Morgunblaðið - 09.03.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.03.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1967. BÍLALEIGAN FERÐ SfAff 3 4406 Daggjöld kr. 390,00 og kr. 2,50 á ekinn km. SENDU M MAGIMUSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 *iMI 1-44-44 mm/fí Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir iokun 34936 og 36217. f/==*0UJUJÍ/eAM RAUOARÁRSTiG 31 SÍMI 22022 22-1-75 Hópferðabílar allar stærðlr !AhÍAM e i IMGIW.R Fjaðiir, fjaðrablöð, hljóðkútar pústrór o.fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bilavórubúðin t'JÖDRlN Laugavegi 168. — Simi 24180. GÓLFTBPPI VtlLTOH T EPP ADREGLAR TEPPALAGHIR EFTIR MALI Laugavegi 31 - Simi 11822. Barnabækur Kennari skrifar: „Kæri Velvakandi. í nýjasta hefti Menntamála birtist stórathyglisverð grein eftir Sigurð Gunnarsson kenn- araskólakennara. Nefnist hún „Vinnum að bættri skipan á sviði barnabókamennta“ Eins og nafnið gefur til kynna fjall ar greinin um einn þáttinn í skóla- og uppeldismálum okk- ar, sem til þess hefur allt of lít- ill gaumur verið gefinn, lestrar- efni ungu kynslóðarinnar. Nefnd grein er sannarlega þess virði, að hún komi fyrir sem flestra augu. Vegna þess hve Menntamál eru í fárra höndum vil ég, Vel vakandi góður, biðja þig um, að þú fáir Morgunblaðið til að birta umrædda grein. Hún er ekki löng, og tekur ekki allt og mikið rúm í blaðinu. Ég í- mynda mér að höfundurinn mundi fúslega gefa leyfi sitt til birtingar. Kennari". Ég varð mér úti um fyrr- nefnt eintak Menntamála og fékk leyfi Sigurðar Gunnars- sonar til þess að birta greinina hér. Hún er ekki löng, en í henni felst þörf ábending engu að síður. Þegar ég talaði við Sigurð hafði hann orð á því, að Morg- unblaðið hefði stigið stórt skref í þessum málum, er það réði sérstakan ritdómara til þess að fjalla um bækur barna og ungl- inga. Taldi hann, að þar hefðu verið mörkuð tímamót. En hér kemur grein Sigurðar, sem hann nefnir: + Vinnum að bættri skipan á sviði barnabókmennta í fyrsta hefti tímaritsins Heimili og skóli á þessu ári skrifar ritstjóri þess, Hannes J. Magnússon, fyrrum skólastjóri athyglisverða grein, eins og oft fyrr. Fjallar hún um lesefni barna og unglinga og nefnist: „Er vel séð fyrir barnabókum?" Grunntónn greinarinnar er sá, eins og vænta mátti frá þessum merka skólamanni, að benda á og undirstrika, hve mikilvægt það sé, að börn og unglingar eigi kost á góðu og þroskandi lesefni, og að ábyrgir aðilar, sem treysta mætti fullkomlega, gæfu ákveðnar leiðbeiningar í því efni. í öðru lagi bendir greinar- höfundur á þá staðreynd, að þótt mikið sé gefið út af barna- bókum árlega hér á landi, — þær voru víst rétt um áttatíu á síðastliðnu ári, — séu aðeins örfáar eftir íslenzka höfunda. Langsamlega flestar séu þýdd- ar bækur eftir höfunda, sem al- menningur kunni lítil eða eng- in skil á. Víkur greinarhöfundur síðan nokkuð að því, hvaða ástæður muni liggja til þess, að íslenzkir rithöfundar láta ekki meira að sér kveða á þessum vettvangi en raun ber vitni. Og niður- staða hans er sú, að það sé fyrst og fremst vegna þess, að þeir, sem skrifa fyrir börn og ungl- inga, fái harla litla hvatningu frá samtíð sinni til slíkra rit- starfa. Barnabækur séu yfir- leitt ekki taldar til bókmennta á íslandi og barnabókahöfund ar yfirleitt ekki taldjr til rit- höfunda. Loks hvetur greinar- höfundur til þess, að stefnt verði markvisst að því að færa mál þessi í betra horf og verð- laun veitt fyrir góðar barna- bækur. Ef þjóðin vilji eignast góðar barnabækur, verði hún< að hafa viðsýni og skilning til að ala sér upp góða barnabóka- höfunda. >ar sem grein þessa ágæta skólamanns og rifchöfundar fjall ar um mjög mikilvægt efni, sem ég hef áhuga fyrir og oft hugs- að um, vil ég leyfa mér að undir strika efni hennar með nokkr- um orðum hér í tímariti kenn- arasamtakanna, Menntamálum. Það er vissulega kominn tími til fyrir okkur að vinna að auknum skilningi á góðu lesefni fyrir börn og unglinga og skilja hve miklu það skiptir fyrir hverja þjóð, og raunar ómet- anlegt, að eiga góða höfunda, sem skrifa fyrir æskuna. Allir hugsandi menn munu sammála um það, að fátt sé meira um vert í menningarþjóðfélögum nútimans en uppeldi æskunnar. Æskian á að erfa landið og tekur við störfum okkar hinna eldri fyrr en varir. Mjög miklu