Morgunblaðið - 06.04.1967, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1967.
+
UNDIR
VERND
— Sá kvenmaður gæti aldrei
«lskað aðra en sjálfa sig, sagði
Agata. — En hún hefur veað
slungin. Hún hefur leikið vafn-
ingsjurtina, svo að ekki verðor
betur gert....... veslingurinn,
sem ihefur engan karlmann til
að vernda hana, og er einmana
og yfirgefin í heiminum. Karl-
menn eru svoddan vitleysingar,
að þeir skilja ekki. að kona, ssm
elskar þá, er of stolt til að
'hegða sér þannig. Hefði það ba-a
verið einhver betri kona en
þetta...... Röddin dó út, og
hún þagði stundarkorn. — En
það gerii nú ekki til héðanaf,
sagði hún hörkulega. — Mér þyk
ir fyrir þessu þín vegna, Lucy,
en þú hefðir átt að geta séð,
hvað þessi kvenmaður hafðist
að, og orðið fyrri tiL
Lucy biýndi röddina og sagði:
— Ég færi nú aldrei að grípa
til slíkra ráða, Agga, Ef Don,
sem hefur þekkc mig í öll þessi
ár, veit ekki betur, þá......
— Karlmenn vita ekki neitt
fyrr en skellur i tönnunum, tók
Agata fram L
— I>að er þá satt, sagði Paula
og röddin skalf Ég heyrði ein-
hvern ávæning af þessu í þorp-
inu, en vildi bara ekki trúa því.
Ég gat beinlínis ekki trúað því.
Hvernig gat hann Don..........
— Jú, þau eru víst harðtrú-
lofuð, sagði Agata. — Don leit
hérna inn í dag og sagði henni
mömmu þinni frá því.
Paula sagði ekkert en þrýsti
móður sinni fastar að sér.
— Vitanlega lét hún mamma
þín ekki á neinu bera við hann,
hélt Agata frænka áfram.
~ Nei auðvitað! sagði Pauia
hvasst. — Heldurðu ekki, að ég
viti það?
— Jú, hún er nógu vitlaus til
þess, fevæsti Agata Redmond. —
Ef hún hefði sýnt honum nokk-
ur af þessum tárum sínum, í stað
þess að eyða þeim á okkux,
hefði hann sennilega fallið í
faðm henni, og gert sér ljóst
hvaða bölvaður glópur hann
hefði verið, og losað sig við þenn
an kvenmann, jafnvel þó feann
hefði orðið að kaupa hana af sér.
Nei, en það gát henni mömmu
þinni ekki dottið í hug! Ég var
í sömu fordæmingunni fyrir
möigum árum og hagaði mér
jafn vitiéysislega, og hef ég
kannski ekki séð eftir því æ síð-
an? Og það var ekki trútt um, að
Agga frænka viknaði.
Paula glápti & hana. Aldrei
hafði hún heyrt frænku gömlu
sleppa sér svona. Og svo sá hún,
sér til enn meiri furðu, tár í aug
um hennar.
—• Við konurnar, sem getum
elskað, bíðum alltaf lægri hlut,
sagði ungfrú Redmond, lágt.
— Nei, nei, æpti Paula í ákafa
æskunnar —■ þú meinar þetta
ekki, Agga frænka. I>að hljóta að
vera til karlmenn, sem skilja..
— Já, þú hefðir víst haldið,
að Don Wainwright væri einn
þeirra, er ekki svo? sagði Agata.
En Lucy Redmond stóð upp
og sagði með rólegum virðuleik:
— Við skulum ekki tala um
þetta jneir. Þetta er búið og
gert. Ég ætla ekki einu sinni
sjálf að hugsa um það framar.
Næstu daga hlaut Paula að
dást að móður sinni meir en
nokkru sinni áður, og aumka
hana um leið. Lucy Redmond
tók til við góðgjörðastarfsemi
sína og nefndarstörf, rétt eins
og Don hefði aldrei verið til.
Meira að segja brosti hún. Paula
fannst hún alltaf vera brosandi,
en augu hennar brostu ekki og
með degi hverjum urðu kinn-
arnar fölari og grannvaxinn lík-
aminn grennri, og skuggar, sem
báru vott um andvökur, tóku að
sjást undir augum hennar.
«— Þú þarft að komast eitt-
hvað burt, Lucy, sagði Agata
frænka upp úr eins manns hljóði
við morgunverðinn ,einn daginn.
Þér þýðir ekkert að steinþagna
í 'hvert sinn, sem ég minnist á
þetta. Það er heldur engin
ástæða til að gera sjálfa þig að
píslarvotti, og kannski verða
gömul þegar þú átt lífið hálft
etfir ólifað. Ég veit, að þú ert að
reyna að leika hetju, en ef ég
má segja meiningu mína, þá er
það ekki annað en heimskan
einber að vera hérna áfram.
Komdu þér eitthvað burt og
reyndu að losa þig algjörlega
við þennan mann. Hvers vegna
n •:••:••:••:••:••:••:••:••:••:
**• **• •*« **• •*« **♦ «*
heimsækirðu ekki frændfólk
þitt í Kanada, sem alltaf er að
bjóða þér heim?
