Morgunblaðið - 16.04.1967, Page 3
MORGUNBLAÖIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRlL 1967.
3
Sr. Jón Auðuns dómprófastur:
Mörg híbýli
EITT af guðspjöllum þessa
sunnudags sýnir okkur Jesúm,
er hann situr í gíðasta sinn að
borði með lærisveinunum. Hann
segir þeim fyrir nálægan dauða
sinn, og þeir hljóðna. Þá rýfur
hann þögnina, augu hans horfa
eins og út í endalausa fjarlægð
og hann segir: „í húsi föður
míns eru mörg híbýli“ (Jóh.14).
Mörg híbýli. Ekki aðeins mörg,
héldur líka margvisleg.
Um aldaraðir hélt trúfræðin
hugum manna bundnum við þá
íjarstæðu, að um tvær vistar-
verur aðeins væri að ræða ann-
ars heims: Kvalavítið fyrir heið-
ingja og stórsyndara, sem dáið
Ihöfðu án þess að iðrast, og ljós-
heima fyrir sanntrúuð guðsbörn-
in.
Menn byggðu þessa kenningu
ekki sízt á orðum, sem Jesú eru
eignuð um sauðina og hafrana,
sæluna og hinn eilífa eld (Matt.
25). En þau ummæli eru að kalla
má orðrétt tekin eftir gömlu,
gyðinglegu helgiriti, Enoksbók,
sem þótti á sínum tíma ekki tækt
í heil. Ritningu, svo að vafasamt
er að bera Jesúm fyrir þessari
hugmynd.
Á síðari tímum hafa menn
mjög horfið frá hugmyndunum
um híbýlin tvö fyrir látna menn.
Mönnum hefir farið að skiljast,
að svo margvísleg er breytni
manna og líf, að margvísleg muni
kjörin eftir dauðann. Þá „upp-
götvuðu" menn, að þetta hafði
Jesús kennt, er hann sagði: „f
húsi föður míns eru mörg híbýli“.
í Fjallræðunni segir Jesús:
„Leitið og þér muuuð finna“.
Gefa ekki þessi orð efni til að
álykta, að maður uppskeri það,
sem hann hafði sáð til, og að
hann muni að enduðum ævidegi
hreppa kjör í samræmi við það,
hver meginviðleitni hans var á
jörðu, en ekki eitthvað allt ann-
að?
Viðfangsefni manna eru marg-
vísleg. Hugarstefnan beinist að
margvíslegum markmiðum.
Er það sennilegt, að til hárra
andlegra heima hverfi sá, sem
aldrei hirti um þau efni, meðan
hann lifði á jörðu? Er það senni-
legt, að til samfélags englanna
hverfi sá, sem sótti alla sína
gleði í jarðneska hluti eina? Mun
mannssálin hreppa það, sem hún
leitaði aldrei að?
Einn af rithöfundunum (E.H.
Kv.) segir frá mannssál, sem
kemur úr grófasta veraldarvolk-
inu yfir í annan heim. Honum
þykir umhverfi sitt næsta óhá-
tíðlegt, en kærleiksrík sál, sem
komin er til að hjálpa honum,
segir: „Er nokkur hátíð í sál
þinni?“
Er ekki trúlegt, að maðurinn
hreppi það, sem hugarfar hans
kallar á, og annað ekki? En þá
er líka ábyrgð mín og þín mikil
og alvöruleysið næsta ískyggi-
legt.
Við segjum um látinn mann,
að hann sé „farinn til Guðs“. En
færist maðurinn Guði nær við
það eitt að deyja? Guð er engu
meiri veruleiki „þar“ en „hér“.
„Heim til Jesú“ er sungið og
sagt um látinn mann, og annað
álíka barnalega hugsunarlaust er
sungið í útfararsálmunum sum-
um. Er það trúlegt, að hjá Jesú
vakni af dauðadvalanum maður,
sem aldrei hirti nokkuð í alvöru
um hann, aldrei rækti nokkurt
raunverulegt sálufélag við hann?
