Morgunblaðið - 06.04.1967, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.04.1967, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1967. Karjalainen, utanríkisráðherra Finna í viðtali við Mbl.: Aðild Færeyja og Álandseyja að Norðurlandaráði aðskild mál — Ehrnrooth, þingmaður Sænska þjóðarflokksins, telur mólið eitt og hið sama Helsingfors, 5. apríl. Frá Styrmi Gunnarssyni, blaðamanni. í VIÐTALI við Morgunblað- ið í dag gerði Karjalainen, utanríkisráðherra Finnlands, grein fyrir afstöðu Fiinna til aðildar Færeyja að Norður- landaráðinu. Hann sagði: — Sjónarmið okkar er, að hér sé fyrst og fremst um innanríkismál Dana að ræða. Við fyrstu sýn virðist manni, að þeir eigi að leysa þetta mál innan sinnar eigin sendi- nefndar með aðild fulltrúa Færeyja að henni. Nú hafa Danir lagt til, að Færeyingar verði meðlimir í ráðinu. Við getum athugað þann mögu- leika. í því sambandi kem- ur ýmislegt til greina. f fyrsta lagi, að Færeying- ar verði áheyrnarfulltrúar, í öðru lagi, að þeir verði áheyrn arfulltrúar með málfrelsi, en ekki atkvæðisrétt. Slíkt mundi krefjast breytinga á samþykktum ráðsins. Áður en við getum haldið áfram á þeirri leið, verðum við að undirbúa málið og athuga þá möguleika, sem fyrir hendi Nú hefur hins vegar verið ákveðið, að málið verði tek- ið upp hjá ríkisstjórn land- anna. — En hvað um stöðu Álandseyja? — Álandseyjar eru finnskt innanríkismál á sama hátt og Færeyjar eru danskt innan- ríkismál. Við teljum, að hér sé um tvö aðskild mál að ræða — sagði Karjalainen, ut anríkisráðherra Finna. Georg Ehrnrooth, þingmað ur fyrir Sænska þjóðarflokk- iinn lýsti því hins vegar yfir í viðtali við Mbl. í dag, að mál þetta hefði verið rætt í finnsku sendinefndinni á Norðurlandaráðsfundinum og væri hún sammála um, að Álandseyjum bæri sams kon- ar aðild og Færeyjum. Hann sagði, að hér væri uim sama mál að ræða og ef Færeying- ar fengju aðild að Norður- landaráði, yrðu Álandseyjar einnig að fá hana. . Álandseyjar fengu heima- stjórn 1921, sem Þjóðabanda- lagið gamla tók ábyrgð á. Þær hafa eigið landsþing og eigin fána, sem er eins og hinn íslenzki, að öðru leyti en því að krossinn er gulur í stað þess að vera hvítur. Ehrnrooth sagði, að Álands- eyjar hefði ekki sett opinber- lega fram óskir um aðild að Norðurlandaráði, en að full- trúi þeirra í ríkisþinginu finnska fylgdist af áhuga imeð Færeyjamálinu og á- Ahti Karjalainen, utanríkisráðherra hugi væri mikill á Álands- eyjum á beinni þátttöku í starfi Norðurlandaráðs. Þingmaðurinn kvaðst telja það eðlilega lausn, að Færeyj ar og Álandseyjar fengju að- ild með atkvæðisrétt um þau mál, sem þau snerta sér- staklega. Því má bæta við, að íbúar Álandseyja munu vera rúm- lega 20 þúsund talsins. Nýtt skref Norðurlandca í Kennedy- viðræðum? Genf 5. apríl, NTB. — Viðræð- umar milli Norðurlanda og aðildarríkja Efnahagsbandalags Evrópu um tolialækkanir, sem eru iiður í Kennedyviðræðunum svonefndu, hafa í dag einkennzt af alvöru og vonieysi og árangur reynzt harla lítill. Þó mun hafa náðst samkomulag í grundvallar- atriðum um nýjar reglur til að sporna við óréttmætum undir- boðum, (dumping) auk þess sem sendinefnd Norðurlandanna lagði fram nýjar tillögur, sem að sögn talsmanna norrænu sendinefnd- arinnar hafa það væntanlega í för með sér. að viðræðumar geta tekið nýja stefnu. Eftir þvf, sem næst verður komizt hjá nefndarmönnum, eru tillögur þessar í raun og veru uppkast að tvíhliða samningi milli Norðurlandanna og Efna- hagsbandalagsins um gagnkvæm- ar tollalækkanir. Þar með er svokallað „aðvörunarlistakerfi" látið lönd og leið en með „að- vörunarlistum", er átt við lista yfir tilboð um tollalækkanir. sem sjálfkrafa yrðu dregin til baka, ef mótaðilinn byði ekki sams- konar lækkanir Fram að þessu hefur afstaða Norðurlandahna