Morgunblaðið - 09.03.1967, Page 1
32 SIÐUR
54. árg. — 56. tbl.
FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1967
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Andstaða magnast gegn
Mao i SA-Kína
Pekimg, Tókíó og Moskvu, 8. marz, NTB og AP.
í FRÉTT Moskv'U-útvarpsins d gærkvöldi saigði að andstaðan
gegn Mao Tse Tung hefði nú magnazt svo í suð-austurh luta
Kína að jafna mætti til uppreisnar landshlutans gegn leið-
togunum í Peking. Sagði útvarpið að stuðningsmenn Maos,
sem nýverið hefðu komizt til valda í Kiangsi-fylki, hefðu nú
snúizt gegn Pekingstjórninni.
Charle6 de Gaulle Frakklandsíor seti greiðir atkvseði sitt í kosn-
inpnum sl. sunnudag.
tJtvarpsstöð í Kiangsi sagði frá
uppreisninni á mánudag og
fylgdi það sögu þá að skömmu
áður hefðu einnig verið gerðar
uppreisnir gegn Mao í fyikjun-
um Kwantung og Tsínghai og í
borginni Wuhan í Hupei-fylki.
Fregnir frá Tíbet hafðar eftir
Moskvu-útvarpinu iherma að þar
riki enn ólga og andstæðingar
Maos hafi engan veginn verið
brotnir á bak aftur, en frá
Darjeeiing í Indiandi berast þær
fregnir að útvarpið i Dhasa,
höfuðborg Tíbets, hafi 1 dag til-
kynnt miklar breytingar á skipu-
lagi kommúnistafiokksins þar og
miði breytingarnar að því að efla
völd stuðningsmanna Maos.
>á hermir Moskvu-útvarpið
einnig að Kínaher setji nú niður
af mikilii hörku og grimmd and-
spyrnu gegu Mao í mörgum hér-
uðum og nefnir m. a. borgina
Wuhan á bökkum Yangtse-ár,
Szechuan-íylki og fleiri staðL
Ónáð aflétt
I Peking hafa nú margir opin-
berir embættismenn, sem féllu
í ónáð þegar menningarbyltingin
stóð sem hæst, aftur horfið til
starfa sinna í kyrrþey og aiit
virðist nú ganga þar ólíkt skap-
legar til en áður og er einkum
þakkað Chou En-iai forsætisráð-
herra. Á fréttaspjöldum á götum
úti má nú aftur sjá nöfn ýmissa
framámanna sem áður vom
dregnir um götur höfuðborgar-
innar og hæddir á alla lund, lög-
reglumenn og öryggisverðir sem
sviptir voru embættum sínum
hafa heimt þau aftur og gagnrýni
liggur nú að mestu niðri á mörgu
því er áður var haft á oddL
Betra seint en aldrei
Eins og áður hefur verið skýrt
frá, hafa sveitir þjóðvarðliðs
Kína sem eru vopnaðar sveitir
borgara í hinum ýmsu héruðumo
landsins, er hafa eiga það hlut-
verk að vera Kínaiher sjáifum
til trausts og halds ef á reyni, nú
verið hvattar dyggilega til starfa
bæði við landvarnir og vorverk
á ökrum. Þjóðvarðliðinu hefur
Jítt verið hampað til þessa og
fáum sögum fer af hlutdeiid þess
í menningarbyltingunni og telja
sumir að margir þjóðvarðliðar
hafi verið orðnir þreyttir á sinnu
leysi yfirvaldanna um þá og því
sé þessi alda tilmæla til þjóð-
varðliða um allt Kínaveldi runn-
in að Pekingstjórnin viiji tryggja
sér stuðning þeirra áður en o«f
seint reynist.
De Gaulle varar landa
sína við kommúnistum
Paris, 8. marz — NTB —
I»E OAllLLE Frakklandsforseti
lagði í dag óvænt orð í belg
varðandi kosningarnar á sunnu-
•ðag n.k. og lét í það skína aS
lýðræðinu væri hætta búin. ef
kommúnistum vegnaði vel í kos-
ingunum.
1 tilkynningu, sem gefin var
út að Joknum stjórnarfundi i
Frakklandi í dag, sagði De
Gaulle, að á sunnudag, er Frakk
ar gengju til kosninga öðru
sinni, væri í veði stjórnskipu-
Jag Frakklands og stofnanir all
»r. Ekki nefndi forsetinn komra
únista á nafn en kallaði „áhrjfa
mestu aðila í hópi stjórnarand-
stæðinga" og sagði þá ekki draga
dul á fyrirætlanir sínar.
Sautján ráðherrar De Gaulie
taka þátt í annarri umferð kosn
inganna á sunnudag n.k. og eiga
allir við að etja andstæðinga úr
vinstri fiokkunum utan Maurice
Couve de Murville, utanrikisiáð
herra, sem fékk aðeins tæp tvö
þúsund atkvæða fram yfir and-
0 Inrast í flng-
slysi í Pnkistnn
Karachi, 8. marz, NTB — AP —.
