Morgunblaðið - 11.01.1967, Page 15

Morgunblaðið - 11.01.1967, Page 15
MORGUNBL.AÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1067. JL SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR Kópavogsbíó. STÚLKAN OG MILLJÓNARINN Dönsk mynd. Framleiðendur: Dirch Passer og Henrik Sandberg Leikstjóri: Ebbe Langberg. Höf uðhlutverk: Dirch Passer Birgitte Price Malene Schwartz e. n. ÞAÐ er víst rétt, sem collega tninn, Ólafur Sigurðsson, sagði í kvikmyndagagnrýni hér í blað- Inu á dögunum, að menn skipt- ttst nokkuð í tvo flokka gagnvart dönskum kvikmyndum, annars vegar þá, sem lítinn áhuga hefðu á þeim og hins vegar þá, sem •æju þær öðrum myndum frem- *»r. Annars er húmor margra danskra gamanmynda líklega lielzti svifléttur og barnalegur fyrir smekk okkar Islendinga. iNaprari kaldhæðni er víst mörg- *un okkur meir að skapi. í>ó *ná vera, að þetta sé eitthvað að breytast fyrir utanaðkomandi áhrif og léttari lífsbaráttu al- mennings. Þjóð, sem berst fyrir tilveru sinni við hungurvofuna, gerir hærri kröfur til hláturtil- efnis en sú, sem veltir sér í alls nægtum. Kópavogsbíó hefur um hríð lagt allmikla stund á birtingu danskra mynda. Hafa flestar þeirra verið gamanmyndir, að minnsta kosti í bland. í>ví svo miklir húmoristar eru Danir, að þótt kvikmynd frá þeirra hendi fjalli um efni, sem er fjarri því ®ð vera í eðli sínu hláturvekj- andi, svo sem bardagamyndir til dæmis, þá Iæðist gamansemin óðar en varir inn á sviðið og skyggnist um eftir meðhalds- mönnum meðal áhorfenda. Dirch Passer, sá vinsæli gam- anleikari, fer þarna með hlut- verk auðugs forstjóra og kaup- •ýslumanns. Dag nokkurn verð- wr hann af slysni fyrir höfuð- höggi, sem hefur þær verkanir, að hann gleymir fortíð sinni. IHann leitar í vösum sínum að ■kilríkjum, en svo slysalega hafði tíl tekizt, að hann hafði í mis- gripum farið í jakka af öðrum manni. Og samkvæmt þeim gögn wm, sem hann finnur í jakka- vasa, stendur hann í skilnaðar- máli við eiginkonu sína, með hverri hann hefur áður getið eigi faerri en fimm börn. Það var nú það. Meðan hann á í því málastappi sem óhjákvæmilega leiddi af þessum misskilningi, kynnist hann af tilviljun ungri, fagurri konu, Marlene að nafni. Einhver leyniþráður virðist liggja á milli hennar og hins minnislausa for- stjóra, þótt hún sé býsna afund- in Við hann í fyrstu. Kannski höfðu þau þekkzt áður í ein- hverri fortilveru? Líklega hefði Dirch (Jens Möller nefnist hann í myndinni) verið sérlega næmur fyrir heila- þvotti, því ekki þarf hann nema smápústur í höfuðið, til að hann gleymi þeim hugarheimi, sem hann hrærist í þá og þá stundina. Ofannefndri Marlene gleymir hann fljótt aftur — í bili — vegna smávegilegs slyss, og lendir hann nú í ýmsum spaugi- legum ævintýrum, sem spretta af hinum óviðjafnanlega -hæfi leika hans til að gleyma, takist honum að verða sér úti um smá selbita í höfuðið. ’Það ætti að vera orðið lýðum ljóst, að þetta er „bráðvitlaus“ mynd að efni til. En því verður ekki mótmælt, að hún er á köf.1- um skemmtilega vitlaus. Dirch Passer stendur framarlega sem gamanleikari, og er ávallt nokk- ur trygging fyrir því, að mynd se ekki með öllu misheppnuð. Með því vil ég ekki varpa rýrð á ýmsa aðra leikara í þessari mynd, sem fara mjög sómasam- lega með sín hlutverk, svo sem Birgitte Price í hlutverki Mar- lene og fleiri. Nokkur galli finnst mér það, að enginn ritaður texti hefur fylgt hinum dönsku myndum Kópavo.gsbíós upp á síðkastið. Flestir