Án þess að líta á móður sína,
sagði Paula: — Já, mamma,
hversvegna ferðu ekki þangað?
Þú hefðir gaman af því. Þú veizt
sjálf, að pig hefur alltaf langað
að koma til Kanada.
Þ3 varð ofurlítil þögn og þá
gaf Lucy Redmond frá sér eitt-
hvað, sem átti að vera ofurlítill
hlátur.
•— Það mundi nú líta út eins
og ég væri að flýja. Nei, hér
verð ég kyrr. Hafið engar
áhyggjur af mér.
En svo fór það nú samt, að
viku seinna var hún búin að
panta sér far til Kanada. Og það
var Don að kenna eða þakka.
Hann taldi hana á þetta á sinn
klaufalcga hátt, eins og karl-
mönnum er títt.
Lucy hafði hert sig upp í það
að láta eins og ekkert væri, þó
að hún sæi Marion hangandi á
armi Dons við öll hugsanleg
tækifæri. Hún hafði hvað eftir
annað lokað ejrrunum, þegar
hún heyrði Marion segja í heyr-
anda hljóði:
— Já, vitanlega erum við ham
ingjusöm. Guðdómlega ham-
ingjusöm! Don segir, að hann
hafi aldrei vitað fyrr en nú,
hvað það er að vera hamingju-
samur. Já. við ætlum að gifta
okkur fljótlega. Don segir, að
hanr, þoli alls ekki að bíða með
það. og auðvitað samþykki ég
allt, sem Don segir eða stingur
uppá. Þetta er svo yndislegt, eft
ir alla þessa löngu og dimmu ein
verumánuði að hafa sterkau
mann eins og Don til að styðj-
ast við.
Já, Lucy hafði lokað eyrun-
um fyrir þessu, en hinsvegar
þoldi hún ekki þegar Don sagði
einn daginn:
— Sjáðu til, Lucy, þú ert þó
ekki að forðast mig? Ég gæti
ekki hugsað mér að missa algjör
lega af þér. Getum við ekki hald
ið áfram að vera vinir — virki-
Eitthvað sérstakt?
Hefi fengið í viðbót annan skreytingar-
meistara. Getum við því bætt við okkur
„blómaskreytingum“
á körfum,
brúðarvöndum,
< flösku og alls konar
pakkaskreytingum
borðskreytingum
við öll tækifæri.
Kransar og krossar.
Blóma- og gjafavöruverzlun,
Michelsen
Suðurlandsbraut 10, sími 31099.
VÖRÐUR FUS
AKUREYRI
KVÖLDVERÐARFUNDUR
Föstudagskvöld, 7. apríl, kl. 19,30 efnir Vörður til kvöldverðar-
fundar í Sjálfstæðishúsinu (uppi). Gestur fundarins verður
Pétur Bjarnason, verkfr. og talar hann um VÆNTANLEGAR
DRÁTTARBRAUTARFRAMKV ÆMDIR Á AKUREYRI.
STJÓRNIN.
lega góðir vinir, eins og áður?
Mér er illa við að segja þér,
hvað ég hef saknað þín undan-
farnar vikur. Auðvitað.... auð
vitað elska ég Marion, en þó er
vinátta okkar ekki eins og þín
og mín vinátta var áður. Við
tvö áttum svo mikið sameigin-
legt. Þú ætlar vonandi ekki al-
veg að yfirgefa mig þó ég gangi
að eiga hana Marion, er það?
Þetta var sagt í svo unglings-
legum bænatón, en það kom illa
við Lucy, sem vissi, að enda þótt
hún væri sæmilega hugrökk
hafði hú» ekki nægilegt hug-
rekki til að halda áfram að vera
vinur Dons, eins og málum var
komið. Og því pantaði hún sér
farið til Kanada, strax næsta
dag.
— Ég vildi, að ég gæti tekið
þig með mér, Paula, sagði feún.
— En ég er bara hrædd um, að
fjárhagurinn leyfi það ekki.
Ég veit það, elskan, sagði
Paula og kyssti móður sína. —
Ég hef verið iðjuiaus ómagi hing
að til, í staðinn fyrir að vera
dugleg verzlunarkona. Agga
frænka hefur alveg á réttu að
standa. Ég ætti að fá mér ein-
hverja almennilega atvinnu í
staðinn fyrir að hjálpa henni
með leikföngin.
Hún var búin að skrifa í ein-
ar tíu tólf áttir og sækja um at,-
vinnu, þegar bréfið kom frá
Marjorie Helford. Það var með
bréfhaus .Leikfangabúð Marj-
orie Helfcrd" og hljóðar þannig:
,Kæra ungfrú Redmond.
