Morgunblaðið - 03.01.1967, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.01.1967, Qupperneq 23
MORdtJNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1967. 23 Sumir borgarbúar áttu i tals- verSu brasi með að fá loga í kveikinn á flugeldum sínum, og ekki voru þeir allir eins lánsamir og maðurinn hér á myndinni, sem fékk hvorki meira né minna en finun lög- regluþjóna til liðs við sig í baráttunni gegn flugeldinum. — 7 þotur ríkjamenn skotið nær 10% af flugher N-Víetnam niður á einum degi. Frá upphafi styrjaldarinnar hafa Banda- ríkjamenn nú skotið niður 34 Mig-þotur. Bandaríkjamenn sökuðu I dag Víet Cong um að hafa rofið ára- mótavopnahléið 119 sinnum á 48 klukkustundum. Alvarlegustu á- itökin urðu 24 km. fyrir norðan Iborgina Hue í norðuríhluta S- Víetniam. Bandariskar flugvélar ©g stórskotalið snerust gegn 1000 «nanna herliði Víet Cong, sem ógna'ði sveit bandarískra land- gönguliða. Það var fyrirliði etrandgönguliðanna, sem bað um eðstoðina, eftir að menn hans höíðu orðið varir við skærulið- ena, sem sóttu inn á svæði þeirra. Ekki er vitað að til Ibeinna átaka hafi komið milli Víet Cong og landgönguliðanna. f Fréttastofa N-Víetnam í Hanoi eag’ði í dag, að 3 bandartískar tflugvélar hefðu verið skotnar niður yfir N-Víetnam í dag og Ihafi þá alls verið skotnar niður ! 11622 bandarískar flugvélar frá því að styrjöldin í Víetnam hófst. Leynileg útvarpsstöð Víet Cong bar í dag fram tiliboð um viku vopnahlé frá 8. fébnúar n.k., en þá halda VíetnamJbúar nýja Úrið hátíðlegt. Segir í orðsend- togu frá frelsisihernum, að vopna hlé þetta sé gert til þess að gefa hermönnum S-Víetnam kost á að hverfa heim til sín yfir nýárið. Verða þeir að vera óvopna'ðir og ekki fleiri en tveir saman. Áður höfðu S-Víetnammenn lagt fram tillögu um 4 daga vopnahlé. Ky forsætisráðherra S-V5et- nam sagði I ræðu 30. desember, *ð samningar um vopnahlé í Ifefbrúar færu eftir hvernig Víet Cong héldu vopnahléð nú. Má búast við miklum umræðum og deilum um hvor eigi sök á hin- wm mörgu vopnahlésforotum nú um helgina, en sérstök nefnd tfjallar um þau. Á laugardag gengu 5000 banda B'ískir hermenn á land í S-Víet- nam 64 km SA af Saigon og eru þá alls 380.000 Bandaríkjamenn lí S-Víetnam. — 5 fjölskyldur — Það er ekki um annað að ræða en að reyna að standsetja húsið aftur eftir því sem maður hefur aura til. Við teljum okkur hins vegar hafa sloppið vel í samanburði við hitt brunafólk- ið. Hefði eldurinn komið upp um nótt og allir verið í svefni hefði ef til vill orðið þarna slys. Það má heita guðsmildi að ekki yrði slys á mönnum. — Það var gott veður og logn og bjargaðist af neðri hæðinni eins mikið og unnt var að bjarga, en unga fólkið hafði ekki hug- mynd um brunann fyrr en því var skipað að fara út. Er þar ,’mikið skemmt af vatni og reyk. — Húsið er steinhús með tré- innréttingu, á tveimur hæðum, orðið nokkuð gamalt. Ég er bú- inn að eiga það í rúmlega hálft annað ár og í 17 ára búskap okkar hefur aldrei neitt slíkt sem þetta komið fyrir. Kjartan Guðmundsson bjó í húsinu Landamót, sem kviknaði í í fyrrinótt. Mbl. hafði tal af honum og sagði hann þá m.a.: — Ég vaknaði við reykjarlykt og gerði mér þá strax ljóst hvað um var að vera. Ég hugs- aði því fyrst um það að koma fólkinu út úr húsinu, en við er- um fimm, hjón með þrjú börn. f vesturenda hússins bjuggu tvær fjögurra manna fjölskyldur og hafa þær gjörsamlega misst allt sitt. Hjá mér var vátryggt, en lágt, því að mikið hafði bætzt í búið síðan vátryggt var. — Þegar við vorum komin út úr húsinu læsti eldurinn sig um íbúðirnar og máttum við ekki seinni vera, en stillt veður var á og logn og mun það hafa bjargað nærliggjandi húsum. — Húsið er timburhús, en var einangrað með hálmi, sem fuðr- aði strax upp. Mun hann hafa komið upp í vesturenda hússins út frá miðstöð og er húsið gjör- ónýtt. — Jú, eins og er höfum við húsaskjól, en annars hefur mér ekki enn gefizt tími til þess að hugsa um það hvað við