Morgunblaðið - 03.01.1967, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1967.
BÍLALEIGAN
FERÐ
SÍMI 34406
Daggjöld kr. 300,90
og kr. 2,50 á ekinn km.
SENDUM
magimusar
SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190
eftir lokun sími 40381
SÍMI I.44.44
\mwm
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31100.
LITLA
bíloleígan
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald.
Bensin innifalið í leigugjaldi.
Sími 14970
Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl.
og Einar Viðar, hrl.
Hafnarstræti 11 — Sími 19406.
Benedikt Sveinsson
héraðsdómslögmaður,
Austurstræti 17. Sími 10223.
ÞÓRÐUR G. HALLDÓRSSON
Ingólfsstræti 9.
Sími 19540 og 19191
Milli kl. 7,30—9 í síma 20446
BÍLALEIGAN
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
f , ■ if/sjuv
L5&/L/y//3F
RAUOARARSTIG 31 SÍM1 22022
Fjaðiir, fjaðrabloð, hljoðkutai
púströr o.fl. varahlutir
i margar gerðir bifreiða.
Bílavórubúðin FJÖÐRIN
Laugavegi 168. — Simi 24180.
NÝKOMIÐ
Hamilton Beach hrærivélar.
Armstrong strauvélar.
BRÆÐURNIR ORMSSON hf.
Lágmúla 9. Sími 38820.
Áramótin
Er ekki rétt að byrja á
að bjóða gleðilegt ár og þakka
fyrir það gamla? Vonandi verð
ið þið jafndugleg að skrifa mér
og þið voruð á liðna árinu. í
ársbyrjun var Velvakanda út-
hlutað meira rúmi hér í blað-
inu og reyndin varð sú, að
hann — eða öllu heldur lesend-
ur blaðsins — höfðu full not
fyrir það. Væntanlega breytist
það ekki nema síður sé.
Þið eruð vonandi búin að
ná ykkur eftir áramótafagnað-
inn. Bílstjórinn, sem ég ók með
í bæinn í morgun (mánudag)
sagðist hafa ekið hjónum heim
þá um morguninn. Þau voru
enn að halda upp á áramótin
og sögðust ekki hafa komið
heim síðgn á gamlársdag. Von-
andi eru allir komnir heim til
sín núna.
’Ár Sjónvarpið
Ég er einn af mörgum
sem horfði á sjónvarpið á
gamlárskvöld. í fyrsta skipti
á ævinni hlustaði ég ekki á út-
varp þettá kvöld, þótt alltaf
hafi vérið beðið með töluverðri
eftirvæntingu eftir að heyra
útvarpsdagskrána það kvöld.
Sennilega er ég ekki sá eini
hér á sjónvarpssvæðinu, sem
dvaldi við sjónvarpstækið milli
þess sem skotið var flugeldum,
kveikt á blysum og ekið út með
börnin til þess að sjá brennurn-
ar. — Og ég verð-að segja, að
sjónvarpið var alveg ágætt um
áramótin, um hátíðarnar yfir-
leitt. Óneitanlega tekur sjón-
varpið meiri tíma, krefst meiri
athygli en útvarpið, þegar
fylgzt er með dagskránni — og
þessvegna sá ég auðvitað ekki
allt það, sem flutt var um há-
tiðarnar. En það, sem ég sá,
var sjónvarpsmönnum til hins
mesta sóma.
Norðurlanda-
störfum á tímabilinu.
Hins vegar hef ég heyrt úr
mörgum áttum, að Flugfélag
íslands hafi staðið sig mjög vel
þennan mikla annatíma. Lands
byggðin treysti að verulegu
leyti á flugið fyrir jólin og það
brást ekki. Höfuðstaðarbúar
treystu líka á flugið, því þeir
eru líka háðir því — og Flug-
félagsmenn leystu hvers manns
vanda.
Flugsamgöngurnar eru orðn-
ar einn veigamesti, ef ekki
veigamesti þáttur samgangna á
fslandi. Og síðan Flugfélagið
fékk Friendshipvélarnar hafa
þessar samgöngur styrkzt mjög
mikið. Á siðasta ári flutti fé-
lagið á annað hundrað manns
í innanlandsflugi, en það jafn-
gildir að sjálfsögðu, að yfir
helmingur þjóðarinnar hafi
ferðazt flugleiðis innanlands á
einu ári — og verður sjálfsagt
að leita víða um lönd til þess
að finna sambæyrilegar tölur.
Á síðustu þremur árum hafa
innanlandsflutningar Flugfé-
lagsins aukizt um 90%, eða
nær helming — og talar það
sínu máli. Fyrir nokkru sagði
forstjóri Flugfélagsins í viðtali
við Mbl. að Friendshipvélarnar
hefðu reynzt Flugfélaginu af-
burða vel. Óhætt er að segja,
að þær hafi reynzt öllum lands-
mönnum veL
-^Ar Strætisvagnamir
Snari skrifar:
„Kæri VelvakandL
Það yljar manni um hjarta-
ræturnar, að lesa hlýleg bréf
frá lesendum þínum, annað
slagið. Ég vinn nú ekki hjá
simanum, eða hef hagsmuna að
gæta í sambandi við hann, ann
að en það að ég er eins og hver
annar viðskiptavinur, símnot-
andi ,eða hef síma.
