Morgunblaðið - 16.04.1967, Page 7

Morgunblaðið - 16.04.1967, Page 7
. -V - - •'•■,<>• ■ ••. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRIL 1967. 7 Soðnir fiskar á færið við Surtsey? „Á sjóstangave'í Imótum fá margir fína drætti, og tæp- lega enginn ódrátt, og má slíkt mikið prísa“, sagði Magnús Valdemarsson for- fiskað frá kl. 9 til kl. 5. Um kvöldið verður svo lokahóf og verðlaunaafhending. Gist verður á hótel H.B. og mun ferðaskrifstofan Saga sjá um Sverrir Sigurðsson með „þann stóra“. stjóri rafgeymaverksmiðjunn ar Pólar h.f., þegar við náð- um í hann á förnum vegi um daginn, en hann var í desem- ber s.l. kosinn formaður Sjóstangaveiðifélags Keykja- víkur. „Og nú stendur mikið til“, hélt Magnús áfram. „Dagana 13.—15. maí verður haldið al- þjó,ðlegt sjóstangaveiðimót í Vestmannaeyjum og verður aðallega fiskað í kringum Surtsey, svo að búast má við, að einstaka þorskur komi soðinn á öngulinn, en það er nú önnur saga og alvarlegri. Við höfum sent boðsbréf á ensku vítt og breitt út um allan heim og búist við mikilli þátttöku erlendis frá. Flogilð verður til Vestmanna eyja 13. maí, og mótið sett um kvöldið, og þar mun bæj- arstjórinn í Vestmannaeyjum bjóða þátttakendur velkomna. Daginn eftir, hinn 14. maí, á sunnudag, verður fiskað við Surtsey frá kl. 9 til kl. 6 og á mánudaginn 15. maí verður undirbúning og tekur á móti þátttökutilkynningum. Kon- um erlendu þátttakendanna, sem taka þátt í mótinu, er gefinn kostur á a'ð koma með fyrir minna gjald en þeir greiða, sem veiða . Eins og þú sérð er nóg að gera fyrir okkur, og ekki minna fyrir það, að í suraar eru ráðgerðar þessar keppn- ir að auki: Bæjarkeppni í Keflavík 10—11. júní, há- karlaveiðar við Gíibraltar 21. til 24. apríl, og gefur stjórnin nánari upplýsingar þar að lútandi. Um verzlunarmannahelgina hefur félagið tryggt sér hótel- ið í Grundarfirði að venju og verður þar fiskað á hinum fengsæla Breiðafirði. Þá verður haldið Evrópu- meistaramót á írlandi 9.—16. september, og verður það mót auglýst síðar. Sjóstangaveiðifélag um helg ar verða farnar héðan frá Reykjavík, og hafa skuldlaus- ir félagsmenn rétt til þátt- töku í þeim. 3. desember s.l. var haldinn aðalfundur félagsins, og voru þá kjörnir í stjórnina, eftir- taldir menn: Magnús Valdimarsson, for- mdður, Hákon Jóhannsson varaformaður, Bolli Gunnars son ritari, Jón B. Þórðarson gjaldkeri og Egill Snorrason meðstjórnandi. Varamenn eru Birgir Jóhannsson og Ragnar Ingólfsson. Svo þú sérð á þessu, að mörg járn eru í eldinum hjá félaginu, og nú er bara að gæftir og afli verði að óskum. En auðvitað eru mestar von ir bundnar við Alþjóðamótið í Vestmannaeyjum 13.—15. maí“, sajjði Magnús Valdi- marsson að lokum, um leið og hann þaut með veiðiglampa í augunum fyrir næsta hús- horn ,og okkur sýndist ekki betur en gnistaði milli „póla“ hjá honum, sem vonandi hefur þó ekki verið útleiðsla. — Fr. S. Þaff er heilsusamlegt aff stunda stjostangaveiffar. Kennsla og tilsögn latmu, þýzku, ensku, hollenzku, rússnesku, frönsku. Sveinn Pálsson, sími 21365 (kl. 12—2). . Mantliey Vönduð hljóðfæri. — Vestur-þýzk píanó og pían- ettur. — Margir verðflokkar. — Hagstæð greiðslu- kjör. Baldur Ingólfsson, heildverzlun. Álfheimum 19 — Sími 8-10-40. Fundur verður haldinn í Hótel Sögu þriðjudaginn 18. apríl kl. 8,30 síðdegis. FUNDAREFNI: Sýning á toppum og hárkollum. Sýning á beltisnuddi. STJÓRNIN. Atvinna óskast Miðaldra maður vanur afgreiðslu í kjötvei-zlun, hefur kjötiðnaðarmenntun og verið í mörg ár sem verzlunarstjóri í kjötvöruverzlun. Tilboð óskast sent sem fyrst til Mbl. merkt: „K-233 — 2211“. Anglía Síðasti skemmtifundur vetrarins verður haldinn í Sigtúni 19. apríl, (síðasta vetrar- dag) og hefst kl. 8.30. Til skemmtunar verður meðal annars: Lyn og Graham McCarty og fl. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. STJÓRNIN. FRÉTTIR Kvenfélag Óháða safnaffarins Félagsvist og kaffi í Kirkjubæ þriðjudaginn 18. apríl kl. 8:30. Allt safnaðarfólk velkomið. Tak ið með ykkur gesti. Æskulýffsfélag Bústaðasóknar, eldri deild. Fundur í Réttarholts skóla mánudagskvöld kl. 8.30. Stjórnin. Kvenréttindafélag íslands held ur fund á Hallveigarstöðum, Tún götu 14 þriðjudaginn 18. apríl kl. 8.30. Margrét Margeirsdóttir, félagsmálaráðgjafi flytur erindi um félagsleg vandamál barna og unglinga. önnur mál. Æskulýffsstarf Neskirkju Fund ur fyrir stúlkur 13-17 ára verður í Félagsheimilinu mánudaginn 17. apríl kl. 8.30. Opið hús frá kl. 8 Frank M. Halldórsson. Fíladelfía, Reykjavík. Almenn samkoma sunnudagskvöld 16. aprppíl kl. 8 Ásmundur Eiríksson talar. Fjölbreyttur söngur. Safn- aðarsamkoma kl. 2. Affalfundur Átthagafélags Strandamanna verður haldinn í Tjarnarbúð uppi þriðjudaginn 18. apríl kl. 8.30. Kvikmynd úr síðasta ferðalagi félagsins um Snæfellsnes. Hjálpræðisherinn. Við bjóð- um þig hjartanlega velkominn á samkomur sunnudag kl. 11.00 og kl. 20.30. Söngur — Vitnisburtð- ur — Guðs orð. Kafteinn Bognöy og frú og hermennirnir. Mánu- dag kl. 16,00 Heimilasambandið. Allar konur velkomnar. Bænastaffurinn Fálkagötu 10 Kristilegar samkomur sunnud. Sunnudagaskóli kl. 11 f.h. Al- menn samkoma kl. 4. Bænastund alla virkadaga kl. 7. Allir vel- komnir. Heimatrúboffið. Almenn sam- koma á sunnudagskvöld kl. 8.30 Sunnudagskólinn kl. 10.30. Verið velkomin. Kristileg samkoma verður í samkomusalnum Mjóuhlíð 16 sunnudagskvöldið 16. apríl kl. 8. Sunnudagaskólinn kl. 10.30. Ver- ið hjartanlega velkomin. Reykvíkingafélagiff heldur aðal fund, spilakvöld og happdrætti í Tjarnarbúð, þriðjudaginn 18. apríl kl. 8.30. Dómkirkjan: Guðsþjónusta með altarisgöngu sunnudaginn 16. apríl kl. 5 Klement Eliasson prédikar. Biskup íslands, Herra Sigurbjörn Einarsson þjónar fyr ir altari. Færeyska Sjómanna- trúboðið. Grindavíkurkirkja: Sunnudag- inn 16. apríl verður færeysk sjómannamessa kl. 11. Klement Eliasson flytur ræður, og sóknar presturinn þjónar fyrir altari. Færeyska sjómannaheimiliff: Samkomur eru á hverju kvöldi kl. 8.30. Formaður fyrir Fær- eyska sjómannatrúboðinu, Klem- ent Eliassen talar og fleiri. Allir velkomnir. Froskmannafélagiff Syndaselir. Aðalfundur verður haldinn hjá Gunnari Ásgeirssyni klukkan 3 á sunnudag. Stjórnarkjör, ferða áætlanir ofl ,á dagskrá. Mætið vel og stundvíslega (fráfarandi) Stjórn (in). Fjáröflunarnefnd Hallveigar- staffa heldur basar og kaffisölu 20. apríl kl. 2:30 í Félagsheimili Hallveigarstaða. Inngangur frá Túngötu. Ágóði rennur til kaups á húsgögnum í Félagsheimilið. Spakmœli dagsins Sorgin bindur tvö hjörtu fast- ari böndum en nokkur hamingja, og sameiginleg þjáning er miklu traustari en sameiginleg gleffi. — Lamartine. lífílW BRIAi Brezki vörulistinn ((sumar 1967) Innflytjendur, Brian Millsvörulist inn býð ur alls konar vörur restar (surplus) á mjög góðu verði. Fatnaður, skófatnaður, sportvörur o.m.fl. Engin takmörkun á magni við pöntun. Umboðsmaður GROFIN Einar Ásgeirsson Sími 34391, NÖkkvavog 54, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.