1 DAG varð það slys við brú
eina skammt utan við Karachi
að flutningavél af gerðinm Cor-
vair, í eigu fransks flugfélags..
hrapaði þar niður og varð ellefu
manns að bana.
Slysið var fáeinum sekúndum
eftir að vélin hóf sig á loft af
flugvellimum. Var ferð hennar
Framfhald á blaðsíðu 31.
stæðing sinn, Dupont, sem nýt-
ur stuðnings Mi&flokksins, flokks
Lecanuets. >rír ráðiherrar aðrir
en de Murville eru sagðir ugg-
andi nokkuð um sæti sín.
Leiðtogar vinstri manna láta
vel aí kosningunum það sem af
er og sagði Mitterand í sjón-
varpsræðu í gær að vinstri flokk
arnir hefðu samanlagt fengið
1.3 miJljón fieiri atkvæði en
gaullistar si. sunnudag. Mendes-
France lét líka til sin heyra og
hvatti kjósendur til að styðja
vinstri flokkana, þeir einir ættu
nokkra framtið fyrir sér.
>að er þó almennt hald manna
að gaullistar muni fá meirihluta
á þingi eftir sem áður, þótt sum
ir spái þvi að hann verði ekki
eins mikill og fyrr. Sl. sunnu-
dag tryggðu gaullistar sér 68
þingsæti, eins og áður hefur ver
ið frá skýrt í fréttum og at-
kvæðamagn er þeim í hag í 210
kjördæmum öðrum.
Warren-skýrslan
ekki sannfærandi
— segir málgagn Páfastóls
Pofagarði, 8. marz, AP.
MÁLGAGN Páfastóls, „L’Osser-
vatore della Domenica” sem
kemur út vikulega, sagði í dag
aS Warren-skýrslan um morð
Kennedys forseta væri ekki
sannfærandi.
>að var sérfræðingur Páfa-
sitóls í utanríkismálum og erlend
um fréttum, Federico Alessandr-
ini, sem svo komst að orði í
grein eir hann reit um rannsókn
Garrisons saksóknar í New Or-
leans í málinu.
Sagði Alessandrini, að enginn
gæti talið sig vita hvernig í
þessu máli lægi, svo flókið væri
það orðið. Alesandrini kvað
morð Kennedys forseta og allt
því tengt ekki snerta Bandarikja
menn eirwa, heidur menn um all-
an heim og sagði að ekki faeri
hjá því að venjulegu fólki þætti
sem þar hlyti eitthvað að búa
undir sem svo miklu moldvirðí
væri þyrlað upp.
Alessandrini minnti á að atis
hefðu 1S þeirra er á einn eðe
annan hátt hefði mátt bendla
við morðið, horfið á dularfull-
an hátt og taldi ekki óliklegt að
eitthvað nýtt kynni að koma
fram í málinu fyrir tilstilli Garr-
isons saksóknara og rannsóknar
hans og jafnvel að hugsanleg
sönnunargögn kynnu að benda
til samsæris utan Bandaríkj-
anna.
„Warren-skýrslan og niður-
stöður hennar“ sagði Alessandr-
ini, hafa ekki reynzt sanniær-
andi“.
Yfiigripsmikil ræða Jóhanns Hafsteins um heilbrigðismál á Alþingi í gæn
Fjárveitingar til heilbrigiismála
hafa aukizt um allt að 140% f rá '58
— Víðtæk umbótalöggjóf á síðustu árum
— IHargvíslegar nýjungar í stjórnsýslu
í YFIRGRIPSMIKILLI ræðu
í Sameinuðu Alþingi í gær,
gerði Jóhann Hafstein, heil-
brigðismálaráðherra ítarlega
grein fyrir viðhorfum í heil-
brigðismálum og upplýsti
m.a. að fjárveitingar til heil-
brigðismála hafa aukizt um
100—140% frá 1958 til 1967
miðað við verðlag I96ö en á
sama tíma heíur íjölgun þjóð
arinnar verið um 15—20%.
Á þesisiu tímabili hafa fjár-
veitingar til rikisspítala auk-
izt um 139,8%, rekstrarkostn-
aður ríkis&pítala hefur aukizt
um 133,9%, byggingastyrkir
til sjúkrahúsa o>g læknisbú-
staða haía aukizt um 119,4%,
reks.trarstyrkir ti'l einka-
sjúkrahúsa hafa aukizt um
111,9% og re'kstrarstyrkix til
um
heilsuverndarstöðva
109,3%.
Jóhanm Hafstein, ræddi
yfirstjóm heilbrigðismála og
nefndi þrjár leiðir til breyt-
inga á stkipulagi hennar. í
fyrsta lagi stofnun sérstaks
heilhrigðismálaráðuneytis,
sem hanm hefur sjálíur sett
fram hugmynd um, í öðru
Framkald á blaðsíðu 31.
Jóhsuin Bafstein.