Morgunblaðið - 16.04.1967, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 16.04.1967, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1967. Nokkrir af stjórnarmönnum og „verndurum" Kammermúsik klúbbsins. T.v. Guðmundur Mag nússon, Ólafur B. Thors, Sig- ríður Theodorsdóttir Haukur Gröndal og Árni Kristjánsson. Kammermúsikklúbburinn 10 ára EJeldur afmælistónleika sumardaginn fyrsta Kammermúsíkklúbburinn á tíu ára afmæli á þessu ári, og af því tilefni verða haldnir nf mælistónleikar í Kennaraskóian- um, fimmtudaginn 20. apríl. Verða þar flutt sömu tónverk og flutt voru á fyrstu tónleikum klúbbsins 1957. Það voru Erki- hertogatríó Beethovens og Sil- ungakvintet Sehuberts. Verðá fiytjendur að mestu þeir só/r-u og fyrir tíu árum. Kammermúsíkklúbburinr, var stofnaður árið 1957, og var áform að að fyrstu tónleikarnir y.’ðu ihaldnir 21. janúar, en á síðustu stundu varð að fresta þeim u.n eina viku. Stofnendur klúbbs'r.s voru: Haukur Gröndal, Ingil'.ir Ásmundsson, Magnús Magnús- son, Ragnar Jónsson og Guð- mundur W. Vilhjálmsson. Sk:pa þessir menn enn stjórn klúbbs- ins, að Ragnari undanskildum, sem hætti vegna anna. Félagatala þessi tíu ár hefur verið 140 til 160 manns, og eru flestir upphaflegir félagar enn í klúbbnum. Hefur hann nú ákveð ið að bæta við sig 30-40 félögum, en eftir það verður ekki hægt að bæta við fleirum vegna nús- næðisskorts. Mun áskriftariisti liggja frammi í Bókaverz,un Sigfúsar Eymundssonar á mánu- dag, þriðjudag og miðvikudag. Blaðamenn áttu þess kost íyrir skömmu að ræða við nokkra stjórnarmenn Kammermúsík- klúbbsins, þar sem þeir gerðu nokkra grein fyrir starfseni hans. Markmið klúbbsins hefur frá upphafi verið flutn'.ngur stofutónlistar eða kammermúsik, og var gert ráð fyrir að íslenzk- ir hljómlistarmenn myndu fyvst og fremst annast flutning ton- verka. Fjölmörg tónverk hafa verið frumflutt hér á landi á vegum klúbbsins, bæði eftir er- lend og innlend tónskáld, þótt hinir fyrrnefndu séu að sjálf- sögðu í míklum meirihluta. Flytj endur hafa yfirleitt verið tveir til fimm, en þó hafa verið nokkr ir tónleikar, þar sem kammer- hljómsveit hefur komið fram, svo sem við flutning Branden- borgarkonserta Baohs o. fl. Hef- ur Björn Ólafsson þá stjórnað hljómsveitunum, en hann hefur ásamt Árna Kristjánssyni verið stjórninni til ráðgjafar um efnis- val frá uppihafi, og sögðu þeir stjórnarmenn, að án þeirrar að- stoðar hefði starfsemi klúbbs- ins verið óframkvæmameg. Þessi tíu ár sem klúbburinn hef- ur starfað hefur hann jafnan fengið inni til tónleikaíhalds að kostnaðarlausu, lengst af í Me,a- skólanum nýja. Starfsemi k’.