Morgunblaðið - 30.12.1966, Síða 5

Morgunblaðið - 30.12.1966, Síða 5
Föstudagur 30. des. 1966 MORGU NBLAÐIÐ 5 i .i.,iT..n Milljón kr. „jóla"-vinningurinn i Happdræfti Háskólans féll til ungs bónda i Þingeyjarsýslu 1 UNGUR bóndi að Víðiholti í Reykjahverfi í Suður-ÍÞing- eyjarsýslu hlaut milljón króna vinning í Happdrætti Háskólans í byrjun desemtoer. Hann heitir Jón Helgi Jóhanns son og er 22 ára að aldri. Jón kom til Reykjavíkur eft- ir jólin í boði happdrættis- ins og vár unnusta hans, Unnur Sigríður Káradóttir, 18 ára, frá Húsavík, í fylgd með honum. Morgunblaðið hefur hitt Jón og Unni að máli og fór- ust Jóni svo orð: — Ég keypti miða í Happ- drætti háskólans fyrir þrem- Jón Helgi Jóhannsson og unnusta hans, Unnur Sigriður Káradóttir. Hafði dljösar spurnir af stóra vinn- ingnum með mjólkurbílstjóranum ur árum, heilmiða í A-flokki. í þessi þrjú ár hef ég ekki fengið vinning fyrr en nú og það munaði aldeilic um hann. — Ég haffti óljóear spurnir W þvi hjá mjólkurtoílstjóra aveitarinnar, að ég hefði feng itt stóra vinninginn, en ég gerði ekkert með það. — Þetta var kvöldið áður en umtooðsmaðurinn i Hú«a- vík, Árni Jónsson, Ásgarði 16, hringdi tti min, en það var mánudagsmorguninn 12. des- emtoer. Hann bað mig að koma til Húsavíkur og hitta »ig. Hann þyrfti að tala heil- mikið við mig. — Mig grunaði strax, hvað væri á seyði, og fór þegar til Húsavíkur, en þangað er stutt leið frá Víðiholti, aðeins 16-17 km. — Árni sagði mér, að það hefðí hent mig mikið happ og skýrði mér frá þvi, að ég hefði unnið eina miiljón í happdrættinu og foirráða- menn þess langaði tti að fá mig og unnustu mína suður, öðru hvoru megin við ára- mótin. — Það gleddi mig að fá vinninginn. Ég hef ekki enn afráðið, hvað ég geri við pen- ingana, en ég hafði ætl-að mér að byggja Sbúðarhús með vor- inu fyrir okkur Unni. Nú mun ég starida við þá áætlun. — Ég hef búið með föður minum í Viðihölti,' Jóhanni Jó'hannessyni. En undanfarin þrjú ár hef ég stundað at- vinnu að vetri til annars stað ar, m.a. hjá jarðboranadeild Rafmagnsveitna rikisins. — Framtiðaráætlanir mín- ar eru bundnar við búskap að Víðiholti í félagsskap við föð- ur minn. Ráðstafanir á fénu að öðru leyti eru í lausu lofti, en þó Tiefur okkur Unni flogið í hug að skreppa í skemmtiferð til útlanda, hvort sem af því verður. — Margir samsveitungar mínir hafa óskað mér til ham ingju með vinninginn og virð ast þeir glaðir yfir þvi, að hann skyldi koma í sveitina. Þett* mun vera í fyrsta sinn, sem milljón króna vinningur kemur til Norðurland*. — Við Unnur komum til Reykjavíkur um hádegið á miðvikudag í boði happdrætt- isine og var Árni, umboðs- maðurinn á Húsavík í fylgd með okkur. Við ætluðum að koma degi fyrr, en það var ekki hægt að fljúga vegna veðurs. — Happdi-ætti Háskólans hefur tekið frábærlega vel á móti okkur. Við búum að Hótel Sögu og á miðvikudags kvöld var okkur haldið matar boð í Átáhagasalnum. í boð- inu afhenti Árni mór vinn- inginn, eina milljón króna í sparisjóðstoók. — Við Unnur förum senni- lega heim aftur á gamlársdag, ef veður hamlar eigi. Áður en við förum mununr^ við fara í verzlanir höfuðtoorgaj'innar ti] að kaupa það, sem hugur okkar stendur tiL — Ég mun að sjálfsögðu halda áfram með vinnings- miðann. Ég hef oft verið að hugsa um að hætta við hann, en hef aldrei þorað þvi af ótta við að þá kæmi vinning- ur á hann. Annars á ég einn- ig tvo hálfmið* að auki. — Ég vti þakka forráða- mönnum toappdrættisins og Arna á Húsavík fyrir mót- tökurnar og fyrirgreiðslu a]Ja. Og að lokum vildi ég óska Háskóla íslands og happ drættinu gæfu og gengis á komandi árum. — Heildarvinningar Framhald af bls. 3 2 vinningar á 1.000.000.00 kr. samtals 2.000.000.00 kr. 22 vinningar á 500.000.00 kr. samitals 11.000.000,00 kr. 24 vinningar á 100.000,00 kr., samtais 2.400.000,00 kr. I.»3i2 vinningar á 10.000,00 kr., samtals 18.320.000,00 kr. 4.072 vinningar á 5.000,00 kr., samtals 20.360.000,00 kr. 24.000 vinningar á 1.500,00 fcr., samtals 36.000 000,00 kr. i Aukavinningar: 4 vinningar á 50.000,00 kr, •amtals 200.000,00 kr. 44 vinningar á 10.000,00 kr, •amtals 