Morgunblaðið - 03.01.1967, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.01.1967, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1967. 3W Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Frarnkvæmidastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigur’ður Rjarrnason friá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltnúi: Þortjjörn Guðmundsson. Augiýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaistraeti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Skni 22480. Áskriftargjald kr. 106.00 á mánuði innanlands. í lausasolu kr. 7.00 eintakið. ÁVÖRP ÞJÖÐARLEIÐTOGA Tslenzka þjóðin hlustaði ura þeesi áramót með athygli «g áhuga á útvarpsávörp for- seta íslands, herra Ásgeirs Ásgeirssonar, og forsætisráð- herra, dr. Bjarna Benedikts- sonar. Á slíkum tínaaraótura eru hugir fólksins óvenjulega opnir og vakandi. I>að vill gera sér sem ljósast, hvemig það sjálft og þjóðfélag þess er á vegi statt. Ræður forset- ans og forsætisráðherrans um þessi áramót voru alvöru- þrungnar og athyglisverðar. Forsetinn ræddi meðal ann- ars niðurstöðuna í handrita- málinu og komst þá að orði á þessa leið: „Málið er útkljáð, og jafn- framt lokið þeim ágreiningi og deilum, sem staðið hafa á aðra öld um samband og samskipti íslendinga og Dana. Margir vinir vorir danskir hafa kallað yfir sig nokkra pólitíska óvild fyrir skilning sinn á og fylgi sitt við íslenzkan málstað, og er það ekki ný bóla. En því þákklátari megum við vera, bæði þeim og dönskum al- menningi yfirleitt íslending- ar ljúka upp hér einum munni um það, að fáar þjóðir, ef nokkrar, hefðu reynzt oss jafn skilningsgóðar og drengi legar á úrslitastundum sjálf- stæðisbaráttunnar og Danir, þó oft hafi gætt mikillar tregðu í sjálfri viðureigninni. Sá jólafriður sem nú ríkir í þessum efnum mun haldast“ Allir íslendingar munu taka undir þessi ummæli for- seta íslands. Það er einnig rétt sem forsetinn sagði um gildi íslenzkrar bókmennta- iðju fyrir íslenzka þjóð í nú- tóð og framtíð, en um hana komst hann að orði á þessa leið: „Pomar minjar eru hér og fáar aðrar en handrit og bók- menntir. í>ar hefir þjóðarsái- in varðveitzt um aldir. Minn- ingamar hafa vakið stórhug og djörfung fámennrar, fá- tækrar þjóðar í langri og tor- sóttri viðreisnarharáttu. Sú þjóð á sér mesta viðreisnar- von, sem átt hefur glæsilega fortíð og varðveitt sögu sína. Hvar væri ísland nú á vegi statt án bókmenntaiðju for- feðranna?" isr Bjarni Benediktsson for- sætisráðherra ræddi meðal annars mikilvægi stórvirkj- unar við Þjórsá og ákvörðun- ar um stóriðju á íslandi. — Komst hann m.a. að orði á þessa leið: „Ársins 1966 mun lengi verða minnst einmitt vegna þess, að þá var stigið afdrifa- ríkt spor fram á við tfl þess að gera laland að byggilegra landi. Það var gert með á- kvörðuninni um Búrfells- virkjun. Hún er fyrsta virkj- unin í mesta stórfljóti Islands, einum versta farartálmanum, sem þjóðin hefur átt við að búa, og er mannvirki, sem hefði hlotið að dragast, ef ekki hefði verið unnt að gera samning um sölu hhita raf- orkunnar, eem við hana fæst. Álbræðslan sem rekin verður með aflinu úr Þjórsá, er fyrsta verulega stóriðjan hér á landi. Sumum ofbýður stærð hennar, einkum af því að hún verður í eigu erlends aðila. Út af fyrir sig er eðli- legt, að ágreiningur rísi um slíka samningsgerð. Svo hef- ur verið um nýmæli, sem minna er um vert en þetta. Víst er það, að við eigum mik ið undir þessum erlenda að- ila, en hann á einnig og ekki síður mikið undir okkur, Hann leggur stórfé í mann- virkjagerð hér og á velfarn- að fyrirtækisins undir góðri samvinnu við íslendinga.