úbbs ins hefur verið rekin með félags gjöldum, en auk þess hefur mús- íksjóður Guðjóns Sigurðssonar veitt styrk til starfseminnar Enda þótt starfsemi klúbbúns byggist að mestu leyti á íslenzk um hljómlistarmönnum, haía nokkrir erlendir gestir leikið á vegum hans hér svo sem Arm- eníukvartetinn, Philadelohia Woodwind Quintett, La Salle- strengjakvartetinn, I Solisti Veneti og Fostertríóið. Hafa þess ir erlendu hljómlistarmenn far- ið miklu lofsorði um íslentzka á'heyrendur, og hefur það vakið furðu þeirra að mögulegt skuli að halda upp starfsemi kammer músíkklúbbs hér í Reykjavík, þar sem það reynist harla erfitt í sjálfum milljónaborgunum. Tónleikar klúbbsins voru upp haflega sex á ári, en síðustu ár- in fjórir. Nú hefur verið ákveð- ið, að á þessu ári verði fimm tónleikar haldnir. Hefur þegar verið rætt um fyrstu tónleikana hér á undan, en á öðrum verður leikinn klarinett-kvintett eftir Brams og leikur Egill Jónsson á klarinett þar. Ennfremur verðnr flutt tónverk fyrir sópran, píanó og klarinett eftir Schubert, en flytjendui verða Eygló Viktors- dóttir, Guðrún Kristinsdóttir og Egill. Á þriðju og fjórðu tón- leikunum leikur Erling Blöndal Bengtson allar sex svítur Bachs fyrir selló, og á fimmtu tónleik- unum er áformað að flytja tvo af Brandenborgarkonsertum Bachs. Til styrktar starfseminni hef- ur verið stofnað sérstakt verndar ráð, og á eftirtalið fólk sæti í því: Gísli Gestsson safnvörður, Jó- hannes Jóhannesson listmálari, Tómas Jónasson læknir, Bar- bara Árnason listmálari, Einar B. Pálsson verkfræðingur, Gunn ar Sigurgeirsson píanókennari, Kristján G. Gíslason forstjóri, Sigríður Theodórsdóttir, Gunn- ar Guðmundsson framkvæmdar stjóri, Jakob Benediktsson Dr. phil., Gunnar Guðjónsson skipa- miðlari og ólafur B. Tihors lög- fræðingur. Myndin er tekin á æfingu fyr ir fyrstu tónleikana, sem Kamm ermúsikklúbburinn hélt. T.v. Björn Ólafsson, Árni Kristj- ánsson og Einar Vigfússon. — Newsweek Framhald af bls. 1 eyddum“, skrifar hann, ,,811- um deginum, nema matmáls- tímum, í að kyssast og sögð- um vart orð frá morgni til kvölds, nema þegar ég tók mér hlé til að lesa „Epipsyc- hidion“ upphátt“. Hjónáband þeirra varð skammlíft því lauk, þegar Russel byrjaði að gera hosur sínar grænar fyrir bókmennta konunni mikilsvirtu lafði Ottoline Morrel. Þegar hún kom í líf hans hafði Russel ekki sofið hjá konu sinni í níu ár. Russel minnist þess, er hann hitti lafðina 1911, en þá rak hann kosningaáróður fyrir eiginmann hennar. Snemma um vor játuðu þau hvort öðru ást sína, en „vegna ytri og tilviljanakenndra á- stæðna" gáfu þau sig ekki ástríðum sínum á vald, en á- kváðu „að verða elskendur eins fljótt og unnt væri“. í ritdóm Newsweek segir síð- an: „En brátt komu þrjár nætur á sveitaheimili hennar. Næstum því allt, sem hann (Russel) leyfir sér að segja er þetta: „Þær þrjár nætur og dagar, sem ég eyddi í Stud- land eru í minningu minni meðal þeirra fáu stunda, þeg ar lífið virðist vera allt það, sem það getur orðið, en er næstum aldrei“. Hins vegar ber Newsweek lof á heimspekinginn fyrir hreinskilni hans og ljósan og öruggan stíl og getur hans sem mikils hugsuðar og stíl- snillings. — Vegimir Framhald af bls. 32 Axarfjörð. Mikið er um vega- skemmdir í Þilstilfirði og Axar- firði. Frá Austurlandi hafa ekki borizt fregnir um verulegar skemmdir en þar er afar mikil aurbleyta, Eldflaugar úr tré Amman Jórdaníu, 14. apríl NTB. SÝRLENZFU þoturnar þrjár, sem skotnar voru niður af ísra- elsmönnum sl. föstudag og féllu til jarðar í Jórdaníu voru út- búnar eldflaugum úr tré, að því er talsmaður Jórdaníustjórnar skýrði frá í dag. Þetta kom fram á fundi með fréttamönnum, sem höfðu heyrt ávæning um að þot- urnar hefðu verið búnar gervi- eldflaugum. Sagðist talsmaður- inn harma að þurfa að skýra frá þessu. 