tekur. Tjónið er mikið og eigum við varla fötin, sem við erum í. Mitt tjón er þó ekki eins tilfinnanlegt og hinna. í gærkvöldi hafði ég komið heim með bókhaldið mitt, en ég rek smárekstur hér í kaup- staðnum og brann það allt. — Ég vildi svo að lokum biðja þig fyrir þakkir til slökkviliðs- mannanna, sem gerðu allt sem þeir gátu, en það háir þeim þó hvað tækin eru lítil, sem þeir hafa. Þeir urðu t. d. að nota lóðs bátinn til þess að dæla sjó úr höfninni og ekki veit ég hvernig farið hefði ef húsið hefði staðið einhvers staðar ofar í kaupstaðn um. — Tollar Framh. af bls. 1 land, D-anmörk, Noregur, Svíþjóð og Sviss. Finnland, sem er aukaaðili að Fríverzlunarfoandalaginu, mun ekki fella niður tolla á iðnaðar- vörum bandalagsrikjanna, fyrr en að ári. Wilson, forsætisráðherra Breta, leggur senn af stað í ferðalag til höfuðfoorga rikja Efnahagsfoanda lagsins, þar sem hann hyggst kanna möguleika á aðild Bret- lands að foandalaginu. Austurríki hefur í hyggju að komast að einhverju því sam- komulagi vi'ð Efnahagsfoandalag- ið, sem Sovétríkin, eitt fjögsrra ríkja, sem tryggt hafa hlutleysi þess, geta fellt sig við. Tvö önnur hlutlaus ríki, Svi- þljóð og Sviss, hafa sýnt áhuga á sérsamningi við Efnahags- bandalagið, þótt í seinni tíð hafi margir Svíar, einkum þeir, sem við viðskipti fást, látið í ljós þá skoðun, að Svfþjóð eigi að stefna að fullri aðild að Efnahagsfoanda lagina IMegi friður ríkja 1967“ 99 Vatíkan, 1. janúar — NTB PÁLL páfi VI, lýsti því yfir í áramótaræðu sinni, sem hann hélt á nýársdag, að hann von- aðist til þess, að friður mætti komast á í heiminum á árinu 1967, og það ár ytði ár jafnrétt- is og bræðralags. — Hanoi hafnar Framh. af bls. 1 Thant, framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna, að hún hefði komið fram með tillögur um frið arumleitanir, í þeirri von, að friður mætti komast á í Víet- nam. Eins og fyrr segir, var það Brown, utanríkisráðherra, sem mælti fyrir tillögunum. Skýrði hann frá því þann dag, að dag- inn áður hei'ði hann sent stjórn- um S- og N-Víetnam, svo og Sjtórn Bandaríkjahna orðsend- ingu, tþar sem gerð var grein fyr- ir efni tillagnanna. Páll páfi VI. sendi Harold Wilson, forsætisráðherra Breta, persónulega orðsendingu, eftir að kunnugt varð um þetta skref forezku stjórnarinnar. Aðalmálgagn sovézka komm- únistaflokksins, „Pravda", sagði í dag, að vopnahléð í Víetnam um hátíðarnar hefði alls ekki dregið úr áhyggjum manna, vegna atfourðanna í Víetnam. Því væri þannig farið, að slíkt vopnahlé drægi aðeins athygl- ina að óhei'ðarleika þeirra, sem að styrjöldinni stæðu. Segir folaðið, að nýr liðsauki banda- rískra hermanna sé nú á leið til Víetnam. Vísar folaðið einnig til ummæli Harrison Salisfourys, fréttaritara „New York Times", en hann hefur lýst þvá yfir, eftir að hafa heimsótt N-VSetnam, en greinar hans hafa vakið mikla athygli, að litlar lfkur séu fyrir friðarsamningum. Segir Pravda, að lýsingar Salisfoury séu „eins og sprengja", sem vakið hafi reiði almennings í Bandaríkjun- um, vegna loftárása bandarískra flugvéla á N-Víetnam. í viðtali, sem v-þýzka folaði’ð „Der Spiegel" hefur átt við Ho Chi-Minih, forseta N-Víetnam, segir forsetinn, að þjóð sín muni foerjast þar til yfir lýkur. Viðtalið er dagsett 27. desem- foer, en var foirt í dag. Segir for- setinn ennfremur, að skilyrði friðar sé, að Bandaríkjamenn kalli heim allt lið sitt frá S- Víetnam, og hætti loftárásum á N-Vietnam. Forseti S-Víetnam, Nguyen Van Thieu, sagði í dag, að ekki hefði enn verið tekin afstaða til þess, hvort gert verður táma- foundið vopnahlé, er nýs árs ver'ð ur minnzt í Víetnam, snemma í feforúar. Ræðismaður Breta i Hanoi, Jdhn Colvin, hefur skýrt frá því, að hann hafi séð ummerki eftir sprengingar í úthverfum foorgar- innar. Hins vegar geti hann ekki sagt til um, hvort ummerki þessi séu eftir loftárásir eða sprengj- ur úr loftvarnafoyssum. Utan- ríkisráðuneytið forezka foað Col- vin um áiit