Morgunblaðið - 11.01.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.01.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1967. Þriðja hollenzka prinsessan giftist HIN þriðja í röðinni af fjórum dætrum Juliönu Hollandsdrottn- ingar og Bernhards prins, hin 24 ára gamla prinscssa Mergriet Leiðrétting í FRÉTT á annarri síðu Mbl. i gær var frétt um deilu póst- kvenna og póstyfirvalda vegna launamála. Fréttin var höfð eftir Matthíasi Guðmundssyni póstmeistara í Reykjavík og inn í hana slæddist mishermi sem leiðréttist hér með. Aftarlega í fréttinni átti að standa: „Þá sagði Matthías, að kon- urnar hefðu farið fram á að fá helming þeirrar upþhaeðar, er bréfberar fá sem fata og skó- styrk eða 1500 krónur á ári í hlutfalli við vinnutíma þeirra. Krafa þessi yrði sett til réttra aðila, þegar hún hefði verið bor- in formlega fram.“ ! Francisca giftist í dag hollenzk- , um manni af borgaralegum ætt- um, Pieter Van Vollenhoven, 27 ára gömlum syni auðugs verk- smiðjueiganda. Enginn ágreiningur stjóm- málalegs eðlis varð til vegna þessa hjónabands og var það laust við þær deilur og atvik. sem þeim fylgdu, er Irene prins- essa giftist 1964 spönskum prinsi og er Beatrix krónprinsessa giftist á sl. ári þýzka sendiráðs- starfsmanninum Claus von Ams- berg. Að lokinni vígslunni, sem var bæði borgaraleg og kirkjuleg, óskaði borgarstjórinn í Haag prinsessunni til hamingju með það, að hún andstætt sínum Systrum hefði valið Hollending að eiginmanni. Hin nýgiftu hjón kynntust við háskólann í Leyden, þar sem þau voru bæði við nám. ERNEST HAMIITON (London) 1 Anderson St. England. Limited London S. W. 3. LÓÐUNARTÆKI FYRIR BLIKKSMIÐI. Afar ódýr frímerki frá Austurríki Tvö þúsund og átta hundruð falleg, mismunandi safnfrímerki og sérfrímerki, raunverulegt verð- mmti um 320 mörk en í auglýsingaskyni aðeins 300,00 íslenzkar krónur, gegn póstkröfu, svo lengi, sem birgðir endast. — Póstkort nægir. MARKENZENTRAI.E, Dempschergasse 20, 1180 Wien. Varðbergs-félag stofnað í Keflvík NÝLEGA var haldinn í Kefla- vik stofnfundur félagsins VARÐ BERGs, félags ungra áihuga- manna um vestræna samvinnu. Félagið í Keflavík er 9. Varð- bergs-félagið, sem stofnað er á landinu. Á stofnfundinum var kosin sex imanna aðalstjórn og sex manna varastjórn. Stjórnarkjör fór þannig, að formaður er Kristján Guðlaugsson; 1. varaform. Guð- finnur Sigurvinsson; 2. varaform. Guðmundur Sigurðsson; ritari Hilmar Jónsson; gjaldkeri Frið- rik Georgsson og meðstjórnandi Árni R. Árnason. Varastjórn skipa: Albert Al- bertsson, Árni V. Árnason. Guð- brandur Þorsteinsson, Ingvar Guðmundsson, Pétur Guðmunds son og Sigurður Eyjólfsson. Varðberg í Siglufirði FYRIR nokkru var haldinn aðal fundur Varðbergs á Siglufirði. Stjórn félagsins skipa nú: Kjartan Einarsson, formaður; Skarphéðinn Guðmundsson rit- ari; Gústaf Nílsson gjaldkeri; og varastjórn: Bogi Sigurbjörnsson, Meyvant Rögnvaldsson og Þór- hallur Daníelsson. Varðberg á Akranesi VARÐBERG, félag ungra áhuga manna um vestræna samvinnu á Akranesi, hélt aðalfund sinn 6. desember síðastliðinn. Á fundinum var kosin sex manna aðalstjórn fyrir næsta starfsár, og er hún þannig skip- uð: Svanur Geirdal, formaður; Bjöm H. Björnsson 1. varaform. Helgi Andrésson 2. varaformað- ur Haukur Ármannsson, ritari Ólafur J. Þórðarson gjaldkeri og Einar Ólafsson meðstjórnandi. Ennfremur avr kosin þriggja manna varastjórn. í henni eiga sæti Halldór Jóhannsson, ólafur Jónsson og Sigurður Vésteinsson. Aðstoðarstúlka óskast á tannlækningastofu við Miðbæinn. Tilboð með uppl. um menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir laugard. merkt: „8203“. Enskunám í Englandi SCANBRIT Student Services mun að venju skipu- leggja námskeið fyrir erlenda nemendur í Englandi á sumri komanda ásamt flugferðum báðar leiðir í fy igd með leiðsögu manni. Um fleiri staði verður að ræða en nokkru sinni áður til þess að hópurinn dreifist sem mest. Aldrei nema einn nemandi frá hveju landi á hverju heimili. Upplýsingar gefur Söivi Eysteinsson, Kvisthaga 3, Reykjavík, simi 14029. Blaðburðarfólk VANTAR í KÓPAVOG. Talið við afgreiðsluna í Kópavogi, sími 40748. BLAÐBURÐARFOLK 1 EFTIRTALIN HVERFI: VANTAR Seltjarnarnes — Skjólbraut Skerjafjörður — sunnan fiugv. Ásvallagata Túngata Lambastaðahverfi Nesvegur Meistaravellir Seltj. - Melabr. Vesturgata I Kjartansgata Njálsgata Meðalholt Miðbær Fálkagata Snorrabraut Laugav. - efri TaliÖ við afgreiðsluna, sími 22480 Skrifstofustúlka Óskum að ráða duglega skrifstofustúlku nú þegar. Verzlunarskóla- eða hliðstæð menntun æskileg. Uppiýsingar á skrifstofunni, ekki í síma. G. J. Fossberg Vélaverzlun h.f., Skúlagötu 63. Mistök í lyfja- merkingu valda dauða Brússel, 9. jan. — NTB. MILLI 10 og 20 manns hafa látizt af völdum mistaka við lyfjamerk ingar á sjúkrahúsi í Charleroi í suðurhluta Belgíu. Sjúkrahús- stjórnin hefur viðurkennt að mis tök þessi hafi valdið dauða nokk- urra sjúklinga, en ekki er búizt við að nokkurn tíma verði upp- lýst hve margir hafa látizt síðan lyf þetta var tekið í notkun fyr- ir tveimur árum. Belgísk heil- brigðisyfirvöld rannsaka nú mála vexti. ÚTSALA á allskonar kápum, jökkum og sloppum LAUGAVEGI 116 Til sölu 6 herb. ibúð á jarðhæð í nýlegu þribýlishúsi við Kópavogsbraut. íbúðin getur einnig hentað 2 fjöl- skyldum sem þekkjast vel. Fyrir hendi eru 2 eld- hús nú þegar. Verð kr. 1100 þús. Útb. kr. 630 þús. Áhvílandi lán eru aðallega til 8—10 ára. FASTEIGNASALA Sigurðar Pálssonar byggingameistara og Gunnars Jónssonar lögmanns Kambsvegi 32 — Símar 34472 og 38414.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.