Morgunblaðið - 03.01.1967, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MtlÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1967.
15
Jóhann Kristjánsson húsa-
smíðameistari — Minning
í DAG fer fram frá Fossvogs-
kirkju útför Jóhanns Kristjáns-
eonar, húsasmíðameistara, sem
Jézt 18. des. sl. Jóhann var Ey-
/firðingur, fæddur á Þverbrekku
í Öxnadal 4. febrúar, 1904. For-
eldrar hans voru hjónin Helga
Bjarnadóttir, ættuð úr Hörgár-
dal, og Kristján Kristjánsson frá
Hamri á Þelamörk Bjuggu þau
lengst af í Öxnadal og voru þar
vel látin af öllum, er til þeirra
liekktu. Kristján lézt árið 1943,
en Helga lifir nú í hárri elli.
. Jóhann hóf trésmíðanám á
'Akureyri og lauk því 1926. Hóf
hann þá að vinna við húsasmíði,
bæði á Akureyri og á Vestfjörð-
lim. 1931 fluttist hann til Reykja-
víkur og var þar við húsabygg-
irigar, meðan líf og heilsa ent-
tist. Vann hann lengst af sem
byggingameistarL Eru ófá húsin
hér í borginni, bæði stórhýsi og
minni hús, sem Jóhann reisti í fé
lagi við aðra byggingameistara.
Jóhann var tvíkvæntur. Fyrri'
kona hans var Hannesína Péturs
dótvir, sem ættuð var frá Vest-
fjörðum. Hún lézt árið 1938. Börn
þeirra voru: Haukur, husasmið-
ur, kvæntur Sóiveigu Kjartans-
dóvlur, og Helga, gift Þorsleirvi
Steingrímssyni, -lögregluþjóni.
Eiu þau bæði búsett í Kópavogi.
Seinni kona Jóhanns var ICrist
rún Guðmundsdóttir, ættuö úr
lievkjavík. Lifir hún mann sinn,
ásamt dóttur þeirra, Erlu, 16 ára
að aldri. Þau hjónin, Kristrún og
Johann, bjuggu fyrstu árin á
Skeggjagötu 17, síðustu tuttugu
órin hefur heimili þeirra vei:ð
að Auðarstræti 17 hér í borg.
) Á mínum yngri árum heyrði
ég oft minnzt á Jóhann. Var þá
alitaf talað um Jóhann frænda.
Af skyldfólki sínu var hann
aldréi nefndur annað. Þegar ég
kynntist þessum mæta manni
fy rst fyrir meira en tuttugu ár-
um, furðaði ég mig ekki á þessu,
því að svo frændrækin og hjálp-
samur var hann, að af bar.
Hin mikilhæfa kona hans,
Kristrún, var honum mjög sam-
hent í að skapa hið indæla heim-
ili þeirra að Auðarstræti 17, þar
Bem vinum og skyldfólki þótti
gott að koma og gott að vera.
Þau eru ótalin skyldmennin, sem
komu að norðan og áttu þar
ekjól um lengri eða skemmri
tíma. Ógleymanlegt er það Svan-
hildi, frænku Jóhanns, er hún
barn að aldri naut umönnunar á
heimili þeirra um lengri tíma
I veikindum móður sinnar.
Ræktarsemi og tryggð þeirra
hjóna við bernskustöðvar Jó-
hanns var á sama hátt. Þau
gleymdu því aldrei, að hann
hafði átt gæfuríka bernsku í fag
urri fæðingarsveit sinni. Lögðu
þau hjónin leið sína í Öxnadal-
inn hvert sumar, ef þess var
kostur.
Ef til vill voru tengsl hans
við bernskustöðvarnar þess vald
andi, að hann gerðist mjög virk-
ur félagi í „Eyfirðingafélaginu“.
Þar starfaði hann í meir en 20
ár og lengst af sem formaður.
Eyfirðingafélagið hefur unnið
mikið að menningar- og mannúð
armálum, og var Jóhann óþreyt-
andi í störfum þar, enda er sá
tími ómældur, sem hann fórnaði
þessu félagi, sem var honum svo
kært.
) Jóhann var maður mikill vexti,
mildur í framkomu og hjarta-
hlýr. Bros hans var einlægt, hlát
ur hans léttur. Þessi skapgerð
laðaði mjög að honum börn,
enda hafði hann af þeim mikið
yndL
Hinir fjölmörgu frændur hans
©g vinir hugsa heim í Auðar-
Btræti 17 og sakna sárt hins góða
drengs. Sárastur er þó söknuð-
ur hinnar samhentu eiginkonu
hans, barnanna og aldraðrar móð
ur, sem hefur notið ástar og um-
hyggju á heimili hans í 33 ár. Það
er þó stór huggun í harmi, hve
samveran gegn um lífið var björt
og skuggalaus, og því verða minn
ingarnar líka bjartar.
