Morgunblaðið - 11.01.1967, Síða 20

Morgunblaðið - 11.01.1967, Síða 20
( 20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1/1. JANÚAR 1967. Lydia ertu heldur ekki eitt af þessum andiegheitarræksnum. f>ú selur tryggingar. Það á betur við mig. Ég átti frænda, sem hét Harry og seldi tryggingar og hann reyndi að nauðga mér, þegar ég var þréttán ára. Svei mér þá alla daga! Hann fór með mig í bíó. Hann hélt við hana mömmu Hann var bróðir hans pabba, og sá bölvaður dóni var stunginn af frá okkur...... — Hann Harry frændi? — Nei, hann pabbi, og það var ágætt. Svo fór hann með mig í bíó, og hendurnar á hon- um voru á sífelldu iði eins og krabbarnir í fiskbúðunum. Hann þoldi ekki, hvað ég hló mikið. Hann var með pela af sætu víni í vasanum og var öðru hverju að gefa mér «ð súpa á til þess að mýkja mig, og það hefur lík- lega tekizt, að minnsta kosti gat ég ekki hugsað um annað en þessar hendur hans bg ætlaði al- veg vitlaus að verða í hlátri. Ég á við, að ég varð ekkert hrædd. Hreint ekki nokkra vitund. Hann kom mér upp í bílinn og sagði við mig: — Æ, elskan mín, skilurðu ekki, að ég get ekkert gert, ef þú heidur áfram að hlæja svona. Einhver greip í handlegginn á mér og sagði við Ljósku: — Afsakaðu* en hann verður að vera hrífandi og við verðum að kynna hann öllum hinum. — Æ fyrirgefðu, að ég skuli vera til. — Vitanlega, sagði þessi feita, móðurlega, sem nú var komin á vettvang og ætlaði að draga mig með sér. — Hver ert þú? Viltu fara aftur til þessarar tæfu? Lydia kom nú til okkar og fræddi mig á því, að ég væri andstyggilegur. — Vitanlega ertu svona hlédrægur. Þarna varstu næstum farinn að hafa sámræði við hana, en varst samt í fötunum, og líklega á það að tákna gott uppeldi hjá þér? — Æ, góði, þetta segir hún við alla, sagði sú móðurlega. — Æ, þetta er ekkert að fárast út af. Farðu með hann inn og gefðu honum að éta eða eitt- hvað þess háttar. — Við vorum rétt að éta. f ítalska matskálanum, svaraði ég og benti með höfðinu í áttina Eftir E. V. Cunningham þangað og hún kinkaði kolli eins og hún skildi mig. — Vitanlega. — Já, vitanlega, sagði Lydia, — vitanlega. Hver kemur svo sem ekki yfir vegginn þarna? Hún dró mig inn. — Ég kæri mig ekkert um þig sagði hún við mig og ýtti mér gegn um mann- þröngina, — en ég vil bara kom ast út héðan. Skilurðu það? Ég vil komast út héðan. — Það varst þú, sem byrjaðir á þessu með Camus.......... ég á við...... — Mér er fjandans sama, hvað þú átt við! Ung stúlka með skært og æst augnaráð greip í handlegginn á mér og sagði við annað par, ung- an mann og unga stúlku, sem bæði voru með tryllingslegt augnaráð: — Þetta er sjónvarps leikstjóri! Ég sagði ykkur, að ef einhver slíkur væri hér staddur skyldi ég finna hann. Bananú! Hér er einn! Æ, elskan mín, segðu þeim, að þú sért sjónvarps leikstjóri. ' — Hann er tryggingasali, sagði Lydia, — Hversvegna get- ið þið ekki látið hann í friði? Hann er giftur mér og við er- um bæði ólétt. Þegar við komum út á götuna, sagði ég við hana: — Hvað varstu að tala um, að við værum bæði ólétt? — Ég var svo ringluð. — Já, það varstu. Fjandans ári ringluð. — -Hefurðu engar tilfinningar, Harvey? Geturðu ekki fundið neitt á þér? Ég var alveg skít- hrædd þarna inni. — Og