íslendingar lesa dönsku sér að gagni, en fæstir skilja hana til hlítar hratt talaða í kvik- mynd. — Það er víst nokkuð dýrt að texta myndir, en þó hafa flest kvikmyndahúsin nú brugð- ið á það ráð. Það mundu þau varla gera, ef þau teldu það ekki borga sig fjárhagslega. LONDON — NTB. — Brezku læknasamtökin hafa samþykkt vítur á Moran lávarð, líflækni 'hins látna fyrrum for.sætisráð- herra, Sir Winston Churchill, fyrir ummæli um heilsu og sjúk- dóma hins látna, sem brjóta í bága við siðareglur lækna. Sam- tökin hafa þó ákveðið að Mor- an lávarður skuli halda réttind- um sínum. íbúð 5 herbergja góíi íbúð í Vesturbænum til leigu. Góð íbúð 131 ferm. 5 herbergi, eldhús með þvotta- vél, þurrkara og uppþvottavél. Stofur og stigahús teppalagt. Staðsett í fegursta hluta Vesturbæjar. Til leigu frá fyrsta febrúar eða síðar. Þeir sem hafa áhuga leggi nöfn sín og gefi upplýsingar um fjöl- skyldustærð ásamt tilboði til blaðsins merkt: „8806“. Til sölu í Hraunbæ 5 herbergja íbúð, sem selst tilbúin undir tréverk og málningu. Aðeins 6 íbúðir í stigahúsinu. Húsið er þegar pússað að utan, og verður íbúðin tilbúin til afhendingar 1. marz n.k. Upplýsingar gefur Þorvaldur Lúðvíksson hrl. Símar 14600 og 16990, Skólavörðustíg 30. Síld til Þorlákshafnar HÉR ER aðeins einn bátur byrj aður róðra. Fékk hann taép tvö tonn í fyrsta róðri og um 5 tonn í öðrum. Talsverð síld hefiur bor- izt hingað um helgina eða á fjórða þúsund tunnur í frystingu og bræðslu. Hafa bátarnir fengið síldina um þriggja tíma siglingu frá Þorlákshöfn. — St. E. Sig. IVfyndasýning I ameríska bókasafninu LITMYNDIR frá fslandi, sem tekrvar eru aif Commander Carl Cookey, Kefflav'ík. eru nú sýnd- ar í Ameríska bókasafninu, Haga borgi L Alimenningi gefist kostur á að skoða þessar skemmtilegu mynd ir alla yifirstandandi vifcu og fram í næstu viku, miðvikudag og fiös.tudag kl. 12—31 og þriðju- dag og fimmtuidag kl. Ii2—18. Frystihús við Faxaflóa óskar eftir að Taka bát á leigu á komandi vetrarvertíð. Báturinn verður að vera hæfur til sóknar á Breiðafjarðar- mið. Lysthafendur leggi nöfn sín á af- greiðslu Morgunblaðsins merkt: „8204“. WASHINGTON — NTB. — Nk. miðvikudag munu banda- rískir vísindamenn skjóta á loft nýjum fjarskiptahnetti^af gerð- inni Early Bird. Ekki var skýrt frá hvaða löndum hnötturinn myndi þjóna. Tilboð óskast í Consul Corser, árg. 1965 skemmdan eftir árekstur. Bifreiðin verður til sýnis í dag og næstu daga að Suðurlandsbraut 10 milli kl. 5 og 7. Tilboð skulu hafa borizt fyrir 15. janúar, merkt: „Hagtrygging h.f. Tjónadeild. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. I) 8 L \ HERRADEILD UPPI. Karlmannaföt verð frá kr: 595,— Karlmannabuxur verð frá kr: 350.— Stakir tweed á kr: 875,— Gallabuxur verð frá kr: 150.— Leðurlíkisbl ússur á kr: 475.— Karlmannafrakkar mjög ódýrir. HERRADEILD UPPI Karlmannaskyrtur nylon verð frá kr: 95. Drengjaskyrtur nylon verð frá kr: 75. Terylene-bindi verð frá kr: 50. Einnig margt fleira við lágu verði. DOMUDEILD. Afsláttur á öllumr kvenkápum verð frá kr: 975.— Dragtir verð frá kr: 500.— Kjólar verð frá kr: 695,— Pils verð frá kr: 350,— Blússur og margt fleira. KOMIÐ OG GERIÐ GÓÐ KAUP LAUGAVCGS KJÖTBUÐ SUDURVERS TILKYNNIR: Tökum að okkur veizlur, kalt borð, smurt brauð, snittur, kokteilsnittur og brauðtertur. KJÖTBÚÐ SUÐURVERS, horni Stigablíðar og Hamrahlíðar. — Sími 35645. - Geymið auglýsinguna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.