Morgunblaðið - 13.06.1967, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNl 1967.
f
iZÍm
„Satt og logið sitt er hvað,
sönnu er best að trúa.
En hvernig á að þekkja það,
þegar flestir ljúga“
Það væri ekki undarlegt
þótt ykkur reki í roga stanz,
er þið lesið fyrirsögn greinar
þessarar og haldið auðvitað
að þið séuð farin að sjá of-
sjónir, eða eitthvað því um
l'íkt, en sv<j er þó alls ekki
þótt við ykkur þlasi mynd af
hrút, en ekki af hákarli, sem
væri þó sennilegra. Ekki er
nú heldur prenntvillu-púkan-
um um að kenna í þetta sinn,
þó að þeir séu orðnir hinir
verstu skaðvaldar í öllu ís-
lenzku ritmáli, enda mætti
líkja þeim við „Minkinn“, sem
gerir marga skráveifuna hér
á landi eins og flestum er
kunnugt. í þjóðsagnablöðum
sem fjalla um nokkra stór-
lygara eru þessi fonnálsorð:
„Plestir þekkja grolbbið fólk,
fólk, sem segist hafa unnið
þessi og þessi afreksverk, þótt
enginn fötur sé fyrir því. Það
vill oft til, að þeir eru grobbn
astir, sem minnstir eru fyrir
sér, bæði til sálar og likama,
og oftast munu menn grobba
mest af því, sem þeir eiga sízt
til í vitum sínum. Kraftalitlir
menn þykjast hafa lagt helj-
armenni af velli og stundum
tvo í einu. Leirskáld þykjast
vera mestu snillingar, og þar
fram eftir götunum“. Þannig
hafa myndast sögur af ýmsum
stórlygurum, sem færðar hafa
verið í letur, en einnig hefur
Skáldskapur þjóðarinnar haft
hönd í bagga með að gera þess
ar sögur sem áhrifamestar í
frásögninni. Hér verður les-
endum gefinn kostur á, að
heyra eina slíka sögu, en hún
heifst á þessa leið: „Einu sinni
réri karl á hákarl og dró full
orðinn hákarl. En þegar hann
hafði dregið hann upp að
borði, vildi svo óbeppilega til,
að taumurinn slitnaði. Karl
Föngulegur hrútur
var þá ekki seinn á sér að
grípa hendi til, en í flýtinum
lenti hann upp í grána, sem
óðara skellti höndina af, en
þá greip karl hinni hendinni
um sporðinn og slöngvaði
grána upp í, risti hann á kvið
inn, tók höndina og batt við
stúfinn, réri síðan tvíára 1
land. Þegar í land kom og
karl fór að hluta háksa í
sundur, kom innan úr honum
mórauður hrútur. Undir þann
hrút hélt karl ám sínum um
veturinn, og varð það afbragðs
fjárkyn". — I.G.
75 ára er í dag frú Ingibjörg
Haraldsdóttir frá Hvalgröfum,
Skipholti 45. Hún dvelst í dag á
heimili sonar síns að Grettisgötu
6.
Þann 10. júní voru gefin sam-
an í hjónaband í dómkirkjunni
Þrándheimi Laila Irena Nielsen,
Ijósmóðir og Kristján Pétur
Kristjánsson, verkfræðingur frá
ísafirði. Heimili þeirra er fyrst
um sinn á Valgrindveien 8,
Tröndheim, Norge.
Spakmœli dagsins
Þegar hermennirnir berjast, fá
tóngarnir á sig hetjuorff.
— Talmud.
Laugardaginn 13. maí voru
gefin saman í Háteigskirkju af
séra Arngrími Jónssyni ungfrú
Ragna Hjaltadóttir og Trausti
AðaLsteinsson. Heimili þeirra er
að Skólagerði 22, Kópavogi.
(Ljóismyndastofa Þóris).
Sunnudaginn 7. mai voru gef-
in saman af séra Þorsteini
Björnssyni, ungfrú Jytta J. Juul
og Ástvaldur Pétursson. Heimili
þeirra er að Reynimel 56, Reykja
ví’k.
(Ljóismyndastofa Þóris).
Laugardaginn 20. maí voru
gefin saman af séra Ólafi Skúla-
syni ungfrú Brynja Halldórs-
dóttir og Haraldur Benediktsson.
Heimili þeirra er að Boðaslóð 16.
Vestmannaeyjum.
(Ljósmyndastofa Þóris).
Laugardaginn 29. apríl voru
gefin saman af séra Jóni Kr. Is-
feld ungfrú Asgerður Gísladótt-
ir og Ólafur Ingimundarson.
HeimiH þeirra er að Hrísbrú,
Mosfellssveit.
(Ljósmyndastofa Þóris).
Amerískar jeppakerrur
Til sölu nokkrar lítið not-
aðar jeppakerrur. Uppl. í
síma 35410 ag 12494.
4
Bezt að auglýsa ^
í Morgunblaðinu
-----------—-----i
Fyrir 17. júní
Amerískir barnagallar, þýzk terylenepils í skotzk-
um litum. — Stærðir 2ja — 8 ára.
SÓLBRÁ, Laugavegi 83.
Sumarbliissur, sumarhattar
mikið úrval.
HATTABÓÐ REYKJAVÍKUR,
Laugavegi 10.
NauðungaruppboS
Eftirtaldar bifreiðar verða seldar á opinberu upp-
boði sem háð verður í dag, þriðjudag 13. júní kl. 14,
við Bflaverkstæði Hafnarfjarðar við Reykjavíkur-
veg: G-3196, G-3396, R-18978.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirðí
Sigurður Hallur Stefánsson, ftr.
Mikið úrval af
kvensíðbuxum
*
í
SÍMI 10095.
í Kjörgarði
Nýkomnar
ódýrar norskar
buxnadragtir
UNGLINGA- OG FULLORÐINSSTÆRÐIR.
SÍMI 10095.