eftir allt, sem þú hefur gengið gegn um, fórstu að verða hrædd þarna inni? Við vorum komin af stað eftir 70-götu. — >ú lifir mánuðum saman í ein- hverri fábjánatilveru með tveim ur villidýrum, sem mundu pakka þér niður í kofort, án þess að segja svo mikið sem svei þér, og svo getur eitt fábjánasam- kvæmi gert þig ofsahrædda. Hún gerði sér upp hroll og hristi höfuðið. — Jæja, hvað þá? spurðl ég. — Asninn þinn, hvað held- urðu, að það sé? sagði hún ailt í einu og snerist gegn mér. Allt, sem ég á í heiminum er i þess- ari tösku, bætti hún við og potaði handtöskunni sinni í áttina til mín. — Get ég kannski farið þangað aftur? Og hvert á ég að fara? Hvað á ég að gera? Ég á ekki einn einasta vin í heim- inum. — Ja-a, sagði ég. — Jæja, það er nú ekki bókstaflega satt, Lydia. Ég veit, að þú átt bágt, en svona slæmt er það þó ekki. Þú hefur þó alltaf mig. — í>ig? — Gott og vel. Ég tók í hand- legginn á henni og dró hana eft- ir Park Avenue. — Það getur vel verið, að ég sé svo sem eng- inn heljarkall. En samt er ég betri en ekki neitt. Ég á við .... — Æ, Harvey, hversvegna get urðu ekki verið hreinskilinn. Það eina sem þú sækist eftir, er þetta men, og fundarlaunin, sem þú færð fyrir að finna það. — Já, er það líka ekki allt, sem þú ert að sfægjast eftir? — Nei! hvæsti hún. — Fórstu kannski ekki í þessi vist til þess að geta gómað það? — Þú veizt sannarlega ekkert í þinn haus, Harvey, sagði hún. — Kann að vera, sagði ég. — Kannski vitum við ekki nokk- urn skapaðan hlut, hvort um annað. Kannski er mér sama um allt nema menið. Ég veit ekki. Ég veit yfirleitt ekki mikið um sjálfan mig, og sannarlega veit ég heldur lítið um þig. Það kann að virðast eins og þúsund ár, en við hittumst nú samt bara í eft.ir middag, sem leið, og ekki kom- ið miðnætti enn. Svo að þú verð ur að hafa ofurlitla þolinmæði. Ég veit, að þú ert í vanda stödd. Jæja, ég ætla nú að hjálpa þér út úr því....... 23 — Harvey, sagði hún lágt. — Ég held, að einhver sé að elta okkur, — Hvað? — Jú, þarna áðan þegar við snerum við, fannst mér ég sjá þessa tvo menn. Ég rétt leit við ..... .ég held, að þeir séu þarna. Ég leit við og það stóð heima, að þarna voru tveir menn svo sem húslengd á eftir okkur. Og enginn annar maður á götunni. Gatan var eins og dautt stræti í dauðri borg. Og þegar ég svip- aðist eftir leigubíl, var enginn innan sjónmáls. — Snúðu hérna, sagði ég. — Og fljótt nú! Við snerum fyrir hornið og flúðum syo eins og fætur tog- uðu áleiðis til Lexington. Þegar við áttum skammt eftir að neð- anjarðarstöðinni, stönzuðum við og litum til baka. Eftir andar- tak komu mennirnir tveir fyrir hornið. Ég dró Lydiu að stöðinni og inn í hana, og þegar hún hélt því fram, að þetta væri sama sem blindgata og gildra, sagði ég: — Það er það ekki ef við náum í lest. Þá er það skársti vegurinn til að sleppa. — Lestirnar eru svo strjálar að næturlagi, Harvey. Við vorum komin að víxlaraaf greiðslunni og allt þetta stöðv- argímald fylltist hljóði, þessu ó- ljósa, bergmálandl hljóði, sem færðist í aukana þegar lest kom að. Ég brosti til Lydiu og rétti afgreiðslumanninum tiu dala seð il. — Því miður get ég ekki býtt að tíu. En ég skal taka einn. — O, fjandinn, þú getur gert undantekningu í þetta eina skipti. Afgreiðslumaðurinn leit á mig fúll á svip. — Vilíu kannski vekja ófrið? Ég var að snúa við vösunum mínum og þar var enginn skUd- ingur til minni en tíu dalir. Á meðan var Lydia að róta í sinni tösku og tauta eitthvað um, að þetta væri ósvífni og loksins fundum við í sameiningu nokkra smápeninga, sem okkur hafði sézt yfir, en um leið kom lest- in þrumandi inn í gtöðina. Af- greiðslumaðurinn, sem hafði t>eg CofoVn Somody. 