byegzt á þessu kerfi. Að sögn nefndarmanna hafa þessir listar gegnt sínu hlutverki að nokkru leyti. Þeir hafa orðið til þess að knýja fram betri til- boð af hálfu Éfnahagsbandalags- ins en ella — en nefndarmenn telja nú , að viðræðurnar geti S/jow laus gegn 10.000$ fryggingu New Orleans, 5. apríl. AP-NTB. AÐ loknum fjögurra mínútna réttarfundi í New Orleans í dag Iýsti kaupsýslumaðurinn Clay L. Shaw því yfii að hann væri saklaus af þeirri ákæru að hafa tekið þátt í samsæri um að myrða John F. Kennedy Banda- ríkjaforseta Var réttarfundi síð- an frestað til 5. maí nk. en með- an verður Shaw laus gegn 10.000 dala tryggingu . —■ Humprey Framhald af bls. 1 i’æðufundum Kiesingers og Humphreys, báðum löngum. Ekkert var uppskátt látið eftir fund þeirra í dag um það hvað þar hefði borið á góma. Er Kies- inger ávarpaði Humphrey og bauð hann velkominn, sagði hann að V-Þjóðverjar myndu aldrei gleyma því, sem Banda- ríkjamenn hefðu gert fyrir Evr- ópu með Marshall-áætluninni. Hann kvað samband V-Þýzka- lands við Bandaríkin hafa orð'.ð æ nánara síðustu tvo áratugina og vinátta landanna hefði runnið sitt reynsluskeið en V-Þjóðverj- ar myndu einskis láta ófreistað til þess að sú vinátta mætti enn aukast og eflast. Clay L. Shaw, 54 ára að aldri, var handtekinn 1. marz sl. eftir að Jim Garrison, ríkissaksóknari í New Orleans hafði kannað morðmálið upp á eigin spýtur. Garrison heldur því fram, að Clay haf: haft samvinnu við Lee Harvey Oswald og flugmanninn Ddvid W Ferrie, um að myrða Kennedy forseta. Ferrie fannst látinn nokkrum dögum eftir að vitnaðist að Garrison tengdi hann við málið. Shaw hefur stað fastlega neitað að hafa verið við málið riðinn. Þá berast þær fregnir frá Houston í Texas, að Norman Hooten, fyrrum lögreglumaður í Dallas hafi sagt af sér starfi vegna ágreinings við yfirmann sinn. Singleton að nafni. Hoote.n var fangavörður í ríkisfangels- inu í Dallas, meðan Jack Ruby sat þar fyrir morðið á Lee Har- wey Oswald — og segir hann að Ruby hafi látið ýmislegt upp- skátt við sig varðandi morðmál- ið sem hann ætli nú að taka sam an í bók Þessi fyrirhugaða bók segir Hooten að hafi orðið mis- klíðarefni sitt og Singletons — hafi yfirmaðurinn sagt, að hann hefði ekkert við það að gera að skrifa bók né blanda sér á nokk- urn hátt í mál þetta. nel- hótunum ekki áfram byggzt á svo kvæðum atriðum sem og aðvörunarlistum. Þessar nýju tillögur, þar sem gert er ráð fyrir, að fram komi öll tilboð og gagntilboð, má því telja nýtt jákvætt skref í við- ræðum þessum. Norðurlöndin hafa nú látið Efnahagsbandalag- inu í té nákvæman lista yfir þær tilslakanir, sem þau telja sér fært að gera og jafnnákvæman lista yfir þær tilslakanir, sem þau vænta frá Efnahagsbanda- laginu . Ekki er vitað, hvernig fulltrú- ar Efnahágsbandalagsins taka þessum nýju tillögum, þar eð þær hafa svo nýlega borizt þeim í hendur. Hinsvegar segir í skýrslu sem í dag var birt hjá bandalaginu, um Kennedy-við- ræðurnar fram til þessa, að bandalagið eigi að halda fast við afstöðu sína, eins og hún er nú og hvika ekki frá henni í neinum meiri háttar atriðum. er upp kunna að koma í viðræðunum. Segir i skýrslunni, að fulltrúar Efnahagsbandalagsins, hafi orð- ið fyrir vonbrigðum vegna af- stöðu Norðurlandanna. en ráð- herrafundur bandalagsins hafi heitið því að taka til nákvæmr- ar at.hugunar þau vandamál, er Norðurlöndin telji skipta mestu máli, það er að segja, svo fram- arlega sem Norðurlöndin falli frá öllum hótunum um að draga til- boð sín til baka. Forseti Póllands heimsækir páfann Rómaborg, 5. apríl — AP-NTB FORSETI Fóllands, Edward Ochab, kemur til Rómaborgar á fimmtudag í þriggja daga op- inbera heimsókn. Er búizt við, aS hann gangi á fund Páls páfa VI áður en heimsóknlnni Jýkur og er mikils vænzt af þeim