Morgunblaðið - 16.04.1967, Síða 12

Morgunblaðið - 16.04.1967, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1967. ÍOKMEITIR - LISTIR - LISTIR BOKMEiTIR - LISTIR BOKMEiTIR - LISTIR „Ungar ömmur á flandri út og suöur“ — og börnin verða að tá sögur sínar ur bókum — Rœtt við Ármann Kr. Einarsson rith. um barnabókmenntir FÁ munu þau íslenzk börn vera, sem ekki hafa lesið eitthvað eft- ir Ármann Kr. Einarsson, enda hefur hann nú í áraraðir staðið I fararbroddi þeirra íslenzkra rifhöfunda, er rita bækur fyrir börn og unglinga. Undirritaður man glögglega hversu mikill fengur honum þótti á sínum tíma að fá bók eftir Ármann og per- sónur sem hann hefur skapað í bókum sínum, eins og t.d. Árni í Hraunkoti, Gussi á Hrauni og Olli ofviti, gleymast ekki, þótt árunum fjölgi. Enda mun svo vera, að þó að Ármann ætli bækur sínar fyrir börn, munu ótaldir fullorðnir lesa þær. Nítján ára gamall sendi Ár- mann frá sér sína fyrstu bók, sem innihélt smásögur. Nefndist hún Vonir. Síðan hefur Ármann skrifað þrjár skáldsögur: Saga Jónmundar í Geisladal, Ung er jörðin og Júlínætur og 21 barna- og unglingabók. Sumar bókanna hafa verið gefnar út oftar en einu sinni og 5 þeirra komið út á blindraletri. Einnig hafa vinsældir bóka Ármanns náð út fyrir landsstein ana og 9 þeirra verið þýddar á norsku og nokkrar á dönsku. Ármann hlaut þýðendaverðiaun í samkeppni bókaforlagsins Norges Boglag, í verðlauna- samkeppni þess um barnabæk- xrr. „Ég hafði þá nýlega lokið við handrit bókar, er ég nefndi Víkingaferð til Surtseyjar og datt í hug að senda það í keppn- ina“, sagði Ármann þegar ég í liðinni viku gerði mér ferð til hans í þeim tilgangi að spja'la við hann um barnabókaútgáfu á íslandi o. fl. Snéri méi að því að skrifa bamabækur Þegar ég hef virt fyrir mér útsýni úr ibúð rithöfundarins við Háaleitisbraut og rennt aug unum y.fir fallegt bókasafn hans, geri ég það að spurningu, hvort hann sé hættur að skrifa annað en fyrir börn? — Já, ég er hættur því að mestu leyti, svarar Ármann. Það er orðið talsvert langt síðan að ég sneri mér að þessu verk- efni, og þegar maður er farinn að vinna að einhverju sérstöku, held ég, að það sé happasælla fyrir mann að einbeita sér að þ'ví, heldur en að dreifa hugan- um og kröftunum, með því að vinna að mörgu í einu. Svo kem ur annað til að ég hef haldið áfram á þessari braut: Ég hef orðið var við að margir hafa sýnt þessum bókum áhuga og slíkt er alltaf nokkurs virði og ýtir undir með að halda áfram og reyna þá að gera betur. Annars er ég heldur mótfsll- inn því að flofcka barnabækur á þann hátt, að sumar eigi að vera fyrir pilta og aðrar fyrir etúlkur. Það er skoðun mín að skörp skil þurfi heldur ekki að vera á milli bóka hvort þær eru ætlaðar yngri eða eldri lesend- um. Góðar unglingabækur eru einnig fyrir fullorðna og góðar bækur fyrir fullorðna eru líka fyrir börn. — Góðar barnabækur. Hvern- ig eiga þær að vera? — Mér finnst að þær þurfi að vera á góðu og lifandi máli og i þeim megi gjarnan koma fyrir fáséð orð eða málshættir, sem höfða til umhugsunar hjá börn- um. Efnislega þurfa bækurnar að vera lausar við alla tæpi- tungu og væmni, en þurfa jafn- framt að vera jábvæðar, þannig að lesendur geti dregið af þeim 'hollan lærdóm. Mér finnst einn- ig nauðsynlegt, að í frásögninm sé viss stígandi og hraði og græzkulaust