Morgunblaðið - 06.04.1967, Side 20
20
MOHGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1967.
HARÐPLAST
INNRÉTTIIMGAR
L I T A V A L
H. BENEDIKTSSON, H F.
Suðurlandsbraut 4
Fyrir
ferminguna
unglingaskrifborð, skatthol,
kommóður, svefnbekkir,
speglakommóður, o.m.fl.
KVIKSJÁ — — — — —k- FRÓÐLEIKSMOLAR
Eitt lengsta stríö í Evrópu mæltu afnámi frelsislöggjafar- af æðstu mönnum ríkisins og verið saman af hreinni tilvilj-
byrjaði með því að annar flokk iinnar, sem keisarinn hafði ritara kastað út um gluggann un undir glugganum. En þetta
nrinn lét kasta foringjum hins komið á í trúmálum. Rökræð- — 17 metra niður. Þeir sluppu „giuggaútkast" í Prag varð
flokksins út um gluggann. Þetta unum lauk með því, að einn af á lífi, þar sem þeir féllu of- upphafið á Þrjátíu ára stríöinu
átti sér stað, þegar mótmælend- mótmælendunum kallaði „út an á rusl, sem safnað hafði í Evrópu.
ur í Prag 23. maí árið 1618 mót- með hann“, og var þá nokkrum
— Benedikt
Framhald af bls. 18.
mundi núna, ef hann faefði lifað.
Benedikt var það sérstaklega
lagið að byggja upp þrek þeirra,
sem hann þjálfaði. Hann taldi
það líka fyrsta skilyrði, sem upp
fylla bæri, að menn loftuðu
sjálfum sér, yrðu nógu þrek-
miklir, þó kæmu afrekin í kjöl-
farið.
Og þá ber að minnast allra
snúninga hans og snatts fyrir
deildina og einstaka félaga.
Hann lagði sig í líma til að ungl-
ingarnir kæmust til starfa sér til
þroska, en sem jafnframt gæfu
þeim tómstundir til æfinga.
Trúnaðarstörf öll, sem á Bene-
dikt hlóðust, yrði of langt mál
að telja öll, sömuleiðis ritverk
hans, sem þó urðu ekki jafn mife
il að vöxtum og æskilegt hefði
verið vegna hinnar ágætu þekk-
ingar hans og reynslu á ílþrótta-
mál-um.
Heiðursviðurkenningar hlaut
hann margar fyrir störf sín, en
þó mun honum hafa þótt vænzt
um, þegar honum var veittur
styrkur úr Vísindasjóði til þrek-
rannsókna þeirra, sem hann var
hér brautryðjandi um.
Benedikt Jakobsson var tvl-
giftur. Fyrri kona hans (1932)
var Vivian Signe Aurora, dóttir
Ottos Holm, stórbónda í Uppsöl-
um í Svíþjóð. Varð þeim fjög-
urra mannvænlegra bama auð-
ið: Ingunnar Brynhildar. sem
gift er Gunnari Franzén, verk-
fræðingi í Stokkhólmi, Elínar
Solveigar. fconu Jóhannesar
Vestdal, stórkaupmanns í Rej'kja
vík, Þóris Jakobs Gunnars, sem
er að ljúka námi I verfcfræði og
eðlisfræði í Stokklhólmi nú á
þessu vori, og Hallgríms, sem
nemur læknisfræði við Háskóla
íslands og kvæntur er Guðrúnu
Jörundsdóttur.
Seinni kona Benedifcts tarð
19öl Gyða Erlendsdóttir húsa-
meistara Erlendssonar. Á hón
þrjár dætur uppkomnar af fyrra
hjónabandi, Sigríði Steinu, sem
gift er Gunnari Jónssyni, arki-
tekt, Þórdísi og Sigríði Báru
Rögnvaldsdætur. Gekk Benedikt
þeim í föður stað og reyndist
þeim í hvívetna hið bezta. Börn
þeirra Benedikts og Gyðu eru
Ragnheiður Lilja, sem fermd var
sunnudaginn eftir lát föður síns,
og Benedikt.
Er fjölskyldu hans allri að
sjálfsögðu sárastur harmur
kveðinn við hið snögga fráfall
Benedikts, enda þótt það hafi
mörgum öðrum orðið mikil
missa og víða sé þar nú skarð
fyrir skildi sem Benedikt hlífði
áður.
En það er huggun harmi gegn,
að þeir einir geta mikið misst,
sem mikið hafa átt, og eftir lif—
ir minningin um góðan eigin-
mann og góðan föður og vissan
um endurfundi.
Guð blessi minningu þessa
látna vinar mins.
ÞS.
t
Ég þekkti Benedikt Jakobs-
son fimleikaþjálfara um 20 ára
skeið. Kynni okkar urðu slífc,
að við ákváðum að minnast upp
hafs þeirra hátíðlega í Buenos
Aires næsta ár. Af því verður
ekki héðan af, en ég mun gera
það með sjálfum mér.
Hamborg 5/4 ’67.
Pétur Ólafsson.
Afli
Ólafsvíkurbáta
Ólafsvík, 4. apríl.
AFLI Ólafsvíkurbáta frá 16. 3.
til 31. 3. var 1642 lestir, en heild-
araflinn frá áramótum til 31. 3.
er 3845,5 lestir í 474 róðrum.
Á sama tíma í fyrra var afl-
inn 5346 lestir. Hæstu bátar nú
eru Steinunn með 485.6 lestir í
41 róðri, Jón Jónsson með 390
lestir í 39 róðrum og Valafell
SH 227 með 374,7 lestir í 40
róðrum. Hæsti bátur í fyrra var
á sama tíma með 630 lestir.