„Leitið, og þér munuð finna“,
sagði hann sjálfur. Þú munt
finna það, sem þú hefir í alvöru
verið að leita að, það sem hug-
arstefna þín hefir fastast hnigið
að, svo framarlega sem unnt er
í ójarðneskum heimi, — og tæp-
lega annað.
Mun skip þitt taka land í
suðri, ef þú stýrir því í norður-
átt? Býstu við að finna Krist ef
hugur þinn hefir stöðugt lagt lag
UR VERINU
EFTIR EINAR SIGURDSSON
Reykjavík.
Sama ótíðin var sl. viku og
verið hefur undanfarið, foráttu-
brim og sunnan og útsunnan
stormur.
Afli hefur nú minnkað í
Breiðubugtinni og netabátarnir
verið að flytja netin suður á
Eldeyjarbanka og austur á Sel-
vogsbanka.
Stærri bátarnir hafa verið að
koma með 20—30 lestir eftir
2—3ja sólarhringa útivist. Minni
bátarnir, sem verið hafa í Mið-
nessjónum og allt noður í Forir,
hafa verið að fá 5—12 lestir eftir
2 sólarhringa.
Hæsti báturinn, Ásþór, var á
föstudaginn kominn með 543
lestir.
Margir minni bátarnir eru
með afla rétt öðru hvoru megin
við 100 lestir. Veiðarfæratjón
hefur verið mikið.
Togararnir hafa verið að
reyta á Selvogsbankanum. Um
helmingur af aflanum hefur
verið ýsa, hitt blandaður fiskur,
mest ufsi.
Ingólfur Arnarson landaði í
vikunni 260 lestum af fiski og
Þorkell Máni 200 lestum. Maí
landaði í Hafnarfirði 500 lest-
um af karfa af Nýfundnalands-
miðum. Júpiter er væntanlegur
á mánudaginn af Nýfundna-
landsmiðum með fullfermi af
karfa.
Enginn íslenzkur torgari seldi
erlendis í vikunni, en Röðull
og Karlsefni eru á útleið.
Hryssingsveður hefur verið
hjá þeim togurum, sem verið
hafa á heimamiðum.
Keflavík.
Síðasta vika var mjög ógæfta-
söm, þótt ekki hafi verið úr
háum söðli að detta í þessum
efnum. Þannig varð ekki komizt
á sjó frá því fyrri laugardag og
fram á fimmtudag. Nokkrir
stórir bátar komu þó úr úti-
legum. Eftir þessa löngu land-
legu, eða 5—6 daga, var aflinn
þó ekki nema 3 lestir hjá sum-
um og upp í 10—11 lestir mest.
Bátar voru á sjó á föstudag-
inn, sjóveður var slæmt og
drógu bátar lítið, og var aflinn
eftir því. Þetta er hreint eng-
inn aflL
Sandgerði.
Tíðin hefur verið kolvitlaus
undanfarið og ekki komizt á sjó
almennt nema 1 dag í vikunni.
Afli var fyrir neðan allar
hellur, almennt ekki nema 5-7
lestir eftir þennan tíma, 5 nátta,
og það steindauður fiskur.
Vestmannaeyjar.
Tíðin hefur verið slæm, þó
voru nokkrir bátar á sjó flesta
daga vikunnar.
Afli hefur verið algengastur
10—15 lestir hjá bát.
Einn dag vikunnar, á þriðju-
daginn, var góður afli í nót, en
þó ekki almennt. Tveir bátar
fengu góðan afla, 67 og 75 lestir
hvor, en aðrir fengu líka ekki
neitt.
Akranes.
Tíðin hefur verið vond og
erfitt með sjósókn.
Nokkrir bátar hafa verið að
flytja netin að vestan og suður
á Selvogsbanka. Aðeins einn
bátur, sem var fyrstur til að
flytja, er búinn að vitja um einu
sinni í hálfvitlausu veðri og gat
ekki dregið allt, en fékk þó 32
lesíir.
