Morgunblaðið - 16.04.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.04.1967, Blaðsíða 16
16 MOKOUNBL.AÖIÖ, SUNNUDAGUR 16. APRlL 1967. r í \ \ < s s s s s s s s s s I s s l 1 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: í lausasölu kr. Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur, Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn ‘Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. argjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. j BYGGINGAR- KOSTNAÐ URINN mki UTAN ÚR HEIMI Lincoln Center, taliff frá vinstri: New York State Theater, Metropolitan-óperan, Vivian Beau- mont-leikhúsið í baksýn, og Philharmonic Hall. Alþjóðleg listahátíð í New York í sumar MIKIL alþjóðleg listahátíð verður haldin í Lincoln Cent- er for the Performing Arts í júní og júlí í sumar og stendur í fimm vikur. Verður þar flutt tónlist, óperur, leik- rit, dans og sýndar kvikmynd ir frá ýmsum löndum heims. Porstöðumaður hátiðarinnar verður hinn kunni hljóm- sveitarstjóri Leonard Bern- stein. Hann er eins og stend- ur í orlofi frá Fílharmoníu- hljómsveitinni og mun hann flytja nokkur verk samin fyr- ir hátíðina. Hamborgar-óperan mun nú í fyrsta sinn heimsækja Bandaríkin og hefur hún tíu sýningar frá 23. júní til 10. júlí. Meðal annars flytur hún Mathis der Maler, eftir Hinde mith, Hacobovsky og ofurst- inn, Lulu, Der Freischutz, The Visitation eftir Schuller, og The Rakes Progress eftir Stravinsky. Einnig munu tveir af fremstu rithöfundum Þjóðverja, Gunther Grass og Hans Magnus Enzensberger, lesa úr verkum sínum 28. júní. Rússar taka þátt í hátíðinni og bjóða meðal annars upp á ballett í Metropolitan-óper- unni í fyrri hluta júní. Verða á sýningum þessum beztu dansarar Rússa, meðal ann- ars frá ballettunum í Kirov, Úkraínu og Georgíu, til við- bótar dönsurum frá Bolshio- ballettinum. Eitt af fremstu ljóðskáldum Sovétríkjanna, Andrei Vozenesensky, les úr verkum sínum í Philharmonic Hall 21. júní. Tékkar halda kvikmynda- vikur á hátíðinni 16. júní til 1. júlí. Verða þá sýndar nýjar tékkneskar kvikmyndir í sýn ingarsal Museum of Modern Art. Helzta leikrit á hátíðinni mun verða frumsýning á leik ritinu Óþekkiti hermaðurinn og kona hans, eftir brezka leikritahöfundinn og leikar- ann Peter Ustinov. Verður leikritið flutt frá 27. júní til 29. júlí í Vivian Beaumont- leikhúsinu. Bath-hátíðarhljómsveitin kemur fram í Bandaríkjun- um í fyrsta sinn, undir sitjórn Yehudi Menuhin og leikur hann einnig einleik. Einnig heyrist í fyrsta sinn í New York hljómsveitinni L’Orchestre de la Suisse Romande, undir stjórn stofn- anda hennar Ernest Anser- ment og heldur hún tvenna hljómleika, í Philharmonic Hall, þann 25. og 26. júní. Metropolitan-óperan áætlar að hafa á dagskrá sinni, með- an á hátíðinni stendur, ýms- ar vinsælustu óperur, sem þar eru fluttar, svo sem Un Ballo in Maschera, La Travi- ata, Lohengrin, La Gioconda og Töfraflautuna. Dagana 12., 14., 15., 16. og 17. júní stjórnar Andre Koste lanetz utanhússhljómleikum, sem eru hluti af hátíðinni. Mörg verk verða flutt þar, sem