Morgunblaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1, FEBRÚAR 1967.
GEORGE BROWN
MESTI FURDUFUGL STJURNMALAMNA
UNDANFARNA mánuSi hef-
ur mikið verið rætt og ritað
um hinn sérstaka og óvenju-
lega persónuleika Georges
Browns, utanríkisráðherra
Bretlands. Eftirfarandi svip-
mynd birtist í bandaríska stór
blaðinu „The New York
Times“ ekki alls fyrir löngu,
undir fyrirsögninni „Frá
bandarískum sjónarhóli" og
er höfundurinn, Anthony
Lewis, yfirmaður fréttadeild-
ar New York Times í Lond-
on. Er hér sagt frá skapgerð-
arduttlungum Browns og frá
bærum hæfileikum hans, sem
stjórnmálamanns.
í skrifstofu utanríkisráð-
hexr-a Breta hangir málverk
af Palmerson lávarði, hinum
mikla nitjándu-aldar stjórn-
mólamanni Margir hafa velt
því fyrir sér 'hver hefðu orð-
ið viðbrögð lávarðsins, ef
hann á einhvern yfimáttúru-
legan hátt hefði getað fylgzt
með samræðum núverandi
utanríkisráðherra og sendi-
herra frá S-Ameríku. Sendi-
herrann minntist eitthvað á
fjölskyldu sína og þá spurði
Brown hvað hann ætti mörg
böm. „Átta“. „Átta?“ ,,í«ér
hafið ekki oft farið úr ból-
inu,“ varð þá utanríkisráð-
herranum að orði.
(Það er varla hægt að
ímynda sér nokkurn mann
jafn gerólíkan hinum hefð-
bundnu virðulegu brezku
stjórnmálamönnum en Georg
Brown. Tilfinningasemi hans,
það, sem honum dettur í hug
að segja og hinn óúíreiknan
lega framkoma hans hefur
vakið furðu og aðdéun allra
Breta. Síðastliðið sumar sat
Brown til borðs með eigin-
konu þekkts evrópsks stjórn-
málamarms í virðulegu kvöld
verðarboði. „I>ér litið dlásam-
lega út frú. Eigum við ek'ki
að stofna. til ástarsambands?
Þegar konan leit undrandi á
hann, hélt hann áfram: „Yð-
ttr hlýtur að hafa verið boðið
upp á sMkt fyrr.“ „Já, en e<kki
á undan súpunni“, muldraði
konan þá,
Þegar Brown var á ferð i
Washington ekki alls fyrir
löngu hélt hann við opinberu
móttökuna þrumandi ræðu
yfir MoNamara varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, um
stríósæsingar í Vietnam. Þeg
ar hann lauk ræðu sinni
augnabliki síðar flýtti hann
sér úr ræðustólnum tifl. Mc
Namara, kyssti hann á báðar
kinnar, sagðist elska stríð og
hóf við hann fjörlegar við-
ræður. Erlendur sendiherra i
London var einu sinni að því
spurður, hvort hann hefði
verið kysstur af George
Brown. „Hefur hann kysst
mig? Brown kyssir mig í
hvert einasta gkipti, sem
hann sér mig“.
títlendingar, sem lenda á
milli tannanna á Brown, eru
ekki alltaf ánægðir. T.d. urðu
Belgar ekkert hrifnir, er
Brown sagði á þingmanna-
fundi Verkamannaflokksins,
þar sem hann var að reyna
að sannfæra flokksbræður
sína um að Bretar myndu eng
in áhrif missa, þó þeir gengju
i Efnahagsbandalagið, að
Paul Henry Spaak hinn mikli
belgíski stjórnmálamaður og
frumkvöðull að samvinnu
Evrópulanda, mætti sín nú
einskis í evrópskum stjórn-
málum.