** Það er vissulega rétt sem felst í þessum ummælum for- sætisráðherra, að ákvörðun um upphaf stóriðju á íslandi á síðasta ári var ein hin allra mikilvægasta, aem þá var tekin. ★ Forsætisráðherrann minnt- ist einnig á nauðsyn sam- vinnu, í senn innan þjóðfó- lagsins og á al'þjóðavettvangi. Hann kvað það fásinnu að nokkur þjóð geti nú á dögura lifað án samvinnu við aðra. Slíkur samvinnuskortur hefði einmitt verið versti bölvaldur okkar á milli-stríðsárunum. Hann hefði m.a. birtzt í hörm ungum atvinnuleysis árin 1932—1939, þegar tíunda hver fjölskylda í Reykjavík hefði stundum langtímum orðið að búa við neyð atvinnu skortsins, og þó hefði ástand- ið víða út um land verið enn- þá ömurlegra. Um gildi alþjóðlegrar sam- vinnu komst forsætisráðherra m.a. þannig að orði að sann- leikurinn væri sá, að „smá- þjóð á ekki annar staðar frekar skjóls að vænta, en hjá alþjóðasamtökum og al- þjóðastofnunum, af því að hún hefur ekki valdið til að fylgja eftir sínum ákvörðun- um eins og stórveldin.“ í þessu sambandi benti for- sætisráðherra á sigra íslend- inga í landhelgismálinu. Þar hefði þjóðin gætt þess að brjóta aldrei á móti alþjóða- lögum. Nokkur eintök af National Zeitung. • • Ofgasinnad hægriblað í V-Þýzkalandi JNATIONAL, ZEITUNG", er harðskeytasta hægri sinnaða blað V-Þýzkalands og kem- ur út vikulega. Meðal efnis í ritstjórnargreinum þess er, að binda skuli enda á bóta- greiðslur til ísraels og að búa skuli v-þýzka herinn kjarn- orkuvopnum. Vaxandi vin- sældir blaðsins endurspegla uppgang þýzka þjóðemis- sinnaflokksins í tveim síð- ustu kosningum í V-Þýzka- Iandi, en stjóm blaðsins neit ar öllum tengslum við flokk inn þó að bæði taki sömu afstöðu til margra málefna. Stjórnin í Bonn hefur var- að við því að útgáfa blaðs- ins geti ógnað lýðræðinu i landinu og þýzka Blaðaráðið, sem eru hlutlaus samtök v- þýzkra blaðamanna og útgef enda hefur lýst því yfir að blaðið útbreiði hatur meðal þjóða. Allmörg meiðyrðamál ■hafa verið höfðuð gegn blað inu, en ekkert þeirra valdið sekt enn sem komið er. Ritstjóri National Zeitung heitir Gerhard Frey og er 33 ára að aldri. Hann berst fyrir því, sem hann nefnir „þrjár grundvallarkröfur þjóðar vorrar“. í fyrsta lagi, sakaruppgjöf allra stríðs- glæpamanna, 1 öðru lagi, ut- anríkisstefna í anda þýzkra hagsmuna og í þriðja lagi, að taka fyrir allar peningagjafir, en það orð notar blaðið yfir bótagreiðslur V-tÞýzkalandg tii fsraels. Varla kemur svo út tölublað af blaðinu, að ekki sé náðist á þessar greiðslur. „Fjárkúg- un til eilífðar?