Morgunblaðið - 13.05.1967, Síða 18
mr íbúðir f fjölbýlishúsum f samvinnu vi8 hlutað-
•igandi sveitarfélög. Láglaunafólk í verkalýðsfélög-
«m skal hafa forkaupsrétt að Ibúðum þessum, og
mr heimilt að veita meðlimum verkalýðsfélaga lán
«il kaupa á íbúðum, sem nemur */s hlutum af verð-
■næti íbúða, og skal þá telja gatnagerðargjald með
▼erðmæti íbúðanna. Lán þessi skulu vera til 33 ára,
afborganalaus fyrstu þrjú árin, en endugreiðast síð-
an á 30 árum. Að öðru leyti verða lánskjör hin sömu
©g lánskjör annarra íbúðalána húsnæðismálastofn-
unarinnar.
Er þegar hafinn mikill undirbúningur að fram-
kvæmd áætlunar um byggingu 1250 íbúða á fimm
árum í samvinnu við Reykjavíkurborg, samkvæmt
þessari heimild. Mun innan skamms hefjast bygg-
ing 350 íbúða samkvæmt þessari byggingaáætlun.
4) Leiguibúðir sveitarfélaga og Öryrkjabandalagsins
Á árinu 1965 var húsnæðismálastjórn ennfremur
heimilað að veita sveitarfélögum og öryrkjabanda-
lagi íslands lán til byggingar leiguhúsnæðis í kaup-
etöðum og kauptúnum.
Lánsfjárhæð á hverja íbúð skal vera allt að 34
hlutum verðmætis íbúðar.
Ung hjón og aldrað fólk skal að öðru jöfnu sitja
fyrir um húsnæði í leiguíbúðum þessum.
Aukin hlutdeild opinberra lána i byggingarkostnaði
Hlutfall opinberra lána í byggingarkostnaði íbúða
hefur hækkað mjög mikið á undanförnum árum.
Samkvæmt athugun, sem á þessu hefur verið gerð 1
Reykjavík, var hlutfall þetta komið upp i 28,4%
árið 1964, (var 8,6% árið 1958), og má reikna með,
að hlutfallið hafi verið svipað annars staðar á land-
inu. Síðan hafa opinberar lánveitingar til íbúða-
bygginga almennt hækkað mjög mikið, svo að víst
má telja, að þetta hlutfall hafi enn hækkað, auk
þess sem vissum hópum húsbyggjenda hefur með
lögum verið tryggt enn hærra hlutfall. Mikill hluti
húsbyggjenda nýtur nú orðið einnig lána úr sér-
stökum lífeyrissjóðum, svo að stór hluti þeirra fær
a.m.k. 50% byggingarkostnaðar í föstum lánum.
I
Fjáröflun.
Helztu ráðstafanir, sem af ríkisvaldsins hálfu hafa
verið gerðar til þess að tryggja fjármagn til hækk-
unar íbúðalána, hafa verið þessar: 1) skyldusparnað-
ur einstaklinga 16—25 ára hefur verið hækkaður úr
6% í 15% af launatekjum. 2) Tryggingafélögunum
hefur verið gert að verja 25% af ráðstöfunarfé sínu
til kaupa á íbúðalánabréfum húsnæðismálastjóm-
*r. 3) Lagður hefur verið á launagreiðendur almenn-
ur launaskattur að upphæð 1% af greiddum vinnu-
launum og hvers konar atvinnutekjum öðum en
tekjum af landbúnaði. 4) Akveðið hefur verið, að
árlegu framlagi ríkissjóðs til atvinnuleysistrygginga
akuli varið til kaupa á bankavaxtabréfum almenna
veðlánakerfisins.
6) Ríkissjóður greiðir árlega 40 millj. kr. framlag
til Byggingarsjóðs ríkisins. 6) Heimild Veðdeildar
Landsbanka íslands til útgáfu bankavaxtabréfa, sem
nam 150 millj. kr. á ári í 10 ár, hefur verið hækkuð
1 400 millj. kr. á ári ótímabundið.