En maðurinn, sem þannig
móðgaði Belga og aðra stuðn-
ingsmenn sameiningu Evrópu
hefur einnig manna mest bar
izt fyrir því að Bretland verði
hluti þeirrar Evrópu. Þetta
verður að segja til að benda
á að taka verður þennan
sprelligosa blaðanna alvar-
lega. Þeir sem vel til þekkja
segja að hann hafi mest allra
brezku ráðherranna unnið að
því að koma Bretlandi á
markalínuna að inngöngu í
Efnahagsbandalagið. Það var
hann, sem á fyrstu mánuðum
sínum sem utanríkisráð-
herra, sneri andvígum forsæt
isráðherra og stjórn til hinn-
ar miklu stefnubreytingar.
Brown var efnahagsmála-
ráðherra áður en hann t.ók
við embætti utanrfkisráð-
herra og á þeim tíma tókst
honum að stofna tii traustra
banda við helztu forvígis-
menn brezks iðnaðar, sem er
eklki Mtið afrek af meðlimi
Verkamannaflokksins.. Það
býr eldmóður í þessum litla
stærláta manni, sem stundum
tekst að brjótast í gegniun
fásinnuna og dónaskapinn og
gera hann að áhrifamesta
manninum í brezka stjórnar-
ráðinu. Leyndardómurinn við
manninn, sem ekki verður
ráðinn hér, er að vita hvenær
hann hagar sér vel eða móð-
ursýkislega. Heimurinn hafði
tækifæri til að kynnast þessu
brezka fyrirbæri, er Brown
brá sér í skyndiheimsöknir
til Moskvu, Rhódesíu, til að-
alstöðva S.Þ. eða til megin-
landsins til að kanna mögu-
leikana í EIFTA.
George Brown er einn af
mesbu furðufuglum stjórnmál
anna, sem nú er uppi og sá
sem erfiðast er að skrifa um.
Réttsýnn blaðamaður vill
ekki eimblína á sögur um
furðulega hegðun mannsins,
en í þessu tilfelli er ekki víst,
að hægt sé að aðgreina mann
inn sjálfan og sérvitringinn,
sem allur almenningur þekk-
ir.
Óleystar gátur
Við megum vera þakklát
fyrir að í þröngum og leiðin-
legum heimi (stjór-nmál geta
verið jafn niðurdrepandi i
Bretlandi, sem í Bandaríkj-
unum) s&uli fyrirfinnast mað
ur, sem vekur með manni
skemmtilegar spurningar.
Hve mikið af George Brown
er sýndarmennska og hve
mikið er raunveruleiki?
Hvernig varð hann svona? Ef
litið er á hinar mörgu hræði
legu skyssur, sem hann hef-
ur gert, hversvegna er hann
þá uitanríkisráðherra, aðstoð-
arleiðtogi Verkamannaflokks
ins og næst æðsti maðtir
brezku ríkisstjórnarinnar?
George AMred Brown fædd
ist 2. september 1914 í Lam-
beth, sem er verkamanna-
hverfi í Lundúnum. Faðir
hans var vörubílstjóri og einn
af fulltrúum flutningaverika-
manna og brezka Verka-
mannasambandsins.
Umhverfið, sem Brown ólst
upp í var dæmigerð brezk
blanda mótmælendatrúar,
sósíalisma, stjórnmála og
verkalýðsmála. Hann át-ti
þrjú systkini og bjó öll fjöl-
skyldan í tveggja herbergja
ibúð án baðs og salernis, en
borðbæn var þar alltaf lesin
á undan máltíðum. George
hjálpaði ungur föðiur sínum
við verkalýsstörfin, sem m.a.
fólu í sér störf fyrir Verka-
mannaflokkinn. Þegar hann
var átta ára gamall var hann
farinn að dreifa áróðursbæki-
ingum fyrir framtojóðanda
Verkamannaflokksins í kjör-
dæminu.
Brown hætti skólanámi er
hann var 15 ára. Hann vann
um tíma sem skrifstofumað-
ur, og sótfi jafnframt kvöld-
skóla, sem Menntamálaráð
verkamanna rak. Nokkru
seinna gerðist hanin minka-
skinnasölumaður. Margir hafa
álitið hann Gyðing, ef til vill
vegna þess að hann seldi
skinn, eða vegna reynslu
Breta af Disraeli, sem var
álíka furðulegt. Brown er
reyndar kvæntur konu af
Gyðingaættum, en hann er
sjálfur kristinnar trúar, en þó
ekki mjög trúrækinn.
