Morgunblaðið - 30.12.1966, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.12.1966, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 30. des. 1966 Aðalverkefni skíðaráðssns: Austurrískur skíðaþjálfari og keppni Glasgow og Bergen hér Bætl skipulag skíðaferða og upplýsinga um þær falið í fargjaldi er trygging hjá slysatryggingarsjóði íjþrótta- ibandalags Reykjavíkur. Þjálfun skíðamanna Hvað þjálfun reykviskra sk'íða manna snertir, sýna árangrar þeirra á skíðamótum á sl. vetri, áð einhverra aðgerða er þörf. Reynt hefir verið að senda menn til þjálfunar erlendis, en Ihive það er kostnaðarsamt hefir ekki tekizt að senda nema fáa og þá aðeins til stuttra dvala og er árangur ekki sem skyldi af þv'í. Á komandi vetri hefir skíða- ráðið því ákveðið að fá hingað austurrískan þjálfara í 1%—2 mánuði, en samningar hafa enn ekki tekizt svo að ekki verður I skýrt frá neinum nöfnum í því oaniiu'au'Ui mijög mikils af sliikum þjá'lfara þar sem austurrískir þjálfarar Framhald á bls. 27. Skjaldarglíma SKJALDARGL.ÍMA Ármanns 1967 verður háð að Hálogalandi 1. febrúar kl. 20.30. Þátttökurétt eiga allir, sem eru löglegir félag* menn í félögum innan ÍBR. — Þátttökutilkynningar berist skrif lega til Harðar Gunnarssonar, pósthólf 104 eigi síðar en 21. jan. n.k. MIKIL og mörg verkefni ern að vanda á dagskrá Skíðaráðs Reykjavíkur um þetta leyti árs. Við formennsku í ráðinu hefur tekið Þórir Lárusson af Ellen Sighvatsson, sem lét af for- mannsstörfum sökum anna, en situr áfram í stjórn. Á dögunum hoðaði Skíðaráðið fréttamenn á sinn fund og rakti helztu málin sem á döfinni eru. Ber þar hæst betra fyrirkomuiag um upplýs- ingar um skíðaferðir, þjálfun reykviskra skíðamanna og móts- bald. Skíðaráðið vinnur nú að því að fá hingað austurriskau þjálfara og einnig standa yfir samningaumræður um að borgakeppni milli Reykjavík- nr, Bergen og Glasgow fari fram hér og þá í sambandi við „Stefánsmótið“ svonefnda í Skálafelli. Þórir Lárusson hafði orð fyrir stjórn ráðsins á blaða- mannafundinum og sagði m.a.: Skíðaferðir Eitt af þeim meginvandamál- um sem vi'ð höfum átt við að stríða undanfarin ár, eru fastar ferðir í skíðalöndin. Þetta vandamál er eitt af vel- megunarvandamá’lunum svoköll- uðu, sem stafar af þvá hve gífur- lega einkabifreiðum hefir fjölg- að, en farlþegum með skíðaferð- unum aftur fækkað, en ekki hitt að fólk stundi ekki skiðin, þvi að á góðviðrisdögum á veturna þegar snjór er nógur er varlega áætlað að um 8—10 þiús. manns séu á skíðum í skíðalöndum Reykjavikur. Hváð afgreiðslu sbíðaferðanna snertir hefir það mál verið leyst eins og bezt verður á kosið, því að á sl. vetri fluttist afgreiðslan í Umferðarmiðstöðina, þar sem hægt vérður að fá upplýsingar um ferðirnar, stærð skálanna,' kostnað við dvöl þar, hvort um veitingar sé að ræða, hverjir séu forráðamenn skálanna o. s. frv. Þetta er tvímælalaust stórt skref fram á við í þessum efnum og á vafalaust eftir áð greiða fyr- ir mörgum sem hyggur á skíða- ferðir eða dvöl til fjalla í lengri eða skemmri tíma. Keyrsluna annast eftir sem áður Guðmundur Jónásson hf. og Kjartan & Ingimar, en við þá hefir \Skíðaráðið gert sérstaka samninga f. h. skíðafélaganna. Skylt er að geta þess að inni- Valur vann Fram — í gærkvöldi með 16—13 ÞAU óvæntu úrslit urðu á ís- landsmóti 1. deildar í gærkvöldi að Valur vann Reykjavíkurmeist arana Fram með 16 gegn 13. — Komust Valsmenn í 4-0 í byrjun og fyrsta mark Fram kom eftir 8>4 mínútu. Allan fyrri hálfleik hafði Valur minnst tveggja marka forskot og 4 í lokin og Któð 8-4 í hléi. Fram skoraði 4 fyrstu mörkin 1 síðari hálfleik og var í stórsókn. En Viti Gunnlaugs var varið og einnig hörkuskot úr gcrðum fær- um. Voru það því markmenn Vals sem ekki áttu minnstan þáttinn í