Morgunblaðið - 30.12.1966, Qupperneq 27
T8shi3agttr 30. ðes. 1960
MORGUNBLAÐíÐ
27
Verzlanir í Reykjavík og víð
ar lögðu margar hverjar
mikla vinnu og hugmynda-
flug í skreytingar glugga sinna
í jólamánuðinum. Mörgum
tókst mjög vel og eru verkin
eftirminnileg. En einna bezt
tókst forráðamönnum verzlun
arinnar P&Ó á Laugavegi.
Gluggar þeirra vöktu ó-
skipta athygli vegfarenda. Hér
er mynd af þeim, sem gefur
þó ófullkomna hugmynd um
snyrtileik verksins. —
Ljósm. Sveinn Þorm.
— Byltíngin etur
Framhald af bls. 1.
ritari flokksdeildar kommúnisia
í Suður-Kína, óg gegndi því em-
bætti þar til í fyrra, að hann var
skipaður vara-forsætisráðherra.
í sumar var hann skipaður yfir-
maður áróðursdeildar mið-
stjórnar flokksins, og hann á sæti
í fastaráði stjórnarnefndar flokks
ins.
Tao hefur verið talinn ein-
dreginn fylgismaður Lin Piaos
varnarmálaráðherra, og Lin Piao
talinn standa að baki rauðu varð
liðanna. Hefur því árásin á Tao
vakið mikla furðu.
Fyrir tveimur vikum varð Tao
einnig fyrir árásum rauðu varð-
liðanna. Gagnrýndu þeir hann
fyrir embættismistök, og viður-
kenndi þá Tao mistök sín.
Auk árásanna á Tao hafa rauðu
varðliðarnir haldið áfram áróðri
sínum gegn Chen Yi utanríkis-
ráðherra, konu hans og syni,
Liu Shao-chi farseta og Teng
Hsiao-ping, fyrrum aðalritara
flokksins. Margir háttsettir leið
togar kommúnista hafa orðið að
láta af embættum vegna aðgerða
rauðu varðliðanna, og nokkrir
eru sagðir hafa framið sjálfs-
morð, þeirra á meðal Lo Jui-
ching, fyrrum yfirmaður rauða
hersins.
— Iþróttir
Olíudeila Sýrlands og fraks
SKÖMMU fyrir jól gerði sýr-
lenzka stjórnin upptækar eign
ir olíufélagsins IPC (Iraq
Petroleum Co.), sem í Sýr-
landi eru, og lokaði með þeim
hætti hinum mikilvægu olíu-
leiðslum félagsins frá Irak um
Sýrland til Miðjarðarhafsins,
þaðan sem oliunni er skipað
út
IPC-oliufélagið er 1 eigu
aðila á Vesturlöndum, en sá
aðili, sem bíður hvað mest
tjón vegna þessara aðgerða er
þó írak, frændríki Sýrlands
og speglar þessi ráðstöfun
sýrlenzkra yfirvalda vel það
ástand, sem nú ríkir í sam-
skiptum Arabaríkjanna inn-
byrðis. Xrak missir nú af gjöld
um þeim, sem oHufélagið
greiddi þar til ríkisins. Hafa
þau numið yfir 300 milljón
dollurum á ári og staðið að
miklu leyti straum af útgjöld
um ríkisins.
Þrátt fyrir þessar aðgerðir
ihefur ríkisstjórn íraks borið
sig borginmannlega og í land
inu hefur vart nokkur aðili,
hvort heldur stjórnarvöld,
blöð eða aðrir mótmælt að-
gerðum Sýrlandsstjórnar, sem
engum dylst samt, að haft
getur í för með sér fjárhags-
legt hrun eða öngþveiti í
Irak. Landið á í miklum fjár-
hagserfiðleikum fyrir og þarf
ekki neina olíudeilu til þess
að skapa þá, en lokun olíu-
leiðslanna um Sýrland minnk
ar olíuútflutning íraks um
70%.
Ekki elnungis hatfa engin
mótmæli verið borin fram,
heldur íhefur Naji Taleb for-
SNYRTISTuFA
Sími 13645
Hverfisgötu 42.