gaman og kímni ásamt skringilegum pensónum spilla ekki fyrir, nema siður sé. ^ — Og nú ert þú afkastamikill Ármann? — Ég hef tamið mér að skrifa eitthvað á hverjum degi. Suma dagana er afraksturinn lítiU, aðra meiri. Ég strika mikið út og breyti í handritinu og kem- ur þá það sér vel að ég skrifa allt með blýanti. Ég hef ágæt- an einkaritara, þar sem konan mín er, en hún vélritar handrit- in fyrir mig, þegar ég er búir.n að ganga frá þeim. Breytt viðhorf — Telur þú að bækur gegni eins miklu hlutverki nú á tím- um fjölmiðlunartækja og skemmtana, og áður fyrri. — Tvímælalaust. Viðhorfin hjá okkur eru alltaf að breytast. Ég er ekki það gamall, að ég muni eftir kvöldvökum á heimil- unum. En þegar ég var að alast upp var ekki sá txmi liðinn að sögur væru sagðar af ömmun- um, eða öðru fullorðnu fólki. Þá var miklu meiri tími til að tala við börnin og veitti það þeim orðaforða auk þess sem það hafði mjög þroskandi áhrif. Þetta kom í stað barna- og ung lingabóka, sem voru þá nætta fáséðir gripir. Þessi tími er liðinn. Nú er hxn mikla hringrás hraðans sem tek- ið hefur völdin og sogar að sér sálirnar, ekki sízt barnanna. Nú eignást fólk líka börn fyrr og ömmurnar eru svo ungar að þær eru á flandri út og suður, og hafa ekki tdma til að sinna böin unum, né segja þeim sogur. Börnin þurfa oft á tíðum að sjá um sig sjálf, hafa lykil um há’s- inn og enginn er heima þagar þau koma þangað úx skóianum. Þau læra að tala hvert af öðru á götunni og eru hreinlega ráð- vilt á hvað er raunverulegt vevð mæti. Næðistundir til rólagrar íhugunar og lestrar eru nú færri hjá börnunum en áður var. Ein- staka kennari reynir af mætti að leiðbeina nemendum sínum, að greina hismið frá kjarnanum. Fjölmiðlunartæki, svo sem út- varp og dagblöð eiga sinn þátt í þessu rótleysi. Góðar bókmennx ir eru lítið kynntar hjá þeim, en í þess stað slegið upp ein- hverju sem vekur athygli úti í heimi. Bítlar, hávaðahljómsveit- ir og stjörnur kvikmyndanna eru dýrkuð sem goð. Síðan er líka seilzt til unga fólksins með allskonar glingri eins og t.d. fegurðarsamkeppnum og t.ízka- sýningum. Þetta á auðvitað rétt á sér að ákveðnu marki en höfð ar samt oftast til hégómaskap- ar og metings innan skóla og utan. Þetta er ákaflega in.ian- tómt en blöðin grípa þetta á löfti og birta heilar myndasíður af þessu. Þeim sem skrifa fyrir börn fer fækkandi — Eru ekki fáir höfundar, sem fást við að skrifa bækur fyrir börn og unglinga hérlend- is? — Ýmsir góðir höfundar hafa haft það á orði, að hætta að skrifa fyrir unglinga, sökum þess tómlætis sem þeim er sýnt, og nokfcrir hafa gert alvöru úr því. Fáir ungir höfundar bætast líka við, svo að íslenzkir barna- og unglingabókahöfundar eru séirafáir. Ég tel það mikið nauð- synjaverk að ýta undir unga höfunda að skrifa slíkar bók- menntir, og svo vitnað sé til Norðurlandanna, er lagt mikið kapp á slíkt þar. Þar efna bóka- forlög og sjóðir til verðlauna- samkeppni höfunda, það örfar bæði eldri höfunda að leggja sig alla fram og yngri höfunda til þess að byrja. Sömuleiðis er þar efnt til samkeppni á skréyt ingum slíkra bóka. — Og er það ekki töluvert af lélegum barnabókum sem út er gefið hérlendis? — Það er enginn vafi á að for- leggjurum er mikill vandi á höndum að gefa út barna- og unglingabækur, ekki síður en bækur sem ætlaðar eru fuix- orðnu