Morgunblaðið - 03.01.1967, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGTTR 3. JANUAR 1967.
13
Góðvild og rétt hugsun öruggir
áttavitar inn í óvissa framtíð
Búriellsvirkjun og stóriðja
ufdríiorík spor fram ó við
Áramótaræða dr. Bjarna Benedikts-
sonar forsætisráðherra á gamlárskvöld
EINS og verða viU hefur árið
1906 fært mönnum bæði gleði
og sorg, ávinning og erfiðleika.
Á meðan lifið varir, vakna ætíð
ný úrlausnarefni og vandamál.
Öllum gengur okkur misjafn-
lega að ráða fram úr þeim.
Enginn er fullkominn, og eng-
mri er heldur alls varnað.
Forsenda þess að vel fari er,
að hver og einn reyni að skilja
sjálfan sig og umhverfi sitt.
frá staðreyndunum verður
aldrei flúið. I>eim er stundum
(hægt að breyta og verður það
|>ó sjaldnast gert án fyrir-
hyggju og ærins erfiðis. En
ekki tjáir að láta eins og þær
»éu ekki til. Óskhyggjan hefur
gert margan að auðnuleys-
ingja.
Hættan á því, að menn mis-
ejái sig og mismeti það, sem að
höndum ber, er svo mikil, að
enginn má gera leik að því að
villa um fyrir sjálfum sér eða
öðrurn. Fátt er fbrdæmanlegra
•n að reyna að afla sér fylgis
með því að blekkja aðra vísvit-
andi. Það er sízt betra en að
»elja svikna vöru eða falsa
ávísun. Sök þess, sem um slíkt
gerir sig sekan, er þung gagn-
vart öðrum, en bitnar oft áður
en yfir lýkur þyngst á honum
ejálfum vegna þess, að hann
endar á að blekkja og svíkja
ejálfan sig ekki síður en aðra.
Öllum skjátlast okkur öðru
hvoru, og þess vegna ríður á
að gæta boðorðs Ara fróða að
hafa ætíð það, er sannara reyn-
fct.
Menn eru nú í íslenzkum
etjórnmálum að mestu hættir
að bregða hver öðrum um föð-
tirlandssvik og beina óþjóð-
hollustu. Flestir skilja, að
ólíkar skoðanir koma af ólik-
«m sjónarmiðum, en ekki ill-
vilja. Aftur á móti gætir ein-
kennilegs hugtakaruglings í
tali sumra um, að nú eigi að
greina á milli manna eftir því,
hvort þeir trúi á landið eða
ekki íslendingar höfðu þegar
íyrir kristnitöku flestir hætt
að trúa á stokka og steina. Og
•itt bezta ættjarðarskáld, sem
hér hefur lifað, Steingríimur
Thorsteinsson, sagði:
Trúðu á tvennt í heimi,
tign sem hæsta ber,
guð i alheimsgeimi,
guð í sjálfum þér.
Sú trú hefur gefið ótal ís-
lendingum kraft til að vinna
(yrir land og þjóð. í>á vinnu
leggja menn fram ótrauðir af
því, að þeir elska ísland allir,
án skilsmunar, án tillits til
*töðu eða stéttar, skoðana-
ágreinings og flokkadrátta
JEttjarðarástin hefur þó ekki
blindað hina ágætustu föður-
landsvini á eiginleika íslands.
Bjarni Thorarensen sagði:
Fjör kenni oss eldurinm, frostið
oss herði,
fjöll sýni torsóttum gæðum að
ná.
Vegna þessarar hvatningar
og annarra slíkra hefur síðustu
kynslóðum tekizt með vaxandi
þekkingu, áræði og víðsýni að
gera ísland að miklu betra
landi en áður var. >að er vegna
þessarar atorku þjóðarinnar, að
hún er nú hætt að hrynja nið-
ur, ef fjöldi hennar kemst yfir
nokkra tugi þúsunda eins og
raun varð á um langar og
daprar aldir í íslandssögu.
Landið er nú þegar orðið allt
annað, sannast að segja óþekkj-
anlegt frá því, sem það var í
bernsku þeirra, sem nú eru
komnir á efri ár.