Það virðist nú vera orðið
alveg þurrt í Breiðubugtinni og
sára tregt út af Jökli.
Hæsti bátur er nú Sólfari, og
var hann kominn með á föstu-
daginn 600 lestir.
Afflögunartímabil.
1 stórum dráttum má segja,
að verðið á höfuðútflutnings-
vörum landsmanna hafi frá því
það var hæst á árinu 1966 fallið
um sem næst % hluta. Þetta
er svo geigvænlegt, að fjöldinn
allur hefur alls ekki áttað sig
á * því, hvaða afleiðingar það
getur haft á lífskjörin og þró-
unina í landinu í náinni fram-
tíð. Verði það varanlegt, er að-
eins hægt að bæta það upp með
stóraukinni framleiðslu og spar-
semi á öllum sviðum.
Allmikið af síldarlýsi var í
fyrra til að byrja með selt fyrir
79—80 sterlingspund lestin og
síðan smátt og smátt fallandi
verð og er nú u-m 50 sterlings-
pund. Miðað við, að veiði og
framleiðsla haldist eðiileg, er
frekar útlit fyir iækkun heldur
en hitt. Birgðir af lýsi í heim-
inum eru nú meiri en um sama
leyti undanfarin ár:
1. janúar 1965 272.000 lestir
1. janúar 1966 296.000 lestir
1. janúar 1967 363.000 lestir
Síldarmjöl var framan af í
fyrra selt fyrir 22 shillinga
eggjahvítueiningin, en er nú um
16% shillingur. Undanfarið
hefur verðið verið að lækka, og
útlitið er ekki allt of gott, vegna
hinnar miklu birgðasöfnunar í
framleiðslulöndunum, einkum í
Perú og Noregi.
Þá hefur ein aðalframleiðslu-
tegund hraðfrystiiðnaðarins,
blokkin, fallið úr 29% centi nið-
ur í 20 cent pundið. Einn af for-
ystumönnum Kandamanna í
hraðfrystum fiski gerði nýlega
ráð fyrir, að blokkin kynni enn
að falla um 1 — 1% cent pundið.
Giz"kað er á án undangeng-
innar athugunar, að þessar 3 út-
flutningsvörur séu um % hlutar
af heildarútflutningi lands-
manna, og er þá kannski frekar
of lítið í lagt en hitt. Og það
er ekki eins og þetta séu einu
útflutningsvörur landsmanna,
sem fallið hafa í verði. Og ann-
að, sem er kannski enn verra,
er tilhneiging alls staðar í heim-
inu-m til samdráttar og verð-
falls, þótt það sé ekkert í lík-
ingu við verðíallið, sem bitnar
á okkur.
Ríkisstjórnin reyndi strax í
haust, þegar sást, hvað fara
jgerðl, að snúarst við þessum
vanda með verðstöðvuninni.
Stöðvunin gerði útflutnings-
framleiðslunni áreiðanlega mjög
gott, þó að hún snerti kannski
illa þá, sem stóðu í dýrum hús-
byggingum, húsakaupum eða
voru nýbúnir að takast á hend-
ur miklar skuldbindingar og
bjuggust við áframhaldandi
’verðbólgu. Ef dýrtíðarskrúfan
hefði þá haldið áfram, hefði út-
flutningsframleiðslan stöðvast
um áramótin.
En ríkisstjórnin gerði meira.
sitt við það, sem honum er and-
stætt?
„í húsi föður míns eru mörg
híbýli“, — segir guðspjall þessa
sunnudags að Kristur hafi sagt
við lærisveinana síðasta kveldið,
er þeir sátu að borði saman og
skuggar hins nálæga dauða hans
lögðust að hryggum og kvíðnum
mönnum..
Hann bar þeim þennan boð-
skap sem huggun í þeirri óskap-
legu raun, sem var framundan.
