Morgunblaðið - 16.04.1967, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1967.
m ■ n—w-i.ii-wiu.mi
UNDIR
VERND
skugga af manni i dyrunum.
Snöggvast tók hjartað í henni
viðbragð og henni leið illa. —
Góði guð láttu betta vera hann
Davíð, sagði hún við sjálfa sig
En andarcaki seínna, þegar húr.
kom frair í búðina, fann hún
hendur sinar giipnar föstu taki
af sterkum karlmannshöndum,
og hún neyrði rödd, sem hún
kannaðist svo vel við, segja:
— Pauia, hvað það var indæl-t
að sjá þig aftur.
Þetta var Don Wainwright.
Hann sneri henni í hring og
sagði:
— Lofðu méi að líta ofurlítið
á kaupsýslukonuna. Hugsa sér
þig standa í búð, Paula. Nú, en
vitanlega ertu vön leikföngum
frá henni frænku þinni. Ég hef
alltaf verið að hugsa um að
skreppa i borgina síðan þú fórst
eftir Maysie
Greig:
að heiman, en fannst ég aldrei
geta komizt burt, Þetta er höfuð
ókosturinn á iðjuleysinu. Maður
fær aldret tíma til neins. Hann
rak upp hrossahlátur. — En nú,
þegar ég er loks kominn, þá kem
ur þú út að borða með mér.
Þér þýðir ekkert að segja nai.
Ég sting upp á, að við förum í
skárri garmana og förum í Sav-
oy.
— Já, það vil ég gjarna, sagði
hún, en hún leit snöggvast á
klukkuna um leið og hún sagði
það. Hálfsex. Það var engin von
til að neitt heyrðist frá Davíð
héðanaf.
— Hvenær losnarðu héðan?
Og hvar og hvenær get ég vitjað
þín?
— Ég losna héðan ekki fyrr
en klukkan sex og svo verð ég
að fara heim og hafa fataskipti.
Það er rétt við Sloanetorgið. Ef
þú getur sótt mig þangað klukk--
an hálfátta eða litlu seinna. Og
svo gaf hún honum heimilsfar.g-
ið.
Hann þrýsti hönd hennar aft-
ur.
— Ég skal koma. Þú ve'zt,
hvað ég hef saknað þín. Ég ....
En í sama bili opnuðust dyrnar
og Davíð gekk inn.
Don sleppti hönd hennar og
tautaði með sjálfum sér: — Er
þetta viðskiptavinur?
— Davíð sagði: — Kem ég til
óþæginda?
— Nei, nei. Paula greip and-
ann á lofti, og henni létti svo
mjög, að hún gat ekkert sagt,
nema: — Nei, alls ekki.
Hún sneri sér að Don, sem
hafði gengið yfir í hinn endann
á búðinm og virtist önnum kaf-
inn að skoða björn á þríhjóli.
— Don, mig langar til að kynna
þér vin minn. Hr. Wainwrig'ht
— hr. Hankin. Svo sagði hún
við Davíð og gleðin skein ekki
aðeins út úr rödd hennar, held-
ur fór um hana alla: — Don er
gamall vinur minn. Hann er frá
Harton, þar sem ég fæddist.
— Já, sagði Don og hló hressi
lega. — Ég varð þeirrar náðar
aðnjótandi að hossa þessari dömu
á hné mér þegar hún var í stíf-
uðum kjól og með gullið hrokkið
hár,
ZZ12"
— Ég er með allskonar skila-
boð til þín frá henni Agötu
frænku, bætti hann við. — En
það getui nú beðið þangað til í
kvöld.
— Ertu upptekin í kvöld.
Paula? sagði Davíð. Ég rakst
bara hingað inn, í þeirri veiku
von, að þú gætir komið út að
borða með mér.
— Því miður, sagði Paula, en
um leið hefði hún getað hrist
hann. Hversvegna gat hann ekki
komið fyrr? Hefði hann bara
hringt fyrir hálftíma!
— Jæja ég ætla að halda á-
fram, sagði Don. — Ég sæki þ:g,
eins og við töluðum um, milii
hálfátta og átta. Vei-tu sæl á
meðan. Sælir, hr. Hankin. Og
svo gekk hann út.
Davíð og Pauia urðu eftir ein.
