Morgunblaðið - 03.01.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.01.1967, Blaðsíða 1
54. árg. — 1. tbL ÞREÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Róleg áramót Hanoi hafnar tillögum Breta um friöarumleitanir Telur Brown, utanríkisráðherra, málpípu Bandaríkjamanna, og tillögurnar blekkingar einar Myndin er tekin kl. 12 a mið- nætti á gamlaárskvöld, er ár- ið' 1966 b jó um sig „í aldanna skauti“ og 1967 tók við veld- issprotanum, og borgarbúar kvöddu gamla árið og fögn- uðu hinu nýja með flugeld- um og blysum. ( Lflóem. Sv. Þorm.) 14 manns bjarg a5 í sfávarháska Haag, 2. jan. — NTB AT.LJU áhöfninni, 14 manns, var bjargað af kaupskipinu Haagan frá 'Haugasundi, er það eökk í grennd við hollenzku eyj una Terschelling síðdegis í gær. Dönsk þyrla bjargaði 12 manns af áhöfninni, en banda- rískt skip tveimur hásetum. Skip áð var 2.400 lestir, byggt 1019. Tokíó, 2. janúar. — NTB STJÓRN N-Víetnam hefur fordæmt tillögur brezku stjórnarinnar um friðarum- leitanir til að binda enda á styrjöldina í Víetnam. Það var George Brown, utanríkis- ráðberra Breta, sem kom fram með tillögurnar. Segja ráðamenn í Hanoi nú, að til- lögurnar séu blekking ein, og hafi Brown gengið erinda Bandar íkj ast jórnar. í útvarpstilkynningu frá Hanoi í dag var sagt, að brezku tillögurnar fælu ekki í sér neitt það, sem ekki hefði áður komið fram í ummælum bandarískra ráðamanna. í til- kynningunni var vísað til skrifa í málgagni kommún- istaflokks N-Víetnam, þar sem sagði, að Brown væri að- eins að leitast við að skjóta sér undan gagnrýni, og vœri tilgangur hans að öðru leyti sá einn að blekkja almenn- ing. Það var á gamlársdag, að brezka stjórnin tilkynnti U Framh. á fbls. 23 Rio de Janeiro, 2. jan. — AP FIMMTÁN manns hafa farizt nú um nýárið í gífurlegum rigning- um í fjallahéraði um 330 km. norðaustur af Rio de Janeiro. Yfirvöld þar hafa upplýst að lík þessara fimmtán hafi fundizt í rústum 20 húsa, sem grófust und ir eðjuskriðum. Ekki er vitað hvort fleiri bafa týnt lífi af völd um skriðanna og tjónið hefur enn ekki verið metið. New York, 2. janúar — NTB MENN um allan heim fögnuðu nýja árinu á hefðbundinn hátt með klukknahringingum, flug- eldum og hátíðahöldum alla nóttina. Um 500 þúsund manns fylltu Times Stjuere í New York og fögnuðu áramótunum með söng og pappírslúðraþyt. Ian Shith forsætisráðherra Ródesíu, sagði í nýárslboðskap sínum, að hann myndi byrja ár- ið á því að kanna grundvöllinn fyrir stofnun lýðveldis í Rhóde- síu. Áramótin fóru friðsamlega fram í London, og þurftu að- eins 50 manns að leita læknis- hjálpar vegna smávægilegra meiðslna. Lögreglan sneri aftur um 400 manna hóp, sem var á leið til bústaðar Wilsons forsæt- isráðherra, til að hylla hann. Forsætisráðherra dvaldi á Scilly eyju yfir áramótin. Ho Chi Minh, forseti N-Viet- nam flutti þjóð sinni áramóta- boðskapinn i ljóði, sem hann orti. Hvetur hann í því lands- menn sína til að láta ekki bug- ast, og veita bandarísku árásar- mönnunum sterka mótspyrnu á nýja árinu, og þá muni sigurinn blasa við. Flokkar lækna og björgunar- manna hafa verið sendir til þessa héraðs, þar sem lýst hefur verið yfir neyðarástandi 1 gær- morgun hætti að rigna á þessu svæði. Regntíminn hefur komið hart niður á landbúnaðarhéruðum þar um slóðir og valdið tjóni í ríkjum Sao Paulo og Minas Geraia, er Paraiba-fljótið flæddi yfir bakka sína. EFTA: Tollar á iönaðar- vörum felldir niður Nánara samstarfs v/ð Efnahags- 15 manns fórust í skriðuföllum handalags Evrópu óskað 8 meistaraverkum stolið frá listasafni í London Uondon, 30. desember. NTB RÍKIN sjö, sem aðild eiga að Fríverzlunarbandalagi Ev- róp, EFTA, bafa fellt niður alla tolla á iðnaðarvörum, inn byrðis. Er því á kominn einn markaður iðnaðarvara í lönd- um þessum, sem telja um 100 gnilljónir manna. | 6ex þessara landa hafa og mikinn áhuga á því að ganga i Efnahagsbandalag Evrópu, Móskvu, 2. jan. — NTIB SJÓFER®ARÁÐUNEYTIB rúss- neska mótmælti í gær þeirri ákvörðun kínversku hafnaryfir- valdanna, að kyrrsetja rússneska skipið Zagorsk í Dalny frá 8.