• >
Crimplene á 6—13 ára
á jólatrésskemmtunina.
KOTRA
Framnesveg 3. Sími 17021
sætisráðherra íraks opinber-
lega samþykkt þessa ráðstöf-
un Sýrlandsstjórnar. Sá orð-
rómur leikur á, að Taleb, sem
er fyrrveandi foringi í hern-
um, hafi raunverulega viljað
segja af sér. En eins og sakir
standa, þá er hann nú í þeirri
einstöku aðstöðu að hafa sam-
þykkt ráðstöfun Sýrlands-
stjórnar, þar sem raunveru-
lega var skorið á lífæð Íraks.
Jafnvel í hinum pólitíska
heimi Arabaríkjanna, þar sem
bróðurlegum faðmlögum fylg-
ir oft bjúgsverðið í bakið. er
þetta nýtt fyrirbæri, en á því
leikur varla vafi, að sýrlenzka
stjórnin hefur rékið sverðið
beint í bakið á stjórn íraks,
með aðgerðum sínum.
Maðurinn, sem stendur að
baki þessum aðgerðum Sýr-
landsstjórnar, er Salah Jadid
hershöfðingi, sem hratt fyrri
ríkisstjórn Sýrlands frá völd
um í febrúar s.L og fcom á
stjórn hersins, sem er mjög
vinstri sinnuð og herská.
Enda þótt Jadid sé hvorki for
seti Sýrlands né forsætisráð-
herra, er það greinilegt, að
hann er valdamesti maður
landsins. Markmið hans frá
upphatfi virðist hafa verið það,
að Sýrlandi yrði breyt úr
máttlitlu ríki og gert að
leiðarstjörnu byltingarríkj-
anna á meðal Arabalandanna.
Jadid lýsti því yfir, að
fyrsta skretfið í þessa átt yrði
að hefja að nýju baráttuna
fyrir „endurheimt hinnar her
numdu Palestínu“, og enda
þótt hinir ábyrgari í hópi
arabiskra leiðtoga hafi að
undanförnu mælt með^ var-
kárni í deilunni við ísrael,
þá hefur Attassi forseti Sýr-
lands hrópað hástöfum á
„frelsisstríð". I þessum til-
gangi hefur stjórn Jadids
stutt, þjálfað og eflt fjárhags-
lega starfsemi arabisku hermd
arverkahreyfingarinnar „E1
Fatah“ (Hertakan). Það voru
hermdarverkainnrásir E1 Fat-
ah inn í ísrael, sem Ollu því,
að her ísraels framkrvsemdi
hefndarinnrás inn I Jórdaníu
í s.l. mánuði, svo að við
styrjöld lá á milU Araba og
Gyðinga.
Jadid hefur einnig staðið
fyrir því, sem forseti Sýr-
lands hefur netfnt „heilagt
stríð gegn hásæti svikanna"
þ.e.a.s. gegn Hussein Jórdaníu
konungi, og hefur lofað al-
menningi þar, að láta honum
í té vopn í því skyni að steypa
Hussein.
Erfitt er að gera sér grein
fyrir, hve aðstaða Jadids og
stjórnar hans heima fyrir er
sterk. Á s.l. 17 árum hefur
hvorki meira né minna en
lö ríkisstjórnum verið steypt
atf stóli með byltingu og á
síðustu árum hafa þær að
jafnaði ekki haldið völdum
lengur en 6 mánuði. Til þessa
virðist stjórn Jadids hins veg-
ar hafa hatft öll tök í landinu
og kann því vel að fara svo,
að hún haldi völdum enn um
skeið.
Þess sjást þó merki, að
Jadid kunni að hatfa gengið
of langt, að því er lítur að
ísrael. Jafnvel Sovétríkin,
sem stutt hafa ríkisstjórn
hans með ráðum og dáð og
látið henni í té mikinn efna-
hagslegan og hernaðarlegan
stuðning, hafa að undanförnu
gefið til kynna, að þau óttast,
að hin hvatvísa stefna Sýr-
landsstjórnar kunni að verða
til þess, að allt hlaupi í bál
og brand milli Arabéiríkjanna
og ísraels, en á því munu
Sovétríkin hafa lítinn áhuga.