Meðan hann seldi skinnin,
eyddi hann frístundum sín-
um í að halda fyrirlesbra um
sósíalisma á götuhornum.
Einn góðan veðurdag frétti
fyrirtækið sem hann starfaði
hjá af þesisari tómstundaiðju
hans og setti homum stólinn
fyrir dyrnar. Þegar hann var
22 ára gamall fór hann að
starfa sem skrifstofumaður
fyrir verkalýðssamband föð-
uir síns. Tveimur árum síðar
var hann í framboði fyrir
Verkamannaflokkinn í East
Barnett-kjördæminu, en féil,
en hann var nú orðinn þekkt
ur innan Verkamannaflokks-
ins. Árið eftir vakti hann á
sér þjóðarathygli, er hann
réðst harkalega á Sir Stafford
Cripps á ráðstefnu Verka-
mannaflokksins. í fundará-
lykitun var Sir Stafford ávít-
aður fyrir að aðhyllast ýmis
atriði kommúnisma. Það er
athyglisvert að lesa ræðuna,
sem Brown flutti, en í henni
speglast verkalýðehugsjónír
og vantraust á menntamönn-
um, en slí’kit er enn ríkt í
Brown.
Brown settist fyrst á þiug
áirið 1945, er Verkamanna-
flokkurinn vann miikinin sig-
ur og hann var orðinn verka-
lýðsmálaráðherra er flokkar
inn iét af völdum árið 1951.
f skuggaráðuneytinu var
hann varnarmálaráðheTra.
Hann ferðaðist oft til Banda-
ríkjanna og Evrópu og á þess
um ferðalögum bar ætíð á
meðfæddum andkommúnisma
hjá honum. Hann braut fyrst-
ur hina viðurkenndu þagnar
reglu innan Verkamanna-
flokksins og á árunum eftir
1950 gagnrýndi hann oft
kommúnistahreyfingarnar.
Skoðanir hans ollu honum
óvinsældum í vinstra armi
Verkamannaflokksins og þær
óvinsældir haldast enn þann
dag í dag. Það jók ekki á vin
sældir hans, er tiMinninga-
semi hans fékk fyrst opin-
berlega úfcrás í hádegisverðar
boði, sem haldið var til heið-
urs Nikita Krúsjeff, er hann
heimsótti Bretland árið 1956.
Þegar sovézki forsætisráð-
herrann sagði að Bretar
hefðu reynt að hengja naz-
ista um hálsinn á Rússum ár-
ið 1941. Brown varð þá að
orði: „Guð hjálpi þér, Guð
hjélpi þér“. Hávært rifrildi
kom í kjölfar þessara um-
mæla.
Ósigur í Scarborough
Það var árið 1900, að til
hinnar miklu prófraunar kom
milli vinstri og hægri arma
Verkamannaflokksins á ráð-
stefnunni í Scarborough yfir
ályktunarkröfunni um ein-
hliða kj arnorkuafvopnun I
Bretlandi. Brown vildi forða
málsafgreiðslunni en þegar að
henni kom, og tillagan var
samþykkt, stóð hann traustur
við hlið leiðtogans Hugh Geit
skells, er Gaitskell lýsti yfir
því að hann myndi berjast,
berjast og berjast af aleíli
fyrir endurskoðun samþykkt
arinnar. Sama haust varð
Brown varaflokksleiðtogi.
Tveimur árum síðar varð sam
band Brown og Geitskell
þeim fyrrnefnda mikil þol-
raun, er Gaitskell réðsit harka
lega á hugmyndina um inn-
göngu Breta í Efnahagsbanda
lagið.
Skýringa leitað
ósigurinn var óskaplegt
áfall fyrir Brown. Meðal vina
sinna reyndi hann að grafast
fyrir Tim hvað hefði valdið.