Þrátt fyrir þessi miklu um-
skipti, erum við staðráðnir i
því að leggja okkur alla frarn
um, að þau verði einungis upp-
haf betri og bættra tíma. Árs-
ins 1966 mun lengi verða
minnst einmitt vegna þess, að
þá var stigið afdrifarikt spor
fram á við til þess að gera ís-
land að byggilegra landi. IÞað
var gert með ákvörðuninni tun
Búrfellsvirkjun. Hún er fyrsta
virkjunin í mesta stórfljóti ís-
lands, einum versta farartálm-
anum, sem þjóðir hefur átt við
að búa, og er mannvirki, sem
mjög hefði hlotið að dragazt,
ef ekki hefði verið unnt að gera
samning um sölu hluta rafork-
unnar, sem við hana fæst.
Álbræðslan, sem rekin verð-
ur með aflinu úr Þjórsá, er
fyrsta verulega stóriðjan hér á
landi. Sumum ofbýður stærð
hennar, einkum af því að hún
verður í eigu erlends aðila. Út
af fyrir sig er eðlilegt, að
ágreiningur rísi um slíka
samningsgerð. Svo hefur farið
um nýmæli, sem minna er um
vert en þetta. Víst er það, að
við eigum mikið undir þessum
erlenda aðila, en hann á einn-
ig og ekki síður mikið undir
okkur. Hann leggur stórfé 1
mannvirkjagerð hér og á vel-
farnað fyrirtækis sáns undir
góðri samvinnu við íslendr
inga.
Vegna sárrar reynslu á fyrri
öldum erum við að vonum ófús-
ir til að afsala okkur sjálfs-
ákvörðunarrétti í annarra
hendur. I>ess vegna erum við
tregari en nágrannar okkar og
frændþjóðir til að taka þátt í
samtökum, bandalögum, til
styrktar efnahag og atvinnu.
Við óttumst — og ekki að ófyrir
synju, — að I slíkum samtök-
um verði það hinir stóru, sem
öllu ráði. Lítt verði tekið tillit
tii hinna, sem svo litlir eru, að
hina stóru munar ekki um þá
og geta látið sér í léttu rúmi
liggja 'hvað um þá verðru.
Engu að síður er hollt að minn-
ast þess, að stórveldin ganga i
slík bandalög af því, að þau
telja sig ekki nógu stór til að
geta verið án samvinnu við
aðra, án slíkrar samvinnu nýt-
ist þeirra eigin kraftar ekki til
hlítar. Ef svo er um hina stóru,
á það ekki síður við þá litlu.
Viðfangsefni okkar hlýtur því
að vera að ná nauðsynlegri
samvinnu við aðra, án þess að
afsala því sjálfsforræði, sem
við teljum lífsnauðsyn að halda
í eigin höndum, Með tvíhliða
samningsgerð, eins og þeirri,
sem gerð var uiú álbræðisluna,
náum við kostum alþjóðasam-
vinnu án þess að kalla yfir
okkur þá ókosti, sem við ótt-
umst.
Fásinna er, að nokkur þjóð
geti nú á dögum lifað án sam-
vinnu við aðra. Slíkur sam-
vinnuskortur varð mestur böl-
valdur á milli-stríðsárunum.
Okkur birtist hann í hörmung-
um atvinnuleysisins milli
1932-*39, þegar tíunda hver
fjölskylda í Reykjavík varð á
stundum langtimum saman að
búa við neyð atvinnuskorts-
ins, og var þó ástandið úti um
land víða enn ömurlegra. Slíkt
var ekki einsdæmi þá, atvinnu-
leysi herjaði flestöll lýðræðis-
ríki og í sumum einræðisrikj-
um var efnahagsvandinn leyst-
ur með „gereyðingu" þ.e. drápi
margra milljóna. Einangrunin
blandaðist þjóðernishroka, svo
að hver einstakur tók sér sinn
rétt sjálfur, hirti eigi um al-
þjóðalög heldur gerðist dómari
í eigin sök. Sjálfbirgingsháttur
inn hleypti svo skjótlega seinni
heimsstyrjöldinni af atað. Sem
betur fer hafa menn lært svo
mikið af öllum þekn ósköpum,
að mi eru allt önnur viðbrögð
en áður fyrrL Samvinna og
vaxandi skilningur þjóða 1
milli ráða nú í stað einangr-
unar og sjálftöku áður. Við
eigum þess vegna ekki að ótt-
ast samvinnu við aðra, heldur
sækjast eftir henni til að bæta
landið og lífskjör fólksins, sem
í því býr.
