Morgunblaðið - 03.01.1967, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1967.
5
S'kipti af, eru kafbátaferðir
við landið“.
Aðimírállinn var einnig
spurður um sjónvarpsmálið,
en hann kvaðst hafa sagt sitt
um það mál á opiraberum vett-
vangi, og væri afstaða hans
óbreytt. Um Hvalfjörð kvað
hann framkvæmdir ganga
samkvæmt áætlun. Á Kefla-
víkurflugvelli og ratsjástöðv-
um Varnarliðsirus kvað hann
samtals vera um 4.000 Banda-
ríikjamenn, þar af 500 fjöl-
skyldur.
Talið barst síðan að ferða-
lögum þeirra hjóna um ís-
land, en þau hafa ferðazt mjög
mikið hér ásamt bömum sín-
um, sem em átta talsins. Sex
þeirra hafa verið hér hjá fbr-
eldrum sínum.
„Við eigum Landrover-
jeppa, sem hentar ágætlega
til ferða hér. Við höfurn
flakkað víða, en aldrei komst
þó í verk að aka umihverfis
landið. Vera má þó, að við
getum látið verða af því síð-
ar. Nú, það mætti lengi telja,
en við höfum t. d. farið tvær
ferðir um Fjallabakisleið, ekið
austur að Lómagnúpi, tH
Kerlingarfjalla, Þórsmörk, My
vatns, farið um Snæfettsnes,
skoðað Surtáhelli o. fl. ísland
hefur algjöra sérstöðu imt
margt. Við Gullifoes er t. d.
etokert járnrimlagrindverk og
skilti, sem segja hvað megí
og hvað ekki, líkt og aBc
staðar má sjá erlendis. Eina
skiltið, sem við murvum eftic,
var við kláfferjuna á Tungná.
Á því stóð, að varasamt vaeri
að fara einn inn 1 óbyggðir,
en þetta verkar bókstaflega á
okkur sem hvatning til þees
að ferðast um þær slóðir. Og
eitt er víst, að til íslands eig-
um við eftir að koma aftur og
ferðast meira um, sögðu aðmír
álshjónin að lokum.
Þau halda utan 14. janúar,
og verða búsett í SanPedro í
Kaliforníu.
Frú Laure og Ralph Weymouth (Ljósm. Mbl. Ól.K.M.).
af að glíma við. Um hernað-
armikilvægið sjálift má segja,
að slíikt breytist ekki á einni
nóttu. Það, sem hinsvegar
getur breytzt, er vióhorf
manna til hernaðarmikilvæg-
isins sjálfs, og ég tel að á
undanförnum árum hafi sú
breyting átt sér stað varðandi
mikilvægi íslands, þ. e. að
menn geri sér nú betur grein
fyrir því, einkum varðandi
kafbóta".
„Það, sem mest er um rætt
varðandi hernað í dag, eru
kafbátar. Sovézkir kafbátar
halda margir til við Murm-
anisk, og menn hafa gert sér
grein fyrir, að þeir verða að
fara fxamhjá íslandi til þess
að komast út á Atlantshaf.
Þessu var einnig svo farið í
heimsstyrjöldinni síðari. Við
vitum núna, að Sovétríkin
senda kafbáta reglulega frá
Murmansk og suður til Mið-
jarðarhafs, en þeir bátar
verða að sjálfsögðu að sigla
framihjá íslandi. Það, sem
varnarliðið hefur ein/kum af-
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
Mbl. átti tal við þau hjón nú
fyrir áramótin, lýsti frúin því
yfir, að áreiðanlegt væri að
þau myndu koma hingað aftur
í leyfi til þess að skoða ýmis-
iegt, sem þau hefðu ekki enn
séð af landi og þjóð.
„Við erum mjög leið yfir
því, að þurfa að fara frá ís-
landi“, sagði Weymiouth.
„Þetta er raunar í fyrsta sinn
á löngum starfsferli mínum
í flotanum, sem mér hefur
þótt leitt að fara frá ein-
hverjum stað. Flotinn vill
flytja menn úr einum stað í
annan til þess að koma í veg
fyrir að menn verði of háðir
þeim, en í okkar tilviki erum
við orðin háð íslandi“.
Akveðin í að ferðast
meira um ísland
— segja aðmirálshjónin á Kefla-
vikurflugvelli, sem nú halda heim
eftir 2ja ára dvöl hérlendis
EINS og skýrt hefur verið frá
í fréttum standa yfirmanna-
skipti fyrir dyrum hjá Varn-
arliðinu á Keflavikurflugvelli.
Þessa dagana er Ralph Wey-
mouth, aðmiráll, að láta af
störfum, en við tekur Frank
Bradford Stone, aðmíráll.
Ralph Weymouth og kona
hans, frú Laure Weymoutih,
hafa dvalið hérlendis í tvö ár,
og eignazt hér mikinn fjölda
vina. Þau hafa ferðast mjög
mikið um landið, og hafa
raunar ekki í hyggju að láta
ferðalög um Lsland niður falla
þrátt fyrir að þau flytjist nú
til Kaliforníu. Er fréttamaður
„Hvað mynduð þér vilja
segja um varnir íslands nú
þegar þér hafið dvalið hér í
tvö ár?“
„Ég mundi segja, að þvi
betur, sem einn hermaður
vinmur starf sitt. því minni
líkur eru á því, að hann verði
að vinna það verk, sem hon-
um er allajafna ætlað. Ég
mundi kjósa að segja að varn-
irnar væru eiginlega friðar-
undirbúningur. ísland hefur
vissulega mikla hernaðarþýð-
ingu. Hernaðarþýðingin sjálf
markast af margþættum og
flóknum vandamálum, sem
menn eins og ég höfum gaman
SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM
KVIKMYNDIR
Stjörnubíó.