Lækkun byggingarkostnaðar.
Til þess að stuðla að lækkun byggingarkostnað-
ar hafa aðflutningsgjöld af tilbúnum húsum og hús-
hlutum verið lækkuð verulega. Þá er það meðal verk
efna Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. að
vinna að endurbótum í byggingariðnaði og lækkun
kostnaðar við mannvirkjagerð. Iðnaðarmálaráðherra
hefir skipað sérstaka nefnd, sem vinna skal að at-
hugun á byggingarkostnaði í landinu. Er þess vænzt,
að athuganir þessara aðila geti leitt til þess að tak-
ast megi að lækka nokkuð byggingarkostnað íbúðar-
húsnæðis. Með byggingu hinna 1250 íbúða fyrir lág-
launafólk, sem að framan voru nefndar, verður lögð
aérstök áherzla á að sannreyna, hve mikið megi
lækka byggingarkostnað með góðri skipulagningu
og fullkomnustu tækni, sem við verður komið.
Tryggingabætur margfaldaðar
Efling almannatrygginga hefur verið einn þýð-
ingarmesti þáttur þeirrar stjórnarstefnu, sem fylgt
hefur verið frá árinu 1960. Höfuðáherzlan hefur verið
lögð á að bæta hag þeirra þegna þjóöfélagsins, sem
við lakasta lífsaðstöðu búa, einkum aldraðs fólks og
öryrkja, einstæðra mæðra og barnmargra fjölskyldna.
Þegar við framkvæmd viðreisnarráðstafananna árið
1960 voru bætur almannatrygginga hækkaðar mjög
mikið, sérstaklega fjölskyldubætur og elli- og örorku-
lifeyrir, til þess að koma í veg fyrir, að verðhækk-
anirnar, sem leiddi af þessum ráðstöfunum, yllu kjara-
skerðingu hjá þeim, sem sízt máttu fyrir henni verða.
Auk þeirra hækkana, sem stóðu í beinu sambandi við
viðreisnarráðstafanirnar, var elli-, örorku-
og barnalífeyrir hækkaður um 20%, þannig að kjör
þeirra, sem þessara bóta njóta, urðu þá þegar betri
en þau höfðu áður verið.
Síðan hafa verið gerðar margar þýðingarmiklar
endurbætur á tryggingalöggjöfinni og bætur hækkað-
ar mjög mikið.
Árangurinn er sá, að íslenzka þjóðin býr nú viö
meira efnahagslegt öryggi en nokkru sinni fyrr, og
er í hópi þeirra þjóða, er bezt búa að þeim þegnum
sínum, sem vegna erfiðra ástæðna þarfnast aðstoðar
þjóðfélagsheildarinnar til þess að njóta mannsæm-
andi lifskjara.
Aldraðir búa við aukið öryggi.
Bætur almannatrygginga.
Þýðingarmesta grein almannatrygginga eru Iífeyr-
istryggingar, en þær taka til ellilífeyris, örorkulífeyr-
is, makabóta, fjölskyldubóta, bamalífeyris, mæðra-
launa, fæðingarstyrks, ekkjubóta og ekkjulífeyris.
Bætur lífeyristrygginga munu á árinu 1967 nema yfir
1.000 milljónum króna, en þær námu á árinu 1959
tæplega 154 millj. kr. Mest mun ganga af þessari
fjárhæð til ellilífeyrisgreiðslna, eða yfir 500 millj. kr.,
en í fjölskyldubætur verða greiddar um 250 millj.
kr., í örorkulífeyri og örorkustyrk um 130 millj. kr.
og um 135 millj. kr. í aðrar bætur lífeyristrygginga.
Til annarra greina almannatrygginganna, slysa-
trygginga og sjúkratrygginga, munu á árinu 1967
renna um 45 og 405 millj. kr., eða samtals 450 millj.
kr., en á árinu 1959 námu bætur slysatrygginga tæp-
lega 12,4 millj. kr. og útgjöld sjúkratrygginga um 86
millj. kr.