Þótt við viljum bæta landið,
þá vitum við ofur vel, að aðal
auðsuppspretta þjóðarinnar er
og mun um langa hríð verða
hafið umhverfis ísland. Okkur
virðist tvennt auðsætt: Annars
vegar að gera verði ráðstafanir
til friðunar fiskistofnunum um-
hverfis landið, svo að ekki sé
hætta á eyðingu þeirra. Og
hinsvegar, að við eigum að
njóta forréttinda til veiða við
strendur landsins, og miðum þá
að því, að ná undir íslenzka
fisveiðilögsögu öllu landgrunn-
inu. f»etta markmið var þegar
sett í landgrunnslögunum, sem
lögfest voru að vel athuguðu
máli á árinu 1948, og það mark
mið var ítrekað í samþykkt Al-
þingis frá því í maí 1959. Eng-
um okkar, sem að þessum
ákvörðunum stóðu og áttum
mestan þátt í undirbúningi
þeirra í ríkisstjóm og á Al-
þingi, kom til hugar, að leiðin
að því marki yrði auðveld eða
skjótfarin. Við gerðum okkur
ljóst, að við yrðum ætið að
fara að alþjóðalögum. Enda er
það vissulega svo, að smáþjóð
verður að varast að ganga svo
langt, að hún geti ekki alltaf
verið við því búin að leggja
mál sín undir úrlausn alþjóða-
dómstóls. Sannleikurinn er sá,
að smáþjóð á ekki annars stað-
ar skjóls að vænta, en hjá al-
þjóðasamtökum og alþjóða-
stofnunum af því, að hún hef-
ur ekki valdið til að fylgja
eftir sínum ákvörðunum eins
og stórveldin.
1 allri meðferð landhelgis-
málsins hefur þess og ætíð ver-
ið gætt að brjóta aldrei á móti
aiþjóðalögum. Stækkunin 1952
var ákveðin á grundvelli dóms
alþjóðadómstólsins í Haag i
deilumáli Breta og Norð-
manna. Og strax á árinu 1949
fengu fulltrúar íslands á alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna því framgengt, að Þjóð-
réttarnefndinni svokölluðu
væri fengið það verkefni að
veita þeim atriðum, er snertu
landhelgina forgang í athugun-
um sínum. Á árinu 1956 sam-
þykkti þessi nefnd, að alþjóða-
lög heimili ekki viðari land-
helgi en 12 mílur, en viður-
kenni, að engar fastar alþjóð-
legar reglur væru í gildi, að
því er snerti víðáttu landhelg-
innar, þ.e. innan 12 mílna
markanna. Þessi samþykkt
nefndarinnar var forsenda
þess, sem gerðist á Genfar-
ráðstefnunni 1968 og síðar,
þ.ám. aðgerða íslendinga 1958.
Með samningsgerðinni og
ákvörðuninni 1961 var enn
staðfest, að alþjóðalögum
skyldi fylgt. Af okkur hálfu
hefur þess vegna verið samfelid
og rökrétt sókn í málinu allt
frá setningu landgrunnslaganna
1948. Sjálfir höfum við deilt
um einstök framkvæmdaratr-
iði stækkunaraðgerðanna 1952,
1958 og 1901, og ætíð verið
sammála um meginatriðin og
þá einkanlega það markmið að
fá fiskveiðilögsögu yfir öllu
landgrunninu En til þess að
svo geti orðið þarf að fá viður-
kenningu í alþjóðalögum fyrir,
að það brjóti a.m.k. ekki á móti
þeim. >ess vegna var það síð-
ur en svo afsal á rétti, heldur
trygging fyrir rétti, þegar sam-
ið var um það 1961, að hugsan-
lega deilu af þessu tilefni
skyldi bera undir úrskurð al-
þjóðadómstólsins. >ar með er
komið í veg fyrir, að ofbeldi
yrði látið ráða eins og tilraun
var gerð til gegn okkur 1958.
