Morgunblaðið - 30.12.1966, Side 20
20
MOkCU H BLAÐIÐ
Föstudagur 30. des. 1966
Enn um togaraútgerðina
ERFIÐLEIKARNIR á rekstri tog
aranna eru nú mjög til umræðu,
en þó eru flestir sammála um
að ekki sé tímabært að leggja
togaraútgerð niður en reyna
heldur að styðja við hana, þó
að raunhæfar aðgerðir hafi virzt
torfundnar til þessa, þrátt fyrir
fjölda nefnda og nefndanefnda
þeirra vegna á liðnum árum.
Venjulega hefur það verið svo
þegar þessar nefndir hafa látið
frá sér fara álit í sambandi við
togarareksturinn hefur það haft
lítið innihald umfram það sem
allir hafa vitað, sem lágmarks-
kynni hafa haft af honum. Þó
hafa þeir sjaldan, eða ekki,
minnst á hið lága fiskverð, sem
togararnir hafa alltaf búið við
hér heima og þó sérstaklega á
tímum bátagjaldeyrisins, ein-
mitt á því timabili, sem togaxarn
ir skiluðu sem mestu á land, en
töpuðu samt. Á sama tima varð
gífurleg aukning í frystihúsaiðn
aðinum og ábyggilega að stórum
hluta á kostnað togaranna vegna
hins lága fiskverðs.
Það verður þó ekki sagt um
eigendur fiskvinnslustöðvanna
að þeir hafi viðhaft sömu fljót-
virku aðferðina gagnvart togur-
unum og fiflið í æfintýrinu sem
drap og át hænuna, sem gulleggj
unum verpti, heldur hefur
græðgi þeirra átt sinn þátt í að
svelta og reyta af togaraútgerð-
inni svo að nú er hún komin að
fótum fram og hjá þeim hallar
mjög undan fæti, ef taka skal
mark á hljóðunum, sem bárust
af síðasta aðalfundi þeirra. Er
hér sem oftar að saman fer or-
sök og afleiðing.
Það sem á seinni árum virðist
aðal hjálpræðið að áliti nefnd-
anna og útgerðarmanna er að
breyta vökulögunum úr 6 og 6
í 12 og 6, það er að fjölga vinnu-
stundunum úr 84 á viku í 112 og
þetta ætla þeir að gera á sama
tíma og verkalýðsfélög í ?andi
eru að berjast fyrir styt ingu
vinnuvikunnar í 40 stundir. Að
láta sér slíkt úrræði til hugar
koma yrði áreiðanlega öllum
ómögulegt nema íslenzkum bjarg
ráðanefndarmönnum. f fram-
kvæmd myndi þetta aðeins leiða
til að menn gengu í land af skip
unum og þá um leið dauðadóm-
ur á íslenzka togaraútgerð.
Reyndar hafa nefndarmenn
orðað þetta svo að fækka þyrfti
mönnum á togurunum, en ekki
minnst á vökulagabreytingu, en
meiningin er hin sama. Einnig
tala þeir um að áhöfn á íslenzk-
SALAMANDER
Gleðilegt nýtt ár
ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN
Á LIÐNA ÁRINU.
SKÖVERZLUN
um togara séu 30 menn, en slíkt
á sér ekki stoð í veruleikanum,
ef undan eru skilin nýju skipin.
Sanni mun nær að meðal áhöfn
sé 26 til 28 og ættu forstjórar
togaraútgerðanna að geta gelið
nefndinni réttar upplýsingar.
Staðfestingu á þessu er auðvelt
að fá á skráningarstofum.
í sambandi við vökulagabreyt
inguna hafa útgerðarmenn bent
á að á erlendum togurum sé 12
og 6 eða jafnvel engin vökulög
og þá um leið færri menn á
þeim. Um leið hafa þeir gleymt
að geta þess að vinna, sem skip-
verjar á íslenzkum togurum
vinna um borð er að nokkru
leyst af hendi í landi, þegar um
erlend skip er að ræða.
Fyrir ekki löngu skrif-
aði Osvald Gunnarsson loft-
skeytam., grein í sjómannablað-
ið Víking og gerði þar sanaan-
burð á kaupgreiðslu á enskum
togurum og íslenzkum og mið-
aði við tíu þúsund punda sölu.
Sá samanburður sýndi að heild-
arupphæð kaupgreiðslu til áhafn
ar enska togarans var ekki
lægri en til þeirra íslenzku, þó
Englendingarnir væru færri.
Einnig gat hann þess að Eng-
lendingarnir fá allt splæst og
net fixuð úr landi, auk þess sem
troll eru yfirhöluð og lagfærð
af mönnum úr landi þegar skip-
in koma í höfn. Þeir sem til
þekkja (og það skulum við ætla
að útgerðarmenn og þeir sem
í nefndunum hafa setið geri),
eiga auðvelt að sjá þvílíka geypi
upphæð þessi vinna kostaði, ef
framkvæmd væri af verkstæð-
um í landi.