Jóhann frændi, við frændfólk
þitt liér í Reylcjavík og á Akur-
eyri og fjölskyldur okkar send-
um þér þakkir fyrir einlæga vin
áttu og ógleymanlegar samveru-
stundir á heimili þínu og heim-
ilum okkar.
Sá, sem öllu ræður, veiti ást-
vinum þínum styrk í sorg sinni.
Vertu sæll, frændi. Blessuð sé
minning þín.
Hreiðar Stefánsson.
JÓHANN Kristjánsson húsa-
smíðameistari, Auðarstræti 17,
andaðist 18. desember sl. eftir
hálfsannars árs þungibæra bar-
áttu við banvænan sjúkleika.
Horfinn er af sjónarsviðinu, —
langt um aldur fram, — fágætur
öndvegismaður. í húsi hans, og
víðar, ríkir nú sár harmur — á
hátíð gleðinnar. Á annan jóla-
dag vorum við hér heima að ræða
um fráfall Jóhanns og um ást-
vini hans. Þá sagði yngsti sonur
minn, sem setið hafði þögull og
hlýtt á: „Hvað getum við gert
fyrir þau. Manstu ekki, mamma,
hvað þau voru góð, og hjálpuðu
okkur mikið, þegar pabbi dó?“
— Mér varð orðfall. Vel mundi
ég það, en ég fann til vanmáttar
míns — að rétta hjálparhönd.
En umhugsunin hvarf ekki úr
huga mfltúm, og hún á gamlárs-
dag tek ég pennann, af innri
þörf, til að minnast, þakka og
kveðja látinn vin, — um leið og
liðið ár kveður. Frú Kristrún
Guðmundsdóttir og Jóhann heit-
inn Kristjánsson hafa búið hér
í næsta húsi við okkur í rúm-
lega 20 ár. Kynni hófust fyrst,
þegar Erla, dóttir þeirra hjóna,
og yngsti sonur minn, — jafn-
gömul, — gerðust leiksystkin í
bernsku. Hann lék sér jafnan
mest við drengi, og Erla var eina
telpan í vinahópi hans. Börnin
tvö hafa fylgst að í skóla frá
sex ára aldri, — alltaf í sama
bekk, — uns þau luku landsprófi
á sl. vori. Þessi góða samvera
barnanna varð upphaf að kynn-
um fjölskyldnanna. Annað var
og, sem dró hug sonar míns að
Auðarstræti 17. Það var smíða-
vinnustofa Jóhanns heitins.
Þangað átti hann ótaldar og
góðar gönguferðir. Þar var ótal-
margt að sjá og skoða, sem heill-
aði hug hans: Smíðaáhöld, timb-
ur, vinnubrögð, og auk þess
sjaldgæf glaðværð Jóhanns og
starfsmanna hans. Vinnustofan
góða hafði seiðandi aðdráttarafl
á hug drengsins. Þar fann hann
þau viðfangsefni, sem heilluðu
mest og bezt fyrstu ellefu eða
tólf æfiárin. Þar veittist honum
einnig ósmár efniviður til
ánægjuríkra starfa heima.
Mömmu þótti stundum nóg um
allan trjáviðinn og óteljandi
nagla, sem hann kom með úr
þeim heimsóknum. Dýrmætt er
að eiga svo barngóða og skiln-
ingsríka nágranna. Hjálpfýsi og
greiðvikni Jóhanns heitins olli
því að maðurinn minn leitaði
alltaf til hans, ef eitthvað þurfti
að lagfæra á heimilinu. Aldrei
fór maður bónleiður til búðar.
Oftast kom Jóhann sjálfur, enda
þótt hann væri jafnan störfum
hlaðinn, og alltaf vann hann
verkin af alkunnri vandvirkni og
smekkvísi. Einu gilti hvort setja
þurfti upp hillur, gera við
hurðir, ónýtar skrár, glugga eða
annað því um líkt. — Oftast tók
hann lítið eða ekkert fyrir verk-
ið, en þá sjaldan að hann setti
eitthvað upp fyrir það, var gjald-
ið svo sanngjarnt, að enginn
mundi trúa, sem ekki þekkti
manninn. Hitt var þó ekki minna
um vert, á hvern hátt verkið var
unnið. Alltaf með alúð og glað-
værð, eins og ekkert kallaði að.