sigrinum. Er 15 mín. voru eftir ná Vals- menn forystu, 9-8, og héldu henni eftir það. Undir lokin varð spenningurinn mikill, en 3 mín. fyrir leikslok komst Valsliðið í 15-11 og útséð var um sigurinn. Framarar tóku að leika maður á mann en i þeim hrunadansi skor- uðu þeir 2 mörk gegn 1 frá Val og leik lauk með 16-13 fyrir VaL Flestir höfðu búizt vfð að Fram og FH væru ein um að berjast um sigurinn, en Valsmenn hafa niú svo sannarlega þlandað sér í það stríð. Clay réðist oð Terrill á blaðamannaíun di í gær — og vildi gera út um málin á stunúinni Cassius Clay og Emie Terr eli eiga sem kunnugt er að heyja baráttu um heimsmeist aratitilin í þungavikt hnefa- leika 6. febr. n.k. Terrel er hinn viðurkenndi heimsmeist ari hjá Heimssambandi hnefa leikamanna — því Clay fær ekki viðurkenningu þess, þar sem hann braut lög þess um samningsbundna tvo leiki við sama mótherja í xöð. (gegn Liston). 1 gær héldu þeir blaða- mannafund og bar það þá til tíðinda að Clay sló til Terr ells og reyndi að rífa hann úr jakkanum um leið og hann hrópaði: — Við skulum bara gera út um þetta allt saman á stundinni. Terrel setti sig í stellingar og bjóst tií að taka á móti Clay, en þá gengu leiðtogar, framkvæmdastjórar o. fl. á milli og stilltu til friðar. Upphaf átakanna var að Clay var óánægður með að Terrell ávarpaði hann aldrei Mohamed Ali en nefndi hann alltaf Cassius Clay. — Þú ert bara aumkunar- verður „Onkel Tom“, eins og Floyd Patterson, hvæsti Clay. Þetta er orðtak yfir þræla, sem sleikja sig upp við hvíta menn. Við þetta hófust átökin, sem benda til þess, að það verði enginn „mömmuleikur", sem þeir leika þegar þeir hittast í hringnum. Framtiðardraumur skiðamanna Fullkominn gististaður til með lyfkiim til útsýnis og skíðaferða Á fundi sem forráðamenn Skiðaráðs Reykjavíkur héldu með blaðamönnum nýlega sagði Þórir Lárusson að fram tíðardraumur skiðamanna og þeirra er útivistar til fjalla vilja auka sé að hér rísi glæsi legur og fullkominn ferða- mannastaður til fjalla. Sagði Þórir að framsýnustu menn teldu undirbúning þessa máls þegar aðkallandi. Slikur staður á að geta boð ið ferðamönnum fullkomið hótel með 1. fl. þjónustu svo og lyftur á hæðstu tinda ná- grennisins til útsýnis. Þessi að staða gæti svo komið skíða- mönnum vel að vetrinum. Ef slíkur staður risi, stæði Reykjavíkurþorg jafnfætis ýmsum borgum á Norðurlönd um, samsvarandi að stærð, jafnfætis hvað slika aðstöðu snerti. Hvað hann ýmsar 100 þús. manna borgir búa við slíka aðstöðu. Þórir sagði, að Skíðaráðið vildi leggja þessu máli fullan stuðning, af veikum mætti þess og hvað ráðið vænta að þeir aðilar sem um ferðamál fjalla taki þetta til athugunar. Enn sem komið er búa reykvískir skíðamenn við hin ar örðugustu aðstæður. Þórir kvað stundum gaman að því hent að of mikill snjór hafi fjalla heft skíðafólk á leið þess til æfinga. En hann kvað það frekar opinberum aðilum til hnjóðs, en hitt, að geta ekki haldið 10—12 km. leið — fram yfir venjulegar vega og strætisvagnaleiðir —- opnum, jafnvel ekki þó snjólétt mætti kalla eins og átt hefur sér stað að undanförnu. Framtíðardraumurinn virð- ist því fjarlægur, eða að minnsta kosti stinga veru- lega í stúf við ríkjandi að- stæður skíðafólks í Reykja- vik. Danlr unnu Svía 16—13 DANLR og Svíar háðu landsleik í handknattleik karla í Forum i Kaupmannahöfn á miðvikudags- kvöldið. Leiknum lyktaði með sigri Dana, sem skoruðu 16 mörk gegn 13. í hálfleik var staðan 8-8. — og Svíar Dani 22 — 13 Síðari leikur landanna var leib inn í Helsingborg í gærkvöldj og fór nokkuð á arinan veg. Hefndu þá Svíar fyrri ófara og unnu með 22.13, í hálfleik var staðan 12:2, og næsta sjaldgæft að landslið skori ekki nema 2 mörk í hálfleik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.