Enginn af útgerðamanna hálfu
varð til þess að gera tilraun til
að hrekja neitt í grein Osvalds
og sýnir það út af fyrir sig að
rétt hefur verið með farið, enda
hefur oft reynst heppilegt að
reyna að þegja sannleikann 1
hei.
Meðal kaup háseta mun vera
um 170 til 180 þúsund krónur
á ári og ef gert er ráð fyrir að
útgerðarmenn bæti þeim að
engu upp vinnutíma með 12 og
6, þá mun meðal hagnaður verða
um 350 til 700 þúsund á skip
auk fæðiskostnaðar og trygg-
inga. Ef svo er gert ráð fyrir
að íslenzkir útgerðarmenn létu
vinna að veiðarfærum í landi á
sama hátt og Englendingar, þá
yrðu þessar 700 þúsundir áreið-
anlega lítið upp í kostnaðinn,
sem það hefði í för með sér.
Hugsa ég að þeir yrðu fyrstir
til að viðurkenna það sjálfir, þvi
manna bezt þekkja þeir verk-
stæðisreikningana.
Að gefa nefndinni ráð sem
dugar treysti ég mér ekki, en ég
vildi benda henni á að rétt væri
að gera samanburð á hversu
mörg prósent mannakaup væru
Framhald á bls. 21.
Frystihúsin
Færeyingar
og
NÝKOMINN er frá Færeyjum
reykvískur útgerðanmaður. Fór
hann til Færeyja til að atíruga
með Færeyinga á bát sinn á
Flugelda-
markaður
Ódýrusiu og bezfu
flugeldar bæjarins
Einnig geysimikið iírval af sólum, signalblysum,
drekagosum, stjörnuljósum og þess háttar.
Forbist þrengslin
verzlib tímanlega. Kaupið flug-
eldarta, þar sem þeir fást ódýrastir
HAGKALP
Miklatorgi.
komandi vertíð. Þegar hann kom
þar í land mætti honum kynleg
saga. Fyrr i haust sendi frysti-
húsaeigandi nokkur menn til
mannaráðninga til vinnu við
fyrirtæki sitt. Kjörin sem hann
bauð voru þessi: kr. 16.000,00
kauptrygging á mánuði, fríar
ferðir til jólaleyfis og allar aðr-
ar ferðir fríar, og þeir menn,
sem ekki nota sér jólaferðir hafa
hálfa tryggingu jólafríið. Þetta
gerist á sama tíma og frystilhúsa-
eigendur lýsa því yfir opinber-
lega að þeir geti ekki starfað
á þeim grundvelli, sem verið
hefur, það er að segja hvorki
greiða það kaup né það fiskverð,
sem gilt hefur til þessa. Frysti-
húseigandi þessi bíður kaup-
tryggingu, sem umræddur út-
gerðarmaður getur ekki staðizt
við að bjóða vegna þess að bátur
hans hefur engin skilyrði til að
taka á sig þau auknu útgjöld,
sem það gæti haft í för með sér,
með tilliti til aflabrests eð*
ógæfta eða annarra skakkafall*
auk þess sem það er ógerlegt
vegna íslenzkra sjómanna þar
sem samningsbundin kauptrygg-
ing er mikið lægri heldur en til-
boð frystihúseigandans. Þessar
aðgerðir eru í freklegri mótsöga
við yfirlýsingu aukafundar S. H.
á hótel Sögu, sem innihélt
harmakvein til þjóðarinnar. Vi#
viljum benda á að frystihús-
eigendur hafa notað sér Ihagræð-
ingar féð til kaupa á síldveiði-
skipum og gleyma sínum eigia
raunum jafnframt því, sem þeir
hafa losað sig við minni bátanat
Nú slá þessir ágætu menn okkur
í andlitið ekki eitt högg, heldt»
tvö, annarsvegar yfirbjóða þeir
fyrir okkur mannskapinn og
hinsvegar vilja þeir lækka verð-
ið á fiskinum. Nú finnst okkur
útvegsmönnum, sem bolfiskveið-
ar stunda mælirinn fullur, og
verði tekið mark á hanmakveini
S.H. við ákvörðun fiskverðsina
á bomandi vertíð, hljótum við að
gera þær ráðstafanir, sem að
haldi megi koma.
Guðni Sigurðsson.
Skipstjóro
vantar á góðan bát, sem rær
frá Grindavík í vetur. Þeir,
sem vildu kynna sér þetta,
leggi heimilisfang og súnu-
númer inn á afgr. Míbl. fyrir
0. jan., merkt: „Skipstjóri
—ai3«3“.