444.000,00 kr. Atis 30.000 vinningar á •0.720.000,00 kr. Samkvæmt lögum um Happ diætti Háskóla íslands, er •vo fyrir mælt, að ágóða af rekstri þess skuli varið tti •ð reisa byggingar á vegum Háskóla Islands, greiða við- hald háskólabygingarinnar, fegra háskólalóðina, til að koma á íót og efla rannsókn arstöðvar við hinar ýmsu deildir Háskólans, svo og til að greiða andvirði rannsókn- ar- og kennslutækja, sem há- skólinn telur sér nauðsyn »ð eignast. Árangurinn af starfi Happ- drætti Háskóla fslands blasir að nokki-u við í háskólahverf inu, þar sem bygingar Há- skólans eru. Annar hluti ár- angursins blasir ekki eins við allra augum, en það er sá tækjabúnaður sem aflað hefur verið fyrir fé Happdrættis Há skóla íslands til hinna ýmsu rannsóknarstofa. Kostnaður af kaupum kennslu- og rannsókn artækja hefur farið sivaxandi á undanförnum árum og er fyrirsjáanlegt, að svo muni áfram verða á komandi árunt Segja má um margar stofn- anir Háskóla íslands að þær séu naumast hálfgerðar þótt byggingar þeirra séu risnar af grunni, því að gífurlegt fé þarf til öflunar þeirra tækja og búnaðar, sem nauðsynleg- ur er til starfsemi þeirra. Síðasta stórframkvæmd á vegum Háskóla fslands er bygging Raunvísindastofnunar Háskóla fslands, sem lokið var við á þesu ári og hefur þegar hafið starfsemi sína. Bygging þessi kostar rúmar 20 millj. króna, og lagði Happ drætti Háskóla íslands fram meira en þriðjung þess fjár. Hús Háskólans og Handrita- stofnunar. Næsta verkefni sem ráðizt verður í, er bygging húss Há- skóla íslands og Handrita- stofnúnar fslands. Bygging húss þessa mun hefjast í vor. Er þar um að ræða mikla byggingu sem Háskólinn mun eiga og kosta að u.þ.b. % hlutum. Verða í því húsi fyrst og fremst kennslustofur og lestrarsalir fyrir stúdenta, auk vinnuaðstöðu fyrir kennara og húsnæðis fyrir Orðabók Háskólans. Hluti Háskólans í húsi þessu rerður alfarið greiddur af happdrættisfé. Er húsinu ætlað að bæta úr brýn ustu þörfum Háskólans fyrir aukið kennsluhúsnæði, en Há skólinn verður nú þegar að leigja húsnæði á nokkrum stöðum fyrir starfsemi sína og fyrirsjánlegt er, að ástand ið mun versna að mun með hverju ári, Verður því lagt mikið kapp á að koma nýju byggingunni í gagnið sem allra fyrst. Þá er öflun húsnæðis 1 þágu læknakennslu brýnt verkefni, og er það næsta byggingarframkvæmd sem nú er áformuð við Háskólann. Fyrirsjáanlegur vöxtur allra deilda Háskólans á komandi árum á sviði kennslu og rann sókna krefur óteljandi fram kvæmdir, sem kostaðar verða af happdrættisfé. Þeir, sem skipta við Happdrætti Háskól ans, eru því þátttakendur í því stórkostlega vísindalega uppbyggingarstarfi, sem fram undan er. MEÐ EIMSKIP A NÆSTUNNI ferma skip vor til íslands, sem hér segir: Seeadler 4. janúar Mánafoss 10. janúar** Skógafoss 20. janúar Seeadler 30. janúar HAMBORG: Gullfoss 6. janúar Goðafoss 12. janúar Bakkafoss 16. janúar** Skógafoss 23. janúar Askja 31. janúar ROTTERDAM: Seeadler 3. janúar Goðafoss 9. janúar Bakkafoss 13. janúar** Skógafoss 19. janúar Askja 27. janúar LEITH Gulfoss 9. jan. Marjetje Böbmer 28. jan. LONDON: Seeadler 6. janúar Mánafoss 13. janúar** Marjetje Böhmer 23. jan. Seeadler L febrúar HULL: Marjetne Böhmer 30. des. Seeadler 9. janúar Bakkafoss 18. janúar** Marjetje Böhmer 26. jan. Seeadler 3. febr. GAUTABORG: Lagarfoss 5. janúar Tungufoss 16. janúar** Lagarfoss 30. janúar KAUPMANNAHÖFN: Lagarfoss 3. janúar Tungufoss 14. janúar * Lagarfoes 28. janúar NEW YORK: Selfoss 6. jauúar Reykjafoss 20. janúar * Brúarfoss 3. fetor. KRISTIANSAND: Lagarfoss C. janúar Tungufoss 10. janúar** Lagarfoes 21. janúar BERGEN: FjalMoss 13. janúar KOTKA: Dettifoss 12. janúar VENTSPILS: Dettifloss 9. janúar GDYNIA: Dettifosa 7. janúar Fjallfoes 9. janúar Skip u»n 27. janúar • Skipið losar á öllum aðal- höfnum, Reykjavík, ísa- firði, Akureyri og Reyðar- firði. *• Skipið losar á öllum aðal- hiifnum; auk þess í Vestmannaeyjum, Siglu- firði, Húsavík, Seyðisfirði og Norðfirði. Skip, sem ekki eru merkt með stjörnu, losa í Reykja- vik. g| ai’]Ki;«a /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.