sitt á þessu máli, eft- ir að frásagnir Salisiburys komu á prentL " n Rauöfiöar krefjast nú aflífunar 4 manna — krafan kom fram á gamlárskvöld Peking, 1. janúar — NTB RAUÐLIÐAR í Peking, höfuð- borg Alþýðulýðveldisins Kina, gengu á gamlárskvöld um götur borgarinnar, og kröfðust þess, að Peng Chan, fyrrum borgarstjóri, og þrír aðrir leiðtogar, sem rekn ir hafa verið frá störfum, verði teknir af lífi. Þessir þrír menn eru Lu Ting- Yi, fyrrum varaforsætisráðherra og yfirmaður áróðursdeildar kommúnistaflokksins, Lo Jui- Ching, fyrrum varaforsætisráð- herra, og Yang Shang-Kung, sem fyrrum átti sæti í miðstjórn — Rússneskt skip Framh. af bls. 1 stjórinn blandaði sér ekki í störf þeirra fyrr en þeir skyndilega gáfu fyrirskipun um að skipinu skyldi snúið við. Ef hann hefði hlýtt þessum fyrirmælum hefði skipið rekizt á bryggjuna. Skip- stjórinn lét þvi þessi fyrirmæli sem vind um eyru þjóta, en er komið var nokkurn spöl út á höfnina lét hann kasta akkerum samkvæmt skipunum hafnsögu- mannanna. Síðan komu um borð vopnaðir Kínverjar og fulltrúar hafnsöguyfirvaldanna, sem lögðu bann við því að ferðinni yrði haldið áfram. Þeir reyndu að brjótást inn í stjórnklefann til að leggja hald á kort og skips skjöL Zagorsk var leyft að haida áfram för sinni eftir að Sovét- ríkin höfðu tvisvar sinnum mót- mælt. París — NTB DE GAULLE Frakklandsforseti, sagði í áramótaræðu sinni að Bandaríkjamenn ættu sök á styrjöldinni í Vietnam. Bað hann Bandaríkjamenn í nafni vináttu Frakka og Bandaríkja- manna að binda sem skjótst end- I ir á styrjöldina. kommúnistaflokksins. Ruðliðar hafa ásakað alla þessa menn fyrir að hafa unnið gegn framgangi hugmynda Maa Tse-tungs, formanns flokksins. Þá segir í fregnum frá Peking, að daginn fyrir gamlársdag hafi hópar Rauðliða gengið um borg ina, og krafizt þess, að Liu Shao- ShL forseti, verði rekinn frá völdum. Þessi krafa hefur áður komið fram, en ekki fyrr á þenn arí hátt. Hrópaði lýðurinn: „Ryðjið Liu Shao- Shi úr vegL“ — Kvikmyndir Framhald af bls. 5. kvikmyndir, hvort þær birtast ári fyrr eða síðar, ef þær vekja mönnum yndL þá þær birtast, þótt æskilegt sé, að fá þær held- ur fyrr en síðar, einkum ef um stórbrotnar og sérlega vel gerð- ar myndir er að ræða, sem menn þekkja til og bíða með forvitnL Raunar segir Laxness, að lista verki liggi aldrei á og sé vafa- samt, hvort hægt sé að ræða um fram og aftur í tíma, þegar um listaverk er að ræða. í öllu falli eru kvikmyndahús- in ekki ein um seinlæti við öfl- un úrvalsverka úr listaríkinu. Má til dæmis minna á, að mörg frægustu skáldverk í heimili hafa enn ekki verið þýdd á frónska tungu og víst ekki mikl- ar líkur til, að svo verði á næst- unnL Eru þó mörg þeirra ekki aðgengileg fyrir alþýðu manna hérlendis á tungum þeim, sem þau hafa verið samin á. Ormur rauði er að mörgu leyti vel gerð mynd, þótt hún sé svo- lítið barnaleg á köflum og ævin- týraleg. Af leikurum fer Richard Widmark bezt með hlutverk sitt, og þar sem hann fer með stærsta hlutverkið (Hrólf). Er það ekki lítilvægt atriði, hve vel honum tekst til. Allgóður íslenzkur texti er með myndinni. Odýrar reiknivélar Til sölu nokkrar handknúnar reiknivélar á mjög hagstæðu verðL Leggja saman — Margfalda — Draga frá — Deila. Upplýsingar í síma 2 0 4 3 3. Móðir mín, JÓIIANNA HAIXGRÍMSDÓTHR andaðist á sjúkradeild Hrafnistu 1. jan. sL Fyrir hönd vandamanna. Kristín Hinriksdóttir. Bjarney Hinriksdóttir, Guðrún Hinriksdóttir, Hámundur Jónasson, Kristín Hinriksdóttir, Þórarinn Andrésson. Eiginmaður minn og faðir, ' PÉTUR JÓHANNESSON Freyjugötu 38, er andaðist á heimili sínu aðfaranótt 28. des. sl. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 4. jan. kl. 3 e.h. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð. Þeim er vildu minnast hins látna er bent á minningarsjóð Maríu Jónsdóttur eða aðrar líknarstofnanir. Sigurveig Vigfúsdóttir, Steinunn María Pétursdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.