Morgunblaðið - 03.01.1967, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1967,
7
I þjófaleiðongnr til Islands
Hann hefur stolið úri og
peningaveski af lögregluþjóni,
rétt á meðan hann spurði til
vegar. Hann hefur stolið axla-
böndum af herramanni, sem
trúði því, að slíkt og þvílíkt
væri ómögulegt. Annar missti
fölsku tennurnar, án þess að
hafa hugmynd um það. Og
blaðamaður saknaði armbands
úrs síns eftir blaðaviðtal við
Tom Milier, meistaraþjóf frá
Slagelse í Danmörku.
í byrjun þessa nýbyrjaða
árs hefur hann sína „glæpa-
iðju“ á fslandi, nánar tiltekið
í Lídó. Maðurinn heitir Tom
Christiansen rafvirki í Slag-
else, betur þekktur undir
nafninu Tom Miller. Hann á
2ö ára afmæli sem töframaður
og meistaraþjófur í heimaborg
sinni, Slagelse, en hann byrj-
aði feril sinn þar 10 ára gam-
all .
Hann er þekktur um alla
Danmörku, sem skemmtikraft
ur, en hingað til hefur hann
alltaf skemmt sem áhugamað-
ur.
En nú er því lokið, — og
eiginlega á móti vilja hans, og
lengur hafa Danir ekki einka
leyfi á töfrabrögðum hans.
Fritz Ruzica hefur ráðið
Tom Miller í 3 vikur að Lidó,
og m.a. mun hann koma fram
í íslenzka sjónvarpinu. Tom
Miller á væntanlega eftir að
„stela“ frá Reykvfkingum
ýmsum hlutum á næstunni á
skemmtilegri hátt, en þeir
hafa hingað til vanizt, m.a. að
undanförnu. Ek'ki er nokkur
vafi á því, að íslendingar
muni kunna vel að meta töfra
brögð Tom Millers, og þau
muna áreiðanlega létta mönn-
um skapið í skammdeginu, og
ekki veitir nú af.__
MENNlxr
MALEFN!=
Meistaraþjófurinn danski Tom Miller
Gleðilegt nyar! nunir elskan-
legu, stórþökk fyrir gamla tvö-
falda sex-árið, en það má enn
segja, að ekki taki lakara við,
því að árið 1967, endar á heil-
agri tölu — 7 — og að viðbættu
sexinu, ætti það ekki að reynast
verra öllu góðu fólki tU margs
nytsamlegs og skemmtilegs.
Og á annan í nýári, en í þetta
skipti var sá ágæti dagur enginn
fridagur og eiginlega hálfgert
plat, flaug ég í góða veðrinu of-
an í borg, til að viðra mig.
Og á Túngötunni, framan við
Kristskirkju í Landakoti, hitti
ég gamla embættismannsfrú utan
af landsbyggðinni, sem ljómaði
öll í framan af ánægju.
Storkurinn: Eitthvað hefur
glatt þig nýlega, frú mín góð?
Embættismannafrúin hjá
Kristskirkju: Já, óhætt er að
segja það. Ég hlýddi á söng
frönsku drengjanna hér í kirkj-
unni, og það var dásamleg stund.
Ég held ég verði að fara aftur og
hlusta á þá. Þetta var fáguð
músík, sem alltof sjaldan heyrist
hér. Ólíkt eru þessir drengir
mennilegri skemmtikraftar, en
sumt af því, sem okkur er boð-
ið hér upp á dags daglega. Hann
Pétur útvarpsþulur á skilið al-
þjóðarþökk fyrir að útvega slíka
skemmtikrafta hingað.
Og ég tek undir með þér, frú
mín góð. Mættum við fá meira
að heyra af slíku. Og með það
flaug storkur upp á turninn á
hinni gotnesku kirkju og virti
fyrir sér með ánægju hina fögru
höfuðborg lands okkar. Líklega
er engin höfuðborg í heimi feg-
urri, þegar stilla er, himinninn
heiðskír og Esjan, Akrafjallið og
Skarðsheiðin prýða bakgrunn-
inn. Mikið^eigum við íslending-
ar annars gott að búa í þessu
fagra landi.