Samtals geta bótagreiðslur almannatryggingia á ár-
inu 1967 þannig numið allt að 1.500 millj. kr. Verður
ljóst, hversu niikla fjármuni hér er um að ræða, þeg-
ar athugað er, að þetta er u.þ.b. 100 millj. kr. hærri
upphæð en varið var til íbúðarhúsabygginga í öllu
landinu árið 1965.
Helztu nýmæli á viðreisnartímabilinu.
1) Allar bætur almannatryggingá hafa verið stór-
hækkaðar — og miklum mun meira en nemur
verðhækkunum og hækkun á vísitölu fram-
færslukostnaðar.
2) Afnumin hefur verið skiptingin í 1. og 2. verð-
lagssvæði. Allar bætur almannatrygginga eru
nú hinar sömu hvar sem er á landinu, en áður
voru þær fjórðungi lægri á 2. verðlagssvæði,
sem náði yfir allt landið utan kaupstaða og
kauptúna með 2000 íbúum eða fleiri.
3) Fjölskyldubætur eru nú greiddar með öllura
börnum yngri en 16 ára. Fyrir 1960 voru ekki
greiddar fjölskyldubætur með fyrstu tveimur
börnum í fjölskyldu, aðeins hálfar fjölskyldu-
bætur með þriðja barni, en fullar bætur með
fjórða barni og fleirum. Og með almannatrygg-
ingalögunum frá 1963 var ákveðið, að fjöl-
skyldubætur skyldu einnig greiddar með þeira
börnum, sem njóta barnalífeyris eða eiga fram-
færsluskyldan föður utan fjölskyldunnar.
4) Nú njóta ellilífeyris- og örorkulífeyrisþegar fulls
lífeyris, þó að þeir hafi jafnframt aðrar tekjur.
Áður en hin svokölluðu skerðingarákvæði voru
afnumin á árinu 1960, voru slíkar tekjur dregnar
frá lífeyrisgreiðslum eftir vissum reglum.
«) Með almannatryggingalögunum frá 1963 „var
heimilað, að sérstakir lífeyrissjóðir verði viðbót-
arsjóðir við almannatryggingar, en til þess eru
þó nauðsynlegar vissar breytingar á reglura
lífeyrissjóðanna. Aður áttu þeir, sem rétt höfðu
til bóta frá lífeyrissjóðum, yfirleitt ekki rétt
til sams konar bóta frá lífeyristryggingunum.
«) Réttur ekkna til lífeyris hefur verið aukinn
verulega. Nú fær kona, sem verður ekkja 50
ára að aldri, t.d. lífeyri sem nemur 25% af ör-
orkulífeyri, en fékk áður aðeins 10%, 60 ára
ekkja fær 75% í stað 58% og 65 ára ekkja
100% í stað 88%.
7) Mæðralaun, sem greidd eru ekkjum, ógiftura
mæðrum og fráskildinn konum, eru nú greidd
móður með einu barni yngra en 16 ára og full
mæðralaun (þ.e. upphæð jafnhá ekkjulífeyri)
eru nú greidd móður með þremur börnum eða
fleirum. Fyrir 1960 fengu einstæðar mæður ekki
greidd mæðralaun nema þær hefðu a.m.k. tvö
börn á framfæri sínu, og full mæðralaun voru
ekki greidd fyrr en börnin voru fjögur eða
fleiri.
8) Slysadagpeningar og sjúkradagpeningar eru nú
greiddir í allt að 52 vikur í stað 26 vikna áður.
Hækkun bótanna.
Eftirfarandi yfirlit um upphæðir bóta lífeyristrygg-
Inga annars vegar í árslok 1959 og hins vegax í jan-
úar 1967 sýnir vel hina stórfelldu hækkun bótanna
á viðreisnartímabilinu, en vísitala framfærslukostn-
aðar hefur á sama tima hækkað um 95%. Miðað er
við bótagreiðslur fyrir heilt ár, nema annað *é tekáð
íram.
mml 1M|
18 A FRAMFAHALEIÐ
U.