Morgunblaðið - 11.01.1967, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1(1. JANÚAR 1967.
BÍLALEICAN
FERÐ
S/JMfl 34406
Daggjöld kr. 300,M
og kr. 2,50 á ekinn km.
SENDUM
MAGINUSAR
SKIPHOITI21 SIMAR 21190
eftír lokun slmi 40381
siM11-44-44
\mitim
Hverfisgötn 103.
Sími eftir lokun 31100.
LITLA
bíloleígon
Sfagólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald.
Bensin innifalið í leigugjaldi.
Sími 14970
BÍIALEIGAN
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
RAUDARARSTÍG 3t SÍMI22022
Fjaðrir, fjaðrablóð, hljóðkútar
púströr oJl. varahlutir
í margar gerðir bifreiða.
Bilavörubúðin FJÖÐRIN
Laugavegi 168. — Simi 24180.
BlRGHt ÍSL. GUNNARSSON
Málflutningsskrifstofa
Viðtaistimi kl. 1—5 e.h.
RAGNARTÓMASSON
HÉRAÐSDÓMSLÖGMAÐUR
Austurstræti 17 - ÍSILLI r Val diI
sími 2-46-45
MhFUITNIHCUR FaSTIISHASAU
ALMENH LÖSFHSSISTÖHF
V'ÞRBSTUR^
O 22-1-75 «
BÍLALEIGAN
Lækjarkinn 6, HafnarfirðL
Sími 51056.
Ferðalög og dans
Þegar blöðunum er flett
þessa dagana er það tvennt,
sem vakið hefur athygli mína
á auglýsingasíðunum — fyrir
utan útsölurnar. 1 fyrsta lagi
auglýsingar um daaiskennslu,
í öðru lagi vor og sumarferði-
lög, sem ferðaskrifstofurnar
eru farnar að auglýsa af kappi.
Það er engu líkara en að
dansæði hafi gripið Reykvík-
inga, þvi eitthvað hljóta allir
þessir dansskólar og danskenn
arar að hafa að gera. Nú eru
danstímar fyrir alla, börn sem
gamahnenni — og alla þar i
milli. JÞetta er sjálfsagt ekkert
verra en hvað annað.
Og svo eru það ferðalögín.
Mér finnst ferðaskrifstofurnar
hafa byrjað óvenjusnemnia, en
það getur þó verið vitisysa. Er
lendis fara þær af sta5 fyrir
jól, eða strax upp úr áramót-
um og þá gera menn áætlanir
um sumarferðalög — í smáatr-
iðum. 'Hérlendis er fó!k tregt
til þess að gera áætlinir langt
fram í tímann. Það virðist eiri-
hvern veginn ekki eiga allt ot
vel við íslendinga. En með
auknu jafnvægi í þjóðfélaginu
ætti að vera hægt að breyla
'því smám saman, þvi óneitan-
lega er slíkt miklu heppilegra
fyrir alla aðila.
Sjónvarp
Og þá eru þeir búnir að
ákveða sjónvarpsgjaldið, tvö
þúsund og fjögur hundruð
krónur. Einhverjum finnst það
e.t.v. of mikið, en ég átti von
á að það yrði hærra. Sjónvarp-
ið hefur farið vel af stað. Þetta
er dýrt fyrirtæki — og kostnað
urinn vex jafnt og þétt, því
stöðugt er aukið við efnis-
skrána. Nú eru sjónvarpsdag-
arnir þrír — og ekki kæmi okk
ur það á óvart, þótt þeir yrðu
fjórir innan margra mánaða.
Annars vonum við að þeir I
sjónvarpinu fari sér ekki of
hratt við aukningu dagskrár-
innar. Það má a.m.k. ekki
koma niður á gæðunum.
Og úr því að ég minnist á
sjónvarpið er sjálfsagt að nefna
sunnudagsútsendinguna, sem
var prýðileg — fróðleg og
skemmtileg. Fréttaþátturinn úr
Surtsey var dæmigerður fyrir
þá yfirburði, sem sjónvacp get
ur haft yfir önnur fréttamiðl-
unartæki. Samt segi ég ekki, að
blöðin hafi staðið sig ilia i
Surtseyjarfréttunum.
* Kvikmyndir
Maður nokkur hringdi og
kvartaði yfir kvikmynd þeirri,
sem Stjörnubíó hefur sýnt að
undanförnu. Að visu ekki yfir
myndinni — heldur því, að hún
skuli leyfð börnum. Myndin
nefnist Ormur rauði og sagði
maðurinn að í henni væri mik
ið um pyndingar og bl jð, hún
væri lika ósiðleg á köflum
„Ég sá myndina klukkan 5
á sunnudaginn og á sömu sýn-
ingu var fjöldi barm“, sagði
hann. „Ég myndi segja, að
þetta væri einmitt mynd, sem
hefði mjög slæm áhrif á börn,
gæti a.m.k. haft það. „Ormur-
inn“ hlýtur að hafa skriðið
fram hjá kvikmyndaeftirlitinu
eða það hlaupið undan „ormin-
um“. Þessu er hér með komið
á framfæri við hlutaðeigandi
aðila. Það er ekki óalgengi að
fólk kvarti yfir því að kvik-
myndahúsin sýni börnunum of
mikið.
Frjálslyndið
í kirkjunni
Lesandi skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Mig langar til að biðja þig
að birta þennan bréfstúf í dálk
um þínum.