Hann hafði verið ruddalegur
gagnvarit mörgum flokks-
bræðra sinna. Hann hafði
leiðst út á braut flausturs og
stóryrða, en hann trúði því
ekki að það skipti nokkru
máli. Hann var viss um að
það væri skartur hans á
menntun. Verkamannaflokik-
urinn hafði með Attlee og
Gaitskell kosið háskólamennt
aða leiðtoga úr milli stétt, og
nú hafði þetta sama snobb
hafnað honum vegna manns,
sem var orðinn kennari við
Oxford aðeins 21 árs að aldri.
Þetta var að hans áliti hin
bitra skýring.
Á næstu mánuðum þróað-
ist þessi biturleiki í tor-
tryggni og jafnvel ofsókn. Að
áliti mangra var Brown óhjá-
kvæmilega á niðurleið innan
flokksins, en einhvern veginn
tókst honum að rétta af. Á
GEORGE BROWN
Brown sat sem þrumulost-
inn, er Gaitskell, þessi hóg-
væri maður, flutti frumstæða
ræðu sina á flokksráðstefn-
unni. Að henni lokinni sitóð
Brown upp með þunga í
hjarta og flutti ræðu, sem
ekki var bein andstaða gegn
flokksleiðtoganum, en gaf
Verkamannaflokknum frjáls-
lyndari stefnu út á við. Þessi
ræða var frábært afrek.
Þegar hér var komið sögu
kom til skjalanna hæfileika-
mikill og tækifærissinnaður
maður, sem heldur var til
vinstri innan flokksins og
keppti við Brown um vara-
flokksleiðtogastöðuna. Þetta
var Harold Wilson, sem ætl-
aði að nota sér andstöðuna
gegn EFTA sér til framdirátt-
ar, en Brown hélt honum 1
skefjum. Nokkrum mánuðum
síðar lézt Gaitskell úr dular-
fulium sjúkdómi og baráttan
um stöðu eftirmanns hans
var á milli Wilsons og
Brown. Frá bandarískium
sjónarhóli virtist Brown lík-
legri til sigurs. Hann var
traustur fylgismaður vest-
rænnar samvinnu, Efnahags-
bandalagsins og hefðtoundinn
ar stefnu, sem þeir Gaitskell,
Attlee og Ernest Bevin höfðu
markað. Hinsvegar var erfitt
að henda reiður á afstöðu
Wilsons til þessarar stefnu,
en engu að síður vann hann
aiuðveldan sigur.
næstu flokfcsráðstefnu steig
Brown í ræðustólinn og héit
þar ioflræðu um forustu-
mennsku Wilsons. Wilson
stökk upp í ræðustólion,
greip í hönd Browns og lyfti
henni. Á þesisu örlagaríka
augnablfki var margt fyrir-
gefið.
Þegar Verkamannaflokknr-
inn vann hinn nauma sigur í
kosningunum 1964 gerði Wil-
son Brown að ráðheara og yf
irmanni nýstofnaðs efnahags-
ráðuneytis. Verkefni þessa
ráðuneytis er að bæta efna-
hagsistöðu Bretlands í heild,
meðan fjármálaráðuneyfið
sér um samningu fjárlaga-
frumvarpsins og hvernig eigi
að bjarga pundinu. Er verka
skiptingin milM ráðuneyt-
anna var Mkust hjónabandi,
þar sem konan lætur eigin-
manninn um að leysa erfiðu
vandamálin, eins og framáíð
Indlands, meðan hún sjálí
sér um að leysa snnávanda-
málin, eins og hvaða hús þau
eigi að kaupa. 1 þessu ráðu-
neyti sýndi Brown þá eigin-
leika, sem að áliti aðdáenda
hans bæta upp skyssurnar
sem hann gerir.
Áhugan ber fyrst að nefna.
í efnahagömálaráðherras'töð-
unni átti hann við að etja
mifcið vandamál, sem var að
finna ein’hverja leið til að
halda niðri verðbólgukaup-
hæ'kkiunum. Hann var alger-
lega á móti hugmyndinni.
Hann vildi þennslu en ekki
Framihald á bls.20