Davíð saeði:
— Það var leiðinlegt þetta i
kvöld. Vitanlega var það mér að
kenna, að hafa ekki talað við
þig fyrr.
— Já, þú hefðir getað hringt
dálítið fyrr, samþykkti hún.
Hann sagði, án þess að títa
á hana. — Ég hei svo afskaplega
mikið að gera. Ég vissi ekki fyrr
en á síðustu stundu, hvort ég
yrði laus í kvöld. En kannski
getum við farið út seinna?
— Já. þakka þér fyrir, sagði
hún Svc dró hún snöggvast að
sér andann og bætti við. — Ég
er laus annað kvöld.
Það færðist skuggi yfir andlit
hans.
— Því miður, á morgun er laug
ardagur, er það ekki? Það er
dálítið .... hann hikaði — erfitt
fyrir mig að komast út á laug-
ardögum Ég var víst búinn að
segja þér það. Og ég er hræddur
um, að sama sé að segja um
sunnudaginn. Hann brosti ofur-
lítið. — Maður er talsvert bund
inn við fjölskytduna, skilurðu.
— Já, maður er það víst,
sagði hún Allt í einu greip hana
megn óvild gegn fjölskyldu hans
og það hve mikinn tíma hún tók
fyrir honum. Gat hann ekki ver
ið ungur með hanni og skemmt
sér? Húr, mundi allt í einu eftir
því, sem Lance hafði verið að
segja um mamonn, sem hafði
verið giftur áðui og væri eins
og hús fulit af draugum. Það var
ekki hæg* að skipulegga líf
sitt með slíkum manni, því að
það var þegar skipulagt.
— En kannski mánudag eða
þriðjudag7 sagði hann. — Ég
verð frjálsari í næstu viku. Gæt
um við ekki borðað kvöldverð
snemma og farið svo í leikhús
eða eitthvað út að dansa?
— Það væri ágætt, samþykkt.i
hún. En einhvern veginn fann
hún ekki til neinnar hrifningar.
— Segjum þá á þriðjudag.
London er ekkert sérlega lífleg á
mánudögum.
Hún reyndi að koma sér að
því að spyrja um ungfrú Free-
man, en einhvern veginn kom
hún sér ekki að því. En hún
spurði eftir börnunum og hann
sagði henni, að Faith hefði dott-
ið af baki og Michael hefði feng
ið kvef, en væri nú að skána.
Hann stóð þarna og skrafaði
þangað tii hún lokaði búðinni og
ók henni þá heim til hennar, og
virtist eiga bágt með að skilja
við hana. Hún vissi vel, að hefði
hún boðið honum það, hefði
hann komið inn.
Peysur og peysusett.
Lambsull og Casmir — skozk úrvalsvara.
Kærkomin fermingargjöf.
Verzlunin
Laugavegi 19.
Skrifstofustarf
Stúlku vantar okkur sem fyrst, til almennra skrif-
stofustarfa, svo sem vélritunar, verðútreikninga,
og fleira. Upplýsingar ekki gefnar í síma.
^ KB.HRISTJÁNSSDN H.F.
U M B D B Ifl SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍ'MI 3 53 00
Stúlkur
Stúlkur, 18 ára og eldri, með nokkra enskukunn-
áttu geta fengið skemmtilegt sumarstarf frá miðj-
um júní til septemberloka við ýmis þjónustustörf
á sumarhótelum í Suður-Englandi.
Upplýsingar veitir:
FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN
Austurstræti 17.
»*—"
FERMINGARMYNDAMÓTÖKUR í STUDIO GESTS- LAUFÁSVEGI 18 - SÍMI 24028
ÞESSAR MYNDIR VORU TEKNAR EFTIR FERMINGARNAR UM SÍÐUSTU HELGI. — FERMINGARKIRTLAR
Á LJÓSMYNDASTOFUNNI — í MYN DATÖKUNNI ERU TEKNAR MYNDIR í OG ÁN KIRTILS. MYNDATÖKUR
ALLA DAGA VIKUNNAR, OG Á KVÖLDIN. — PANTIÐ TÍMA SEM YÐUR HENTAR.
- STUDIO CESTS - LAUFÁSVECI 18 - SÍMI 2-4028