Morgunblaðið - 09.03.1967, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MARZ 1967
5
Ýmsar vörur fluttar suður í Straum. (Ljósm.: Marteinn Friðjónsson).
Erlitl að velja
kviðdómendur
Peoria Illinois, 8. marz AP.
TVÆR vikur eru nú liðnar síð-
an byrjað var að leita að kvið-
dómendum til að fjalla um mál
Richards Specks, mannsins, sem
ákærður er fyrir morðið á hjúkr
unarkonunum átta í Chicago á
sl. ári. Enn sem komið hafa að-
eins fjórir verið valdir af 261,
sem til greina hafa komið. Flest-
ir þeirra, sem rætt hefur verið
við hafa lýst sig andvíga dauða-
refsingu og því ekki komið til
greina. Ennfremur hafa þeir
verið spurðir hvort þeir eða ætt-
ingjar þeirra væru á einhvern
hátt starfandi við sjúkrahús. Er
allt gert til að fyrirbyggja hlut-
i drægni kviðdómenda.
RÁÐNINGASTOFA HLJÓMLISTARMANNA Æ
Óðinsgötu 7 — Sími 20255 fp
) \ ^
Opið mónud.-fimmtud. 2-7, föstud.-laugard. 2-5 >' 's
Framkvæmdirnar við
Straum að hefjast
FARIÐ er að sjást breyting á
staðháttum við Straum, en þar
hafa stórvirkar vinnuvélar hafið
framkvæmdir við fyrirhugaða ál-
verksmiðju. Enn er þó aðeins
unnið að ýmiss konar undirbún-
ingsvinnu og hafa framkvæmdir
við álverksmiðjuna sjálfa enn
ekiki ihafizt. Komnar eru á stað-
inn stórvirkar vinnuvélar frá
Hochtief, sem er þýzkt verktaka-
fyrirtæki.
Samkvæmt upplýsingum Hall-
dórs H. Jónssonar, arkitekts,
stjórnarformanns íslenzka álfé-
lagsins (ísal), var vélunum skip-
að upp úr flutningaskipi í Hafn-
arfirði síðastliðinn föstudag og
voru þær fluttar suður eftir sam-
dægurs.
Fyrsta stig framkvæmdanna er
að slétta landið undir tilvonandi
byggingar og verða gerðir eins
konar stallar, sem liggja munu
samsíða Reykjanessbrautinni og
munu byggingarnar reistar á
þeim. Áður en hafizt verður
handa með að slétta grunnana
undir byggingarnar verður þó
byggt íveruhús fyrir starfsfólk,
mötuneyti og svefnskála.
Halldór H. Jónsson sagði, að
áætlað væri, að lokið yrði við að
slétta landið í júní næstkomandi
og myndi þá hafizt handa um
byggingu álverksmiðjunnar.
Varningurinn kominn á áfangastað.
BLAÐBURÐARFÓLK
t EFTIRTALIN HVERFI:
VANTAR
Túngata
Baldurgata
Lambastaðahverll
Talið við afgreiðsluna, sími 22480
-ag 1 ..ar -a g.—-xe
Ileildveizhm
óskar að ráða stúlku til skrifstofustarfa hálfan dag-
inn. Tilboð sendist afgr. Morgunblaðsins merkt:
„8244“.
- VELVAKANDI
Framhalds af bls. 4
menn þá, sem dæma barna- og
unglingabækur fyrir almenning
og skólabókasöfn.
Verðlaunin, sem barnabóka-
höfundum eru veitt þar í Iandi,
eru tvenns konar. Menntamála
ráðuneytið veitir önniur. Það
eru þrenn verðlaun, sem nema
fimm, þremur og tveim þúsund
um norskra króna. Hin verð-
launin veita norsk forlög, ýmist
ein eða í sameiningu, og eru
þau mun hærri. Þessi forlög
hafa veitt verðlaun undanfarin
ár: Asohehoug, Damm, Noregs
Boklag (verðlaun þess á síðast-
liðnu ári voru kr. 17.000,00
norskrar) — og einnig Norsk
Kulturfond. Verðlaunaaf'liend-
ing fer ætíð fram með hátíðleg-
um hætti.
Hér hefur stuttlega verið vik
ið að aðkallandi nauðsynja-
máli, sem bókaþjóðin islenzka
getur ekki lengur verið þekkt
fyrir að láta reka á reiða. Ég
treysti kennarastéttinni bezt að
vinna sem fyrst að framgangi
málsins. Ég skora því að lok-
um á stjórnir kennarasamtak-
anna stórnð S.Í.B. og L.S.F.K.,
sem standa að þessu riti, að
kjósa sem allra fyrst nefnd,
sem vinni að viðunandi lausn
þessa mikilvæga máls æsku ís-
lands til aukins þroska og bless
unar.
AÞENA, 7. marz, AP — Aþenu
háskóla var lokað í dag um ó-
ákveðinn tíma að skipan háskóla
ráðs vegna deilna við grísku
stjórnina og eru nú 20.000 háskóla
stúdenta á lausum kili og hafa
enga fýrilestra að sækja að sinni.
Deilur háskólaráðs og stjórnar-
valda byggjast á því að settur
forsætisráðherra Grikklands,
Ioannis Parskevopoulos hefur
neitað að undirrita tilskipan
menntamálaráðherra síns, Theo-
dorakopoulos, um að skipta skuli
lagadeild háskólans í tvennt.
NÝJA RAMBLER LÍNAN í ÁR HEITIR REBEL — TEKUR VIÐ AF CLASSIC
SKOÐIÐ HINN STÓRGLÆSILEGA REBEL 4RA DYRA SEDAN í DAG OG NÆSTU DAGA
ÁSAMT ÖÐRUM RAMBLER TEGUNDUM OG FESTIÐ KAUP FYRIR SUMARIÐ!
ATH.: HÖFUM MIKIÐ ÚRVAL NÝLEGRA, NOTAÐRA RAMBLER BÍLA, SEM TEKNIR HAFA
VERIÐ UPP í NÝJA MEÐ SÉRSTAKLEGA H AGSTÆÐUM GREIÐSLUKJÖRUM. EINNIG MIKIÐ
ÚRVAL ANNARRA TEGUNDA. OPIÐ í DAG OG FÖSTUDAG TIL KL. 7 E.H. LAUGARDAG TIL
KL. 6 E.H. OG SUNNUDAG KL. 2 TIL 6.
RAMBLER UMBOÐIÐ
JÓN LOFTSSON H F.
HRINGBRAUT 121 — SÍMI 10600 OG 10606.