60 ára stariscslmæli 60 ÁRA starfsafmæli er mjög fá- tíður viðburður, og ekki sízt á vorum dögum. Þess vegna mun mikið um að vera hjá Oscar Rolff skipaverzluninni á morg- un 17. apríl, þegar einn af þekkt-‘ ustu starfsmönnum fyrirtækisins Holger Thuesen Bruun, lítur til baka yfir svo langa ötula þjón- ustu hjá fyrirtæki sínu. Þetta verðúr þeim mun meira, þar sem hinn sami Bruun er vel þekktur og metinn af mörgum, sem vinna við skipaverzlun. Bruun byrjaði sem lærlingur hjá Oscar Rolff 1907, varð síðan verzlunarmaður hjá fyrirtækinu, bílstjóri, skrif- stofumaður og síðast um árarað- ir sem forstjóri Hamborgardeild- ar þess, Dánish Lóbensemittel Import, og síðast nú starfar hann í Kaupmannahöfn aftur, sem verzlunarstjóri. Hæfileikar Bruuns til að tala við fólk, hjálpsemi hans og virð- ing hans á mönnum, hefur fært honum samband við ótal fólk, honum til mikils gagns, jafnt sem fyrirtæki hans. Bruun hefur sýnt málefnum íslands sérstakan álhuga. Sjaldaií fara menn bónleiðir frá Bruun og nær aldrei ef viðkomandi er íslendingur. En vináttan er gagn kvæm. Tvisvar hafa hinir mörgu Holger Bruun. vinir hans boðið honum til sögu- eyjunnar, og þakkað á þann hátt fyrír þá þjónustu, sem hann ftef- ur sýnt þeim í Danmörku. P. — Boeing 727 Framhald af bls. 32 vandræði í því sambandi. Hún þarf ekki nema tæp- lega 5000 feta braut en Reykjavíkurflugvöllur er 6000 fet. Og hávaðinn yrði ekki meiri en af DC-6. — Og brautin myndi þola vélina? — Já án efa. Hámarks lendingarþungi er um 65 tonn, en þær eru svo til aldrei það mikið hlaðnar. Og þær þurfa ekki sérstaklega góða braut. Kanada notar svona vélar og þar eru vell- ir ekki allir til fyrirmyndar. Það hafa þegar verið gerðar tilraunir með að lenda 727 á malarvöllum og komið í ljós að þar er ekkert tl fyrirstöðu. Ég býst við að við fáum bráð lega leyfi frá flugmálastjórn Bandaríkjanna til þess að nota malarvelli eins og þörf krefur. — Hvort miðið þið útreikn inga ykkar við Keflavíkur- eða Reykjavíkurflugvöll? — Við höfum reiknað þá báða út. 727 er mjö full- komin flugvél og til dæmis með lendingar er hún í því sem við köllum „Category 2“ þ.e. þégar þoka er má hún lenda þótt skýjahæðin sé ekki nema 100 fet og skyggni framávið ekki nema 1200 fet. Það var einmitt Boeing 727 sem framkvæmdi fyrstu sjálf stæðu lendingu bandarískrar vélar, með farþega. Flug- mennirnir komu þar hvergi nálægt. Fyrir slíka lendingu þarf auðvitað viðbótartæki í vélina og fyrir .Category 2“ lendingu þarf einnig sérstök tæki á jörðu niðri sem ekki eru til í Reykjavík. — Þú hefur að sjálfsögðu fylgst með íslenzku áhöfnun- um úti, hvernig gengur þeim að læra? — Þeim gengur mjög vol. Sumar áhafnir sem koma til okkar utan úr heimi eiga í