fólki. Þvi miður er það nú þannig að mikið er gei ð út af bókum sem flokkast gefur undir hreinasta rusl, og bak við útgáifu slíkra bóka er •'xðeins hugsun um að hún veiti foriip.gj aranum hagnað. Barnabækur móta smekkinn — Telurðu að barnabækur komi til með að móta bók- menntasmekk manna? — Tvímælalaust. Það sem við lesum í æsku hlýtur ósjálfrátt að móta smekk okkar til full- orðinsáranna. Þetta atriði hafa frændur okkar á Norður- löiidunum skilið og auk áð- urnefnds atriðis má nefna að þar er árlega haldin sérstök kynningarvika, þar sem barna- og unglingaibókmennlir eru kynntar. Þá eru þar haldnar sýningar á slíkum bókum, skreytingum þeirra og frágangi. Og á meðan á þessari viku stend ur eru fengnir höfundar til þess að lesa upp úr bókum sínum í útvarpi og sjónvarpi. Það þykir líka viðburður þar ef kunnir höf undar senda frá sér barnabækur og er mikið um það talað. Hér- lendis virðist oft svo vera, að þegar fólk er orðið fullorðið virðist það gleyma því að það hefur eitt sinn verið börn. Börn eiga sína uppáhaldsrithöfunda og bíða bóka þeirra með jafn- mikilli, eða jafnvel meiri eftir- væntingu en við bíðum bóka frá okkar uppáhaldshöfundum. Þess vegna ætti að gera b?rnabók- menntum jafnhátt undir höfði og öðrum ritverkum. E í því er ekki svo varið. Þegar slí ca- bæk ur koma út og eru sendar til dagblaðanna, þá er ef til vill ekki getið um þær, eðx þá að þær fá pláss í örfáum iínum inn á milli dánartilkynning a og minningargreina. Augu fólks hafa hreinlega ekki opnast enn- þá fyrir þeirri þyðingu sem þess ar bækur hafa, og þæ» hafa hvergi skipað þann sess, sem þeim hefux borið. Leiðir til úrbóta — Og hvað er þá helzt til úr- bóta? — Leiðir til úrbóta eru náttúr lega margar. Á hinum Norður- löndunum hafa verið settar upp deildir við bókasöfn, þar sem unglingabækur frá hinum Norð- urlöndunum eru til á frummál- inu. Höfundar í viðkomandi löndum geta síðan fengið þessar bækur að láni og kynnt sér þær. Þetta er auðvitað mikill munur og yrði íslenzkum höfundum mikill fengur að, ef slík deild yrði sett upp hér, t.d. við Borg- arbókasafnið, og það er tr-ú mín að hún komi, þótt seinna verði. Hér vantar líka tilfinnanlega góð skólabókasöfn. Það eru byggðir hér nýtízkulegir og fallegir skólar, en bókakostur þeirra er af mjög skornum skammti og árlega er eigin fjár- veiting til þeirra, heldur koma börnin með nokkrar krónur í skólann og þeim er síðan safn- að saman til bókakaupa. Þetta er þó víst þannig í framkvæmd- inni, að þegar nýr skóli hefur göngu sína, þá kaupir fræðslu- málastjórnin einhvern vísi að bókasafni Þá eru það tveir til þrír bókakassar, pantaðir hjá einhverju forlagi, _sem liggur með gamlar bækur. í þeim skóla sem ég kenni við var þannig t.d. sendar það gamlar bækur, að á sumum þeirra var ekki lög- boðin starfsetning. Ég tók mér það bessaleyfi að taka þær úr umferð og geyma þær eins og hverja aðra minjagripi. Ég tel það ekki æskilegt að brjóta nið- ur með þessu það sem við erum að reyna að byggja upp í staf- setningunni. Þáttur Ríkisútgáfu námsbóka hefur heldur ekki verið sem skyldi. Þar hefur ekki komið út ný lestrarbók fyrir barnaskóla í 30 ár, og gefur að skilja, að það sem við erum að kenna úr 30 ára bókum er að verða úrelt. Þar er t.d. svo eitthvað sé nefnt gamlar mannskaðafrásagnir og brot úr bréfi frá Vestur-íslend- ingi, þar