Um daginn heyrði ég erindi
f útvarpinu, sem Andrés Krist-
jánsson ristjóri, flutti. Minnt-
ist hann á guðsþjónustu í sjón
varpinu, sem biskupinn og
prestaefni fluttu á jólunum. Ég
er leikmaður og veit ekki mik
ið um kirkjusiði, en líklega á-
líka og almennt gerist. Mér
fannst ekki ná nokkurri átt
að bjóða fólki slíkan málflutn-
ing í útvarpi, sem Andrés
gerði Þetta var ósanngjarn
málflutningur og næstum ræt-
inn. G-uðsþjónustan var svo há
tíðleg og falleg, og það, sem
biskupinn sagði með sérstök-
um ágætum. Ég hefi haft þetta
á orði við kunningja mína og
hafa þeir undantekningarlaust
verið mér sammála. Hyers
vegna er maðurinn að særa
fólk með svona fjarstæðu?
Annars held ég líka, að eitt-
hvað sé bogið við suma prest-
ana upp á síðkastið. Ég hefi
heyrt í útvarpsmessum hjá
nokkrum þeirra, einkum þeim,
sem ég hefi heyrt að nefndir
eru víðsýnir eða fxjálslyndir,
(þeir nefna sig þetta stundum
sjálfir), að þeir hafa talað um
einhverja háskalega „ka-
þólsku" og lögbrot, sem hafi
haldið inreið sína í kirkjuna,
Þeir eru ekkert mjúkmálir um
þetta og finnst mér það nú
gagnstætt venju þeirra, þegar
þeir eru að predika stundum.
Samt tala þeir svo óljóst, að
ekki er gott að átta sig á, hvað
þeir eru að ráðast á.
Ég hefi farið nokkrum sinn-
um í kirkju, einkum upp á síð
kastið og þá hefir hin fagva
'Háteigskirkja oftast orðið fyr-
ir valinu. Þar hefi ég tekið eft
ir því, að messur fara fram með
nokkuð öðrum hætti, en hjá
öðrum prestum. í þessari
kirkju hefir presturinn sér til
aðstoðar ungan mann eða unga
menn. Kann ég þessu vel og
koma þeir fjarska fallega frarru
Allt finnst mér þar vera gert
með sérstaklega geðfelldu
móti. Það er hátíðleiki og frið-
ur, sem einkennir þessar mess-
ur. Sérstaklega falla mér i
geð altarisgöngurnar. Þar sam
einast friður og látleysi og
margir finnst mér ganga þar
til altaris, jafnvel margt ungt
fólk, og er það þá varla eins
trúlaust og sumir ætla. Söng-
flokkurinn í kirkjunni held ég
að hljóti að vera einhver sá
bezti í borginnL Kannske að
það sé þetta, sem verið er að
kenna okkur að sé „kaþólska“?
Ég fæ ekki komið auga á lög-
brot eða „kaþólsku“ í þessum
athöfnum. Ég fer líka í kirkju
til að njóta þess, sem þar fer
fram. En satt er það, að þarna
er eitthvað nýtt á ferð, sem
allir sanngjarnir menn hljóta
að meta, og ekki sízt það, að
til skuli vera prestar, sem þora
að leggja út á nýjar brautir.
Mér finnst nú að víðsýnir prest
ar eða frjálslyndir ættu að
kunna að meta þessar nýju
leiðir, ef þeir ætla ekki að
kafna undir nafni. Sé svo að
þeir kunni ekki að meta þetta,
ættu þeir að vera þeim mun
ánægðari með sínar gömlu at*
hafnir, því að þær hljóta að
vera hættulausar og láta svo
aðra óáreitta með það, að taka
áhættu þess, sem þeim geðj-
ast að.
— S.Þ.“
I Vesturbænum
Til sölu eru 3ja herbergja íbúðir á hæðum í sam-
býlishúsi við ReynimeL íbúðimar seljast tilbúnar
undir tréverk og sameign úti og inni fullgerð.
Hitaveita. Malbikuð gata. Örstutt í Miðbæinn.
Teikningar til sýnis á skrifstofunni.
ÁRNI STEFÁNSSON, HRL.
Málflutningur. Fasteignasaia.
Suðurgata 4. Sími: 14314.
Fokheldar hæðir
Höfum til sölu tvær fokheldar hæðir með upp-
steyptum bílskúr á 1. og 2. hæð á góðum stað í
Kópavogi. íbúðimar eru 5—6 herb. og eldhús,
geymsla, þvottahús. Allt á sömu hæð. Arin í stofu,
stórar suður og vestursvalir. Sér inngangur fyrir
hvora hæð. Fylgifé, allir ofnar opnanleg fög og
svalahurðir fylgja. Stærð ca. 147 ferm. 100 þús.
lánað til 4ra ára. Beðið verður eftir fyrri hluta
af húsnæðismálaláni. Einnig er til sölu á sama stað
4ra herb. jarðhæð með öllu sér með sömu kjörum.
Teikningar liggja fyrir á skrifstofu vorri.
Mjög glæsilegar eignir.
TRYGGINGA og FASTEIGNIR
Austurstræti 10 A 5. hæð, sími 24850,
kvöldsími 37272.
IBM-götun
Stúlka óskast strax til starfa við IBM-götun.
Nokkur reynzla nauðsynleg.
Umsóknir skulu hafa borizt til skrifstofu starfs-
mannahalds fyrir 15. janúar nk.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofum félagsi.is.