Annars voru það nú strætis-
vagnarnir sem mig langaði til
að tala um. Ég er ný farinn
að nota þá, eða réttara sagt,
nota þá á meðan tíðin er svona
risjótt. Ég beinlínis leggi ekki
bílinn minn í þá hættu að fara
með hann út í þessa fljúgandi
hálku sem hefir verið undan-
farið, svo maður nú tali ekki
um alla umferðina. Alveg er ég
undrandi á þeirri skapstillingu
sem aumingja strætisvagnabíl-
stjórarnir sýna þessum eilífu
spurningum hjá hinu og þessu
fólki um ferðir vagnanna. Ég
fæ ekki betur heyrt, en þetta
fólk viti flest, með hvaða vagni
það ætlar að fara. En það er
eins og því líði eitthvað betur
ef það hefir spurt og þrasað
við önnumkafna og yfir-
spennta strætisvagnastjóra
sem eru oft á eftir áætlun
vegna umferðarinnar og þess-
ara eilífu spurninga í fólkinu.
Af hverju eru ekki fleiri
svona athugulir eins og ég, að
nota þessa ágætu þjónustu
meira en gert er þegar tíðin
er nú svona eins og hún er.
Ég er alveg viss um að stræt-
isvagnastjórarnir myndu vera
þakklátir fyrir það. Þó fleira
fólk sé í vögnunum, er það ekk
ert á móti því að þurfa að bíða
eftir og krækja fyrir þessa smá
bíla um allar tryssur, ýmist
kyrrstæða á hálkunni, eða þeir
aka svo hægt að ómögulegt
virðist vera að halda áætlun
svo að við gætum notað vagn-
ana eins og þeir vilja að við
gerum.
Aumingja bílstjórarnir keyra
eins og þeir eigi lífið að leysa
á allri hálkunni til þess að
reyna að halda réttri áætlun.
Snari“.
-Ár Landið helga
Séra Ólafur Skúlason
skrifar:
,Kæri Velvakandi,
f blaðinu í dag víkur „krist-
inn ferðalangur“ að þætti þeim,
sem ég hafði umsjón með I
sjónvarpinu í dagskrá þess að
kveldi jóladags. Það er að vísu
varla tilefni til þess, að ég fari
að gera athugasemd við brél
þetta, en þó langar mig til þess
að leiðrétta þann „kristna
ferðalang“, þegar hann heldur
því fram, að ég hafi eitthvað
talað um núverandi Ísraelsríki.
Aðeins einu sinni víkur textinn
að ísrael, í upphafsorðunum
þegar vitnað er í sálminn: Þús-
und ár eru sem dagurinn í gær,
þegar hann er liðinni, já eins
og næturvaka", til staðfesting-
ar þeim orðum, að í landinu
helga sameinast fortíð og nútíð
og upphefji þannig tímann
vegna opinberun Guðs meðal
þjóðarinnar. í frámhaldi af
þessu er talað um þessa opin-
berun í verkum spámannanna
og sýnt málverk af Jesaja og
vitnað í orð hans, auk þess senr
annað málverk af Móse er sýnt,
þar sem hann heldur á stein-
töflunum með boðorðurtum tíu.
Kemur þetta þar með alls ekki
til með að vera einhver fræðsia
um landafræði fyrir botni Mið-
jarðarhafsins eða skiptingu
„landsins helga“ milli Gyðinga
og Jórdaníumanna, heldur er
verið að minna á þá, sem vörð-
uðu veginn til Krists.
Og reyndar held ég ég megi
segja að okkur flestum kæmi
vart til hugar að segja: Jór-
danía, landið helga, jafnvel þó
það land telji nú fleiri helgi-
dóma innan sinna landamæra,
heldur mundi hugstæðari setn-
ingin: ísrael, landið helga.
Svo þakka ég „kristnum
ferðalangi" fyrir upplýsingar,
sem ég vona ég fái einhvern
tímann að hagnýta mér í píla-
grímsferð til ,landsins helga“,
landsins þar sem Orðið varð
hold, og þar sem fortíðin höfð-
ar þess vegna meir til mín,
heldur en einhver núverandi
skipting landssvæða milli
tveggja ríkja.
Vinsamlegast,
Reykjavík, 29. desember 1963,
Óíafur Skúlason“.
þátturinn
Norðurlandaþátturinn á
gamlárskvöld var að vísu dálít-
ið einhæfur. Það, sem þó vakti
mesta athygli mína var, að
Danir, Norðmenn, Svíar og
Finnar virðast enn „amrikanis-
eraðri" en við fslendingar, þeg
ar öllu er á botninn hvolft.
Stórir hlutar dagskrárinnar
voru þannig, að þeir hefðu
alveg eins getað verið í ame-
rísku sjónvarpi — t. d. Kefla-
víkursjónvarpinu — og ber það
vott um að ástandið sé ekki
alveg jafnslæmt hér og ýmsir
vilja halda fram.
Annars er mér sagt, að út-
varpið hafi verið ágætt á gaml
árskvöld, einkum þáttur Ómars
Ragnarssonar.
'Ár Góðar samgöngur
Daginn fyrir gamlársdag
barst okkur hér í Morgunblað-
inu póstur, sem póstþjónustan
hafði fengið til dreifingar lið-
lega viku fyrir jól. Þetta er
fremur slöpp frammistaða hjá
póstinum — jafnvel þótt tillit
sé tekið til þess, að mikill jsóst-
ur barst fyrir hátíðina — og
póstmenn var í yfirvinnuverk-
falli um tíma. Það verkfall stóð
ekki lengi og pósturinn hafði
mikinn fjölda aukamanna að
IVIoskvicli fólksbifreíðar til afgreiðslu strax
kosta kr. 146.825.oo • hagstæðir greiðsluskilmálar
<5Bi$reiÓ«r & i£andbúnaöcirvélar Wl\
SUÐURLANDSBRAUT 14 — REYKJAVlK — SÍMI 38600