Ormur rauði
(The Long Ships).
Framleiðandi: Irving Allen.
Leikstjóri: Jack Cardiff.
Aðalhlutverk:
Richard Widmark
Sidney Poiter
Russ Tamblyn
Rosanna Schiaffino
o. fl.
Ekki er nóg með það, að vík-
lngablóðið sé sí og æ að þynnast
í okkur íslendingum fyrir eðli-
legan tilverknað tímans, heldur
virðast fræðimenn hafa vaxandi
tilhneigingu til að rýra þennan
blóðdreytil með nýjum vísinda-
legum uppgötvunum. Samt sýn-
ast mér kvikmyndir með norræn
um víkingum sem aðalpersónum
ávallt njóta allmikilla vinsælda
hér, jafnvel þótt þær standi að
listagildi oft á tíðum sízt framar
en aðrar myndir. Kennum við þá
þrátt fyrir allt skyldleikans við
hina fornu garpa, ímyndaðs eða
raunverulegs?
Gull hefur löngum verið mikil
driffjöður allra athafna manna
og átök um það ekki ávallt haft
mynd er það gullið, nánar til-
tekið gullbjalla ein mikil og
hljómfögur, sem leiðir til mann-
víga og hryðjuverka, svo lengi
má ekki sjá, hvar staðar muni
nema. Ungur norrænn víkingur,
Hrólfur að nafni, fær í einni af
ferðum sínum til Suðurlanda
fregnir af þessari furðusmíð. Sú
vitneskja kostar hann næstum
lífið, er hann er handtekinn af
Arabahöfðingja i Norður-Afríku,
og á að pynda hann til að láta
uppi alla vitneskju sína um gull-
klukkuna.
Hrólfur þessi, sem í öllu út-
liti minnir afar sterkt á þekktan
íslenzkan knattspyrnumann, er
náungi, sem vílar ekki allt fyrir
sér. Hann slítur sig lausan frá
kvölurum sínum og hendir sér
en það vill honum til lífs, að
sjór var undir og tekur hann
stefnuna til Noregs.
Heima í Noregi átti Hrólfur
föður og bróður, er við sögu
koma. Hét faðir hans Krókur,
en bróðir Ormur. Krókur er
handgenginn Haraldi Noregskon-
ungi, slunginn karl og ráðagóður
og hláturmildur með afbrigðum.
Ormur er fríðleiksmaður og
mikill garpur, þótt naumast
standi hann þar Hrólfi bróður
sínum á sporði. Krókur karl
sleppir sér í fyrstu, er Hrólfur
kemur heim skiplaus, en hann
hafði látið hann fá skip allgott
til fararinnar.
Þá segir Hrólfur föður sínum
frá gullbjöllunni, sem var fullar
þrjár mannhæðir, og hljómur
hennar var svo fagur, að hann
fól í sér „rödd raddanna“. Er
gamli Krókur fréttir af þessu
gullbákni, blika augu hans af
áfergju. Verður það að ráði, að
þeir bræður, Hlófur og Ormur,
stela nýju langskipi, sem Krókur
hafði nýlega látið smíða handa
Haraldi konungi, taka dóttur kon
ungs með sér sem gísl og halda
af stað í leit að hinu mikla
gulli. Hefjast þá ævintýri og
svaðilfarir íyrir alvöru, bardaga
sendur eru ofsalegar, en annars
er komið víða við og áhorfend-
um bæði sýnd notkun hinna listi
legustu pyndingatækja og und-
ur fagrar meyjar í kvennabúri,
svo að ekki vanti kontrasta.
Ekki mun mynd þessi vera
alveg ný og kann að valda þeim
vonbrigðum, sem neita að leggja
sér annað til munns en nýmeti
í kvikmyndahúsum. Að vísu sé
ég ekki, það skipti öllu máli með
Framhald á bls. 23.
út um glugga á dýflissu sinni.
gæfu í för með sér. í þessari í F.r það nokkurra tuga metra fall,
JIJDO er íþrótt fyrir kvenfólk og karlmenn á öllum
aldri, bæði fyrir veikbyggða og sterkbyggða.
JUDO getur verið tómstundagaman eða keppnis-
íþrótt.
JUDO er bezta sjálfsvarnaríþrótt, sem til er.
Sértímar fyrir unglinga, drengi og kvenfólk.
Einkatímar fyrir einstaklinga og hópa.
JLiDO
Námskeið hefjast fimmtudaginn 5. janúar í æfinga-
sal Félagsins í húsi Júpiters og Marz hf. á Kirkju-
sandi, horni Laugalækjar og Sætúns.
Upplýsingar á æfingastað öll kvöld frá kl. 7—9.
Sérstök athygli er vakin á kvennatímum.
Einungis Svartbeltishafar sjá um kennslu.