— SÍ8. desember. Sagði ráðuneytið, að skipið hefði ekki brotið hafn- arreglur þar, eins og kínversku yfirvöldin héidu fram. L í yfirlýsingu ráðuneytisins eða fá að því einhvers konar aðild, og telja, að niðurfelling tolla á iðnaðarvörum sé að- eins áfangi á leið til sameig- inlegs markaðs allra V-Ev- rópulandanna. Porbúgal, sjöunda ríkið, er það eina, sem ekki telur sig geta tek- ið þátt í samstarfi við Bfnahags- bandalagfð, sem miðaði að einu tollasvæði rfkjanna. Hin löndin sex eru Austurrfki, Stóra-Bret- Framh. á bls. 23 sagði, að aðgerðir kínversku hafnaryfirvaldanna sköðuðu skipaferðir milli Sovétríkjanna og alþýðulýðveldisins Kína. Ráðuneytið áskilur sér rétt til að krefjast skaðabóta fyrir það tjón, sem kyrrsetningin olli. Zagorsk var reiðubúið að láta úr höfn er tveir fcínverskir hafn sögumenn komu um borð. Skip- Framíh. á ibls. 23 London, 1. jan. — NTB ÁTTA listaverkum að verð- mæti um 300 millj. ísl. kr. var stolið frá listasafninu Dul wich College í Lundúnum á gamlársdag. Meðal málverk- anna voru þrjú eftir Rubens og önnur þrjú eftir Rem- brandt. Forstöðumaður lista- safnsins, Basil Aldous, hefur látið svo ummælt, að þjófarn ir gætu ekki komið málverk unum í verð. Til þess væru þau of þekkt. Þessi gömlu meistaraverk voru ótryggð. Sagði Aldous, að þjófarnir mundu hafa álitið, að þeir gætu fengið tryggingarféiag- ið til að greiða þeim lausn- argjald fyrir myndirnar en því væri ekki að heilsa í þessu tilviki. Ljósmyndir af málverkun- um hafa verið sendar banda- rísku ríkislögreglunni FBI og Interpool, ef ske kynni að hér væri um aliþjóðlegan glæpa- hring að ræða. Scotland Yard ihefur gætur á brezkum höfn- um og flugvöllum, en samt sem áður álítur lögreglan að listaverkin séu enn i Lund- únaborg. Til þess að opna dyrnar að listasafninu hafa þjófarnir notað þriggja þumlunga lang an bor. Þessi bor fannst í blómabeði við safnbygging- una og er hann nú í rann- sókn sérfræðinga í Alder- maston-atómstofnuninni í grennd Lundúna. Að öðru leyti hafa þjófarnir unnið verk sitt kænlega og komust fram hjá viðvörunarkerfi listasafnsins án þess að rjúfa það. Margar tilgátur eru settar fram um hver eða hverjir hafa verið að verki. Trúverð ugust tilgáturnar eru þær, að sögn Scotland Yard, að hér hafi verið um þjálfaðan flokk glæpamanna að ræða, sem stuldinn framdi í von um ríf x legt lausnargjald. Hin tilgát- 7 an er sú, að hér hafi að verki 1 verið listunnandi, sem \ einskis svifizt til þess að kom ast yfir verðmæt listaverk. Lögreglan hefur fengið fjöldamargar upphringingar frá mönnum, sem segjast hafa listaverkin undir hönd- um og krafizt lausnarfjár. í einu tilviki kvaðst upphringj andinn mundu brenna lista- verkin, ef hann fengi ekki 12 milljónir króna. Segir lögreglan að í langflestum til fellum sé um gabb að ræða. Meðal hinna gömlu meist- araverka sem stolið var, eru málverk Rembrands af syni sínum Titus og „Stúlka við glugga", og hið fræga lista- i verk Rubens ,,St. Barbara“. Rússneskt skip kyrrsett í Kína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.