Við dáðumst öll að þessu, en
einkum þó bræðurnir, sem not-
uðu sér tækifærin að vera í ná-
vist Jóhanns, og horfðu hrifnir
á vinnulag hans. Hann var þeim
fyrirmynd fagmannsins. Nítján
ár nutum við vinsemdar og
hjálpsemi Jóhanns Kristjáns-
sonar. En svo dró ský fyrir sólu.
Sumarið 1965 veiktist hann. í
júlímánuði það ár gekkst hann
undir mikla skuiðaðgerð. Hann
hlaut nokkurn bata í bili — og
fékk að koma aftur heim í Auð-
arstræti. Fáa mun þá hafa grun-
að hver örlagaraun var fram-
undan. Kunnugir sáu að vísu að
þessum sterkbyggða manni var
mjög brugðið. Hann leið alltaf
meir og minna vegna vanheilsu
sinnar. — Gæta þurfti ýtrustu
varúðar, og hann var ekki leng-
ur vinnufær. — Vikur og mán-
uðir liðu. Hann naut einstæðrar
umhyggju eiginkonu sinnar og
dóttur. — Eigi að síður syrti enn
í álinn. Aftur varð sjúkrahúsvist
ekki umflúin. Allt var gert, sem
unnt var. En þrátt fyrir lyfja-
notkun, aðgerðir og fyllstu við-
leitni færustu lækna hrakaði
heilsu Jóhanns stöðugt. Lífs-
vonin blakti samt enn. Hún er
sterk, — og getur oft verið óbug-
andi og átakanleg. Þeir, sem
næstir stóðu sáu hvert stefndi.
Nú var hinn hraustbyggði mað-
ur aðeins svipur hjá sjón. Viku
fyrir nýliðin jól var stríðinu
lokið.
Við stöndum eftir og hugleið-
um í hljóðri spurn fallvaltleik
lífsins. Nú sjáum við Jóhann
Kristjánsson ekki framar ganga
þróttmikinn, glaðan og léttstíg-
an um Auðarstrætið, heilsa ná-
grönnum, brosa hlýtt og ástúð-
lega við hverju barni. Hann er
horfinn. Hann, sem áður var svo
orkuríkur, styrkur í störfum og
hamingjusamur á heimili sinu.
Við spyrjum ekki um afl þeirra
örlaga, er ráða lífsdegi og dauða.
Eitt vitum við ÖU. Lifið streymir
áfram samkvæmt eilífðarráðstöf-
un. „Og enginn stöðvar tímans
þunga nið“. Nú horfum við,
vinir Jóhanns heitins, orðvana á
stjörnur himinsins. — Þar birt-
ist mannssálunum best smæð
mannlegs máttar, og hæð og
dýrð himnanna. Þar býr eilífðar-
vissan, sem þróast og huggar í
þyngstu raun. Sú vissa minnir
okkur sífellt á gildi göfugs lífs.
Á kveðjustundum sést svo margt
í nýju ljósi. Þá skynjum við
dýpst guðsneistann í hjörtum
mannanna. Þá Ijómar ástin og
fórnfýsin fegurst.
— Eiginkona og ástvinir Jó-
hanns heitins önnuðust hann af
einstæðri umhyggju. Mánuðum
saman var beðið milli vonar og
ótta. Allt var gert til að hjálpa
langþjáðum manni. Frá eigin-
konu sinni fann hann stöðugt
streyma öryggi og von. Hún
sýndi fágætt sálarþrek. Stærst
var þó hetjulund hins helsjúka
manns. Andlegt þrek entist hon-
um til hinstu stundar. Það veitti
mikla blessun í böli þeim, sem
heima biðu og bezt þekktu
hljóða baráttu ástvinar síns. —
Nú er lokið lífsferli góðs manns,
sem aðeins varð sextíu og tveggja
ára gamall.
—O—
Eftir er aðeins að fylgja hon-
um á hljóðlátri göngu til hinsta
hvílustaðar. — Sorgin er hrein
og fögur, líkt og svanahvít
vetrarmjöllin. Harmurinn hrærir
dýpstu strengi sálarinnar, og
færir syrgjendum smám saman
þráðan frið. „Það er huggun
harmi gegn“.
Við öll, í Auðarstræti 15, flytj-
um eiginkonu, háaldraðri móður,
börnum og öðrum ástvinum Jó-
hanns Kristjánssonar dýpstu
samúðarkveðjur.