sérstaklega hafa verið samin fyrir hátíðina. Indverski gítarleikarinn Ravi Shankar og tónlistar- menn hans halda hljómleika í Philharmonic Hall 11. júlí. Annar þekktur indverskur tón listarmaður, Bismallah Khan, heldur tónleika ásamt hljóm- sveit sinni 14. júlí. Loks stjórnar japanski hljómsveitarstjórinn Seiji Os- awa New York Philharmonic hljómsveitinni, er hún flytur Joan of Arc at he Stake eftir Honegger. — Fjöldi annarra listamanna kemur einnig fram á hátíðinni. Að undan,förnu hafa spunn- izt allmiklar umræður á opinberum vettvangi um byggingarkostnað hér á landi eftir að í ljós kom, að Bygg- ingarfélag verkamanna og sjómanna, sem málfundafé- lagið Óðinn stendur að, hef- ur byggt fjölbýlishús við Reynimel, þar sem bygging- arkostnaður hefur reynzt miklum mun lægri heldur en almennt söluverð sambæri- legra íbúða er. Af þessu tilefni hafa ýmsir aðilar látið frá sér heyra og nú síðast hefuir Meistarasam- band byggingarmanna sent frá sér yfirlýsingu um málið, þar sem það sjónarmið er sett fram, annars vegar, að mikii eftirspurn eftir hús- næði hafi að mestu ráðið verðlagi á fbúðum og hins vegar, að ágóðinn hafi lent í höndum annarra en bygging- armeistara. Allar eru þessar umræður gagnlegar að svo mikiu leyti, sem þær varpa skýrara ljósi á orsakir hins háa byggingar- kostnaðar en þó hafa þær mjög farið inn á þá brauit að hinir ýmsu aðilar hafa borið af sér sakir um sinn hlut í hinum háa byggingarkostn- aði. í yfirlýsingu Meistarasam- bands byggingarmanna er sérstaklega tekið fram, að fleiri aðilar en bygginga- meiistarar byggi íbúðir tii þess að selja og vitaskuld er það rétt. Bæði byggingar- samvinnufélög og önnur bygg ingarfélög einstakra stétta og starfshópa hafa fengið lóðir undir fjölbýlishús og byggt fyrir félagsmenn sína. En ástæða er til þess að benda á, að nokkurs misskilnings gætir í yfirlýsingu Meistara- sambandsins, þegar fjallað er um úthlutun lóða undir fjöl- býlishús í Árbæjarhverfi sum arið 1965, en í yfirlýsingunni segir að „byggingarmeistarar og fyrirtæki þeirra fengu lóð ir undir 46 stigahús en aðrir aðilar, félög og einstaklingar lóðir undir 58 stigahús. Það er síðan orðið ljóst að þessir einstaklingar og félög fengu lóðirnar eingöngu til þess að selja íbúðirnar, sem þar voru byggðar". Staðreyndin er sú, að við úthlutun fjölbýlishúsa í Árbæjarhverfi sumarið 1965 fengu byggingameistar- ar og fyrirtæki þeirra 617 íbúðir til byggingar, einstakl ingar fengu aðeins 47 íbúðir og byggingarsamvinnufélög 115. Þá er það auðvitað frá- leit fullyrðing að halda því fram, að þeir einstaklingar, sem fengu þessar 47 íbúðir hafi fengið þær sérstaklega til þess að selja. Vel má vera, að einhverjir þeirra hafi selt sínar íbúðir, m.a. af þeim sök um, að þeir hafi þegar til kom, ekki haft fjárhagslegt bolmagn til þess að halda þeim, en af hálfu Reykjavík- urborgar var þeim að sjálf- sögðu ekki úthlutað í því augnarmiði sérstaklega, að þær yrðu seldar. Þegar lóð- um var úthlutað í Elliðavogi fengu byggingameistarar 120 íbúðir, einstaklingar 24 íbúð- ir og