Þér þekkið mig ekki, en ég
á viðskipti við frænku yðar, ung
frú Agötu Redmond, og eins og
er, er búðin mín allvel birg af
hinum ágætu leikföngum, sem
hún býr til. Svo vill og til, að
við eiguœ einn sameiginlegan
kunningja hann Lance Fair-
greaves. Svo stendur á að núver
andi aðstoðarstúlka mín er að
fara að gifta sig einhvern dag-
inn —» það er eitt af þessum
skyndibrúðkaupum og Lance
nefridi við mig fyrir skömmu, að
þér munduð verða alveg tilvai-
m i stöðuna, ef þér kærðuð yð-
ur um hana. Þér hljótið að
minnsta kosti að hafa gott vit á
leikföngum, þar sem þér búið
í sama húsi og hin ágæta frænka
yðar, að Lance fullvissar mig
um, að okkur mundi koma ágæt-
lega saman. Munduð þér vilja
korna til borgarinnar og reyna
þetta í einn mánuð? Og ef þér
eigið engsn bústað vísan, vild-
uð þér þá búa hjá mér í fbúð-
mni minni? Núverandi aðstoð-
arstúlka mín hefur búið þar,
en eins og ég sagði, ætlar hún
að fara að gifta sig.
Yðar einlæg
Marjorie Helford.
Paulu datt fyrst í hug að af-
þakka þetta, sökum vináttu bréf
ritara við Lance Hún vissi vel,
að þetta var einr og hver önn-
ur vitleysa, en fordómar hennar
gegn honum voru hins vegar
miklu ráðandi. En Öggu frænku
tókst að sigrast á þeim fordóm-
um.
— Það er ekki honum að
kenna þó hann eigi þennan
bjána fyrir móður, sagði hún. —-
Ég kunni bara vel við hann.
— Það getur ekki verið, Agga
frænka. Hann var eitthvað
srvo.......
— Hvað var svo sem að mann
greyinu, ef ég mætti spyrja?
sagði Agata. Röddin var hvöss
og spáði engu góðu.
— Æ, hann var svo vitlaus
og kjaftfor, ’sagði Paula. — Ég
gat alls ekki þolað hann.
Glettnisbros færðist yfir
hörkulegt andlit gömlu konunn-
ar. — Oft hef ég verið að velta
því fyrir mér, hvernig drauma-
prinsinn þinn muni vera útlít-
andi. Gaman væri ef þú vildir
jpplýsa mig um það.
Stúlkan roðnaði ofurlítið: —
Þú ert að gera gys að mér,
frænka.
— Nei, sannardega er ég það
ekki. Ég hef einmitt mikinn
á'huga á að fá að vita það. Bless
uð segðu mér það.
Paula roðnaði enn meir. Ann
að eins og þetta gat ung stúlka
ekki talað um. Það gat frænka
væntanlega skilið. Fram að
þessu hafði draumaprinsinn
líkzt talsvert Don Wainwright
— en þó vitanlega miklu yngt*
maður en hann. Þó ekki of ung
ur eða heimskur eins og Lance
var — maður rúmlega þrítugur,
meðalstór vexti, með dökkt hár
og — helzt — brún augu. Mað-
ur, sem gæti veitt öryggi og
vernd.
— Jæja farðu ekkert að
segja mér það, ef þú vilt það
ekki Ég hef sjálfsagt verið álíka
þögul á þínum aldri, sagði
frænka og svo féll talið niður.
En Paula tók boði Marjorie
Helford, bæði um stöðuna og
eins að búa hjá feenni.
Enda þótt móðir Paulu talaði
lítið um það, vissi Paula, að hún
hafði átt langt og kveljandi við-
tal við Don, áðui en hún sigldi
til Kabana. Don ætlaði ekki að
geta trúað því, að Lucy væri á
förum til útlanda og það um
óákveðinn tíma.
■— En hvernig á ég að fara að,
Lucy? stamaði hann. — Ég hef
treyst á þig um svo margt.
— Það þykir mér leitt, Don,
sagði hún og burðaðist við að
brosa og brosið var tortryggi-
legt, —- en þú færð bráðum kon
una þína til að treysta á, er það
ekki?
— Vitanlega. En þetta er bara
allt öðru vísi, Lucy. Hann lækk-
aði róminn. —- Það þýðir nátt-
úrulega ekkert að segja þér, að
ég sakni þín er það? Eða hitt,
að ég óski þess að þú kunnir
ekki nógu vel við þig til að
verða þarna lengi. En svona ætti
ég ekki að tala_...... það væri
of eigingjarnt. Ég vildi óska, að
þú skemmtir þéi þar eins og
þú getur bezt.
— Vitanlega skemmti ég mér,
Don. Og aítur setti hún upp
þetta ljómandi bros. — Og þeg-
ar ég kem aftur, verðurðu orð-
inn giftui Ég vona, að konan
þín bjóði mér í kvöldverð.
Hann glápti á hana.
— Já, vitanlega. Marion er al
veg jafnhrifin af þér og ég er.
Hún var einimitt að segja mér
í gær, hvað sér þætti þú indæl.
Svipurinn á Lucy harðnaði. —
Lucy, Ég get ekki sagt þér hve
Það var fallegt aí henni.