“, „Falsanirnar inn sök Hitlers", „Kenningin um að Þjóðverjar einir hafi valdið heimsstyrjöldinni síð- ari er kúgun“, þannig hljóða fyrirsagnir blaðsins. Eitt vinsælasta efni blaðs- ins er spurningin um hve marg-ir hafi verið myrtir skv. útrýmingarstefnu nazista og er miklu rúmi varið til að fletta ofan af fölskuim tölum, sem blaðið kallar „ÍLy'gina um 6 milljón myrta Gyðinga". í grein sem nýlega birtist í blaðinu segir að tæp ein og hálf milljón Gyðinga hafi ver ið felldir eða sé saknað úr heimsstyrjöldinni síðari 1 annarri grein á sömu síðu er grein eftir Frey ritstjóra, þar sem hann staðlhæfir að 2 milljónir Þjóðverja hafi látið lífið, er þeir voru hraktir frá heimilum sínum í A-Þýzka- landi skv. Potsdamsamningn- um, sem gerður var eftir stríð ið. „Það munar miklu hvort 6 milljón Gyðingar voru drepnir eða 1 milljón, því að allar bótakröfur eru byggðar á hærri tölunni". Og hann bætir hiklaust við að hann trúi ekki að slík skrif í blaði sínu geti orsakað andúð í garð Gyðinga i ÞýzkalandL Hann segir: „Við erum ekki andsnúnir Gyðingum", og bætir strax við að nokkr- ir Gyðingar skrifi reglulega í blaðið, m.a. Próf. Kurt C. Arnade frá New York og Moshe Menhuin, sonur fiðlu- leikarans Yehudi Menhuin. Gyðingarnir, sem skrifa fyrir Frey virðast allir halda uppi greinilegum and-Zioniskum sjónarmiðum. Frey segir að kynþáttaof- sóknir séu slæmar, en engu að síður styður blað hans að- skilnaðarstefnu S-Afríku og fordæmir allar refsiaðgerðir gegn stjórn lan Smitlxs í Rhódesíu, sem „Glæp er muni hafa óskaplegar afleið- ingar“. Einnig hefur blaðið tekið afstöðu með þeim er berjast fyrir sjálfkforæði S- Týról. Hann hefur sjálfur fordæmt sprengjuaðgerðir frelsissinna í S-Týról, en blað hans safnaði 5000 mörk- um til stuðnings fjölskyldu manns nokkurs, sem dæmdur var í fangelsi fyrir hermdar- verk á ftalíu. Nýlega ritaði Frey grein í blað sitt, þar sem hann segir Þýzkaland eigi að stefna að endurheimt þeirra a-þýzku svæða, sem féllu undir yfirráð Rússa og Pólverja eft ir stríð. Auk þess vill hann að í hans nýja Þýzkalandi verði einnig Gdansk, Memel- landssvæðið í Litháen og Sú detaland í Tékkóslóvakíu, sem Hitler fékk skv. Múnoh- enarsamnmgnum. Frey full- yrðir að sá samningur sé enn þá í fullu gildi, en Bonn- stjórnin segir að Hitler hafi riftað honum. 'Hann segir að eina ráðið til að fá Rússa til að samþykkja landskipti, sé að stofna bandalag milli stjórnanna í Bonn og Peking, og sé hægt að koma því á, með umfangs miklu samstarfi á sviði við- Framhald á bls. 19. íAr Undir lok ræðu sinnar minntist forsætisráðherra á verðstöðvunarlöggjöfina og komst þá m.a. að orði á þessa leið: „Um ásetning okkar, sem að þeim ráðstöfunum standa sé ég ekki ástæðu til að fjöl- yrða. Úr haldgæði úrræð- anna fær reynslan ein skorið. En aldrei hefur það verið tal- ið sönnun fyrir ónýti farar- tækis, þótt gripið væri til bremsu er óvæntur farar- tálmi verður. Og óneitanlega er verulegur tálmi á leið okk- ar til aukinnar hagsældar, þegar langvinnar verulegar hækkanir á útflutningsvörum okkar, sem öllum almenningi hafa jafnóðum komið til góðs, snúast skyndilega upp í stórfelldar verðlækkanir. Ef svo verður að ráðstafanir til verðstöðvunar reynast ekki nógu róttækar gegn aðsteðj- andi vanda, ber að grípa til annara, sem betur duga. En víst er að verðstöðvunin nær ekki tilætluðum árangrl, nema hún njóti stuðnings og atbeina alls almennings.“ Öll eru þessi orð forsætis- ráðherrans mælt af víðsýni og hyggindum. Og öll eru þau ibyggð á raunsæju mati, vel- vilja og skilningi á aðstöðu íslenzku þjóðarinnar í dag. Þess vegna hafa þau áreiðan- lega fallið í góðan jarðveg hjá öllum hugsandi mönnum, hvar í stétt eða stöðu eða stjórnmálaflokki, sem þeir standa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.