byggingarsamvinnufé- lög 36 íbúðir. Þegar hins veg- ar lóðum var úthlutað undir fjölbýliishús í Fossvogi fengu einstaklingar 252 íbúðir, byggingarsamvinnufélög 66 íbúðir, byggingarfélag verka- manna 72 og úthlutað var vegna erfðafestulanda 12 íbúðum. Við þessa úthlutun rfkti sú ákveðna stefna Reykjavíkurborgar að laða saman einstaklinga, sem hug höfðu á íbúðum í fjölbýlis- húsum til samstarfs um lóða- úthlutun, með það sérstak- lega fyrir augum, að þessir einstaklingar fengju íbúðirn- ar á kostnaðarverði. Kjarni þessa máls er hins vegar vafalaust sá, að tækni nútímans hefur ekki hafið innreið sína nægilega mikið í byggingariðnað hér á landi. Dæmið um byggingu Bygg- ingarfólags verkamanna og sjómanna við Reynimel sýn- ir glögglega, að hér er hægt að byggja ódýrt, ef að því er stefnt, og um það hugsað en líklegra er þó þegar ti)l þess kemur að lækka byggingar- bostnað almennt, að það verði ekki gert nema með því móti, að hér rísi upp stór, öflug og fjársterk byggingar- félög, sem hafi yfir að ráða allri nútímatækni í bygging- ariðnaði og byggi í einu íbúð ir svo hundruðum skipti. Og æskilegt væri. að byggingar- iðnaðarmenn sjálfir hefðu forgöngu um myndun sl'íkra fyrirtækja. SIGUR ÍHALDS- FLOKKSINS Drezki íhaldsflokkurinn ** vann mikinn srgur í bæjar- og sveitarstjórnar- bosningunum, sem eru nýaf- staðnar í Englandi. íhalds- menn unnu sinn mesta sigur í Stór-London, þar sem þeir hlutu 82 borgarful'ltrúa af 100 en Verkamannaflokkur- inn, sem haft hefur meiri- hluta í borgarstjórn Lund- úna frá árinu 1934 hlaut að- eins 18 fulltrúa kjörna. — íhaldsflo<kkurinn vann einnig á víða úti um land og náði meirihluta í fjölmörgum sveitarstjórnum frá Verka- mannaflokknum. Hér er annars vegar um mikið áfall að ræða fyrir Verkamannaflokfcinn og ríkis stjórn Harolds Wilsons og hins vegar mikinn sigur fyrir íhaldsflokkinn og ekki sízt leiðtoga hans, Edward Heath. Sigur íhaldsflobksins er svo mifcill, að hann bendir ótví- rætt til megnrar óánægju með stjórn og stefnu Verka- mannaflokhsins, enda hefur Verkamannaflokksstjórnin í starfi sínu gengið þvert í gegn ýmsum helztu stefnu- málum sínum í kosningunum. Þessi kosningaúrsli't eru fyrstu góðu tíðindin, sem í- haldsflokkurinn fær eftir kosningaósigurinn 1964 og benda tvímælalaust ti'l þess, að íhalsflofckurinn undir for- ustu Heaths sé nú að ná sér á strik aftur. KVENNADEILD RAUÐA- KROSSINS CJkýrt hefur verið frá því í ^ blöðum, að stofnað hafi verið kvennadeiild Rauða kross Íslands og er ástæða til að fagna þvi. Hér er um að ræða veigamikið spor í þá átt að efla stórum starfsemi Rauða krossins því að alkunn ur er dugnaður kvenna í hin- um ýmsu félagssamtökum, sem vinna að mannúðar- og l'íknarmálum. Rauði kross íslands hefur með höndum þýðingarmikið verkefni og hefur leyst það vel af hendi víða um heim. Starfsemi hans hefur reynzt góð landfcynning fyrir ís- land eins og t.d. sú aðstoð sem hann hefur veitt í Alsír. Þess vegna ber að fagna hverju því skrefi, sem verð- ur tiil þess að efla Rauða kross Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.