skiptir, að henni takist ekki verr að leysa af hendi sín verk- efni en okkur, — og helzt nokkru betur. En til þess þarf uppeldi hennar að takast vel, enda er nú öllum ráðamönnum menningarþjóða að verða Ijóst, að. til þess megi ekkert spara. Fjármunir þjóða í þágu æsk- unnar séu á betri vöxtum en nokkur annar höfuðstóll. Með þessi sjónarmið í huga liggur harla ljóst fyrir, hve mikilvægt það er, að lesefni barna og ungmenna sé hollt og gott og sem bezt við þeirra hæfi, og hvílík blessun það er hverri þjóð að eiga höfunda, sem tekst að skrifa slíkt efni. Þetta hafa flestar nágrannaþjóð ir okkar líka skilið fyrir löngu, eins og brátt mun hér frá skýrt. Gegnir hinni mestu furðu, að íslenzka þjóðin, sem réttilega telur sig bókaþjóð og vill vera það, skuli ekki einnig fyrir löngu hafa áttað sig til fulls á þessu mikilvæga uppældisatriði. Er nú sannarlega tími til kom- inn að vaka og kippa málum þessum í viðunandi horf. Það vill svo til, að mér er nú allvel kunnugt um, hvernig mál þessi standa meðal þriggja Norðurlandaþjóða, Nofðmanna, Svía og Dana. Allar þessar þjóð ir skipa barnabókmenntum sin- um mjög háan sess og hafa gert um langt árabil. Hafa þær í því efni tvö grundvallarsjónar- mið í huga: 1) Að örva rithöfunda til að gera sitt bezta fyrir æskuna. í því skyni eru m.a. veitt mörg og há verðlaun, sem afhent eru árlega af ýmsum ráðamönnum þjóðanna við hátíðlegar og fjöl mennar athafnir, þar sem menntamálaráðherra viðkom- andi þjóðar er jafnan viðstadd- ur og flyt'Ur ræðu. 2) Að benda á og mæla sér- staklega með þeim barna- og unglingabókum, sem beztar eru hverju sinni. Til þess að fram- kvæma það verk eru valdir nokkrir úrvalsmenn, og eiga menntamálaráðuneytin m.a. þátt í því vali. Eins og nærri má geta hefur fyrra atriðið feikimikil og ör- vandi áhrif á höfunda að leggja sig sem bezt fram við að skrifa fyrir æskuna. Þeir finna áþreif- anlega, að störf þeirra eru mik- ils metin af ráðamönnum þjóða sinna, ekki síður en verk ann- arra rithöfunda, og að það er til mikils að vinna, bæði fj ár og frama. Fjöldi góðra rithöf- unda meðal grannþjóðanna skrifar því fyrir börn og ungl- inga, og margir nýliðar leggja árlega á brattann og freista gæfunnar. Og þeir leggja sig fram af fremsta megni, því að þeir vita, að til mikils er að vinna. Þannig verður skipan þessara mála og hinn jákvæði skilningur forystumanna á gildi þeirra beinlínis til þess, að nýir höfundar koma fram og brjóta sér margir merka braut á þessu sviði. Síðara atriðið hefur einnig margþætt gildi og þykir sjálf- sögð framkvæmd meðal þjóða, sem hafa vakandi skilning og ábyrgðaætilfinningu í þessum efnum. Ætti í hverjum hugsandi manni að vera harla ljóst, hví- líkt hagræði það er fyrir þá, sem ætla að velja bóða bók til gjafa eða eignar, fyrir börn eða fullorðna, að geta fullkomlega treyst umsögn ábyrgra manna, sem til þess eru kjörnir. Skóla- stjórar og kennarar hafa líka af þessu margþætt not, þegar bækiur eru árlega valdar í söfn skólanna. En eins og mörgum íslenzk- um kennurum er kunnugt, hef- ur nú um langt árabil verið glæsileg skipan á bókasafns- málum skóla á skyldustigi með- al allra þessara þjóða, sem nefndar voru. Samkvæmt fræðslulögum þessara þjóða skal hverjum skóla skylt að hafa sérstakt bókasafn með úrvali góðra bóka fyrir börn og unglinga, ásamt rúmgóðri lesstofu. Er hrein unun að koma í bókasöfn og lesstofur margra skóla meðal þessara þjóða. Og að sjálfsögðu er efst í huga okkar, allra íslenzkra kennara, sem þessu kynnumst, að skylduskólar okkar gætn sem fyrst fengið að njóta þess- arar aðstöðu og aðbúnaðar. Ríki og sveitarstjórnir veita ár lega ríflegar fjárupphæðir til safnanna, skv. lögum. Til að grein þessi verði ekki at löng skal ég nú aðeins að lokum nefna, hvernig fyrir- komulag þessara mála er, nokkru nánar tiltekið, meðal einnar þeirrar þjóðar, sem nefndar voru, Norðmanna. Það er menntamálaráðuneyt- ið og Norsk Lærelag, sem skipa Framhald á bls. 5 ALLTAf FJÖL6AR VOLKSWAGEN Enginn vatnskassi Ekkert vatn, sem getur soðið @ Engar lekar vatnshosur ^ Ekkert ryð Engin vatnsdæla © Enginn frostlögur Engar sprungnar blokkir V.W. 1300 — 50 ha. vél — Kr. 153.800,- V.W. 1500 — 53 ha. vél — Kr. 162.000,- S'imi 21240 HEILDVÍRZLUNIN HEKLA hf Laugavegi 170-172

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.