta hið mikla menningarhlutverk, sem prestsetrin hafa rækt á ís- landi á liðnum öldum. Torfastað- ir voru á þessum árum allt í senn, stórbýli rekið af höfðingsskap og hagsýni, miðstöð sveitar sinn ar bæði í andlegum og verald- legum efnum og höfuðból, sem fjöldi manna heimsótti og bar hróður sveitar sinnar um allt ■ v ; land. Slíkt heimili verður ekki byggt upp nema saman fari gam- all menningararfur og mannkost ir ábúenda. Frú Sigurlaug var, eins og síra Eiríkur, ættuð og uppvaxin í Húnavatnssýslu, fædd að Brekku í Þingi. Fyrir rúmum 60 árum, vorið 1906 fluttu þau hjónin, þá nýgift austur að Torfa stöðum þar sem þau áttu eftir að festa svo djúpar rætur. Þar bjuggu þau síðan í nær hálfa öld, unz síra Eiríkur lét af starfi 19515, en þá fluttu þau að Laugar vatni, þar sem þau bjuggu til dauðadags. Frú Sigurlaug var fædd 27. júlí 1877, og var hún þvi á nítugasta aldursári. Hún var óvenjulega gáfuð kona, og hafði brennandi áhuga á bókmenntum og öðrum sem fögrum listum, og þá ekki sizt tónlist, enda átti hún marga vini í hópi skálda og listamanna, sem sóttu hana heim og fengu uppörvun og hressingu af dvöl á heimili hennar. Einnig örvaði hún áhuga innan sveitar sinnar á lestri góðra bóka og iðkun tón- listar. Fegurðamautn Sigurlaug- ar kom ekki sízt fram í því að fegra og snyrta umhverfi sitt, enda var óviða á íslandi eins fögur umgengni innan húss sem utan og á Torfastöðum í tíð þeirra hjóna. Voru þau um þetta eins samstillt og orðið gat. Þótt þau væru um margt mjög ólíkar manneskjur, bæði um skapferli og gáfnafar, voru þau óvenjulega samhent í öllu sínu lífi og starfi, eins og samhljóma tónar tveggja ólíkra hljóðfæra. Ríkast í fari frú Sigurlaugar var þó ætíð manngæzkan, móð- urumhyggja og hjálpsemi við vini sem vandalausa. Þeim hjón- um varð tveggja barna auðið, sem bæði nutu ástríkis frú Sig- urlaugar og unihyggju. Dóttir þeirra Þorbjörg, gift Ásgrími Jónssyni, hefur verið stoð og stytta foreldra sinna og hlúð að þeim öll elliárin. Son sinn, Þór- arin Stefán, misstu þau hjón að- eins 17 ára gamlan. Var hann gáfaður drengur og hugljúfi móð ur sinnar og föður, og var sá missir þeirn þungbærari en orð fá lýst. Tvo drengi tóku þau frú Sig- urlaug í fóstur, Kristin Jónsson frá Laug, sem þau misstu ungan, og Karl J. Eiríks, sem reyndist þeim sem bezti sonur. En auk þeirra áttu margir fleiri athvarf og annað heimili á Torfastöðum, sem ætíð munu minnast frú Sig- urlaugar með ást og virðingu. Sjálfur mun ég alla ævi sækja fyrirmynd og uppörvun til Torfa staðaheimilisins, eins og það var á dögum þeirra frú Sigurlaugar og síra Eiríks, og þeirrar mann- úðar og menningar, sem þar sat í öndvegi. Jóhannes Nordal. SIAKSII iwn F ramsóknarrnenn úr jafnvægi Það fer ekki fram hjá neinum þeim sem les skrif málgagns Framsóknarflokksins að Fram- '** sóknarmen hafa ekki enn komizt í jafnvægi vegna verðstöðvunar- stefnu ríkisstjórnarinnar. Gremja þeirra yfir því að ríkisstjórnin hefur nú aflað sér lagaheimilda - og ákveðið að beita þeim tU þess að stöðva allt verðlag í landinu um eins árs skeið, og takmarka þar með að minnsta kosti um sinn verðbólguþróunina, skín út úr hverju tölublaði Timans og síðast kemur hún fram í for- ystugrein blaðsins í gær. Erfitt er þó að skilja þessa gremja Framsóknarmanna, því að þeir hafa ekki síður en aðrir, haft uppi háværar kröfur á undan- förnum árum um nauðsyn þess að verðbólgan verði stöðvuð. Því hefði mátt ætla að Fram- sóknarmenn tækju verðstöðv- > unarstefnu ríkisstjómarinnar vel, en því fer víðsfjarri, þeir virðast hafa komizt úr andlegu jafnvægi, vegna framkomu henu ar og ekki hafa náð sér enn. Hins vegar eiga þeir enn eftir að svara þeirri spumingu, sem ítrekuð hefur verið beint til þeirra, hvemig þeir sjálfir vilja leysa vandamái útflutningsat- vinnuveganna, ef þeir telja að verðstöðvunin komi þar að engu gagni. Saga Framsóknarílokksins Eins og fram hefur komið 1 blöðum hefur Þórarinn Þórarins- son ritað „sögu Framsóknar- flokksins" í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá stofnun flokksins, en að vísu er aðeins komið út fyrra bindi, sem nær fram til — ársins 1937. En frá 1916 til 1937 gerðust ýmsir merkir atburðir i sögu Framsóknarflokksins og þess vegna mun mörgum þykja forvitnilegt að sjá hvemig hinn viðurkenndi söguritari Fram- sóknarflokksins grípur á ýmsum viðkvæmum deilumálum, sem upp komu í flokknum. Þannig mun mönnum t.d. þykja forvitni- legt að lesa lýsingar höfundar á því þegar Tryggvi Þórhalls- son klauf sig frá Framsóknar- flokknum og stofnaði Bænda- flokkinn og ekki mun mönnum siður þykja forvitnilegrt að sjá hvað Þórarinn segir um það að Jónas Jónsson frá Hriflu skyldl ekki verða forsætisráðherra árið 1934. En skemmst er frá að segja að skýringar að þessum tveimur , mikilvægu atburðum í sögu Framsóknarflokksins reynist hin opinbera ævisaga flokksins lítils- virði og raunar einskis virði. Þar er farið mjög létt yfir sögu og engin tilraun gerð til þess að skýra á raunhæfan hátt aðdrag- anda og orsakir þessara tveggja atburða í sögu flokksins. Hitt vekur og sérstaka athygli, að söguritarinn gerir greinilega kerfisbundna tilraun til þess að lyfta Eysteini Jónssyni upp á hærra svið í íslenzkum stjóm- málum, en honum hefur sjálfum tekizt að komast unp á fram til þessa, og lætur að því liggja, að Eysteinn hafi verið einhvers konar undrabarn íslenzkra stjóm mála, sem komið hafi alskapaður fram á siónarsviðið eftir ein- hverja „Iandsfræga" útvarps- ræðu. Þessi tilraun tii þess að gera meira úr Eysteini en efnl standa til, mun auðvitað koma að litlu gagni, en hitt vekur sér- staka athygli að söguritarinn skyldi telja sérstaka nauðsyn tH þess að gera slíka tilraun og segir það út af fyrir sig töln- vcrða sögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.