20 6ta. há BonJoritjynum i.gtn | , þogor WipotMor jrjóíu rrtig. royndi óg morgvíslog oínl. Eímrngis CUoronl hjólpodt monv.rol.^-^^^' Nr. 1 ( USA J>vl J>oð or raunhosf hjólp ~ CUar«*ll „sveltir” fílípensana þetto vh'ndolega somsetta efril getof tjólpoð yðof 6 Jomo hótt og það hefur hjólpoð miljónum unglinga ! Bonda- rikjunum og viðor - Þvi þoð er rounverulega óhrifomikið— Hörundelitað: CUorosll hylur bólurnor á moðon það vinnur á þeim, Þor sem Cleorosil er hörundslitoð leynorl fílípenjornlr — jomtímii þvi. sem Cleorosil þurrkar þó upp með þvi oð fjoiloegja húðfituna, jem naeiir þá -Jem sogt .sveltir' þó. t. Fer inni húðina 2. Doyðir goriana .3. »SvoHlr"* filipanaana • • • • ••••••*••. • « *#*• »*.» «••••••••«•• COSPER, lan prófessorinn ekki eftir mér, sem alltaf var efstur í deildinnL ar fengið hatur á okkur, var ekkert að flýta sér að gefa okk- ur merkin okkar. Hann taldi aur ana tvisvar og athugaði meira að segja einn pseninginn tvisvar sérstaklega. Ég renndi niður öll um ónefnunum, sem mig lang- aði til að kalla hann, því að það gat tafið hann enn meir, og það var ekki fyrr en hann hafði rétt okkur merkin, að ég gat hreytt í hann skammaryrði. Svo þutum við að innganginum. Lydia varð fyrri til og hljóp að hurðinni, sem var að lokast. Það munaði ekki nema þuml- ungi og þegar ég kom til henn- ar rann lestin burt fyrir nefinu á okkur. — Þarna sérðu, sagði ég. — Ef maður nær í lest....... - Ég er hrædd, Harvey. Ég sá engan hag í þvi að fara að segja henni, að ég væri jafn- hræddur, þar eð samBand okkar var nægilega flókið fyrir, og álit hennar á mér nægilega ruglings legt. Ég sagði henni að koma með mér, rétt eins og ég vissi, hvert ég væri að fara, og hvers- vegna, en þar sem ég sagði þetta nógu einbeittlega, þá kom hún og gekk með mér pallinn á enda meðan lestin þrumaði lengra og lengra burt. En við vorum ekki ein á þessum bergmálandi palli nema andartak. Hún var að segja við mig, að við ættum að koma okkur út aftur........ — ég á við, ættum við það ekki, Har- vey? Við erum hér í gildru. Og þá komu mennirnir tveir inn á pallinn, og ég sveiflaði henni niður á sporið, þar sem við höfð um að minnsta kosti myrkrið okkur til hjálpar. — Harvey! öskraði hún. Ég snarsneri mér við. Annar maðurinn var að hlaupa í átt- ina til okkar, en hinn stóð gleiður, með byssu í hendi og það var hljóðdeyfir á hlaupinu á henni. — Hann ætlar að skjóta þig, Harvey! En hann reyndist vera slæm skytta. Flísar úr veggnum særðu mig ofurlítið, um leið og ég skfellti mér niður rétt hjá Lydiu. — Hann er klaufi með byssu! reyndi ég að útskýra fyrir henni um leið og ég dró hana með mér út í myrkrið. Hinn maðurinn stanzaði og þreif byssu upp úr vasa sínum. Hann skaut tveim skotum, hljóðdeyfislaust, svo að glumdi í öllu. En þá vorum