En þessi boðskapur ber okkur
öðrum þræði mikið íhugunar- og
alvörumál.
Vistarverurnar eru margar,
segir Jesús. Margvisleg kjörin,
sem látnir menn hreppa. Þar
mun ekki augnabliksyfirsjón eða
einstakar hrasanir mannsins ráða
úrslitum, heldur viljastefnan öll.
Og meira en ótrúlegt er, að
fyrsta heimkynnið okkar handan
við dagsbrún dauðans sé hið sið-
asta, sem við hljótum.
Ef heimkynnið á strönd hinn-
ar nýju álfu endurspeglar f
hverju einstöku tilfelli það, sem
í hjarta mannsins býr, þá eru
híbýlin bæði mörg og margvísleg.
Hún tók að jafna metin, lofaði
að greiða úr ríkissjóði á árinu
1967 hluta af verðfallinu á frosna
fiskinum allt upp í 75%. En
fyrstihúsin voru vantoúin að
mæta verðfallinu, því að þau
höfðu á árinu 1966 tekið á sig
yfir 20% kaup- og fiskverðhækk
un.
Jafnframt lofaði ríkisstjórnin.
að greiða á árinu 1967 8% hækk-
un á fiskverðinu til bátanna, til
þess að létta undir með þeim og
hindra þar frekar> samdrátt.
Sjávarútvegsmálaráðherra
beitti sér svo fyrir, að Fisk-
veiðasjóður íslands veitti út-
vegsmönnum, sem eiga báta
undir 120 lestum, gjaldfrest á
vanskilaskuldum og frest á af-
borgunum.
Sagt er, að sjaldan sé ein
báran stök. Ofan á verðfallið
hefur nú bætzt einhver sú
mesta ógæfta- og fiskileysis-
vertíð, sem lengi hefur komið.
Hefur þetta lamað bæði útgerð-
ina og fiskvinnsluna og raunar
loðnuvinnsluna líka, sem er nú
það eina, sem verksmiðjurnar
hér sunnan lands hafa orðið til
að fleyta sér á.
Það hefur því verið þröngt 1
búi í vetur hjá mörgum útgerð-
armanninum og fiskframleiðand-
anum og alltaf harðnar á daln-
um. Bankarnir eru nátengdari
sjávarútveginum en öðrum at-
vinnurekstrL og bitna því erfið
leikar af völdum verðfalls og
ógæfta á þeim jöfnum höndum,
en ekki geta bankarnir farið að
safna skipum og fiskverkunar-
stöðvum, sem enginn markaður
er fyrir sem stendur vegna
slæmrar afkomu. Ef ekki á illa
að fara fyrir fjölda fyrirtækja
núna í vertíðarlokin, verður að
grípa til þess að lögtoanna aðför
að útgerðinni og fiskvinnslunni
t.d. um 6-12 mánaða skeið, á með
an sjávarútvegurinn er að að-
lagast verðfallinu og afleiðing-
um ógæftanna og aflaleysisins.
Óraunhæf bjartsýnL þótt
bjartsýni sé ágæt, þegar hún &
við, bjargar engu, þegar 1 óefni
er komið.
Norffmenn leyfa tognrunum
sínum áfram aff veiffa
í landhelgi.
í norsku landhelgislögunum
er togurunum bannað að veiða
í landhelgi, en þegar 12 mílurn-
ar gengu í gildi, var í þeim
lögum veitt heimild til að veita
undanþágu frá þessu ákvæðL
Átti þessi heimild að renná út
1. april sl. en nú hefur verið
lagt til, að þessi undanþága
fyrir norska togara til veiða í
landhelgi verði framlengd til
1970.
Keppa Newfoundlendingar
viff íslendinga á austur-
mörkuðunum?
Stjórnarmeðlimur í Nýfundna
lands Fish Trades Association
hefur látið í ljós þá skoðun, að
núverandi verðfall á Banda-
Framhald á bls. 21