Gildi sjálftöku fer ekki eftir
mætti þess, sem hana fremur,
•heldur allri réttarstöðu hans.
Stundum er sjálftaka metin að
réttum lögum jafngilda árás.
Enginn fslendingur vill, að
þjóð sín verði með sanni sökuð
tun slíkt. Allir tala a.m.k. á
þann veg, að Ísland eigi að
gera allt til þess, að deiluefni
séu leidd friðsamlega til lykta.
Hvernig getum við ætlast til
þess af öðrum, ef við erum
ekki sjálfir fúsir til þess að
því, er okkur varðar?
Sem betur fer horfir nú að
ýmsu friðvænlegar í heiminum
en áður. Þess vegna hlýtur sú
spurning að vakna nú og á
næstu árum, ekki sízt þegar
kveðið verður á um áframhald
Atlantshafsbandalagsins, hvort
við eigum að halda áiram veru
okkar í því og þá hvert tillag
okkar til bandalagsins eigi að
vera. Okkur, sem teljum að
styrkleiki Atlantshafsbanda-
lagsins eigi verulegan þátt I
því, að nú horfir friðsamlegar
en fyrr, virðist einsætt, að íe-
lendingar eigi að halda áfram
að vera í bandalaginu. Engu að
síður játum við, að sjálfsagt sé
að skoða málið í ljósi ástands-
ms eins og það verður á árinu
1969 og næstu ár þar á eftir.
Reyndar getum við nú þeg-
ar gert upp hug okkar um það,
hvort svo friðvænlegt sé orðið,
að verjanlegt sé að láta hið er-
lenda varnarlið hverfa úr
landi. Samkvæmt ótvíræðum
•amningsákvæðum getum við
sjálfir hvenær sem er tekið
þetta mál upp til ákvörðuhar
og úrlausnar með samninga-
bundnum friestL Óhjákvæmi-
lega verður deilt um það, hvort
varnir eigi að vera á íslandL
og skiljanlegt er, að sumir
vilji fremur, að íslendingar
taki að sér varnirnar eða hluta
þeirra en hér haldist erlent
varnarlið um óákveðinn tíma.
En þá verða menn hreinlega að
segja hvað fyrir þeim vakir.
Hermenn hætta ekki að vera
henmenn, þótt þeir séu kallað-
ir sérfræðingar. >að er eðli
starfsins, sem úr sker. Nafn-
breytingin ein skiptir engu
Menn hljóta og að spyrja,
hvort eðlilegt sé, að aðrir
leggi mikið af mörkum til að
halda uppi friði í heiminum,
ef við viljum sjálfir engan
skerf leggja fram í því skyni.
>að er sjaldgæft, að menn
ftd nokkru verulegu áorkað án
þess að vinna fyrir því eða til
þess. Ætíð sér gjöf til gjalda.
>eir, sem heita öðrum, að þeir
skuli fyrirhafnarlaust öðlast
gull og græna skóga, tala þess
vegna annað hvort þvert um
hug sér eða hafa furðulítið
lært af lífinu.
Hitt er eðlilegt, að mönnum
hiér sem annarsstaðar sýnist
sitt hverjum um það, hvernig
heimsins gæðum verði sann-
gjarnlegast skipt og þau örugg
legast aukin. Sú eilífðartog-
streita mun halda áfram, hvort
sem okkur likar betur eða
verr. Hollast er þó að halda
henni í þeim skefjum, að hún
torveldi ekki raunhæfar fram-
farir öllum til góðs. Kröfu-
harka er að vísu oft réttlætan-
leg, því að ef maður gætir ekki
sjálfur réttar síns, hver á þá
að gæta hans? En einnig í
þeim efnum ber að hafa hóf á,
og ekki fer á milli mála, að
stéttatogstreita og kröfúharka
eiga sinn þátt í þeirri verð-
þenslu, sem allir fordæma í
Framhald á bls. 14.