erfiðleikum með má’.ið, en íslendirgar eiga ekki í nein- um siíkum vandræðum. Auk þcss eru þeir frábærir flug- menn eins og reyndar var vit að fyrir. Eg er einmitt að •• REYKJANESKJORDÆMI Fundur um sjávarútvegsmál í AÖalveri Keflavík á þriðjudag: FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæðis- flokksins boða til fundar með hinum ýmsu atvinnustéttum kjördæmisins og verður hinn fyrsti um sjávarútvegsmál. Sá fundur verður haldinn í Kefla- vík þriðjudaginn 18. apríl kl. 8.30 e.h. Fundurinn verður í Að- alveri og er fyrir Sjálfstæðisfólk og stuðningsfólk Sjálfstæðis- flokksins á svæðinu sunnan Hafnarfjarðar. Ástæða er til að hvetja fólk er vinnur að sjávar- útvegi, bæði launþega og at- vinnurekendur til þess að fjöl- menna á þennan fund. Annar fundur um sjávarút- vegsmál fyrir Hafnarfjörð og byggðirnar þar fyrir norðan verður haldinn í Sjálfstæðishús- inu þriðjudaginn 25. apríl. fara í æfingaflug mcð Jóhann esi Snorrasyni 1 næstu viku. -- Hvað ^tturðu sagt okl>- ur um rekstur þessara véia * srmanburði uð skrúfuvélír? — Þsr er mikill munur. Þessar þotur þurfa mar únt minna viðhr'a. eru ódýrari í rekstri jg ciuggari á aljan hátt. Það hcfvr verið re'kmð út að hreyfilbilanir hjá þot- um verða átts sinnum siaidn ar en hjá ••. ...yulegum hif.vf- ilvélum. Það er alveg óhætt að segja að Boeing 727 er ein allra fullkomnasta far- þegaþota sem til er í heim- inum í dag, enda befa vin- sældir hennar þess vitni. Þeg ar er búið að selja um 700 vélar, sem er töluvert fram í tímann því að ekki er bú- ið að byggja og afhenda núna rúmlega 400. — Fyrst þú ert að minn- ast á framtiðina, hvað get- ur þú sagt okkur um hljóð- fráu þarþegaþotuna sem Bo- eing er að smíða? — Það verður mikil vél og glæsileg, sjónvarp við hvert einasta sæti og annað eftir því. Og þótt furðulegt kunni að virðast þarf hún ekki lengri flugbraut en Boeing 707 farþegaþoturnar sem nú eru í notkun. Þess má geta að lokum að Boeing fæddist í Mosfellssveit og fluttist til Danmerkur með foreldrum sínum þegar hann var tíu ára gamall. Þar lauk hann stúdentsprófi og hóf nám í flugvélaverkfræði. Hann hefur unnið hjá Boeing verk smiðjunum í þrjú ár. Hann hefur komið í nokkrar stutt- ar heimsóknir til íslands og fer utan á morgun. — ótj. morgun — ótj. Alþingi Framhald af bls. 5. stjórninni. Ennfremur skýrði Guðmundur frá viðskiptum sín- um við fulltrúa Alþýðubanda- lagsins í utanríkismálanefnd á tímum landhelgismálsins og sagði í bréfinu, að fulltrúi Alþbl. hefði lýst því yfir í viðtali við Guð- mund í Guðmundsson, að hann teldi trúnaðarsamstarf við hann ekki eftirsóknarvert- Umræður þessar hafa a. m. k. leitt það I ljós, að hæpið er að taka til um- ræðu í þinginu mál sem þessi, þegar þeir sem hlut áttu að máli á sínum tíma hafa ekki lengur aðstöðu til þess að gera þar grein fyrir sjónarmiðum sínum. Styrmir Gunnarsson. Leiðrétting f FERMINGARLISTA Fríkirkj- unnar í blaðinu í gær misritaðist heimilisfang Þóru Pétursdóttur. Hún á heima að Hliðargerði 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.