Þetta kann að vera að
minnsta kosti að einhverju
leyti skýringin á því, að Sýr-
landsstjórn hefur nú beint
geirum sínum gegn hagsmun-
um vestrænna olíufélaga, en
vart nokkur hætta er á því,
Salah Jadid hershöfðingL
að slíkt muni hafa í för með
sér, að til neins konar ótaka
kunni að koma. Sannleikurinn
mun vera sá, að allir vita —
Sýrlandsstjórn einnig — að
þau fimm olíufélög, sem eiga
IFG, munu einungis verða
fyrir takmörkuðum erfiðleik-
um vegna lokunar á otíuleiðsl
unum frá írak um Sýrland,
þar eð þau eigi aðgang að
nægri olíu á öðrum olíulinda-
svæðum.
Framhald af bls. 26.
eru lærðir í sánu fagi, en Austur-
ríkismenn eru með fremstu
skiðamönri.um heims, eins og við
vitum.
Á Jtomandi vetri verða að
sjálfsögðu mörg mót og ber þar
að nefna Skíðamót Reykjavíkur,
sem háð verður dagana 18.—19.
febr. til 4.—-5. marz. Einnig verð-
ur háð hér unglingalandsmót sem
er nýjung, en það var háð í
fyrsta skipti á Akureyri í fyrra;
það fer fram dagana 11.12. marz.
en þar mun að sjálfsögðu keppa
unglingar frá öllum landshlut-
um. Þá mun fara fram hér eitt
opið mót í svigi og stórsvigi, þ.e.
a.s. fyrir alla keppendur á land-
inu í A-flokki karla og kvenna,
en þetta mót gefur síðan kepp-
endum stig eftir árangri, en stig-
in eru síðan notuð til að raða
eftir í ráshópa á íslandsmótL —
Eitt slíkt mót fer fram á Akur-
eyri, ísafirði og Siglufirði.
Þá er firmakeppni ráðsins
sem má segja að sé eina tekju-
lynd þess, en hún gerir okkur
kleift að ráða til okkar þjálfara,
sem svo mjög er þörf fyrir og
væntum við þess að þau fyrir-
tæki sem hingað til hafa styrkt
okkur með þátttöku sinni taki
okkur jafnvel og áður.
Haldið verður hið árlega
Stefánsmót í Skálafelli, en það
er svigmót í öllum flokkum, sem
KR-ingar halda til minningar um
fallinn forustumann. í sambandi
við þetrta mót er rétt að geta
þess, að ef til vill verður það
um leið hin árlega bæjarkeppni
milli Rvíkur, Bergen og Glas-
gow, en Reykvíkingar fara ekki
að þessu sinni til þeirrar keppni
erlendis og standa samningar yf-
ir um að fá Glasgow-menn og
Bergensera hingað en ekki ,ið
vita hvort tekst.
6 manna sveitakeppni í svigi
fer fram 6. og 7. jan. og er fyrsta
mót vetrarins. Það er haldið til
minningar um frumkvöðul
skíðaiþróttarinnar i Rvík, L<eif
Miiller. Mótið er haldið árlega
við skíðaskálann í Hveradölum.
Geysisala á Thule-öli
Akureyri, 23. desember.
SALA Thule-ölsins frá SANA
gengur geysivel og vantar mik-
ið á að verksmiðjan geti annað
eftirspurn eða haft undan að af-
greiða pantanir þó að unnið sé
dag og nótt eins og starfsfólkið
þolir.
Pantanir hafa borizt frá öllum
landshornum og hefur verið
reynt, að veita viðskiptavinum
þá úrlausn sem geta hefur leyft
á hverjum tíma. Til Reykjavík-
ur hefur ölið verið flutt með bíl-
um til þessa en nú er færð á
vegum orðin of erfið til skjótra
flutninga.
í dag var því gripið til þess
að leigja Dakotaflugvél Flugsýn
ar Norðfirðing til flutninganna
og fóru með henni þrjár lestir atf
lageröli til SANA-umboðsins í
Reykjavík eða eins mikið og
flugvélin gat rúmað. — Sv. P.