sem úir og grúir af enskum orðum, sem að börn geta ekki borið fram. Ég skil náttúrlega að útgáfan hefur i mörg horn að líta, en tel að úr þessu þurfi að bæta hið brað- asta. Það þolir enga bið. Þá tel ég að það þyrfti að skipa nefnd valinkunnra manna í sam starfi við bóksfulltrúa ríkisins til þess að leiðbeina ksnnurum, foreldrum og öðrum um val barnabóka. Fræðsluyfu völdin, foreldrar og kennarar þurfa að taka höndum saman og vera á verði um allt það lestrarefni, sem ætlað er yngstu iesendun- um. Ég mundi segja að vísasti vegurinn til úrbóta sé heilbrigt aðhald og vakandi dómgreind fólksins. Ef það er fyrir her.di fylgir óihjákvæmilega í kjölfarið að höfundar, þýðendur og útgef endur gera ströngustu kröfur til sjálfra sín. Ruislið hverfur þá af sjálfu sér. því að það hættir að seljast. Þá finnst mér að bókmennta- fræðingar og aðrir þeir er fjatla um listir, megi ekki gleyma bók menntum ungu kynslóðarinnar. Það er misskilningur að það sé virðingu nokkurs lærdóms- manns ósamboðið að láta slíkt til sín taka, — heldur er það í rauninni sjálfsagður hlutur. Skilningur og hvatning færustu manna á þessu sviði, geta orðið að ómetanlegri lyftistöng fyrir unglingabókmenntirnar. — Hefur ekkert verið gert til að bæta umrætt ástand? — Það hefur margsinnis ver- ið bent á það af kennurum og höfundum, að nær engin gagn- rýni hefur verið skrifuð um barna- og unglingabækur. £f til vill hefur einhver kunningi höf- undar stungið niður penna og skrifað um bók hans, en það er lítið mark takandi á slíkum dómum. Morgunblaðið á heiður ski'lið fyrir það, að ríða á vaðið er það á sl. hausti fékk mann til þess að skrifa gagnrýni um barna- og ungiingabækur. Með þessu tel ég að brotið haifi verið blað í útgáfu barnabóka, því að ég þykist viss um að hin blöðm koma þarna á eftir. Þá má geta um annað stórt spor sem segja má að sé í rétta átt. 1 vetur var i fyrsta skipti efnt til kynningar á barnabók- um og barnabókahöfundum í Kennaraskóla íslands, og held ég að vel hafi verið til þeirrar kynningar vandað. Þetta er eins og ég sagði stórf atriði, því uð beinast liggur við að það komi frá kennarastéttinni að glæöa áhuga barna á bókalestri og von andi verður í framtíðinni komið upp sem beztum barnabókasöfn- um í skólum landsins. Breytingar á listamannalaunum Ég spyr Ármann hvað honum finnist um þær breytingar sem boðaðar hafa verið á úthlutun listamannalauna, en það mál er nú mikið rætt. — Við höfum rætt þetta mál mikið í stjórn Félags ísL -it- höfunda, svarar Ármann. Það er ýmislegt gott um þetta frum- varp að segja, en ég tel það höf- uðkost við breytinguna að flokk arnir verða færri, en þessi nið- urröðun sem tíðkaðist hefur ver- ið ákaflega hvimleið og verkað sem einkunnargjöf. Hins vegar finnst mér vanta í þetta frum- varp ákvæði um starfsstyrki handa ungum rithöfundum, eða öðrum þeim sem eru að vinna að ákveðnu verki. Sömuleiðis finnst mér það fráleitt, að taka heiðurslaunin af þeirri fjárveit- ingu, sem úthlutað er hverju simni. Eitt verður líka mjög mik ið atriði, — það hvaða menn veljast í þá nefnd sem úf/hluta á listamannalaununum. Þeir verða að vera réttsýnir og for- dómalausir. — En greiðslur til höfunda fyrir útlán bóka þeirra úr bóka- söfnum? — Það er að mínu áliti mik- Framhald á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.