—O—
Eitt er eftir: Alúðarþökk fyrir
liðnar stundir.
Á gamlársdag 1966.
Sigrún Sigurjónsdóttir.
t
Ennþá höggvinn álmur hreinn,
ómar klökkur strengur
þegar vinur einn og einn,
útúr röðum gengur.
Við er fylgdumst vítt og breltf '
vekur hlýja minning.
Okkar skyggði aldrei neitt
áratuga kynning.
Ég mér taldi alltaf feng
alla kynninguna.
Því er gott um góðan dreng,
geyma minninguna.
Dags þá önn með átök sín
ergdi skapið hinna,
þá var ljúfa lundin þín
löngum söm að finna.
Slíkum þakkir votta vil,
virði þá og hylli —
sem að bæði bros og yl
bera granna millL
Banka gull þó geymist fast.
glyngur heimsins tærist,
ylsins þessa endurkast
yfir veit ég færist.
OUum þeim er sorgar sár
svíða innað hjarta,
veittu Ljóssins Herra hár
huggun kærleiksbjarta.
Ingþór Sigurbjs.
Asgeir J. Guimunds-
son — Minniigurori
Á ANNAiN dag jóla að kveldi
lézt að heimili sínu Reykjavíik-
urvegi 16 B, Haifnarfirði, Ásgeir
Jón Guðmundsson sjómaður, þá
farinn að heilsu og kröftum. í
dag verður hann til moldar bor-
inn í Hafnarfirði.
Ásgeir var fæddur að Steina-
nesi við Arnarfjörð 30. maí 1901.
Foreldrar hans voru hjónin
Kristín Þorleifsdóttir og Guð-
mundur Ásgeirsson, koíninn af
hinni kunnu Álftamýrarætt.
Hann ólst upp fyrir vestan til
12 ára aldurs eða til ársins 1913
að hann fluttist til Hafnarfjarð-
ar með foreldrum sínum og þar
bjó hann til ævilcika, lengst af
með systur sinni Kristínu.
Hugur Asgeirs beindist snemma
að sjónum eins og margra Vest-
firðinga, enda fór hann skömmu
eftir ferminguna fyrst á skútur
og síðan á togarana og var óslit-
ið við það í 35 ár. Fór þá í land
alfarinn og vann um margra ára
skeið í Raflha.
Þessar línur sem hér fara á
eftir eru ekki til að auglýsa
hans dugnað eða mannkosti það
hefði hann ekki þakíkað mér
neitt fyrir, heldur sem lítill
þakklæt isvot tur fyrir tryggð
hanis og vináttu við mig um
langan tíma.
Ég sem þessar línur skrifa
kynntist Ásgeiri fyrst 1922, er
ég kom stýrimaður um borð í
togarann Otur og vorum við
þar saman þar til ég í ársbyrjun
1925 réðist skipstjóri á togar-
ann Earl-Haig, sem gerður var
út frá Hafnarfirði. Þangað fór
Ásgeir með mér og var síðan
alltaf með mér fram til ársins
1950, utan 2 ár sem ég sigldi frá
Englandi eða í 27 ár alls þar af
15 ár sem bátsmáður, og er það
eitt næg sönnun þeim sem eitt-
hvað þekkja til togveiða hvern
mann Ásgeir hafði að geyma,
hvað öll vinnubrögð snertir. Það
var að sjálfsögðu gott að sem
flestir væru duglegir og vanir,
en samt held ég að bátsmaðurinn
væri sá maðurinn sem skipstjór-
ar legðu mest upp úr að væri
starfi sínu vaxnir, því á hans
herðum hvíldi umsjón með
standsetningu og viðgerð allra
veiðarfæra og alls sem þeim
fylgir og eftir þeirra ásigkomu-
lagi fór fiskirí ekki hvað minnst.
Því held ég að kostum Ás-
geirs hvað lagni, dugnað og trú-
mennsku verði bezt lýst með þvl
að segja að betri mann gat ég
eikki kosið mér í þá stöðu.
Og nú að leiðarlokum um leið
og ég kveð Ásgeir hinztu kveðju
og þakka honum alla vinsemd og
vináttu, votta ég eftirlifandi ást-
vinum hans mína fyllstu samúð
og bið góðan Guð að leiða hann
til friðar hafnar.
Nikulás Kr. Jónsson.
Stúlkur óskast
Óskum eftir að ráða stúlkur í frágang.
.Upplýsingar hjá verkstjóra.
Lady hf
Laugavegi 26.