fundi í Páfagarði, þar sem bjart sýni er ríkjandi um að sam- skipti kaþólsku kirkjunnar og pólsku ríkisstjórnarinnar kunni að batna. Er vonast til þess, að þessi fundur forsetans og páf- ans verði grundvöllur til lausn- ar þem deilum, sem verið hafa með kaþólskum og kommúnist- um sl. tuttugu arin. Ekki hefur verið skýrt opin- berlega frá fundi þessum í Rómaborg, en iregnin höfð eft- ir góðum heimildum í Páfa- garðL Ochab verður annar kommúnistaleiðtoginn, sem Páll páfi hittir á skörnmum tíma, — hann ræddi við forseta Sovét- ríkjanna, Nikolai Podgorni, í janúar sl. Gosport, Englandi, 5. apríl AP. • Mountbatten, lávarður var í dag skorinn upp við kviðsliti í sjúkrahúsi flotans. Líðan hans er, að sögn lækna, góð eftir at- vikum. Mál Svetlönu fyrir indverska jbingið Samband rikrs og kirkju 1 Póllandi hefur heldur skánað að undanförnu. Hefur páfi sent einn sinn helzta samningamann Agostino CasjroJi, til Varsjár til þess að kanna möguleika á var anlegu samkomalagi. Hefur Cas areli verið nokkrar vikur í Pól- landi en fer /æntanlega aftur til Rómar inn?n skamms. Páll páfi fékx ekki að heim- sækja Póllar.d í tilefni nátíða- haldanna, sem þar voru vegna þúsund ára afmælis ríkis og kirkju. Var ástæðan ágreining- ur milli stjórnar kommúnista- flokksins og kaþólska kardínál- ans Stefans Wyszynski. Hann hefur spyrnt opinskátt gegn öll um tilraunum kommúrista til þess að auka áhrif sín í trúar- lífi landsins og hefur sjálfur öfl ugan stuðning meðal þjóðarinn ar. Páfi hefur lagt til að sér- stakur sendiboði kirkjunnar setj ist að í vestur og norðurhéruð- um Póllands, — héruðum sem komu í hluti Pólverja eftir heimsstyrjöldina, en sú hug- mynd hans er kommúnistastjórn inni sár þyrnir í augum. Nýju Delhi, 5. apríl NTB. Viðskiptamálaráðherra Ind- lands, Dinesh Singh, sagði, fundi í indverska þinginu í dag, að Svetlana Stalínsdóttir hefði aldrei farið þess á ieit við hann, að hlutast til um að hún fengi landvist í Indlandi. Svetlana, sem var gift frænda Singhs, dvaldist með fjölskyldu hans, áð ur en hún fór tii Sviss. Singh var að svara gagnrýni stjórnarandstöðunnar vegna máls Svetlönu, sem andstaðan taldi að stjórnin hefði ekki fjallað skynsamlega um. Var skorað á bæði Singh og Indiru Gandhi, forsætisráðherra, að segja af sér vegna máls þessa. Borin var fram tillaga um að sérstakri nefnd yrði falið að kanna framkomu þeirra í málinu — en sú tillaga var felld við atkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaðan byggði gagn rýni sína á bréfi, sem sósíalista- leiðtoganum, Ram Manohar Lohia, barzt frá Svetlönu, en þar sagði hún, að Dinesh Singh hefði tjáð sér að henni yrði ekki leyft að dveljast í Indlandi vegna fyrirsjáanlegrar andstöðu Sovót- stjórnarinnar. Utanríkisráðherrann, Chagla sagði að Svetlana hefði aldrei óskað hælis í Indlandi — en slíkri málaleitun hefði án efa verið vinsamlega tekið. — Aden Framhald af bls. 1 Verkalýðsfélögin, sem í dag skárust úr leik, voru félög oiíu verkamanna, liafnarverka- manna og bankastarfsmanna. Er viðbúið að afstaða þeirra verði til að kynda undir eldum ósam- komulagsins milli NLF — þjóð lega frelsisfylkingarinnar og FLOSY, sem eru samtök þau, er Egyptar styðja til að freisa suðurhluta Jemen. FLOSY haíði krafizt þess, að verkfallið yrði í sex daga. Frá þvi á sunnudag hafa 5 arab ar verið drepnir og meðal þeirra er einn af foringjum FLOSY, Haide Shamshair og var hann grafinn við hlið þriggja sona annars forystumanns samtak- anna, sem skotnir voru til bana á heimili föður síns fyrir nokkr um vikum. Á legstein Shams- hair var letrað nafn banamanns hans sem sagður er frá NLF og hefur talsmaður FLOSY lýst því yfir, að tíu menn frá NLF verði drepnir í hefndarskyni fyrir morð Shamshairs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.