FRÉTTIR
Filadelfía, Reykjavík. Biblíu-
lestur fellur niður í dag, en bæna
samkomur hvert kvöld vikunnar
kl. 8.30.
Hjálpræðisherinn, þriðjudag 3.
jan. kl. 2030 Jólafagnaður fyrir
Færeyinga. Miðvikudag 4. jan.
kl. 20.30 Jólafagnaður, Norð-
manna.
Jólatrésskemmtun Leikfélags
Kópavogs verður haldinn í Sjálf
stæðishúsinu í Kópavogi fimmtu
daginn 5. janúar kl. 3. Níels
kemur í heimsókn. Upplýsingar
og miðapantanir í síma 41264.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Síma
númer mitt er 52372. Séra Bragi
Benediktsson.
Dr. Jakob Jónsson verður for-
fallaður frá störfum næstu vik-
ur. 1 hans stað þjónar séra Jón
Hnefill Aðaisteinsson sími 60237.
Vísuðtorn
Sjötugt beljar steinóði
Stórhagls élja dynjandi
andfúl helja emjandi
allt má telja böivandi
Kristján Helgason.
^JJeimlzoma,
Heimti ég úr hafi Nóttin léttfætt læðist.
mitt hvíta land við pól. Lifnar allt, sem kól.
Stjarnan bjarta blikar Bráðum vaknar barnið
og bráðum koma jóL og brosir móti só«L
Geislar hennar glitra Þú vísar, barn, á vörður
um gljár og silfurhjarn. sem vegferð gætu stytt.
í svanadúni sefur Þitt hugdjúp er vor heimur
hið sæla jólabcu-n. og himinn auga þitt. Úlfur Ragnarsson.
Arbæjarhverfi
Fannhvítt frá Fönn.
Dúkar - Stykkjaþvottur
Frágangsþvottur
Blautþvottur
— Sækjum — Sendum
Fannhvítt frá Fönn.
Fjólugötu 19 B. Sími 17220.
Fóstra
Kona sem mundi vilja taka
að sér 4 mánaða barn í
fóstur milli kl. 8.30—18 á
daginn, geri svo vel að
hringja í síma 11971 kl.
9—5.
Heilsuvernd
Næsta námSkeið í tauga-
og vöðvaslökun og öndun-
aræfingum fyrir konur og
karla, hefst miðvikudaginn
4. jan. Uppl. í síma 12240.
Vignir Andrésson, íþrótta-
kennari.
Málaravinna
Önnumst alla málaravinnu.
Jón og Róbert,
sími 15667 og 21893.
Reglusöm
áreiðanleg hjón, sem vilja
dvelja úti á landi geta
fengið mjög ódýrt húsnæði
og vinnu. Tilb. merkt
„Reglusöm — 8186“ sendist
afgr. Mbl. fyrir 12. janúar.
Afslöppun
Næsta námökeið í afslöpp-
un, likamsæfingum og fl.
fyrir barnshafandi konur
hefst mánudaginn 16. jan.
nik. Allar nánari uppl. í
síma 22723 kL 13—14 næstu
daga.
Hulda Jónsdóttir.
Sendisveinn óskast
sem fyrst, þarf að hafa skellinöðruréttindL
Fosskraft
Suðurlandsbraut 32 — Sími 38830.
Útgerðarmenn —
Skipstjórar
höfum fyrirliggjandi
3ja og 4ra kg. netastein.
Hellusteypan
Sími 52050 og 51551.
' '■ i .... 11 ...11 ——
Karlmaður og stúlkur óskast
til verksmiðjuvinnu nú þegar.
Yfirvinna, vaktavmna kemur til greina.
Mötuneyti á staðnum.
Hf Hampiðja.i
Stakkholti 4.
Eldflaugar
Jokerblys
Fljúgandi blys
Stjörnuljós
Sprengjublys
Mikill afsláttur af því litla sem eftir er.
Kaupið ódýr skotfæri með miklum
afslætti fyrir ÞRETTÁNDANN.
Miklatorgi.