við horfin út í mykrið. Ég sá, að hann fikraði sér niður á sporin og hékk á magawum, með fæt- urna dinglandi. Hinn kom á eft ir honum. Ég leit ekki á þá aftur. . Við Lydia héldumst 1 hendur og stukkum eftir spor- inu út í myrkrið, en svo dró ég hana upp að veggnum til vinstri. Við vorum bæði lafmóð og ég hvíslaði að henni. Varaðu þig á þriðja sporirwi. Það er um að gera. — Hvaða spori? Ég heyrði mennina rera að æpa hvor á annan langt fyrir aftan okkur. — Hefurðu ekkri byssu? spurði Lydía. — Skítt með allar byssur. Ég ætla niður eftir sporinu aftur. En þú verður að vara þig á þriðja sporinu. — En ef nú einhver lest kem ur? — Þá ferðu hingað — inn að miðju. Hefurðu aldrei farið með neðanjarðarbraut? — Vist hef ég það, en þar fyrir þarf ég ekki að vera verk* fræðingur. — Gakktu en hlauptu ekki, sagði ég lágt. — Það er alltof dimmt. Þú gætir dottið og meitt þig illa, eða þá lent á þriðja sporinu. Ég tók í höndina á henni og leiddi hana eftir braut inni. — Þú veizt, að þetta geng- ur fyrir rafmagni, er það ekki? Og það er þriðja sporið, sem leggur til strauminn, svo að ef þú snertir það, þá...... — Harvey, þeir eru komnif rétt að okkur. Nú hvíslaði hún og var hás og kom alveg upp að eyranum á mér. — Hefurðu enga byssu, Harvey? — Nei. Úr hinni áttinni-----en það var sama sem á hinu sporinu — heyrðist nú hávaðinnn frá lest, sem var að nálgast. Að minnsta kosti hélt ég að þetta væri á annarri braut — gizkaði upp á það. Ég dró Lydiu milli spor- anna, en svo stillti ég mér upp við stoð og hafði Lydiu fyrir framan mig, en við vorum bæði að nokkru hulin af stoðinni. — Vertu nú róleg, sagði ég. Allt fylltist af drynjandi háv- aða, líkustum þrumuveðri. — Ég heyrði ekki til þín, öskraði Lydia til mín og snerl sér svo að mér og þétt upp aS mér. Nú kom ofurlítil en vax- andi birta frá lestinni, svo að rétt sá framan í hana, en ég laut að henni og kyssti hana. Ekki veit ég, hversvegna ég gerði það þá. Og þá — einmitt í sama and- artaki kom hann handan fyrir stoðina og var kominn til okk- ar og varð svo hissa, að hann hrökk til baka frá okkur, hras- aði, datt, hleypti úr byssunni upp á von og óvon, en datt síð- an í áttina að lestinni, sem kom á fleygiferð eftir göngunum. Þetta gerðist svo snögglega, að allt í einu var maðurinn, sem var að elta okkur — hvor þeirra það var, vissi ég aldrei — dott- inn. Ekki þó undir lestina, held- ur á vagninn og hrökk af hon- um aftur og beint á stoðina, sem við stóðum við, og ég man enn angistarópið, sem hann rak upp og heyrðist gegn um skröltið í lestinni. En ég var þegar kominn al stað með Lydiu. Við gengum yf- ir á hina brautina og hávaðinn og hitinn af lestinni, fjarlægð- ist smám saman og hvarf að lokum. Lestin var komm inn á stöðina. Ég gat séð hana þarna, og mér fannst hún standa 1 halla. Ég þóttist nú viss um, að svo væri ekki, en það var eirvi og göngin væru hlykkjótt og einhversstaðar í þessum göng- um var ræfillinn af einum manni — og svo annar maður einhversstaðai-. Við héldum áfram út í myrkr ið — lengra og lengira. Ég vei* vel, að það er ekki nema mílu- fjórðungur frá því að einum stöðvarpalli sleppir og þangað til sá næsti tekur við, og í birlM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.